Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 47 FRÉTTIR Skátamót í Krýsuvík SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir opnu skátamóti í Krýsuvík nú um helg- ina. Þetta er 56. vormót Hraunbúa og hafa flest mót verið haldin í Krýsuvík. Skátar víðs vegar að munu eyða helginni við tjaldbúða- störf, leiki og önnur fjölþætt verk- efni, undir yfirskrift mótsins „Með vinum“. Þótt hefðbundin dagskrá sé sérstaklega ætluð skátum 11-15 ára verða á mótinu bæði yngri skátar og fjöldi unglinga auk for- eldra og eldri skáta sem taka þátt í dagskrá mótsins auk sér- hæfðra verkefna. Áhersla er lögð á að skátarnir eigi skemmtilegar stundir saman og efli félagsand- ann um leið og þeir læra að tak- ast á við fjölþætt verkefni. Undirbúningur mótsins hefur verið í höndum eldri skáta ásamt öflugri dróttskátasveit félagsins, en sívaxandi áhugi er á því starfi sem ætlað er 15-18 ára ungling- um. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði annast sjúkragæslu að vanda. Þó nokkur uppbygging hefur átt sér stað á útivistarsvæði skát- anna sem er undir hlíðum Bæjar- fells, við Krýsuvíkurkirkju. Veg- legt salernishús hefur verið byggt og plantað _ hefur verið tijám í skjólbelti. Ágangur sauðkindar- innar hefur þó eyðilagt margra ára vinnu og hefur ómæld vinna verið lögð í endurnýjun girðinga til að sporna við þeim ágangi. Eins og á undanförnum mótum verður unnið að landgræðslu en nú verður allt rusl flokkað og líf- rænn úrgangur skilinn eftir á staðnum en öðru komið til Sorpu. Gestir eru velkomnir á svæðið á laugardag og er aðalvarðeldur mótsins kl. 21 á laugardagskvöld. Fj ölskylduhlaupið Skúlaskeið 1 Viðey EFNT verður til fjölskylduhlaups í Viðey laugardaginn 28. júní. Þetta er 3 km hlaup, skokk eða ganga fyrir alla fjölskylduna. Það hefst kl. 14 en bátsferðir verða á 20 mínútna fresti frá kl. 12. Þátttökugjald er 500 kr. fyrir full- orðna eða 300 kr. fyrir börn. í gjald- inu er innifalið fargjald og síðan grillaðar pylsur og kaldir drykkir að loknu hlaupi. Ennfremur fá allir verðlaunapening með innsigli Skúla fógeta, sem hlaupið er kennt við. Þetta er ný gerð af peningnum. Hlaupið hefst norðan Viðeyjarstofu og því lýkur við grillskálann Viðeyj- arnaust. Gaui litli, sá þekkti heilsu- ræktarmaður, tekur þátt í hlaupinu og mun hita mannskapinn upp síð- asta stundarijórðunginn áður en hlaupið hefst, segir í fréttatilkynn- ingu. Ferðir í land aftur hefjast upp úr kl. 15. Öll skipulagning og umsjón Skúlaskeiðs er í höndum Reykjavík- urmaraþons. Þennan sama dag verður ljós- myndasýning í Viðeyjarskóla opnuð almenningi. Hún er opin um helgar kl. 13.15-17.10 en virka daga kl. 14.15-16.10. Þar getur að líta ágæta yfirlitssýningu um lífið í þorp- inu á Sundbakkanum á árunum 1907-1944. Hestaleigan er að starfi alla daga og veitingahúsið í Viðeyjarstofu. Fastar bátsferðir um helgar eru á klst. fresti frá kl. 13-17. jfctitui tit h m lölvd í Sd/VxA? W7.Í00 Peacock turnvél Intel 166 mliz örgjörvi 32 mb innra minni 15" stafrænn litaskjár 1700 mb harður diskur 16 hraða geisladrif Soundblaster 16 25w hátalarar Lyklaborð &? mús Windows '95 m/bók 5 íslenskir nýir leikir ST« BT. Tölvur Grensásvegi 3 -108 Reykjavík Sími: 5885900 -Fax: 5885905 Opið virka daga frá 10:00 -19:00 Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir vitnum að ákeyrslu í Garðabæ sl. laugardag. Rauðri Mözdu 626 með skráning- arnúmer JL887 var lagt á bílastæði við Hrísmóa 2a, sem er á bak við Hagkaup í Garðabæ. Þar stóð bíllinn frá kl. 20.15 til 20.40. Þegar eigend- ur bílsins komu að honum hafði verið ekið á framenda bflsins og hann mik- ið skemmdur. Svo virðist sem bíllinn, sem tjóninu olli, sé blár að lit. Þeir sem kynnu að hafa orðið vitni að ákeyrslunni eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram við lögregl- una í Hafnarfírði. ------♦ ♦ ♦----- Ferðaskrifstofan Nonni færir út kvíarnar VEGNA síaukinna umsvifa í ferða- þjónustu hefur Ferðaskrifstofan Nonni, sem hóf göngu sína á Akur- eyri 1989, opnað útibú í Reykjavík. Það er til húsa í Hafnarstræti 1-3, undir sama þaki og íslenskur heimilis- iðnaður. Ferðaskrifstofan Nonni hef- ur einkum lagt áherslu á ferðir norð- anlands og Grænlandsferðir, en veitir að öðru leyti alhliða ferðaþjónustu. Útibúið í Hafnarstræti verður opið daglega í sumar frá klukkan 9-18. -----------» ♦ ♦----- Fermingar um helgina FERMING í Flateyjarkirkju laug- ardaginn 28. júní kl. 13. prestur sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Fermd verður: Anna Guðmundsdóttir, Skólastíg 4, Stykkishólmi. FERMING í Hvalsneskirkju sunnudaginn 29. júní kl. II. Prest- ur sr. Önundur Björnsson. Fermd- ar verða: Elísabet K. Richardsdóttir, Vallargötu 13, Sandgerði. Kristín H. Kristjánsdóttir, Suðurgötu 34, Sandgerði. LEIFHEIT z tsnaeM SÍÐUMÚLI 4 - SÍMI 553 8775 HAFNARSTRÆTI21 - SÍMI 551 3336 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Á Kringlunni Litir: Svartir Stærðir: 36-41 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 7 FRÁBÆRT VERD Á 18 OG 2 7 GÍRA FJALLAHJÓLUM DIAMOND EXPLOSIVE 21 gíra Fjallahjól á ótrúlegu verði miðað við gæði með Shimano gírum, Grip-Shift, átaks- bremsum, álgjörðum, gliti, standara, gírhlíf, brúsa og keðjuhlíf. Hjól sérstaklega útbúið fyrir íslenskar aðstæður. Tilboð kr. 23.100, slgr. 21.945. Verð áður kr. 27.300. DIAMOND EXPLOSIVE 21 gíra Sami útbúnaður og auk þess bretti, og bögglaberi, litur dökk blátt. Verð oðeins kr. 26.900, stgr. 25.555, VARAHLUTIR - AUKAHLUTIR tjólmur, bomostólar, grffflor, Ijós, demparagofflar, stýrisemlar, fatnaður, bjölhir, brúsar, töskur, hraðamæmr, slöngur, dekk, stondarar, plast skitbretti, hjólafestingar ó bfl, bögglaberar og raorgt, raorgt fWra. \# I • 5% staðgreiðsluafsláttur. VerSlUmn Ármúla 40 Simar: 553 5320 568 8860 ElN STÆR5TA SPORTVÖRUVERSLUN LANDSINS BRONCO TRACK 24" 18 gíra Vel útbúið fjallahjól með Shimano gírum, átaksbremsum, álgjörðum, gliti, standara, gírhlíf, brúsafestingu og keðjuhlíf. Hjól sérstaklega útbúið fyrir íslenskar aðstæður. Herra- oa dömustell. Verft aftems kr. 22.900, stgr. 21.755. DIAMOND NEVADA 26" 18 gíra Sami útbúnaðurog auk þess bretti, böggla- beri og brúsi. Litur dökkgrænt. Verft ofteins kr. 24.900, stgr. 23.655. Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og kaupið í sérverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.