Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 27.06.1997, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ >551 6500 /DD/ í öllum sölum LAUGAVEGI94 MYRKRAVERK Splunkunýr breskur tryllir með hrollvekjandi ívafi. Hlaut nýverið 5 verðlaun á tveimur spennumynda- og hrollvekjuhátíðum, þ.á.m. sem besta og frumlegasta myndin og fyrir besta handritið. Keppti m.a. við stórmyndina The Relic" og hafði betur. Aðalhlutverk: Craig Fairbrass (Cliffhanger, Prime Suspect), Rowena King (Hamlet, The Wide Sargasso Sea) og Jon Finch (Frenzy). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. Geðveikt grín og gaman. Chris Farley sýnir hér sýna bestu hlið því hann er sannkallaður meistari í hrakförum í Beverly Hills Ninja. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 . Bönnuð innan 12 ára ■ HHE cSk-O SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384 □□Dolby DIGITAL DIGITAL FANGAFLUG F L Ó T T I A F Y 11 S T A F A R lt Ý N I SPENNTU BELTIN OG BÚÐU ÞIG UNDIR BROTTFÖR! 5i; laI TJ f 11 Morgunblaðið/Ásdís Víkingahátíð JC Hljómsveit nýrra tíma TÖNLIST Gcisladiskur GEIMJAZZ Geimjazz, stuttskífa hljóm- sveitarinnar Súrefnis. Súrefni skipa Páll og Þröstur, sem leika á öll hljóðfæri, stýra upptökum og annast útsetn- ingar. Súrefnispiltar gefa skifuna sjálfír út, en Hljóma- lind dreifir henni. 26,28 min. MEÐAL skemmilegustu hljómsveita nýrra tíma í ís- lenskri dægurtónlist er Súr- efni. Súrefnismenn hafa ver- ið iðnir við að leika á dansi- böllum, meðal annars hitað upp fyrir erlendar sveitir sem hingað hafa komið. Geimjazz er fyrsta útgáfa sveitarinnar, þó hún hafi áður átt lag á safnskífu, en á vegferð sinni hefur sveitin breyst úr eins- konar dansrokksveit í hrein- ræktað breakbeat, framið á tölvur og viðeigandi tól. Upphafslag disksins sem hér er gerður að umtalsefni, væntanlega ætlaður til að kynna sveitina fyrst og fremst, er í flestu dæmigert fyrir Súrefni; grípandi lag- lína og skemmtilega traustar hrynhendur. Annað lag disksins, Partýtíðni áramóta Stínu, er og gott, og í því leika Súrefnisfélagar sér meðal annars með allþekkt minni. Meiri tilrauna- mennska hefði þó ekki skað- að og víða eru hugmyndir sem þeir hefðu mátt gera meira úr, lengja jafnvel lögin og taka meiri áhættu. Þann- ig hefði Geimfatatízkan, frá- bært lag, að skaðlausu mátt vera lengra og jafnvel þyngra, lag sem hentar reyndar vel fyrir endurhljóð- blöndun. Raftónlist að hætti Súr- efnismanna hættir til að verða keimlík og jafnvel vél- ræn, en þeir félagar komast vel frá því með nýstárlegum hljóðum, mörgum bráðvel gerðum, og skemmtilegum milliköflum. Helsti ljóður á plötunni er grunnur hljómur- inn; sem bitnar til að mynda á lögunum Partýtíðni ára- móta Stínu og Flaueli. Geimjazz Súrefnis er eins- konar forréttur sem vekur löngun eftir meiru og von- andi að þeir félagar fái svig- rúm til þess að gera aðra skífu sem fyrst og þá í fullri lengd. Árni Matthíasson ► JC HREYFINGIN og Fjörukráin stóðu nýlega fyrir mikilli víkingahátíð síðastliðinn fimmtudag í Hafnarfirði, en Evrópuþing hreyfingarinnar var í ár haldið í Reykjavík og var víkingahá- tíðin hluti af dagskrá þingsins. Margir erlendir gestir heimsóttu landið vegna ráðstefnunnar og skemmtu þeir sér hið besta innan um víkingana sem sýndu skylmingar og fleiri bardaga- listir. Milli 800 og 900 manns mættu á hátíðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.