Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 10
10 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ferðafé-
lagsmenn
kæra
HAUKUR Jóhannesson, formaður
Ferðafélags íslands, segir að Ferða-
félagsmenn séu ekki sáttir við úr-
skurð skipulagsstjóra og hann verði
kærður til umhverfisráðherra. For-
sendur úrskurðarins voru ekki
komnar í hendur Ferðafélags-
manna, heldur aðeins úrskurðarorð-
ið eitt. Haukur sagði að beðið yrði
eftir forsendunum og kæran send
inn í lok september, enda íynni
kærufrestur ekki út fyrr en í byijun
október. „Svo tekur þetta allt sinn
tíma,“ sagði Haukur.
Svínvetningar ánægðir
Jóhann Guðmundsson, oddviti
Svínavatnshrepps, segist ánægður
með úrskurðarorðin og telur kröfur
þær sem fram séu settar vera eðli-
legar. Aðspurður hvað hann segði
við fyrirhugaðri kæru Ferðafélags-
manna sagði Jóhann að það væri
þeirra mál. „Ég get i sjálfu sér
ekkert sagt við því en ég bendi á
að Hveravellir eru innan stjóm-
sýslusvæðis Svínavatnshrepps og
þetta eru hlutir sem okkur ber að
vinna, skv. stjórnsýslulögum sem
við höfum í hvívetna reynt að fara
eftir.“
Óvíst hvenærframkvæmdir
hefjast
Jóhann sagði ekkert liggja fyrir
um hvenær framkvæmdir hæfust.
„Gert er ráð fyrir að þær hefjist
innan þriggja ára í okkar gögnum
en þetta er bara eitt skref af mörg-
um sem taka þarf og við ætlum
okkur ekki að taka nein heljar-
stökk. Við þurfum að hafa sam-
band við aðila sem myndu hugsan-
lega vilja koma til samstarfs við
okkur og enn er mikill undirbún-
ingur eftir og hann þarf að vanda
á öllum stigum.“
Fjölsóttir staðir aldrei
ósnortnir
Jóhann sagði að Svínvetningar
fylgdust með gangi málsins. „Ég
vona að þetta sé allt á réttri leið,
enda er ég sannfærður um að fyr-
ir fjölsótta ferðamannastaði á há-
lendinu þurfi að vinna gott skipu-
lag til að staðirnir nái að varðveit-
ast til framtíðar. Fjölsóttir staðir
verða aldrei ósnortnir og þess
vegna þarf að hlúa að þeim eftir
föngum," sagði Jóhann.
Skipulagsstjóri ríkisins um framkvæmdir á Hveravöllum
Samþykktar með fyrirvörum
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur
kynnt úrskurð sinn og mat á um-
hverfisáhrifum vegna fyrirhugaðra
framkvæmda á Hveravöllum. í úr-
skurði sínum fellst skipulagsstjóri
á framkvæmdirnar samkvæmt fyr-
irliggjandi tillögu með nokkrum
skilyrðum.
Framkvæmdirnar sem um ræðir
fela í sér byggingu allt að 640 fer-
metra ferðamannamiðstöðvar, að
hluta til innan friðlýsta svæðisins
en að mestu í hvarfi frá aðalhvera-
svæðinu á Hveravöllum. Þá er gert
ráð fyrir nýjum aðkomuvegi, bíla-
stæði og tjaldstæði. Einnig er gert
ráð fyrir hitaveitu, neysluvatns-
veitu, fráveitu, rafstöð og birgða-
geymslu fyrir bensín og olíur. Að
auki stendur til að girða hluta frið-
lýsta svæðisins, leggja göngustíga
og græða upp svæði innan girðing-
arinnar.
Þessar framkvæmdir á Hvera-
völlum gera ráð fyrir að nýrri skáli
Ferðafélags íslands verði fjarlægð-
ur, ásamt salernisaðstöðu, aðstöðu
Morgunblaðið/Þorkell
FYRIRHUGAÐAR framkvæmdir á Hveravöllum gera ráð fyrir
að nýrri skáli Ferðafélags Islands verði fjarlægður,
ásamt salernisaðstöðu.
sauðfjárveikivarna og núverandi í niðurstöðu skipulagsstjóra er
aðkomuvegi og bílastæðum. fjallað um ýmsa þætti þessara
framkvæmda en síðan segir að „fyr-
irhuguð framkvæmd hafi ekki í för
með sér umtalsverð neikvæð áhrif
á umhverfi, náttúruauðlindir eða
samfélag að uppfylltum settum skil-
yrðum."
Skilyrðin sem Skipulagsstjóri
setur fyrir framkvæmdum felast
einkum í samráði við Náttúruvernd
ríkisins um endanlega hönnun þjón-
ustumiðstöðvar og annarra mann-
virkja svo og framkvæmdir við að-
komuveg og bílastæði, Iagningu
hita- og vatnsveitu, vöktun um-
hverfis og framkvæmd uppgræðslu
á svæðinu.
Þá er það skilyrði sett að bensín-
og olíusala verði heimil að vetrar-
lagi og verði fyrst og fremst um
neyðarsölu að ræða. Þá skuli geng-
ið frá eldsneytistönkum á þann veg
að þeir verði ekki sjáanlegir. Að
lokum setur skipulagsstjóri það
skilyrði að þjónusta í miðstöðinni
verði í samræmi við þá stefnu sem
mörkuð verður í svæðisskipulagi
miðhálendisins.
Hlaupið hefur úr báðum kötlum Skaftáijökuls
Breytingará
eldvirkni metnar
ÁRNI Snorrason, forstöðumaður
vatnamælingasviðs Orkustofnun-
ar, segir að vísindamenn muni á
næstu dögum draga saman niður-
stöður mælinga um rennsli í
Skaftárhlaupi og á grundvelli
þeirra reyna að álykta um hugsan-
legar breytingar á eldvirkni í jökl-
inum. Hann segist telja að um 200
gígalítrar hefðu runnið í hlaupinu
sem sé í minni kantinum. Dæmi
séu um helmingi stærri hlaup í
Skaftá.
Hlaupið úr vestari sigkatli
Skaftátjökuls hófst sl. mánudag
og kom í kjölfar hlaups úr eystri
sigkatlinum. Ámi sagðist ekki telja
að beint orsakasamband væri á
milli þessara hlaupa. Reiknað hefði
verið með hlaupi úr eystri katlinum
í ár, en að jafnaði liðu u.þ.b. 40
mánuðir milli hlaupa. Meiri óregla
hefði verið á hlaupum úr vestari
katlinum, en hlaup úr honum kom
í fyrra.
Mælir vatnamælingamanna er
við Sveinstind sem er 17 km rieðan
við upptök Skaftár. Sigvaldi Árna-
son, verkfræðingur á Orkustofnun,
sagði að þegar síðara jökulhlaupið
var í hámarki hefði rennslið í ánni
verið 340 rúmmetrar á sekúndu. Á
fimmtudag var rennslið 240 rúm-
metrar á sekúndu og fór 'minnk-
andi. Til samanburðar má nefna
að í síðustu viku, þegar hlaupið
úr eystri sigkatlinum var í há-
marki, var rennslið 870 rúmmetrar
á sekúndu. Sigvaldi sagði að tekin
hefðu verið sýni úr ánni, en þau
gæfu vísbendingar um hvort breyt-
ingar væru að verða á eldvirkni í
Skaftátjökli. Niðurstöður þeirra
mælinga liggja ekki fyrir.
Engra jarðskjálfta hefur orðið
vart í tengslum við þetta hlaup og
því er ekkert sem bendir til þess
að gosið hafi í sigkatlinum. Sem
kunnugt er gaus í stuttan tíma í
eystri sigkatlinum eftir að hlaupið
úr honum náði hámarki í síðustu
viku.
Hlaupvatn í Hverfisfljóti
Árni Snorrason mældi rennsli í
Hverfisfljót og sagði hann greini-
legt að hlaupvatn hefði runnið í
fljótið. Það væri frekar óvenjulegt
en hefði komið fyrir áður. Hann
sagði ekki ljóst hvers vegna þetta
gerðist en hugsanlegt væri að vatn
rynni með Skaftáijökli og í Hverfis-
fljót.
Enn skelfur í Hengli
Má búast
við skjálft-
um áfram
JARÐSKJÁLFTA sem mældist
rúm 3 stig á Richter varð vart á
Hengilssvæðinu kl. 23.47 í fyrra-
kvöld og á eftir fylgdu nokkrir
smærri skjálftar.
„Virknin jókst rétt fyrir mið-
nættið og var mest milli klukkan
tólf og eitt en þá mældust um 60
kippir á klukkustund. Síðan hefur
þeim fækkað verulega, eru komnir
vel undir tíu á klukkustund," sagði
Páll Halldórsson, jarðskjálftafræð-
ingur á Veðurstofunni, í samtali
við Morgunblaðið um hádegi í gær.
Upptök skjálftans voru nálægt
Hrómundartindi, norður af Hvera-
gerði, en það er nokkru norðar en
upptök skjálftanna um síðustu
helgi, sem voru skammt austur af
Litla Skarðsmýrarijalli.
Eftir hrínuna um síðustu helgi
voru skjálftakippirnir komnir niður
í 150 skjálfta á sólarhring en voru
yfir 1.100 þegar mest var.
ERU ÞEIR AD FA’ANN?
Enn stefnir í
metí Svartá
Morgunblaðið/Golli
Björn Finnbogi Magnússon, 16 ára, með
17,5 punda hæng af Alviðrusvæðinu í Sog-
inu. Laxinn tók svartan Tobý á Breiðunni.
Enn stefnir í metveiði í Svartá. í
gær voru komnir 373 laxar á land,
en metveiðisumarið 1995 veiddust
þar 547 laxar. Leigutakar eru
með ána til 20. september, en
eftir það veiða bændur í nokkra
daga. Jón Steinar Gunnlaugsson,
einn leigutaka, sagði í gær að á
sama tíma 1995 hefðu verið
komnir 363 laxar á land og væri
veiðin því enn „aðeins á undan"
metsumrinu, en hvort met næðist
í sumar hlyti að ráðast af árferði
í haust.
„Svartá er síðsumarsá og^met-
sumarið hélst hlýtt í veðri fram
eftir öllum september. Þess vegna
skilaði áin afar góðri haustveiði og
met var sett. Það þarf ýmislegt að
ganga upp, sérstaklega hvað varð-
ar veðurfar, til þess að nýtt met
verði sett. Það var til dæmis holl
að hætta hjá okkur í gær sem lenti
í kulda og erfíðleikum og fékk að-
eins sex laxa. Hollið á undan var
aftur heppnara með skilyrði og
fékk 28 laxa. Við erum að tala um
tveggja daga holl með þremur
stöngum," sagði Jón Steinar. Afl-
inn í sumar er langmest 4-6 punda
hængar, en reytingur hefur verið
af vænni laxi og sá stærsti í sumar
var 16 punda.
„Það hefur verið alveg þokkaleg
veiði í Úlfarsánni í sumar, veiðin
er komin hátt í 300 laxa og það
er ekki slæmt á tvær stangir.
Laxinn er að veiðast
um alla á. Það hefur
talsvert af laxi gengið
á efri svæðin og svo
er enn að reytast inn
nýr fiskur niður frá,“
sagði Jón Aðalsteinn
Jónsson, einn leigu-
taka árinnar, í samtali
í gærdag.
Líflegt í Laxá í
Miklaholtshreppi
Veiði hefur verið góð
í Laxá í Miklaholts-
hreppi í sumar. Leigu-
takar sóttu ekki um
leyfi fyrir sleppingu á
hafbeitarlöxum, en
slepptu þess í stað
nokkur hundruð eldis-
bleikjum. Þær hafa
skilað sér illa í veiði,
en sjóbleikjuveiði hefur
glæðst mjög í ágúst og
laxveiði verið þó nokk-
ur. Um miðja viku voru
komnir rúmlega 40
laxar úr ánni og þá
hafði einn hópur veitt
8 laxa á tveimur dög-
um. Veitt er með
tveimur dagstöngum. Bleikjuveiði
var og góð og fiskar allt að 6 pund.
Silungsveiði hefur verið upp og
ofan í sumar. Þannig hefur hún
verið verulega slök í Veiðivötnum,
Þórisvatni og í Köldukvísl. í Veiði-
vötnum kenna menn um lélegum
hrygningarskilyrðum urriða sam-
hliða mikilli netaveiði á haustin,
en Þórisvatn hefur verið vatnsmik-
ið og skolað.
Góð veiði hefur verið í Frosta-
staðavatni og Dómadalsvatni á
Landmannaleið í sumar, bleikja í
fyrrnefnda vatninu, en urriði í því
síðarnefnda. I báðum vötnum hef-
ur fiskur verið vænn, mest 1-3
pund, en algengt að fá upp í 5-6
punda fiska í bland. Spinnerar og
beita hafa gengið vel í urriðann
og púpur með kúluhausum hafa
gefið vel í bleikjunni. Eskihlíðar-
vatn hefur hins vegar verið lélegt.
Á fjórða hundrað bleikjur hafa
veiðst í Soginu fyrir landi Torfa-
staða, að sögn Ingólfs Kolbeins-
sonar, sem þar var að veiðum fyr-
ir skömmu. Um 10 laxar hafa
einnig veiðst. „Bleikjan er væn,
ég fékk fimm stykki og þær voru
allar 3,5 pund. Bleikjan er þarna
í torfum," sagði Ingólfur.
Þá hefur sjóbleikju og sjóbirt-
ingsveiði verið að glæðast í Olfusá
hjá Hrauni og í Þorleifslæk í Öif-
usi. Menn hafa verið að fá upp í
5-10 fiska á dag að undanförnu,
mikið 2-4 punda.