Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Lista-
verkið
Ferð
Hugmynd um að sameina íþróttafélögin KA og Þór
Formaður Þórs telur meiri
verkaskiptingu koma til greina
LISTAVERKIÐ Ferð eftir
Trygg’va Ólafsson var afhjúpað
á gaflinum á húsi Fróða, neðst í
sunnanverðu Grófargili, í gær-
dag, á 135 ára afmæiisdegi Akur-
eyrarbæjar. Listaverkið er
2x2,40 metrar að stærð. Við það
tækifæri afhenti Tryggvi Akur-
eyrarbæ að gjöf tíu grafíkverk
eftir sig, en þeim verður komið
fyrir á ýmsum stofnunum bæjar-
ins. Eftir athöfnina var opnuð
sýning á verkum Tryggva í
Deiglunni, en hún stendur til 5.
september næstkomandi og er
opin frá kl. 14 til 18 daglega.
I tiiefni afmælisins var Ketil-
húsið opið bæjarbúum og bornar
voru þar fram veitingar. Ketil-
húsið verður tekið i notkun innan
skamms.
HUGMYND Heimis Ingimarssonar,
bæjarfulltrúa Alþýðubandalags, um
að það skilyrði verði sett að íþrótta-
félögin Þór og KA verði sameinuð
eða taki upp raunhæfa samvinnu
um verkaskiptingu, sem leiði til hag-
kvæmni í rekstri, eigi Akureyrarbær
að veita þeim aðstoð í fjárhagserfið-
leikum þeirra, mælist misvel fyrir
meðal forráðamanna félaganna.
Bæjarráð hefur samþykkt að veita
íþróttafélaginu Þór 20 milljóna
króna styrk til að greiða niður skuld-
ir félagins og KA hefur sent inn
erindi til bæjarins þar sem óskað er
eftir aðstoð vegna erfíðrar fjárhags-
stöðu.
Sigmundur Þórisson, formaður
Knattspyrnufélags Akureyrar, seg-
ist ekki sjá flöt á sameiningu félag-
anna, en bendir á að deildir þeirra
hafi með sér samvinnu á ýmsum
Morgunblaðið/Kristján
ÁRNI Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri tekur við gjöf Tryggva
Ólafssonar, en hann færði Akureyrarbæ tiu grafikverk að gjöf.
sviðum. Það væri spurning hvort
hægt væri að auka hana og þá helst
á sviðum sem snúa að opinberum
aðilum. Menn þyrftu líka að velta
fyrir sér hvort vilji væri fyrir því að
vera í fremstu röð í öllum greinum
en það kostaði mikla peninga.
„Kannski væri það besta sem hægt
væri að gera knattspyrnunni til
framdráttar að stofna félag um hana
sem menn væru tilbúnir að leggja
peninga í, félag sem hvorki yrði
undir nafni KA né Þórs,“ sagði Sig-
mundur.
Sigmundur sagði erindi KA um
Qárstuðning bæjarins sent í kjölfar
þess að vitað hefði verið af því að
verið væri að aðstoða Þór og menn
vildu að félögin nytu jafnræðis. I
erindinu væri farið fram á aðstoð
við greiðslu rekstrarskulda einstakra
deilda félagsins en þær gætu numið
TRYGGVI Ólafsson við verk
sitt Ferð, sem afhjúpað var á
afmælisdegi Akureyrarbæjar.
um 20 milljónum króna. Guðmundur
Sigurbjörnsson formaður Þórs segist
hafa rætt við forsvarsmenn KA um
einhvers konar sameiningu eða
samvinnu milli félaganna síðasta
vetur, en málið ekki fengið hljóm-
grunn, þó hefðu þær raddir heyrst
að skynsamlegt væri að stefna að
samvinnu með einhverjum hætti.
„Mér finnst hugmynd Heimis urh
verkaskiptingu milli félaganna
ógalin," sagði Guðmundur. Hann
benti á að þegar væri slík verka-
skipting fyrir hendi, KA væri með
júdó- og blakdeildir og Þór með
körfuboltann. Þá benti hann á að
bestu handknattleiksmenn Þórs
hefðu farið yfir til meistaraflokks
KA „þannig að í mínum huga er
þetta eins konar IBA-lið, sem heitir
reyndar KA. En svo vill maður auð-
vitað eiga gott knattspyrnulið og
Cosimo hjá
Snorra
LISTAMAÐURINN Cosimo
opnar sýningu í galleríi Snorra
Ásmundssonar í Grófargili á
Akureyri í dag, laugardaginn
30. ágúst kl. 16.
Cosimo _er fæddur í Torino
á Norður-Ítalíu en fluttist til
íslands árið 1980. Sýning hans
nefnist „i Fiori Astrali di Co-
simo“ eða Astralblómin hans
Cosimos og er hans fyrsta
einkasýning.
Sýningin stendur aðeins í 6
daga, en galleríið er opið frá
kl. 14 til 18 alla daga vikunn-
ar.
Lítið framboð af lóðum undir atvinnu- og þjónustustarfsemi á Akureyri
mér finnst ekki óraunhæft að taka
knattspyrnuna og KA handboltann,"
sagði Guðmundur og benti á að við-
ræður hefðu staðið yfir um byggingu
knattspyrnuhúss á íþróttasvæði
Þórs. Þær hefðu að vísu legið niðri
um skeið meðan rætt var um fjár-
hagsstöðu félagsins. „Við erum bún-
ir að taka á okkar málum, höfum
tekið fyrir greiðslur til leikmanna
og kaupum enga að, byggjum okkar
lið upp á heimamönnum sem er
grundvallaratriði."
Guðmundur sagðist ánægður með
stuðning bæjarins við félagið, en það
hefði verið aðalmál núverandi stjórn-
ar um alllangt skeið að koma fjár-
málum í lag. Þórsarar væru bæjaryf-
irvöldum þakklátir sem og einnig
íjölda einstaklinga og fyrirtækja sem
gert hefðu félaginu kleift að leysa
Ijárhagsvanda sinn á þennan hátt.
Morgunblaðið/Hermína
UM 25 manns sóttu námskeið
um Lions Quest sem haldið
var á Dalvík nýlega.
Fjórar lóðir lausar
Lions Quest-
námskeið í
Dalvíkur-
FJÓRAR lóðir eru lausar á Akureyri
undir atvinnu- og þjónustustarfsemi
auk svæðis við Viðjulund þar sem
skipulag og nýting er til endurskoð-
unar. Þetta kemur fram í yfirliti frá
byggingafulltrúa Akureyrarbæjar
um lausar lóðir í bænum til bygging-
ar íbúðarhúsa og atvinnuhúsa en
Guðmundur Stefánsson bæjarfull-
trúi óskaði fyrir nokkru eftir slíkri
samantekt.
Lausar lóðir undir atvinnustarf-
semi eru við Frostagötu, Óseyri og
Hlíðarbraut, ein á hverjum stað, auk
verslunar- og íbúðarlóðar við Kiðag-
il sem ekki hefur verið auglýst.
Guðmundur Stefánsson bæjarfull-
trúi segir Iistann sýna svart á hvítu
að framboð á lóðum undir atvinnu-
húsnæði sé lítið um þessar mundir.
„Þetta er alltof lítið framboð, það
þarf að vera mun meira. Að mínu
mati hefði átt að gera hluta af
Krossaneshaganum byggingarhæf-
an en þar er framtíðarbyggingar-
svæði undir atvinnuhúsnæði," sagði
Guðmundur. „Það er sterkara fyrir
bæinn að geta boðið upp á tilbúnar
lóðir, að búið sé að ganga frá öllum
málum, gera götur og annað, fremur
en að benda út í hagann og segja
að þarna eigi að byggja næst.“ Það
stæði hins vegar til bóta, hreyfing
væri komin á málið og þess kannski
ekki langt að bíða að einhveijar lóð-
ir yrðu til á svæðinu.
Hann sagði mjög hafa færst í
vöxt á síðari árum að fyrirtæki úr
Reykavík settu upp útibú eða deildir
á Ákureyri, nú væri málum svo kom-
ið að í mörgum tilfellum væri erfitt
fyrir þessi fyrirtæki að fá hentugt
húsnæði undir sína starfsemi.
Hann sagði mikil umskipti hafa
orðið í bænum á síðustu misserum,
ekki væri langt síðan eftirspurn eft-
ir atvinnuhúsnæði var nánast engin.
„Atvinnulífið hefur tekið vel við sér
að undanförnu, menn eru bjartsýnni
og þá skapast meiri eftirspurn eftir
húsnæði," sagði Guðmundur. Hann
sagði nokkurrar tregðu gæta bæði
í bæjarkerfinu og eins meðal pólití-
skra fulltrúa, menn vildu fyrst fá
umsækjendur og fara þá að gera
lóðir tilbúnar. Sjálfur teldi hann
betra að hafa hinn háttinn á, að
hafa svæðin klár þegar umsækjend-
ur koma. I yfirlitinu kemur einnig
fram að alls eru 42 lóðir undir einbýl-
ishús lausar, engin lóð er til undir
raðhús á einni hæð, ein lóð fyrir
raðhús á tveimur hæður er laus með
samtals fimm íbúðum og þá eru þrjár
lóðir lausar um þessar mundir undir
fjölbýlishús með samtals 58 íbúðum,
en þar eru m.a tvö 8 hæða hús með
20 íbúðum.
skóla
KENNARAR Dalvíkurskóla, Ár-
skógsskóla og fleiri sem hafa
með málefni unglinga að gera
sóttu nú í lok ágúst þriggja daga
leiðbeininganámskeið um Lions
Quest. Lionsklúbbur Dalvíkur og
Lionsklúbburinn Sunna á Dalvík
buðu á námskeiðið sem 25 manns
sóttu.
Námsefnið Lions Quest, Að ná
tökum á tilverunni, er ætlað 12
til 14 ára börnum og felst í al-
mennri lífsleikni. Það er þróað í
samvinnu Alþjóðahreyfingar Li-
ons og fræðslustofnunarinnar
Quest. Lionshreyfingin á íslandi
og menntamálaráðuneytið hafa í
sameiningu unnið að útgáfu
þessa námsefnis á íslandi. For-
eldrasamtökin Vímulaus æska
hafa stutt við útgáfuna en Náms-
gagnastofnun gefur efnið út.
Námsefnið er nú notað í yfir
20 löndum. Tvö meginmarkmið
efnisins eru að hjálpa ungu fólki
að þroska með sér eiginleika eins
og sjálfsaga, ábyrgðartilfinn-
ingu, góða dómgreind og hæfni
til samskipta við aðra og að
hjálpa ungu fólki til að efla
tengsl við fjölskyldu, skóla, jafn-
aldra og samfélagið og tileinka
sér auk þess heilbrigðan og vímu-
efnalausan lífsmáta.
Almenn ánægja var með náms-
keiðið meðal þátttakenda og inni-
hald námskeiðsins.
Atvinnumálanefnd
Akureyrar
— Styrkveitingar
Atvinnumálanefnd Akureyrar veitir tvisvar á ári styrki til einstakl-
inga og fyrirtækja á Akureyri sem vinna að atvinnuskapandi
verkefnum. Styrkir til einstakra verkefna geta numið allt að 50%
af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks
styrksupphæð er kr. 400.000.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstraraðilum.
Umsækendur verða að fullnægja skilyrðum atvinnumálanefndar
um nýsköpunargildi verkefnisins, auk þess að leggja fram skýrar
upplýsingar um viðskiptahugmynd, vöruþróun, markaðssetningu,
rekstraráætlun og fjármögnun.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Atvinnumálaskrifstofu,
Strandgötu 29, sími 462 1701.
Umsóknarfrestur er til 20. september nk.
AFN0T AF IBUÐ I
DAVÍÐSHÚSI, AKUREYRI
Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræðimönnum
og listamönnum kostur á að sækja um l -6
mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að
fræðum sínum eða listum.
Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum
um afnot af íbúðinni árið 1998 renni út
20. september nk.
Umsóknir ber að senda til:
Akureyrarbær, c/o Ingólfur Ármannsson,
sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs,
Glerárgötu 26, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála,
sími 460 1457.
v