Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 14

Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 14
14 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Oánægja með fyrir- komulag hreindýraveiða OANÆGJU hefur gætt í haust með fyrirkomulag hreindýraveiða, en leyfð hefur verið veiði á 141 tarfi og 156 kúm á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. september og út- hlutaði hreindýraráð því samtals 297 veiðileyfum á níu veiðisvæð- um. Að sögn Sigmars B. Hauks- sonar, formanns Skotveiðifélags íslands, eru veiðimenn óánægðir með verulega hækkun á verði veiðileyfanna og þá ákvörðun að sveitarfélög ráðstafi veiðileyfunum hveit á sínu svæði. „í fyrsta lagi er um að ræða að þau afhendi hreindýraráði veiði- heimildirnar til sölu á almennum markaði, í öðru lagi að skipta veiði- heimildum milli íbúa sveitarfélags- ins með hliðsjón af ágangi hrein- dýra og í þriðja lagi að fela einum einstaklingi að fella þau dýr sem koma í hlut viðkomandi sveitarfé- lags. Við teljum að hreindýrin séu eign þjóðarinnar en ekki sveitar- stjómarmanna austur á landi og við teljum það ekki samræmast nútíma samfélagi að ráðinn sé slátrari, þ.e. maður sem fella má öll dýrin. Þá má alveg eins reka þau í rétt og flytja í sláturhús. Hvað úthlutun til einstakra bænda vegna ágangs varðar er þar um huglægt mat að ræða. Við teljum það hins vegar skýrt og rétt að þeir sem verða fyrir einhveiju tjóni af völdum dýranna eigi að fá ein- hveijar bætur fyrir það, en þeir eiga ekki að fá það í formi kvóta,“ sagði Sigmar. Hann sagði að félagar í Skot- veiðifélagi Islands vildu að leyfí til að fella hreindýr væru seld á al- mennum markaði ogjafnvel mætti setja kvóta um fjölda dýra á hvern veiðimann. „Við og margir íbúar fyrir aust- an telja þetta verða til hagsbóta fyrir Austfirðinga sjálfa vegna þeirrar þjónustu sem veiðimennirn- ir myndu kaupa í sveitunum," sagði Sigmar. Enginn veit hvort Ieyfi eru til Steinunn Ásmundsdóttir ferða- málafulltrúi á Egilsstöðum sagði að frá sínum bæjardyrum séð þyrfti tvennt að breytast varðandj fyrirkomulag hreindýraveiða. I fyrsta lagi þyrftu menn að vita það í síðasta lagi um áramót hvaða leiðir væru fyrirliggjandi fyrir næsta ár, og í öðru lagi þyrfti að vera ákveðinn fjöldi leyfa í potti. „Við stöndum í þeim sporum að við getum ekki auglýst að við selj- um leyfi því það veit enginn hvort þau eru til. Það er hins vegar vitað mál að þau leyfi sem seld eru út fyrir svæðið koma með óhemjum- ikla peninga inn því hver einasti veiðimaður þarf leiðsögumann, gistingu, fæði og flutning,“ sagði Steinunn. Morgunblaðið/Arnaldur LÖGÐ er áhersla á að Reykholt verði menningarsetur. Snorralaug hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðafólk. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson AXEL Kristjánsson ásamt dóttursyni sínum Daða Sigurðarsyni við vænan tarf sem Axel skaut við Grænadrag á Vesturöræfum. Hreindýraveiðin fer rólega af stað Vaðbrekku, Jökuldal - Hrein- dýraveiði fer rólega af stað, aðeins er búið að veiða um þriðj- ung af kvótanum þó liðinn sé mánuður af veiðitímanum og aðeins um hálfur mánuður eftir af honum. Að sögn starfsmanns hrein- dýraráðs voru pöntuð um 300 veiðileyfi eða sem nemur öllum veiðikvótanum, en aðeins komu um 180 leyfi inn til sölu frá sveitarfélögunum til hreindýr- aráðs. Hreindýraráð er eini að- ilinn sem má selja hreindýra- leyfi á fijálsum markaði. A vinsælasta veiðisvæðinu, svæði 2 sem nær yfir Snæfells- svæðið og Fljótsdalsheiðina, komu inn til sölu 40 leyfi af 109 sem úthlutað var til sveitarfé- laganna, aftur á móti voru pant- anir í veiðileyfi á því svæði 120. Fyrstu dagar veiðitímans hafa þess vegna farið í að bíða eftir að fleiri veiðileyfi komi inn til sölu og skipuleggja niður- skurð á pöntunum. Þær veiðar er þegar hafa farið fram hafa gengið vel og áberandi er hvað hægt er að fá stóra tarfa nú með skrokk- þyngd 60-80 kíló og þriggja spaða krúnur. Svæðisskipulag fyrir Borgarfjarðarsýslu miðar að því að draga úr fólksfækkun Tillaga aö brú á Hvítá hjá Stafholtsey GERT hefur verið svæðisskipulag fyrir Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar. Fólki hefur fækkað í sveitarfélögunum á þessu svæði á síðastliðnum 20 árum og í svæð- isskipulaginu eru meðal annars til- lögur um ýmislegt sem talið er geta snúið þeirri þróun aftur við. Hreppsnefndimar fímm í Borg- arfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar óskuðu eftir því við skipulagsstjóra ríkisins að gerð yrði skipulagsáætl- un fyrir svæðið. Erindið var sam- þykkt og skipuð samvinnunefnd, undir forystu Margrétar Heinreks- dóttur lögfræðings, fulltrúa skipu- lagsstjómar ríkisins. Svæðisskipu- lag hefur verið gert á allmörgum svæðum, meðal annars í Borgar- fjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar. Guðrún Jónsdóttir arkitekt sem ráð- in var til að vinna skipulagið segir að vinna þurfí að ljölda mála óháð hreppamörkum og því sé áríðandi fyrir sveitarfélögin að vinna saman að skipulagsmálum. Snúa vörn í sókn Guðrún segir að fólki hafí fækk- að á þessu svæði og það sé farið að ganga út yfír félagslega- og efnahagslega getu sveitarfélag- anna til að taka á málum. Sveitar- stjórnarmenn hafí áhuga á að snúa vöm í sókn og ná aftur fyrri íbúa- fjölda og því hafí atvinnumálin ver- ið ofarlega á baugi við skipulags- vinnuna. Hún nefnir nokkur mál af því tagi. Landbúnaður er mikilvæg at- vinnugrein í Borgarfírði. Við skipu- lagsvinnuna kom í ljós að einungis liðlega þriðjungur búa er með yfir 400 ærgilda framleiðslurétt, en tal- ið er að bú þurfi að framleiða sem nemur 400-600 ærgildum til þess að standa undir sér. Guðrún segir að áhersla sé lögð á að fá meiri kvóta inn í héraðið og styrkja bú- skapinn með aukabúgreinum. Þar er m.a. rætt um skógrækt, land- græðslu, ylrækt og ferðaþjónustu. Vinna þarf landgræðsluáætlun og Guðrún segir að lagt sé til að gerð verði skógræktaráætlun, hliðstæð þeirri sem verið hafi gmnnur að Suðurlandsskógum. Úrbætur í vegamálum Guðrún telur þörf á að vinna að úrbótum í vegamálum svæðisins. Hún nefnir sérstaklega nýja brú yfir Hvítá hjá Stafholtsey. Með því móti fengist betri tenging innan héraðsins, það er milli umræddra hreppa Borgarfjarðarsýslu og Mý- rasýslu. Slík tenging myndi draga umferðina inn í miðhluta þess svæð- is sem skipulagið tekur til og tengja það betur við aðra landshluta. Guð- rún telur einnig æskilegt að laga Uxahryggjaleið, Kaldadal og Draga og nefnir sérstaklega að það gæti orðið lyftistöng fyrir ferðaþjónustu héraðsins að tengjast Þingvalla- svæðinu með betri hætti. Lagt er til að hugað verði að hreinlegum iðnaði og nýtingu heita vatnsins við atvinnuuppbyggingu. Er meðal annars talað um heilsu- hæli í því sambandi. Guðrún segir að hveijum þétt- býliskjarna sé ætlað sitt sérstaka hlutverk. Húsafell verði áfram ferðamannastaður, Reykholt verði nýtt í þágu lista, fræðslu, safna- starfsemi, æðri menntunar og menningar yfírleitt, Hvanneyri sem skóla- og rannsóknasetur og ylrækt og úrvinnsla þeirra afurða verði á Kleppjárnsreykjum. Bær fengi m.a. hlutverk sem þjónustumiðstöð við nýjan veg yfir Hvítá auk þess sem þar í nágrenninu er gert ráð fyrir stórum lóðum ætluðum þeim sem sækjast eftir að stunda ræktun og ýmis konar smábúskap. Jaðarmiðstöð á Uxahryggjaleið í þágu ferðamennsku er auk þess gert ráð fyrir svonefndri jað- armiðstöð á Uxahryggjum, efst í Lundarreykjadal. Hér er um að ræða upplýsinga- og fræðslumið- stöð fyrir ferðafólk. Frá henni verða góð tengsl við svæðið umhverfís Ok, Lundarreykjadalinn, sem skil- greindur er sem búsetulandslag í skipulaginu, og efsta hluta Skorra- dals. Einnig er gert ráð fyrir mið- stöð við suðurenda Skorradals- vatns. Henni er ætlað að þjóna sumarbústaðafólki í Skorradal og nágrenni svo og íbúum og öðrum vegfarendum. I svæðisáætluninni kemur fram að stefnt er að því að nota mark- visst sögu svæðisins og þá miklu hugsuði og listamenn sem þar búa, hafa búið eða tengst um aldir. Einn- ig má nefna að áhugi er á eflingu safnastarfs og rannsókna á menn- * ingarminjum. Reykholt er nefnt í sambandi við báðar þessar hug- myndir. Sérstaklega er fjallað um um- hverfi, náttúru- og menningarminj- ar. Fram kemur m.a. að stefnt er að því að gera fleiri minjar sýnileg- ar og verndun menningararfs svæð- isins á sviði byggingalistar og mannvirkj agerðar. Kynningarfundur ) á mánudag „Til þess að fylgja eftir þeirri stefnumörkun, sem fram er sett í skipulaginu er áríðandi að strax sé farið að vinna að verkefnum, sem tengjast framkvæmd skipulags- áætlunarinnar. Framtíð svæðisins til búsetu byggist á því að vel tak- ist til, m.a. um atvinnumál og vel j sé búið að íbúunum á sem flestum sviðum," segir í skýrslunni og þessu I fylgt eftir með upptalningu á nokkrum mikilvægum verkefnum sem sveitarfélögin þurfi að sinna á næstu 3-5 árum. Skipulagstillögurnar hafa legið frammi til kynningar í héraði og hjá Skipulagi ríkisins og gefst fólki kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 15. september. Sér- stakur kynningarfundur verður í j íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum k á mánudagskvöld og þangað verður r þingmönnum kjördæmisins meðal annars boðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.