Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 23
-OU M0RGUNBLAÐIÐ VIKU LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 23 m □ og Helgi ÞorgOs segir mér frá einu áhugamáli sínu. „Eg reyni að forðast allar dellur þar sem ég veit að þær taka mikla orku. Ég hef til dæmis gaman af að veiða en forðast að láta það verða að dellu. Ég veiði aðallega í ám og pyttum í Dölunum fyrir vestan, en þaðan er ég ættaður. Ég er með byssuleyfi og er með jörð þar sem er talsvert af fugli en það er spurn- ing hvort ég túlka það beinlínis sem áhugamál. Mér þykir gott að geta náð mér í mína eigin bráð. Ég náði því að vera á hreindýraveiðum og í selveiði á Grænlandi núna í sumar.“ Helgi Þorgils Friðjónsson fer í sund á hverjum morgni í Sundhöll- ina við Barónsstíg og syndir lág- mark 800 metra. Það hefur hann gert árum saman. Hann er rétt rúmlega fertugur og er fremur há- vaxinn og grannur og hann vinnur skipulega dag hvern að list sinni. Hann sér árangurinn í vaxandi eft- irspurn eftir myndum sínum víða erlendis. Kona Helga Þorgils er Margrét Lísa Steingrímsdóttir, þroskaþjálfi og forstöðukona, og börn þeirra hjóna eru Örn, mat- reiðslunemi á Hótel Holti, Þorgils og Ólöf Kristín. en jafnframt að ná fram bestu kost- um hans, án þess að bæla um of skap hans og vilja. Hann er örlátur á umbun, þegar hesturinn stendur sig vel. Barninu þarf á sama hátt að stýra með festu og ástríki til far- sællar hegðunar, án þess að bæla sjálfstæðan vilja þess og hæfileika. Umbun er því nauðsyn og hvatning til að halda áfram á sömu braut og gera enn betur. Ef barnið fær enga umbun fyrir að lemja foreldra sína má gera ráð fyrir að það hætti að nota þessa aðferð til að fá sitt fram. •/.i'si'míur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þcim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222. Ennfremur simbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720. Mynda- albúmið Q Við systkinin í Búðardal um 1960. Þórður Frið- jónsson, Sigurður Rúnar, Helgi Þorgils, Steinunn Kristín, Lýður Ámi. Q Nemendur í MHÍ 1972-73. Ég tók myndina. Gipskarl- inn á miðri myndinni er samvinnuverk mitt og Þórs Vigfússonar og var hann tilefni myndarinnar. EJá ferðalagi um Ítalíu þeg- ar ég sýndi á Feneyja- biennalinum 1990. Ég að vinna i skissubók og Magga að gefa Ólöfu mjólk. Þorgils tók mynd- ina og er þá þriggja ára. Q Frá opnun einkasýningar mínnar 1984 hjá Birgittu Rosenberg í Ziirich. Ég og galleríistinn. □ Þorgils og Ólöf Kristín 1991 á Hafursstöðum. Ólöf í peysunni minni. f-1 Þorgils, Öm og Magga ólétt 1989 með önd á millí sín I Finnlandi eftir sánabað. □ Fiutningur 1993 á húsinu okkar á Kjallaksstöðum. Sólsetur og húsið stendur enn á áburðarbrettunum. Amma og afi byggðu hús- ið 1930. Q Á toppi Snæfellsjökuls 1986. Magga, Þórður Friðjónsson, Steinunn Þórðardóttir og ég. Q Frá opnun listasafns Dalamanna 1993 sem ég stóð að, að mestu leyti, ásamt Sigurði Rúnari og pabba. Þetta er hluti gef- enda stofngjafar sem allir eiga ættir að rekja í Dal- ina. Frá vinstri: Daði, Halldór, Kristinn, Tumi og Hallsteinn. Yfir gnæfir bronssty a af Jóhannesi úr Kötlun og svo íslenski fáninn. Þ J OÐLEIKHU SIÐ irtasalan hefst cpnfpmhpr ? ■ 1#C*I 11 Uv5S I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.