Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 24

Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 24
Ævintýra- heimur í fjörubaráinu í fjörunni á Görðum í Staðarsveit má fínna heilan ævintýraheim ef vel er að gáð. Þar má fínna margvíslegan reka sem nýta má með ýmsum hætti eins og ferðahópurinn „Sexararnir“ komst að raun um á ferð sinni þar um fyrir skömmu. Ljósmyndir/Sævar Guðbjartsson ÞESSI fjörulalli fann sér skjól innst í skýlinu til að safna orku fyrir mæsta mokstursátak. Annar plankinn úr Skeiðarárbrúnni hvflir á miklum rekaviðardrumbi. 24 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ i íl ÞEIR urðu stundum blautir, þessir. BRÚARGÓLF Skeiðarár- brúarinnar sálugu sem skolaði á haf út í hlaupinu mikla í fyrra er nú óðum að tínast upp á Qöru á sunnanverðu Snæ- fellsnesi. Fyrir skömmu nýtti ferðahópur nokkur sér tvö borð úr brúardekki þessarar sögufrægu brúar og breytti þeim í bekki í fjör- unni á Görðum í Staðarsveit. Plankamir reyndust hin bestu sæti þegar búið var að fjarlægja úr þeim naglana sem voru sérsmíðir á sínum tima til að festa brúargólfið niður. Ferðahópurinn, sem ber nafn sitt af herbergi númer sex á gisti- heimilinu Langaholti og er kallað- ur „Sexaramir“ af húsfreyjunni á staðnum, henni Svövu Guðmunds- dóttur, hafa nokkur undanfarin ár farið að Görðum í þeim tilgangi að dvelja þar í fjömnni. Þar má finna heilan ævintýraheim ef vel er að gáð. Þeir sem allajafna sitja við skrifborð starandi á tölvuskjá gleyma sér fljótt á þessum stað. Á fjörana rekur ekki einungis gólf- borð af Suðurlandi. Þar má líka finna margvíslegan annan reka sem má nýta með ýmsum hætti. Gulur sandur og magnaður öldu- gangur gerir það að verkum að krakkar frá þriggja ára aldri upp í sjötugt geta skemmt sér þar dag- inn út og inn í hvaða veðri sem er. Stóra strákamir í hópi „Sexar- anna“ sáu til þess að ekki var verið SEXARARNIR ásamt húsráðendum á Görðum undu sér vel í góðu skjóli við ffnan hita frá báli stóru strákanna. Yfírbrennuvargur fylgist grannt með framvindu mála. í TÍMANS rás hafa menn heillast af villtum dýram og þeirri dulúð sem felst í krafti þeirra, lipurð og eðlinu sem knýr þau áfram. Rán- dýrin sem lifa á öðram dýram en ræna þó ekki og rapla eða drepa fyrir sportið era mörgum lista- manninum gullnáma til túlkunar á hræðslu mannsins við hið óþekkta, eins og glöggt má sá á hvíta tjald- inu þessi misserin. Þar era apar, eðlur, kattardýr og slöngur sem ógna poppkomsætum, hræða úr þeim lífið ásamt aðkomnum rándýr- um annarra vídda. Þá era menn í gervum dýra óhemju vinsælir hjá bíógestum. Hvað er það sem heillar svo við þessi óhömdu öfl? Er það kannski dýrið í manni sjálfum? Samkvæmt draumunum þróumst við frá framupphafi gegnum plönturíkið í dýrarfldð og þaðan yf- ir í mann en maðurinn getur borið svipmót og eðli síns fyrra lífs á fyrstu skeiðum mannlegrar tilveru. I draumum okkar allra birtast alltaf annað slagið dýr, bæði tamin og villt. Þau era oftast tákn (sym- bol) orku, eðlis, hugarástands eða þau spegla innri þörf eða kenndir. Þau geta líka verið ímynd einhvers innri þáttar eða hugmyndar sem með okkur bærist um fyrra líf eða það núverandi og áhrif þess á okk- ur. Þá getur dýr draumsins verið þinn fyrri húsbóndahamur að banka á draumadymar með óút- Dýrið í draumi mínum DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson EG mætti sjálfum mér. kljáð mál eða sem viðvöran á óeðli- legt lífemi sem þér ber að bæta svo þú losnir úr ríki dýrsins. í draumi „Boggu“ er eldur tákn orkutaps en draumur „B.G.“ snýst um svartan sauð í fjölskyldunni. „Boggu“ dreymir „Mig dreymdi að ég var að svæfa litla strákinn minn (sem er frændi minn í raunveruleikanum). Ég var inn í íbúðinni sem ég bý í núna ásamt foreldram mínum og í sama hverfi og blokk, en í draumnum vorum ég og frændi minn bara til. Allt annað var eins og í raunvera- leikanum, meira að segja sömu ná- grannar. Þegar ég var búin að svæfa hann leit ég út um gluggann og sá mann með einskonar eld- vörpu vera að kveikja í blokkinni á móti. Ég ákvað þá að flytja bamið fram í stofu til öryggis. Eftir smá- stund tók ég eftir að maðurinn var byrjaður að kveikja í þriðju blokk frá minni og svo gekk hann á allar blokkirnar og kveikti í þeim. Þar á meðal minni. Ég rauk til, tók bam- ið, teppi og bollu úr ísskápnum sem var smurð með smjöri og sultu. Þar sem allt brann rauk ég til nágranna minna og hamaðist á bjöllunni, þeir vöknuðu, ruku út og konan á hjóli. Ég horfði á blokkimar brenna, kona í íbúðinni við hliðina stóð á svölunum og ég bað hana að hringja á slökkviliðið. Þá heyrði ég í frænku minni sem bað mig að ná í sérstakan gamlan mann sem býr í blokk þamæst minni. Ég sá inn um gluggann hjá honum gamla konu og þrjá drengi (hann býr einn í raun- inni). Gömul vinkona mín býr í sömu blokk og ég hringdi hjá henni, svo hjá honum en hann svaraði ekki og ég sparkaði hurðinni upp og tókst að koma þeim öllum út. Það skrýtna við allt þetta var að enginn virtist taka hvorki eftir eldi né reyk fyrr en ég hringdi hjá fólkinu. Þeg- ar ég kom út sá ég að barnið mitt var horfið og ég gjörsamlega „pani- keraði“ og hljóp út um allt að leita. Það var niðamyrkur og einu ljósin vora frá búð þama og eldinum. Loks heyrði ég í honum, þá sat hann hlæjandi inni í kyrrstæðum bíl. Hann var klæddur í fjólublátt og er ég leit upp í himininn sá ég fjólublátt tungl og var viss um að það væri Mars. Er ég leit aftur að blokkinni var kominn dagur og slökkviliðið að enda við að slökkva. Einn stóð í eldhúsglugganum á minni íbúð, annar lá á jörðinni með slönguna og sprautaði inn um stofu- gluggann. Hann talaði við mig og sagði að þetta hefði ekki verið neinn venjulegur eldur því ekkert hefði skemmst, ekki einu sinni rúða brotnað. Svo fór hann að reyna við mig og ég vaknaði". Ráðning Draumurinn talar um óöryggi þitt og tilhneigingu til að lifa gegn- um aðra (litli strákurinn, frændi / þinn), þetta ósjálfstæði eyðir orku (eldarnir sem brenna) þinni sem þú gætir annars nýtt með góðum ár- angri þér til frama (fjólubláa tunglið) í lífinu. Orkutapið skapar ringulreið hugans svo óraunhæfar ímyndanir um samferðafólk (fólkið í draumnum) þitt, vini og kunningja gera illt verra. Draumur „B.G.“ „Öll fóðurfjölskylda mín var samankomin í húsi er afi minn byggði (hann lést fyrir 9 áram og húsið er ekki í eigu neins i fjöl- skyldunni). Við sátum öll í borð- stofunni og það var líf og fjör, ég sat á móti tveimur stórum gluggum og það var bjart yfir öllu. Sessu- nautur minn var ekki úr fjölskyld- unni. Hann var svartur og ég vissi að ég hefði lesið heilmikið um þennan mann. Ég hélt hann grimman en hann var ljúfur sem lamb. Ég var í sífellu að reyna að segja honum að hann væri frægur á Islandi en hann skildi mig ekki og brosti bara til mín. Hann var með mjög fallegar stórar hvítar tennur. Mamma mín var sífellt að sussa á mig og biðja mig um að haga mér almennilega. Skyndilega var ég stödd í stórum dimmum og ljótum kastala sem mér leið ekki vel í. Hann stóð efst á bjargi og ég ifór inn í eitt herbergið og leit út um gluggann og sá að kastalinn stóð alveg á brúninni og fyrir neðan hyl- dýpi. Skyndilega hitti ég frænda minn sem býr erlendis. Ég er ný- búin að eignast dóttur (í raun) og hann sýndi okkur mikinn áhuga.og gantaðist við okkur. Hann fékk að halfia á baminu en þegar hann lét mig fá það aftur og ég setti það á brjóst, beit hún mig og ég hugsaði að gott væri að hún væri ekki kom- in með tennur. Þá tók ég eftir að dóttir mín var vampýra og einnig

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.