Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 28

Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 28
28 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Aðför að þjóðmenningu NÚ Á síðari tímum hafa æ fleiri íslensk ungmenni farið til Bandaríkjanna eða Evrópulandanna til að nema hagfræði eða viðskiptafræði. Þetta fólk kemur til baka með urmul af gráðum í farteskinu og að auki hagfræðijöfnu sem mætti orða á þann veg: stærri einingar = meiri framleiðni + minna vinnuafl = aukin ha- græðing. í stuttu máli, meira fyrir minna. Þessi hagfræði er orð- in n.k. „drottinn mátt- ugur“ sem kemur „vestan flóann ríðandi á brokkgengum heildsala" eins og amerískri innreið er lýst í frægu kvæði eftir Stefán Hörð Grímsson. Og það sem meira er, okkur er ætlað að taka ofan og bjóða hann velkominn til að stjórna landi og lýð. Ég vil beina sjónum sérstaklega að orðinu „vinnuafl" í þessari jöfnu, en þessari hagfræði er nokkuð sama um það sem á tyllidögum er kallað mannauður og mannhelgi. Fólkið í landinu er einungis einn faktor í þessari jöfnu sem í krafti síns „sannleika“ leyfir sér að setja tugi manna á vergáng i litlum plássum; fólk sem oft á ekki annað bjargræði en segja sig til sveitar. Einnig það að „hagræðing" þýðir jafnan meiri auðsöfnun á færri hendur. Þessi alþjóðlega ham- borgarasöluspeki er hingað kölluð til að þjóna fyrirtækjum og auka veg þeirra, fremur en að bæta hag almennings í landinu. Á sama tíma er brýnt fyrir þjóð- um heimsins að efla og styrkja sína eigin þjóðmenningu til að stemma stigu við áhrifum frá hinni sívax- andi heimsmenningu. Þetta er sam- kvæmt einum mesta hugsuði síðari tíma, Paul Ricoeur, það tvíþætta Bergsveinn Birgisson NY UNDIR- FATALÍNA Kringlunni S. 553 7355 verkefni sem liggur fyrir þjóðum heims á þessum öru breytinga- tímum. Annars vegar að innleiða heims- menninguna sem er i eðli sínu alþjóðleg, en hins vegar að varð- veita sín þjóðlegu sér- kenni í því skyni að týna ekki sinni eigin menningarlegu sjálfs- vitund. Ég ætla aðeins að drepa á einn geira at- vinnulífsins þar sem þessarar hagfræði er farið að gæta með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir dvínandi þjóðmenn- ingu þessa lands. Smábátaútgerð er elsta útgerðarform á íslandi. Þar hafa kynslóðirnar mæst og tekið við hver af annarri í margar aldir. í þessari atvinnugrein eru mikil þjóðmenningarleg verðmæti sem snerta tungumálið, veiðimennsku, þekkingu á miðum, hafnarkúltúr og svo mætti lengi telja, en engu að síður er hin andlega hlið þessar- ar atvinnu mikilsverð. Þar læra hinir yngri að axla ábyrgð, vinna með náttúrunni og sækja þangað björg; þeir læra að kæta anda for- feðranna. Það eru þó ekki einvörð- ungu þau menningarlegu verðmæti sem fólgin eru í trilluútgerðinni sjálfri sem eru hér til tals. Smá- bátaútgerð er víða það eina sem heldur lífínu í litlum sjávarplássum við strendur landsins og það segir sig sjálft að þau munu lognast útaf þegar lífæð þeirra er tekin burt, en ég læt lesendum eftir að dæma hvaða áhrif það muni hafa á þjóð- menningu landsins. Það þarf vart að nefna margnotuð slagorð eins og að smábátaútgerð skapar þre- falt meiri atvinnu á hvert þorsktonn heldur en togaraútgerð, að togarar eyða 200 lítrum af olíu á hvert tonn á meðan trillur fara með 20- 30 lítra, að togarar breyta gróður- ríkum botni í lífvana eyðimörk á meðan línu og handfæraveiðar raska engu í vistkerfinu og þar fær fiskurinn að ástunda sinn fijálsa vilja fram í dauðann líkt og okkur er boðið hér ofansjávar. Það er líka staðreynd að sá smáfískur sem kemur upp með krókaveiðum og er sleppt nær að lifa af, á meðan hann á sér enga lífsvon meir ef hann lendir í ægikjafti botnvörp- unnar. Stjómvöld með sínar hagfræð- inganefndir hafa sýnt þessu lítinn STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR • POSTSENDUM SAMDÆGURS STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 511 8519 SP #s STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SÍMI 568 9212 ^ Smábátaútgerð er uppbyggjandi fyrir líkama og sál og mikil- vægur hluti af þjóð- menningunni. Bergsveinn Birgisson telur að gera ætti sem flestum kleift að stunda hana og halda lífinu í arfi forfeðranna. skilning. Á komandi fiskveiðiári er áætlað að þeir smábátar sem gera út með s.k. krókaleyfi fái að róa 18-19 daga á árinu. 18-19 daga til að brauðfæða sjálfa sig og fjöl- skyldur sínar í heilt ár, borga af fasteignum og bátnum. Þetta þýðir hreint og klárt: útrýmingu smá- bátaútgerðar í þessu landi og aðför að jjjóðmenningunni. Á meðan sölsa stórútgerðir fá- einna einstaklinga undir sig æ meiri kvóta, landvinnslan er að flytjast út á rúmsjó til frystitogar- anna þar sem mun færri menn koma að verðmætasköpuninni. Hásetar, eða hið s.k. vinnuafl, eru mánuðum saman fjarri fjölskyldu og vinum. Frystitogaramenningin, sem reyndar var fundin upp af Sovétinu heitna með allri sinni ósýnilegu manngæsku, er reyndar bæði fjölskyldufjandsöm og váleg andlegri heilsu manna. Hér sjáum við að áðurnefnd hagfæðijafna er að komast til valda. í norskum fiskveiðilögum hefur verið í gildi ákvæði sem heimilar ungu fólki fijálsan aðgang að auð- lindum hafsins á bátum undir 10 metrum að lengd. Norðmenn virð- ast m.a. hafa komið auga á að sú reynsla og þroski sem ungir menn hafa upp úr sjálfstæðri útgerð skil- ar sér alltaf aftur til þjóðfélagsins og eykur þannig hag þegnanna. Auk þess var þetta aðferð til að auka skilning íbúa á „heimsmenn- ingarsvæðum" Suður-Noregs á þeirri þjóðmenningu sem fólgin er í smábátaútgerðinni. Sama blasir við hér á landi, landsbyggðin er að flosna upp og smábátaútgerð er nánast óhugsandi fyrir ungt fólk sem vill komast inn í þennan geira atvinnulífsins. Smábátaútgerð ætti a.m.k. að vera möguleg fyrir þá sem vilja reyna sig við að halda lífinu í þess- um arfí forfeðranna. Hún er upp- byggjandi á líkama og sál og mikil- vægur hluti af þjóðmenningunni, það hafa margir komið auga á. Nú hefur Evrópusambandið jafn- framt á sinni stefnuskrá að styðja við bakið á litlum sjávarplássum innan sinna landamæra og þar undir fellur smábátaútgerðin. Þetta segir okkur að þar skiptir varð- veisla og efling þjóðmenningar ein- hverju máli, þó svo það verði ekki reiknað í skyndingu hvernig hún geti „aukið hagræðingu" í fyrir- tækjarekstri. Einn merkasti nor- rænufræðingur síðari tíma, Einar Ólafur Sveinsson, hafði sínar út- skýringar á því hvernig íslending- um tókst að koma með eitt merk- asta framlag til heimsbókmennt- anna á miðöldum. Þá, líkt og nú, voru það fræði utan úr löndum sem gerðu sagnariturunum kleift að festa sögurnar á skinn. En þá, seg- ir Einar, var aldrei „blind stæling" á erlendum fræðum og stefnum, heldur var erlend fræðahefð notuð sem umgjörð til að þjóna íslenskri menningu. íslendingar gleyptu ekki við neinu án þess að vega það og meta hvernig slíkt yrði ættleitt inn í þeirra eigin menningu á þeirra eigin forsendum. Þannig fínndist manni að höndla ætti áðurnefnda hagfræði. Mætti ekki salta hana norður í Kolbeinsey á meðan menn hugleiða hvernig hún fái best þjón- að íslenskri alþýðu án þess að út- rýma íslenskri þjóðmenningu? Á hvetju ári veita íslensk stjórn- völd milljónum í að varðveita og efla íslenska menningu. Það hljóm- ar því bæði ankannalega og þver- sagnakennt ef þau leyfa á sama tíma alþjóðlegri hamborgarasölu- speki að slíta upp dýrmætustu rætur íslenskrar þjóðmenningar. Höfundur er trillukarl á Norðurfirði og stundar íslenskunám við HÍ. Nýr fullbúinn skóli tek- inn í notkun í Reykjavík ENGJASKOLI, grunnskóli í Engja- hverfi í Reykjavík, verður vígður sunnu- daginn 31. ágúst nk. Bygging Engjaskóla markar tímamót í byggingu skólamann- virkja í Reykjavík fyrir margra hluta sakir. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Reykjavíkur, sem nýr, fullbúinn, heildstæður einsetinn grunnskóli er tekinn í notkun. Skólinn er byggður á niðurstöð- um úr opinni hönn- unarsamkeppni um einsetinn skóla og 6-7 stunda vinnudag nemenda en slík sam- keppni hefur ekki fyrr verið við- höfð á íslandi. Engjaskóli byggður eftir verðlaunatillögu Skólamálaráð (fræðsluráð) ákvað sumarið 1994 að byggja þijá heildstæða grunnskóla í Borgar- holtshverfunum, Engja-, Víkur- og Borgahverfi. Unnin var nákvæm forsögn að byggingu og sveigjan- legu skólastarfi í um það bil 400 barna einsetnum heildstæðum skóla. Ákveðið var að efna til tveggja þrepa opinnar hugmynda- og hönnunarsamkeppni, þar sem fyrst og fremst var leitað eftir hugkvæmni og nýsköpun keppenda að skóla framtíðarinnar. Keppendum voru sett bæði stærðar- og kostnaðarmörk. Skóla- byggingin skyldi vera um 4,500 m2 með leikfimisal og hámark kostn- aðar 500 m.kr. Þóknun til arkitekta lækkar ef kostnaðarviðmiðið stenst ekki. Alls bárust 54 tillögur í fyrra þrep samkeppninnar, sem er met- þátttaka í samkeppni hér á landi. Sex tillögur voru valdar til frek- ari útfærslu í annað þrep sam- keppninnar. Engjaskóli er byggður eftir tillögu sem hlaut fyrstu verð- laun. Hönnuðir eru arkitektarnir Baldur 0. Svavarsson og Jón Þór Þorvalds- son hjá teiknistofunni Úti og inni sf. Borga- og Víkurskóli verða byggðir eftir tillögum, sem hlutu önnur og þriðju verðlaun. Gerð hefur verið út- tekt (rýmisathugun) á öllum skólum borgar- innar, sem byggist á forsögninni um Engja- skóla og reynslunni af samkeppninni. Fimm ára áætlun um einsetn- Sigrún ingu allra skólanna í Magnúsdóttir borginni er grundvöll- uð á þessari vinnu. Auðvelt að laga húsnæðið að breytilegu skólastarfi Byggingin býður upp á mikinn sveigjanleika hvað varðar innra fyrirkomulag og starfshætti skól- ans. Hún felur m.a. í sér, að auð- velt er að aðlaga húsnæðið breyti- legum forsendum skólastarfs. Þá gefur hún hugmyndaríkum skóla- stjórnendum og öðru starfsliði skól- ans tækifæri til að þróa fjölbreyti- legt innra starf. Skólahúsið er í raun tvær sam- síða byggingar með yfirbyggðri „götu“ milli þeirra. Gatan er björt og býður upp á líflegt umhverfi án þess að hafa truflandi áhrif í kennslustofunum. Innra skipulag skólans er byggt á „götunni" sem tengir saman alla starfsemi innan stofnunarinnar, jafnframt því að vera rammi um félagslífið í skólan- um. Hátíðar- og matsalur og gegnt honum bókasafnið er eins konar aðaltorg skólans. Staðarval hússins skapar skjól á skólalóðinni og einn- ig er góð yfírsýn yflr skólalóðina, sem minnkar hættu á einelti. Umgjörð utan um einsetinn skóla Þó að það sé mikilvægt að ytri rammi skólastarfsins, þ.e.a.s. bygg- ingin, sé vel af hendi leyst, er það Ég vil þakka öllum sem komið hafa að undir- búningi og byggingu Engjaskóla, segir Sigrún Magnúsdóttir, svo og starfsfólki hans fyrir hugmyndaauðgi og dugnað. fyrst og fremst innra starfið sem skiptir sköpum í skólunum. Nem- endur og foreldrar í Engjahverfi eru lánsöm með skólastjórnendur og starfsfólk skólans. Þá er foreldrafé- lag skólans afar öflugt og duglegt. Þann 1. sept. nk. hefst skólastarfíð í hinum nýja Engjaskóla. Skólinn sótti um í þróunarsjóð að byija strax með lengdan skóladag nemenda. Skóladagurinn hefst kl. 8.10 og stendur til 14.20 hjá öllum nemend- um 1.-4. bekkjar. Flesta daga vik- unnar eru einnig 5.-7. bekkur jafn- lengi í skólanum. Skólinn var hann- aður sem umgjörð utan um einset- inn skóla og 6-7 stunda vinnudag nemenda. Það er því stórkostlegt að það takist strax í upphafí að koma á lengdum vinnudegi nem- enda með næðisstund í hádegi. Þá vona ég að skólahúsið nýtist sem félagsmiðstöð hverfisins, enda hannað þannig að íbúar eigi sem greiðastan aðgang að því utan hefðbundins skólatíma. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem komið hafa að undirbún- ingi og byggingu l skólans svo og starfsfólki hans fyrir hugmynda- auðgi og dugnað að móta skóla- starf í nýjum skóla. Grunnskóla- starf sem horfir.til framtíðar. Ég óska íbúum Engjahverfls til hamingju með nýjan og glæsilegan skóla. Höfundur erform. fræðsluráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.