Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 31

Morgunblaðið - 30.08.1997, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 31 viðtali við blaðamann Morgunblaðsins LYNDON B. Johnson geimferðamiðstöðin í Houston. Eðlilegt að íslendingar telji mig landa sinn vélar. Blaðamaður gekk með Bjarna um líkan af geimskutlunni í Lyndon B. Johnson geimferðarstöðinni. Tals- verðri lagni þurfti að beita til þess að komast óskaddaður frá þeim litla leiðangri, slík eru þrengslin. Bjarni segir að það hafi lítið háð þeim í þyngdarleysinu. 90 mínútna sólarhringur „Eitt fyrsta verkið sem ég vann um borð í þyngdarleysinu var að hylja hliðargluggana með síu, gluggarnir eru án varnar gegn út- fjólubláum geislum. Ef staðið er við þá í sólarljósi brennur húðin á innan við hálfri mínútu. Til þess að gera þetta þurfti ég að fjarlægja hlera frá gluggunum. Fyrsta sem ég sá þegar ég leit út var hafið, skýin voru í þrívídd og ég sá jörðina út við sjónar- rönd og lítinn hluta af Evrópu." Bjarni segir að uppi í geimnum sé ekki hægt að skipta tímanum niður í dag og nótt, geimfarnir áttu sínar vinnulotur og sínar svefnlotur. „Að sjá sólina rísa 16 sinnum og setjast 16 sinnum á venjulegum sólarhring gerir það að verkum að líkaminn skynjar ekki dag frá nóttu. Sólar- hringurinn hjá okkur var 90 mínút- ur.“ Hann segir að áhöfn geimfeijunn- ar hafi haft mikið að gera allan tím- ann. 43 mismunandi tilraunir voru gerðar í ferðinni. Bandaríska geim- ferðarstofnunin telur ferðina hafa tekist mjög vel og er talað um 95% árangur í þeim rannsóknum sem gerðar voru. ’ánann, er uppfinning Bjarna, örþyngdartitringseinangrarinn. Myndin með gervitungl í augsýn og jörðina í bakgrunni. þeim aðstæðum ef eitthvað bæri útaf. Ég hafði því alltaf fulla trú á því að allt gengi að óskum því ég vissi að allir gerðu sitt besta.“ Bjami segir að um leið og komið var út í geim og þyngdarleysi hafi geimfararnir hafíð störf. Discovery geimskutlan er að langstærstum hluta flutningstæki. Rýmið þar sem geimf- ararnir vinna, sofa, matast og sinna kalli náttúrunnar er aðeins um 2 m á lengd og 4 á breidd. Þeir sváfu í nokkurs konar svefnpokum sem þeir klæddu sig í og hengdu síðan á króka í lofti rýmisins. Maturinn var allur þurrkaður en bætt var í hann vatni áður en hans var neytt, vatnið er blandað joði til að koma í veg fyrir bakter- íumyndun. Síðustu daga ferðarinnar gat Bjarni alls ekki neytt vatnsins slíkt var óbragðið af því. Geimfararnir gátu einn- ig farið á efri hæð rýmisins sem er helmingi minni að flatarmáli en neðri hæðin. Þar er flugstjórnarklefinn og helstu stjórntæki fyrir griparma og Var eins og risi vaknaði til lífsins Bjarni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til 7 ára aldurs. Hann segist eiga margar góðar minningar frá ættlandinu. „En ég er Kanadamaður, Kanada tók mig að sér en ræturnar eru samt alltaf á íslandi. Mér finnst afar eðlilegt að íslendingar telji mig landa sinn. Líklega eru jafnmargir menn af íslenskum ættum búsettir erlendis og á íslandi, þeir eru dreifð- ir um allar jarðir. Eg hlakka mikið til að koma til iandsins. Ég vonast til þess að geta haldið fyrirlestra um ferðina í verkfræðideild Háskólans, tæknilegar hliðar ferðarinnar og þær tilraunir sem ég gerði. Ég gerði einn- ig tilraunir á sviði straumfræði. Þeg- ar ég vann að undirbúningi þeirra tilrauna rakst ég á rannsóknir ann- ars Islendings, Gústafs Tryggvasonar. Hann hefur einmitt unnið að rannsókn- um á því sviði sem ör- þyngdartitringseinangrar- anum, sem ég hannaði, er _________ ætlað að leysa. Ég hef áhuga á því að hafa sam- band við Gústaf og athuga hvort hann vilji taka upp samstarf við hinn íslendinginn sem vinnur að þessum rannsóknum," sagði Bjarni. is og sólar- iútna fresti Tólf boðorð góðrar blaða- mennsku Hver er aðall góðrar blaðamennsku? Nóbels- verðlaunahafínn í bókmenntum, Camilo Jose Cela, nefndi í nýlegu erindi nokkrar þær meginreglur, sem blaðamenn verða að hafa í heiðri: Óhlutdrægni, ljós stíll, að hafa heldur það, sem sannara reynist og síðast en ekki síst einlæg virðing fyrir tungumálinu. VERKFÆRI blaðamanna er tungumálið og orðin éru eins og vopn, sem stund- um vilja þó snúast í hönd- um þeirra og hitta þá sjálfa fyrir. Vilji þeir stunda sitt starf vel, verða þeir að setja sér ákveðnar reglur, sem ég held, að megi taka saman í boðorðunum 12: Blaðamenn eiga að segja frá því, sem er að gerast, ekki því, sem þeir vildu eða halda, að sé að gerast. Þeir eiga að segja sannleikann umfram allt og hafa það í huga, að lygar eru ekki fréttir. Þeir eiga að vera hlutlægir eins og spegillinn og gæta þess að lita ekki skrifin með orða- vali sínu og hinum ýmsu blæ- brigðum málsins. Blaðamenn eiga að vera hógværir og forðast rang- færslur. Blaðamennskan er hvorki einhver kjötkveðjuhá- tíð né hryllingsherbergið á vaxmyndasafni. Þeir eiga að vera óháðir í skrifum sínum og taka ekki afstöðu í hinu pólitíska dæg- urþrasi. Góður skilningur á að vera aðall hvers blaðamanns en honum ber að forðast að láta tilfinningar eða hugboð ráða ferðinni. Blaðamenn eiga að hafa hliðsjón af ritstjórnarstefnu blaðsins, sem þeir starfa við. Sérhvert dagblað á að vera ein heild en ekki einhver summa ólíkra viðhorfa. Þau eiga sér sinn stað í greinum og dálkum þar sem menn skrifa undir nafni. Blaðamenn eiga að beijast gegn hvers konar þrýstingi, hvort sem hann er af félags- eða trúarlegum rótum runninn, pólitískum eða efna- hagslegum og svo framvegis. Það á einnig við um þrýsting innan fyrir- tækisins. Það er ágætt fyrir blaðamenn að hafa það í huga, að þeir eru ekki sjálfir í hringiðu atburðanna, heldur bergmála þá. Blaðamenn eiga að vera gagnorð- ir og sýna tungumálinu fullkomna virðingu. Fátt er hjákátlegra en þeg- ar blaðamenn búa til sinn eigin orða- forða eftir hendinni. Blaðamenn verða að standa vörð um sóma sinn og stéttarinnar, sýna fyllstu kurteisi en beygja sig ekki fyrir neinum. Að lokum. Blaðamenn mega aldrei taka þátt í að úthrópa fólk, kynda undir slúðri eða smjaðra fyrir ein- hveijum. Fyrir það fyrstnefnda upp- skera menn vanþóknun, slúðrið er skammlíft og smjaðraranum er laun- að með fyrirlitlegu bakklappi. Virðing fyrir sannleikanum á að vera leiðarstjarna hvers blaðamanns. Annars á hann skilið sömu ofanígjöf og Graham Greene veitti Anthony Burgess: „Annaðhvort ertu óupplýst- ur eða þú ert haldinn þeirri illu ár- áttu sumra blaðamanna að blása upp og ýkja atburði á kostnað sannleik- ans.“ Á Spáni eru gefin út um 110 dag- blöð og er heildarupplag þeirra um þijár milljónir. í Bretlandi eru gefin út 100' dagblöð og upplag þeirra er sjö sinnum meira, 21 milljón eintaka. Innan Evrópusambandsins er ein- takafjöldinn á mann hvergi lægri nema í Portúgal og er heldur lítil huggun í því. Jafnvel Grikkir eru ^ okkur fremri. Þessar tölur eru ekki mjög uppörv- andi en þær segja þó heilmikla sögu. Við spænsku blöðin starfa rúmlega 2.500 blaðamenn, töluvert færri en í Bretlandi og Þýskalandi og þelm- ingi færri en í Frakklandi og Italíu. Hér tel ég ekki með aðra starfsmenn blaðanna enda lít ég svo á, að það séu blaðamenn og engir aðrir sem beri uppi blöðin. Ég er í hópi þeirra, sem telja, að sjónvarpið sé ekki mjög skeinuhætt bók- og dagblaðalestri. Þeir, sem falla fyrir sjónvarpsseiðnum, myndu hvort eð er ekki lesa rnikið, heldur hugga sig við einhvetja aðra leiðslu. Dagblaðalestur er oft ekki í mikl- um metum en hann gæti verið það ef blaðamenn segðu ávallt rétt frá, skrifuðu ljósan stíl og bæru virðinga^ fyrir sinni eigin tungu og málfræð- inni. Við skulum heldur ekki gleyma því, að fréttirnar eru varningur, seni' borinn er á borð fyrir neytendur. Lestraráhugi er frétt og blaðamenn verða að þora að halda fram frétta- gildinu. Frétt getur verið flest á milli himins og jarðar, ekki aðeins að barn hafi bitið hund. Við megum ekki lesa með bundið fyrir augun og minnumst þess, að sannleikurinn er eins og leiftur, sem fer sínar eigin leiðir. Enginn getuf þóst vera fulltrúi sannleikans og alls ekki blaðamaðurinn, sem miðlar að- eins ótölulegum ljósbrotum sannleik- sleiftursins. Höfundurinn er spænskur rithöf- undur ogfékk bókmenntaverðlaun Nóbels 1989. Erindi þettu varflutt á heimsþingi alþjóðasamtaka rit- stjóra (IPI) er haldið var í Granada., á Spáni fyrr á árinu. CAMILO Jose Cela.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.