Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 34

Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 34
-34 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Á að færa hagsmunamál aldraðra inn í slj ór nmálaflokkana? { SÍÐUSTU viku gaus skyndilega upp fjölmiðlafár útaf undir- búningi að stofnun samtaka aldraðra inn- an Sjálfstæðisflokksins og í framhaldi af því hvort eldri borgarar innan annarra flokka ættu að hugleiða slíkt flið sama. Hugmynda- fræðingurinn mun vera Guðmundur Hallvarðs- son alþingismaður en aðalviðmælandi fjöl- miðla um stofnun sam- takanna var Ágúst Hafberg en hann mun fara fyrir nefnd sem fjalla á um stofnun slíkra samtaka innan flokksins. Tímasetning þessara hræringa er allrar athygli verð. Þar til fyrir 2-3 árum snérist félagsstarfsemi aidraðra fyrst og fremst um það að stytta öldruðu fólki stundir með margvísleg- um hætti, svo sem spilamennsku, yferðaiögum, dansleikjahaldi, ýmis- konar föndri og fleiru, sem mætti vera til líkamlegrar og andlegrar hressingar. Hvort það hefur verið vegna félagslegrar vakningar, sem þessi starfsemi leiddi af sér meðal aldraðra, eða ein- hverra annarra hrær- inga í þjóðfélaginu, hef- ur þróunin orðið, að samtök aldraðra hafa í vaxandi mæli snúið sér að hagsmunamálum, sem hefur lítt verið sinnt af forystumönnum stjómmálaflokkanna í Iandinu. ,"rnl Meðan aldraðir í Björnsson landinu sættu sig við brauð og leika, héldu tryggð við meðfæddar eða löngu áunnar stjóm- málaskoðanir og létu spekúlanta hirða upp eignir sínar í skiptum fyrir s.k. þjónustuíbúðir, voru þeir pólitísk- ir meinleysingjar og það var hægt að ýta þeim til hliðar fyrir ungum framagosum eftir þörfum. En þegar stækkandi hópur þeirra gerðist allt í einu pólitískt meðvitaður og fór að Hagsmunamál aldraðra eru svipuð, segir Arni Björnsson, hvar í flokki sem fólk stendur. heimta sömu réttindi fyrir aldraða eins og aðra þegna íslenska ríkisins var hætta á ferðum og þegar jafnvel sauðtryggir flokksmenn af eldri kyn- slóðinni fóru að viðra efasemdir um stuðning við flokkana gól pólitíski haninn í forystunni hátt. Hæst gól hann í stærsta og valda- mesta flokknum og flokkshænan hefur þegar verpt fýrsta egginu, sem er undirbúningsnefnd að stofnun sjálfstæðisöldunga, eða hugsanlega sjálfstæðra öldunga, í samræmi við nafn annarra samtaka innan flokks- ins. Hvort þetta egg verður annað en fúlegg skal ósagt látið, en ungist það út og verði að flokkshænu, má búast við að forystumenn annarra flokka fari að hugleiða að koma sér líka upp fiðurfé. ISLENSKT MAL Aukafallsliðir (ekki tæmandi) ÉG PERSÓNUGERÐI fyrir r skömmu nokkra helstu setning- arhluta í máli okkar og lét þess getið, að eitt og annað væri ótal- ið, sem ekki teldist til manna, en fremur til húsgagna, og nefndi jafnvel ruslakistu. Þetta var ógætilega mælt. Ég sleppti alveg hýbýlaprýði, eins og Gissur Hallsson var nefndur í Skálholti og bjó þó samtímis með mæðgum tveim. Þessi hýbýlapiýði setninga- fræðinnar er nú jafnan nefnd aukafallsliðir. Þeir eru afar skemmtilegir og enn þó meira fyrir þá sem hafa einhveija nasa- sjón af latínu. íslenska er enn < ■ svo upprunaleg að varðveita margt það sem á sér beina sam- svörun í latínu; þar á meðal eru aukafallsliðir, á máli dr. Björns Guðfmnssonar „fallorð í auka- falli sem stýrist ekki af neinu“. I mörgum skyldum málum hafa forsetningar á undan fall- orði svo gott sem útrýmt auka- fallsliðum, enda segir próf. Hall- dór Halldórsson, að þeir sam- svari gjama forsetningu + fall- orði eða þá atviksorði. Mörg at- viksorð í íslensku eru reyndar „stirðnuð" föll af nafnorðum, með öðrum orðum gamlir auka- fallsliðir, t.d. stundum sem er íjí tímaþágufall (sjá síðar) af nafn- orðinu stund. Finnska, þó óskyld sé ís- lensku, hefur verið ákaflega rík af fallendingum til merkingar- breytingar, en ekki að sama skapi auðug af forsetningum. Er þetta ekki nógu langur formáli? Jú, ég held það. Ég bæti því einu við, að fróðir menn hafa sagt að miklar gáfur þurfi til að skipta öllu í þrennt. Ekki reynir mikið á þrískiptingargáf- una í sambandi við aukafallsliði. Hún kemur af sjálfu sér: í þol- falli, í þágufalli og í eignarfalli. Og hefst þá stakkasundið. I. Aukafallsliðir í þolfalli („rægilegu falli“) a) Tímaþolfall (lat. accusa- tivus temporis). Það táknar bæði hvenær eitthvað gerist og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 916 þáttur hversu lengi eitthvað varir. Eftir beiðni hef ég dæmin bæði á íslensku og latínu: Hann kom laugardaginn fyrir páska. Hún var hér vikutíma. Milites tres annos in Gallia manebant. (Her- mennirnir dvöldust þijú ár í Gall- íu). Athuga: Mjög færist í vöxt að setja forsetningarnar í, á og um á undan tímaþolfalli. Oftast er það óþarft og ósjaldan til lýta: ?Hann kom á laugardaginn fyrir páska. Verst er þegar sagt er „á 17. júní“, eða „á sautjándan- um“ sem sumum misheyrist „á sitjandanum", eða „á 1. des.“ eða „á desinum" sem sumir mis- skilja. b) Leiðarþolfall (lat. acc. viae). Það táknar auðvitað leið- ina sem farin er: Hún fór sjóveg norður. Þau óku Víkurskarð. I fýrra dæminu er ekki mikil „hætta“ á forsetningu. En í síð- ara dæminu myndu margir setja um á undan „Víkurskarð". Caesar tridui viam processit. (Þrídegis hélt Caesar áfram veg- inn). Leiðarþolfall getur hverfst yfir í óeiginlega merkingu og orðið að því sem kalla mætti háttar- þolfall. „Skjót annan veg, kon- ungur.“ Þetta fór annan veg en ég ætlaði. í báðum þessum dæm- um er merkingarmunurinn óskýr, einkum hinu fyrra. c) Mæliþolfall; ég veit svo sem ekki hvað það kallast á lat- ínu, kannski acc. mensurae eða distantiae. Þau voru fjóra kíló- metra frá mér. Hann stökk tólf álnir sléttar. Smjörskakan vó tvö pund. Caesar milia passuum tria ab Helvetiorum castris castra ponit. (Caesar setur niður herbúðir þijú þúsund skrefa frá herbúðum Helveta.) En þeir „gulingjar“ myndu nú kannski vera kallaðir Svissar eða Sviss- lendingar. Athuga: Mörkin milli leiðar- og mæliþolfalls geta verið óskýr, og mér er kennt að distantia sé „very rare“ = mjög sjaldgæft orð í klassískri latínu. d) Upphrópunarþolfall (acc. exclamationis): „Augað mitt og augað þitt/ó, þá fögru steina!“. (Ekki ?ó, þeir fögru steinar). Álgengt í miðaldaritum: „Ó, mig auman!“ Latínu: Heu, me miser- um! e) Þolfall með ópersónuleg- um sögnum, svo sem mig lang- ar, mig iðrar. Sama fyrirbæri er í latínu: paenitet me verborum = mig iðrar orða minna, eða: miseret regem hominis = kon- ungurinn kennir í bijósti um manninn. Auðvitað gætu málrófsmenn reynt að kalla þetta andlag með viðkomandi sögn, sbr. og ljóðlín- urnar: Sói gengur síð und múla/slíkt langar mig þangað. En í Fyrstu málfræðiritgerð- inni er m.a. þessi stórspeki: „Contra verbosos noli contendere verbis; sermo datur cunctis, an- imi sapientia paucis. Það er svo að skilja: Hirð eigi þú að þræta við málrófsmenn. Málróf er gefið mörgum, en spekin fám.“ Og er nú mál að linni speki og málrófi um sinn. ★ Hlymrekur handan kvað: Þeir sem kveinka sér við því að kasa ref og kunna illa daunmiklum nasaþef, ættu að halda sig heima eins og faldbúin feima og fara ekki að rjála við Básaéf. ★ „íslenskan er sameign þjóðar- innar og grundvöllurinn að því, að við, þetta örríki, getum talað um okkur sem sjálfstæða þjóð. Hún er dýrmætasta sameign þjóðarinnar og veitir okkur og komandi kynslóðum aðgang að menningararfi^ okkar, fornbók- menntunum. Án tungunnar töp- um við þeim aðgangi og þar með uppruna okkar og með því þjóðareinkennum. Málverndar- stefna er því háleit stefna, þ_ar sem meginmarkmiðið er að ís- lendingar haldi áfram að vera íslendingar.“ (Víkveiji Mbl. 30. júlí.) Auk þess minnum við Guð- mundur Benediktsson fv. ráðu- neytisstjóri á að hér í þættinum var í fyrra haldið upp á þúsund ára afmæli Grettis sterka (sjá Isl. fornrit), en ártíðin er ekki fyrr en 2031, nær veturnóttum. Nú þegar hafa tveir forystumenn í hópi aldraðra komið fram í fjölmiðl- um og báðir látið í ljósi efasemdir um ágæti þessarar hugmyndar, og fer vel á því, að þeir skuli frá fyrri tíð hafa verið virkir hvor í sínum armi stjórnmála í landinu. Þessi grein er rituð til að árétta og lýsa yfir stuðningi við skoðanir þeirra félaga. Ekki er þörf á að endurtaka upp- talningu á þeim skrokkskjóðum sem eldri borgarar landsins hafa mátt þola af hálfu þeirra sem stjórnað hafa iandinu á undanförnum árum, en ástæða er til að árétta, að frum- kvæðið að hrekkjunum hefur komið frá íjármálaráðuneytinu, þó fram- kvæmdirnar hafi komið í hlut ann- arra ráðuneyta. Þá er einnig rétt að það sé á almannavitorði að hrekkirn- ir hafa verið samþykktir af öllu þingliði stjórnarflokkanna, að einum þingmanni undanskildum í einu máli. í ljósi þessa er rétt að skoða það hvort eldri borgarar landsins eiga erindi inná „Glæsivelli" íslenskra stjórnmála, nema á eigin forsendum. Sú þróun sem bent er á hér að framan, að á síðustu 2-3 árum hafa hagsmunamál orðið sífellt fyrirferð- armeiri þáttur í félagsstarfsemi aldr- aðra, var vakin af óformlegum hópi eldri borgara, s.k. AHA hópi. í þess- um hópi eru menn og konur úr öllum stéttum og með mismunandi stjórn- málaskoðanir. Smátt og smátt hafa tengsl milli hópsins og Félags eldri borgara í Reykjavík farið vaxandi og nokkrir úr hópnum eru í stjóm og/eða nefndum þess félags. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er stærsti og öflugasti félagsskapur aldraðra í landinu og því er stjórnað röggsamlega af einum af íyrrverandi forystumönnum sjálfstæðismanna í Reykjavík, en hann hefur einnig tek- ið þátt í starfsemi AHA hópsins. Á síðasta landsþingi eldri borg- ara, á liðnu vori, voru kjaramál og önnur réttindamái aldraðra í fyrir- rúmi. Þar var kjörinn nýr forseti, f.v. forseti ASÍ, lengst af virkur á vinstri armi íslenskra stjórnmála. Hvorugur þessara ágætu manna hefur hingað til látið stjórnmála- skoðanir hafa áhrif á störf sín né samvinnu sín í milli, sem að því best er vitað hefur verið með ágætum. Ef farið væri að draga aldraða í pólitíska dilka, er ekki ólíklegt að forystumenn þeirra yrðu eftirsóttir í sæti í bæjar- eða sveitarstjórnum, jafnvel boðin þingsæti, sem aldraðir eiga auðvitað fullan rétt á, en er ekki líklegt að trúnaðurinn milli for- ystumannanna dvínaði ef þeir sætu í sveitarstjórnum eða á Alþingi, hver fyrir sinn fiokk? Það hefur tekist, m.a. fyrir tilstilli fijálshyggjuaflanna í landinu, sem vilja velferðarkerfíð feigt, að skapa sterka þverpólitíska samstöðu um hagsmunamál eldri borgara. Augljós- asta leiðin til að ijúfa þessa samstöðu er að binda málin í pólitíska flokka- ijötra, enda leikurinn til þess gerður. Hagsmunamál aldraðra eru svip- uð, hvar í flokki sem þeir standa. Því ber þeim að halda áfram að efla þverpólitíska samstöðu sína og gefa stjórnmálamönnum ekki höggstað á sér. Vilji menn, eldri sem yngri, koma „sínum“ mönnum að innan flokkanna, geta menn barist fyrir þeim, hver á sínum stað, en eldri borgarar eiga að láta stjórnmála- mennina hafa hitann í haldinu, allt til kosninga, og velja menn eftir verkum, en ekki pólitískum litar- hætti, sem einhvern tímann kann að hafa höfðað til þeirra. Höfundur er fyrrv. yfirlæknir. Ný störf skólaliða í grunnskólum Erla Sigurðardóttir MIKIL umræða og deilur hafa spunnist um breytingar á störfum ræstingarkvenna og gangavarða í störf skólaliða í þremur skól- um hjá Reykjavíkur- borg. Af þessu tilefni langar mig til þess að leggja orð í belg og koma á framfæri hvaða þýðingu breytingarnar hafa fyrir okkur starfs- fólkið sem hlut á að máli. Ég tel að þær séu til mikilla hagsbóta fyr- ir alla og fagna þeim fyrir mitt leyti. Ég hef verið starfs- maður við Langholts- skóla í yfir 30 ár. Fyrst var ég í ræstingum, en svo réðst ég sem gangavörður og var í því starfi fram á síðasta vor. Síðastliðin tvö til þijú ár hefur verið rætt um að breyta fyrirkomulagi á störfum starfs- manna skóla og hef ég tekið þátt í umræðunni um þær og verið jákvæð gagnvart þessum hugmyndum. Á síðasta ári var svo ákveðið að gera tilraun með breytt skipulag í þremur skólum, þar á meðal mínum skóla, Langholtsskóla, en einnig í Selja- skóla og Engjaskóla. Við starfsfólkið fengum í kjölfarið uppsagnarbréf í vor og vorum ráðin aftur til starfa á breyttum forsendum. Skólastjórn- endur hjá okkur þekktu sambærilegt fyrirkomulag úr öðru sveitarfélagi þar sem þetta gekk mjög vel. Fj'ölbreyttara og skemmtilegra starf En hvað felst í þessum breyting- um? Markmið breytinganna er að starfsfólk geti sinnt börnunum meira og betur. Því hljóta allir að fagna enda börnin númer eitt, tvö og þijú í þessu máli. Hlutverk okkar skólaliðanna er að halda skólanum hreinum bæði innan dyra og úti á skólalóð, aðstoða á bókasafni við plöstun, uppröðun og það sem til fellur, að- stoða kennara vegna einstakra nemenda, út- vega þeim gögn sem vantar, hjálpa til á skrifstofunni og við símavörslu, fjölfalda gögn fyrir kennara, vera við gangbrautina þegar börnin eru að koma í skólann eða fara heim. Við verðum úti í frímínútum með kenn- urum að aðstoða börnin við leik og starf. Við sjáum um mjólkurdreif- ingu og seljum börnunum mjólkur- Ég tel að þessar breyt- ingar séu til mikilla hagsbóta fyrir alla, segir Erla Sigurðar- dóttir, og fagna þeim fyrir mitt leyti. miða. í gagnfræðadeildinni sjáum við um sölu á mjólk og brauði. Auk þess tökum við til hendi við allt mögulegt sem til fellur. Við skipt- umst í hópa og sinnum ákveðnu svæði í viku í senn. Starf okkar verð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.