Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 36
Jj6 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Um skógrækt á
' Reykjanesi og
skemmdir í eplum
GREIN þessi er skrifuð í tilefni
greinar í Morgunblaðinu 19. ágúst
sl. og viðtals fyrr í sumar í fréttum
Ríkissjónvarpsins við Pétur Má Sig-
urðsson, sem titlar sig fyrrverandi
félagsforingja skátafélagsins
Hraunbúa í Hafnarfirði.
Okkur undirrituðum er eins og
öðrum landsmönnum hlýtt til
skátahreyfingarinnar og teljum
hana vera góða og göfuga. Þykir
okkur því illt að sitja þegjandi und-
ir dylgjum og rógburði Péturs í
garð íjáreigenda í Grindavík um
að þeir séu vísvitandi að skemma
tijárækt fyrir skátum í Hafnar-
firði. En sjálfsagt er í skátahreyf-
ingunni eins og annars staðar
misjafn sauður í mörgu fé og gæti
kannski leynst eitt skemmt epli í
heilum kassa.
Sumarið vonda 1997
Sumarsins sem nú er að líða
"h'erður eflaust lengi minnst vegna
erfiðrar veðráttu til heyskapar.
Tala menn jafnvel um óþurrkasum-
arið 1955 til samanjöfnuðar. Bænd-
ur í Grindavík hafa ekki farið var-
hluta af þessari ótíð frekar en aðr-
ir, en þó hefur skapillska veðurguð-
anna verið hátíð hjá óhróðri foringj-
ans fyrrverandi í fjölmiðlum.
í sjónvarpsfréttum fyrr í sumar
fullyrti Pétur að tómstundabændur
í Grindavík hefðu verið staðnir að
því að troða heilu vörubílsförmun-
-'íjsm af kindum inn í skátagirðing-
una í Krýsuvík. í grein í Morgun-
blaðinu 19. ágúst sl. segir hann:
„1981 var komið að tómstunda-
bændum sem voru að sleppa kind-
um inn á svæðið okkar.“ Nú er
ekki fullyrt hvaðan þessir tóm-
stundabændur voru, ef þetta er þá
rétt, sem við efumst stórlega um,
miðað við málflutning Péturs. Við
fullyrðum að þetta hafa ekki verið
Grindvíkingar.
Beitarhólf Hafnfírðinga á þess-
um árum var öll gamla Krýsuvíkur-
girðingin og var skátagirðingin inni
í henni miðri. Núverandi beitarhólf
Hafnfirðinga var ekki girt fyrr en
1989. Við trúum því ekki á nokk-
sern fjáreiganda að hann fari að
loka kindur sínar inni í smágirð-
ingu, þegar nóg gras og vatn er
allt um kring. Drápust ekki plönt-
urnar bara í vetrarnæðingnum?
Pétri er tíðrætt um hina fjár-
heldu skátagirðingu. Það getur
verið að hún hafi í upphafi verið
vel girt, en við erum hræddir um
að gleymst hafi að kenna skátunum
að loka hiiðunum almennilega á
eftir sér og hvað varð eiginlega um
norðurhlutann? Tijárækt á Reykja-
nesskaga er afar erfið eins og kem-
ur fram í grein Péturs. Hann segir
samt sem áður að þeir skátarnir
hafi fengið það staðfest „hjá mörg-
um skógræktarfræðingum, nátt-
úrufræðingum og öðrum sérfræð-
ingum að það sem við erum að
gera og hvernig við berum okkur
að því, sé alveg rétt.“ Hvernig
Við erum hræddir
um, segja greinar-
höfundar, að gleymst
hafí að kenna skátunum
í Hafnarfirði að loka
hliðum almennilega
á eftir sér.
ætli að standi á því að það þýðir
ekki að reyna að rækta tré í Grinda-
vík, nema koma fyrst upp skjóli?
Milli Grindavíkur og Krýsuvíkur
eru um 25 km. Ætli aðstæður séu
ekki svipaðar?
Ef ekið er upp að skólanum í
Krýsuvík er á vinstri hönd girðing
í hlíðarslakka mót suðaustri. Þar
eru engin hlið sem gleymist að loka.
Þar var plantað fjölda tijáa fyrir
mörgum árum. Þar hefur ekki sést
kind í manna minnum. Þar hefur
ekki sést tré árum saman.
Um beitarhólf
Pétur Már hrósar mikið beitar-
hólfum tómstundabænda í Hafnar-
firði og á Vatnsleysuströnd. Eitt-
hvað höldum við nú að þurfi að
betrumbæta þær girðingar svo þær
verði fjárheldar. Undanfarin haust
hefur a.m.k. fé verið keyrt úr lög-
réttum Grindavíkur í allar áttir
nema suður.
Fjáreigendur í Grindavík hafa
tekið þátt í umræðum um beitar-
hólf árum saman til að skapa frið.
Við höfum náð samkomulagi við
að minnsta kosti tvo landbúnaðar-
ráðherra á undanförnum árum. En
alltaf þegar hefur átt að koma til
framkvæmda hafa einhveijir í kerf-
inu stoppað þær. Beitarhólf skal
vera alltof lítið, þar sem minnsta
beitin er og helst ekkert vatn.
Málið er nefnilega það að við viljum
beitarhólf þar sem góð beit er og
við viljum iíka hafa vatn fyrir féð
okkar.
Yfirlýsingar landgræðslustjóra í
fréttum ríkissjónvarpsins fyrr í
sumar voru alveg stórfurðulegar.
Hann sagði að Krýsuvíkursvæðið
væri gjörsamlega óhæft til beitar.
Samt er embætti hans búið að
koma þar upp einu fjárhólfi (fyrir
Hafnfirðinga) og vill endilega koma
þar upp öðru fjárhólfi fyrir Grinda-
víkurféð.
Á afrétti okkar Grindvíkinga eru
stór grassvæði, sem öll eru að fara
á kaf í mosa og sinu, vegna vanbeit-
ar, t.d. Selsvellir og Vigdísarvellir.
Reyndar heyrist ekki lengur taiað
um ofbeit á þessu svæði.
í lok greinar sinnar talar Pétur
um kröfu íbúa á höfuðborgarsvæð-
inu, sem haldið er í gíslingu „af
okkur sennilega“. Við viljum endi-
lega benda Pétri og öðrum ófull-
nægðum landgræðslu- og skóg-
ræktarmönnum á að fara hér út
undir Reykjanes og gi'æða upp. Þar
er búið að vera friðað fyrir fé í
áratugi og þar sést varla stingandi
strá. Hvar er þá allur landgræðslu-
áhuginn ef þetta svæði er ekki
verðugt verkefni? Pétur gæti
kannski notað þetta sem tilrauna-
svæði!
Á forðagæsluskýrslu í Grindavík
veturinn 1996-7 eru 669 vetrar-
fóðraðar kindur, hrútar og geml-
ingar meðtaldir, fjáreigendur eru
45 talsins þannig að meðaltalið er
tæpar 15 kindur á mann. Pétur
fullyrðir að til séu þeir tómstunda-
bændur í Grindavík, sem séu með
á þriðja hundrað íjár. Þetta er nú
eins og annað ruglið í þessum
manni. „Einu sinni skáti, ailtaf
skáti og skáti segir alltaf sannleik-
ann“.
Dagbjartur Einarsson,
forðagæslumaður í Grindavík,
Guðjón Þorláksson, Vík,
Guðmundur Þorsteinsson, Hópi,
Sigurður Gíslason, Hrauni,
Þórir Kristinsson,
Járngerðarstöðum.
Feitimengun á fjörum
HINN 27. maí sl.
sendi ég grein í Mbl.
undir þessari fyrirsögn,
bara til að sýna og
sanna að þetta er hreint
íslenskt náttúrufyrir-
bæri. Nú hef ég frétt
að margir sem þykjast
þó vera umhverfisfræð-
ingar, skilja ekki þetta
-•einfalda dæmi mitt.
Síðan hefur það
gerst (Mbl. 5. júní) að
erlendir vísindamenn
hafa komið hingað og
fundið á kafbáti tvö
hitasvæði austur af
Grímsey, þar af var
annað talið breitt og
kraftmikið. Þetta er
bara staðfesting á því sem við höfum
þekkt árum saman. En við getum
ekki af lýsingunni á hitadalnum
fundið út hvernig torfa af loðnu eða
jíækju lendir í svo miklum sjávarhita
að hún drepst og bráðnar. Áfleiðing-
arnar höfum við þekkt í nokkur ár,
þ.e. feitarflekki á sjónum ef logn er,
þannig að hún hefur næði til að
safnast fyrir. Það sem hamlar mjög
vitneskju á þessu sviði - mengun á
fjörum - er hve fáir fara nú í ijörur
til leita að sprekum eða rotuðum
, (Iski. Það er engin fátækt í landinu
til að reka menn af stað. Svo eru
hér langar fjörur sem
aldrei eru gengnar t.d.
frá Grenivík austur að
Skjálfanda og frá
Grindavík austur að
Selvogi eða Þorláks-
höfn.
Hingað til hafa menn
verið fljótir að álykta
ef olíumengun kemur í
ijörur að eitthvert skip
hafi sett út olíu. Þetta
er algjör vitleysa enda
sagt. í hugsunarleysi.
Þegar skip setur út olíu
er það á úthafi og rákin
svo lítil og mjó að það
getur ekki mengað
neina íjöru. Kunnasta
sönnunin um þetta er
feitimengunin á Miðnesi árið 1651,
löngu áður en vél var fundin í skip.
Það sem vitað er um olíumengun á
fjörum hér á landi í tímans rás er:
Á Miðnesi 1651, annálar, á Strönd-
um 1991, við Svalbarðseyri sumarið
1996 og hér á Álftanesi í janúar
1997. Því er við að bæta að óskað
er eftir að þeir sem verða varir við
olíumengun á fjörum láti yfirvöld
og fréttaritara í sínu héraði vita.
Hvalir
Áður fyrr höfðu hvalir hreinan sjó
að synda í en síðan vélskipin komu
Hafíð, segir Ásgeir Ó.
Einarsson, er að verða
hálfgerður drullupollur
fyrir hvali til að lifa í.
til sögunnar hefur olíumengun verið
um allan sjó. Þar við bætist sá mikli
fjöldi verksmiðja um allan heim sem
dæla olíu og sýrum út í sjó. Þar við
bætist nú olían og sýrum út í sjó.
Þar við bætist nú olían frá eldijöllum
neðansjávar hér við land og í Indó-
nesíu. Það má því segja að hafið sé
að verða hálfgerður drullupollur fyr-
ir hvali að lifa í. Þess vegna er meira
um hvali hér norður frá en t.d. við
Bretlandseyjar, þ.e. vegna hinna
mörgu verksmiðja og hinna miklu
skipaferða í Vestur-Evrópu.
Þegar logn er og olíuflekkir mynd-
ast kemur það fyrir að heil fjöl-
skylda af hvölum kemur upp í slíkum
olíuflekki og fær olíubað yfir sig,
sem er mjög óþægilegt fyrir augun
og önnur skynfæri þeirra. Þeir leita
í hreinan sjó og synda hratt og langt
til að þvo olíuna af sér. Það gengur
illa í söltum sjó en ef þeir komast í
árósa áa sem renna út í hafið, t.d.
Ölvesá eða Skjálfanda, er þeim að
mestu borgið með hreinsunina.
Ásgeir Ó.
Einarsson
Leikskólinn -
heimur barnsins
HVAÐ hefur barnið
mitt fyrir stafni í leik-
skólanum á daginn?
Hvemig líður því meðan
ég er í vinnunni? Þessar
spurningar og fleiri
álíka brenna iðulega á
vörum foreldra leik-
skólabarna. Foreldrar
vilja vita hvað börn
þeirra aðhafast í leik-
skólanum, hvernig er
búið að þeim, hvemig
er hugsað um þau og
hvaða þýðingu leik-
skóladvöl hefur fyrir
þau. Það er réttur hvers
foreldris að fylgjast
með því uppeldsstarfi
sem fram fer í leikskól-
anum og hafa áhrif á það. Hvernig
er leikskólinn og starfsfólk hans í
stakk búið til að takast á við þarfír
bamsins? Er því veitt það öryggi,
ástúð og umhyggja sem það á rétt
á, veitir leikskólinn þær uppeldisað-
stæður sem henta hveijum og einum?
Leikskólinn er sérstaklega hann-
aður sem ákjósanlegur heimur fyrir
Leikskólinn er hannaður
fiirir börn, segir Kristín
Ólafsdóttir, og hann
veitir börnunum fjöl-
breytt tækifæri til leiks
og starfa.
barnið með þarfir þess og þroska í
huga. Allt sem þar er inni er miðað
við bamið. Húsgögn eru hönnuð í
samræmi við þarfir barna frá 1 til 6
ára aldurs. Allt skipulagt starf og
útfærsla á því miðast við börnin,
þarfir þeirra og þroska.
Leikskólinn er hannaður fyrir börn
og hann veitir bömunum flölbreytt
tækifæri til leiks og starfa.
Leikskólinn býður upp á skapandi
efnivið til leikja úti og inni, myndlist-
ar, tónlistar og hreyfingar, þar sem
barnið fær að njóta sín sem skap-
andi einstaklingur. Þannig gefst
barninu kostur að taka þátt í leik
og starfi leikskólans og njóta ijöl-
breyttra uppeldiskosta barnahópsins
undir leiðsögn leikskólakennara.
Leikskólastarf er byggt upp með
það í huga að örva alla þroskaþætti
hjá hveiju barni. í leikskólanum fær
Ég nefndi í fyrri grein átta dauða
hvali sem fundust í sandfjöru rétt
innan við Þorlákshöfn. Ég reikna með
að þeir hafí lent í olíuflekki í nánd
við eldgjána sunnan Reykjaness og
á eftir tekið strikið austur með landi
þar til þeir komu í betra vatn þar
sem Ölvesá blandast í hafíð. Þá fóru
þeir inn í ósinn og fengu þar enn
betra vatn og góða hreinsun. Hreins-
un var jú mest í varið en eftir hinn
langa sundsprett, sem var eins og
fælni hjá villihestum, hafa þeir verið
úrvinda af þreytu og leitað eftir sléttri
sandfjöru sem þeir fundu auðveld-
lega. En hvers vegna liggja þeir svo
dauðir efst í ijörunni, hlið við hlið
eins og stjórnað af þjálfara. Þeir
koma í aðflæði, raða sér á íjöruna
og eru á því dýpi sem þeir geta hvílst
og andað en þegar þeir fá vatn í
öndunaropið, færa þeir sig ofar og
loks efst í fjöruna. Þeir geta ekki
farið afturábak, geta ekki snúið við
af því að þeir liggja of þétt saman.
Smám saman gerir þungur líkami
þeirra dæld í sandinn sem þeir kom-
ast ekki upp úr. Annars er dauðalega
þeirra svo skipulögð að þar virðist
engin örvæntingarfull tilraun hafa
verið gerð til að losa sig. Sama hefur
verið með hvalina sjö sem fundust
dauðir austan Langaness, nema þeir
hafa fengið sína mengun af norð-
austur svæðinu. Það er lífið í sjónum
og náttúran sem raðar hvölum svona
skipulega í dauðann.
Höfundur er dýralæknir.
barnið tækifæri til að
vinna að ýmsum verk-
efnum á sínum eigin for-
sendum en ekki á for-
sendum hinna fullorðnu,
sem þýðir að barnið lær-
ir af sinni eigin reynslu
og uppgötvunum. Hug-
myndir þess eru aðalatr-
iðið. Leikskólakennarinn
ber virðingu fyrir getu
bamsins og þroska.
Bamið fær að skoða hið
stóra og hið smáa frá
öllum hliðum, spyija
spuminga. Oftar en ekki
kemur spuming á móti
sem leiðir til þess að
bamið fer að leita svara,
rannsaka ofan í kjölinn
þau viðfangsefni sem verið er að vinna
með, hvort sem það eru tré, moldin
og ormarnir, fuglar himinsins eða það
sjálft og fjölskylda þess. Bamið fær
verkefni í hendurnar sem örva sköp-
unarhæfni þess og ímyndunarafl,
verkefni sem hæfa aldri þess og
þroska. Hvað er skemmtilegra fyrir
lítinn þriggja ára snáða en að koma
í leikskólann með myndir að heiman
af mömmu og pabba, afa og ömmu,
systkinum og jafnvel húsinu sínu til
að deila með félögum sínum á deild-
inni. Engin reynsla bamsins er svo
lítilmótleg að hún sé ekki þess virði
að gefa henni gaum.
Hversdagsleg fyrirbæri geta orðið
kveikjan að mjög ijölbreyttum og
skemmtilegum rannsóknum og þá er
skapandi þátturinn alltaf í fyrirrúmi.
í samræðum þjálfast börnin í að koma
reynslu sinni og þekkingn í orð og
deila henni með öðrum. Börnin fá
tækifæri til að vinna saman í litlum
hópum og læra þannig almennar sam-
skiptareglur og kynnast ánægjunni
af því að vinna með öðrum. Þannig
verður einstaklingurinn sjálfstæður
og skapandi og leitar uppi þá þætti
í tilverunni sem ekki em áþreifanleg-
ir. Það segir sig sjálft miðað við það
sem hér á undan er sagt, að ábyrgð
leikskólakennarans er mikil og verk-
efni hans mörg, hann þarf að skapa
tækifæri fyrir alla þá ólíku einstakl-
inga sem eru í leikskólanum, verkefni
sem eru alltaf í réttu hlutfalli við
getu og þroska hvers einstaklings. í
leikskólanum er leitast við að efla
persónuleika barnsins. Leikskóla-
kennarinn sinnir hveiju einstöku
barni, hlustar á það af athygli og
styður það í þekkingarleit sinni. Leik-
skólakennarinn stuðlar að góðri
foreldrasamvinnu og hann er vel und-
irbúinn fyrir vinnu hvers dags til að
geta leyst hana markvisst af hendi.
Það er rætt um hvað á að gera og
hvers vegna, en ekki trúað á tilviljan-
ir og að hlutirnir gerist af sjálfu sér.
Það er hlutverk leikskólakennarans
að leiða starfið og hafa mótandi áhrif.
Gott uppeldi er mikilvægasta
veganesti sem hver einstaklingur
getur öðlast. Það skiptir sköpum um
framtíð hans og velgengni í lífinu
og hefur áhrif á allt þjóðfélagið.
Börnin eru það dýrmætasta sem við
eigum og eiga skilið það besta sem
hægj; er að gefa þeim.
Lág laun eru ein aðalástæðan fyr-
ir skorti á leikskólakennurum í leik-
skólanum.
Skortur á leikskólakennurum er
mikill og aðalástæða þess er allt of
lág laun, sem sýnir mikið virðingar-
leysi fyrir menntun leikskólakenn-
ara, uppeldi barna og framtíð þeirra.
Sú krafa Félags íslenskra leikskóla-
kennara um 110.000 kr. í grunnlaun
er skref í rétta átt. Þau laun sem
leikskólakennarar hafa í dag eru til
skammar og virðast endurspegla við-
horfín til uppeldismála í þjóðfélaginu.
Þau sýna kannski best hvert verð-
mætamatið er í þessu landi. Það er
löngu tímabært að auka skilning á
mikilvægi góðs uppeldis hér á ís-
landi. Ein leið að því marki er að
hækka laun leikskólakennara, þann-
ig að starfið verði eftirsóknarvert og
að leikskólakennarar geti lifað af
launum sínum.
Höfundur er leikskólakennari
á Selfossi.
_ Kristín
Ólafsdóttir