Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 40

Morgunblaðið - 30.08.1997, Side 40
‘40 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móöir okkar, tengdamóöir og amma, PÁLA JÓNA BJÖRNSDÓTTIR SIGFREÐSSON frá Akureyri, Herlev Hovedgade 141, Herlev, Kaupmannahöfn, Danmörku, andaöist í Kaupmannahöfn að morgni laugardagsins 23. ágúst. Útförin hefur farið fram. Björn Gíslason, Sveinn Gíslason, Sigfreður Gíslason, Pia Kobborg Inga Þrúður Gísladóttir, Claus Lyng Nielsen, Jóhann Gíslason, Sannie Sigfreðsson, Gunnar Gíslason, Lene Vindelev Hansen og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN P. GUÐNADÓTTIR, Ránargötu 8, Flateyri, lést á Fjóröungssjúkrahúsinu á (safirði fimmtu- daginn 28. ágúst. Eiín O. Kjartansdóttir, Jóhann Guðmundsson, Sólveig D. Kjartansdóttir, Kristján J. Jóhannesson, Hlöðver Kjartansson, Sveinbjörg Hermannsdóttir, Berta G. Kjartansdóttir, Guðmundur Þorieifsson, Svanfríður Kjartansdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Guðvarður Kjartansson, Homhuan Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SVEINBJÖRNSDÓTTIR SCHOPKA, Droplaugarstöðum, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 28. þessa mánaðar. Lilja A.K. Schopka, Sverrir Schopka, Margrét Schopka, Ragnhildur M. Cate, William Cate, Ottó Schopka, Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir, Sigfús Schopka, Helga Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, CHARLOTTE EDELSTEIN (fædd SCHOTTLÁNDER) lést í Berlín fimmtudaginn 14. ágúst sl. Athöfnin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Wolfgang Edelstein, Monika Keller, Stefán Edelstein, Jóhanna Lövdahl, Kristján Edelstein, Daníel Edelstein, Yifa Edelstein, Benjamín Edelstein, Anna Lilja Edelstein. + Móðir mín, amma okkar og langamma, KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Miðleiti 5, lést þriðjudaginn 26. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Finna Ellý Bottelet, Kristbjörg Olsen, Selma Olsen, Kjartan Halldór Einarsson, Guðjón Páll Einarsson og barnabörn. GUÐJÓN EINARSSON + Guðjón Jósafat Einarsson fæddist 28. maí 1919 í Ási í Hegra- nesi. Hann lést á heimili sínu, Báru- stíg 13, Sauðár- króki, 21. ágrúst síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Valgerður Jósa- fatsdóttir frá Syðri-Hofdölum, f. 17.8. 1886, d. 1922, og Einar Guð- mundsson, bóndi í Ási, Hegranesi, f. 3.3. 1894, d. 26.7. 1975. Guðjón var næstelstur 6 systkina. Elstur var Guðmund- ur Jóhann, f. 19.8. 1916, d. 21.10. 1993, þá Svavar Einar, f. 29.7.1920, búsettur á Sauðár- króki, Valgarð, f. 10.3. 1927, búsettur á Sauðárkróki, Jó- hanna Kristbjörg, f. 7.9. 1929, búsett á Vopnafirði. Aðalgeir Þórhallur, f. 7.6. 1933, d. 11.3. 1944. Minningin um hugljúfan frænda og traustan vin er okkur efst í huga þegar við kveðjum Guðjón föður- bróður okkar, sem við ávallt kölluð- um Guja. Guðjón var okkur samtíða frá því við munum eftir okkur, þar sem hann var fyrst á heimili foreldra okkar og síðan í næsta nágrenni. Þar af leiðandi varð hann okkar nánasti frændi. Hann var þátttak- andi í öllum fjölskylduhátíðum með okkur og bar hag okkar systkinanna og barnanna okkar fyrir brjósti. Hann var alltaf brosmildur og þolinmóður við okkur krakkana þeg- ar við heimsóttum hann fyrir margt löngu niður á Bárustíg og oftar en ekki lumaði hann þá á góðgæti af einhvetju tagi. I æsku okkar voru jólaboðin hjá Guja mikið tilhlökkunarefni og ógleymanleg upplifun. Þá var ekk- ert til sparað. Kaffiborð hlaðið kræs- ingum og skálar fylltar af konfekti, eplum, ís og ávöxtum. Á eftir var svo tekið í spil. Það sama var að segja um j'óla- pakkana til okkar, það var alltaf eins og hann vissi hvað okkur kæmi best og hvað okkur langaði mest í, hvort sem um var að ræða föt, bíla eða dúkkur. Það verður seint sagt að lífið hafí leikið við Guja frænda. Skerfur hans af mótlæti og erfiðleikum var meiri en margra annarra. Þriggja ára gamall missti hann móður sína. Fljótlega eftir að hann hóf búskap með Steinunni Siguijónsdóttur gerði alvarlegur heilsubrestur hennar vart við sig. Þá kom sér vel hversu dug- legur hann var til allra heimilis- starfa, hvort sem um var að ræða matargerð, bakstur eða annað. Og erfiðleikarnir héldu áfram því einkabarn þeirra Steinunnar, Sigur- jón, átti við vanheilsu að stríða alla ævi. Hann var sólargeislinn í lífi þeirra, en Steinunnar naut þó ekki lengi við og kom það því í hlut Guja að sinna foreldrahlutverkinu einn við mjög erfiðar aðstæður en af mikilli og aðdáunarverðri alúð. Áttu þeir feðgar margar ánægju- stundir saman og var eftir því tekið hversu vel hann hugsaði um son sinn. Eftir fráfall Siguijóns 1985 fór smátt og smátt að gæta heilsuleysis hjá Guja. Það breytti miklu í lífi hans þegar sjón hans hrakaði svo mjög að hann gat ekki lengur sinnt ýmsum áhugamálum sínum. Það hafði t.a.m. veitt honum margar ánægjustundir að fara í bíltúra og skoða náttúruna eða skreppa í hest- húsin, því hestamennska var eitt af helstu áhugamálum hans. Daprari sjónin kom einnig í veg fyrir að hann gæti sinnt bóklestri, sem hann hafði mikla ánægju af. Guðjón var hamhleypa til allra verka og með afbrigðum viljugur Hinn 13.12. 1958 kvæntist Guðjón Steinunni Örnu Sigurjónsdóttur, f. 5.1. 1929 á Rúts- stöðum í Austur- Húnavatnssýslu, d. 12.12. 1973. For. Siguijón Oddsson og Guðrún Jóhann- esdóttir. Guðjón og Steinunn eignuðust einn son, Sigpnjón, f. 4.12. 1959, d. 25.7. 1985. Þau byggðu sér hús á Bárustíg 13, Sauðárkróki, sem var heimili Guðjóns alla tíð. Guðjón starf- aði lengst af við byggingar og múrverk hjá Byggingarfélag- inu Hlyn hf. og síðustu starfsár- in hjá Loðskinni hf. á Sauðár- króki. Útför Guðjóns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11 ár- degis. Jarðsett verður að Ríp í Hegranesi. og ósérhlífinn. Mörgum mun hann hafa rétt hjálparhönd við húsbygg- ingar og annað, að Ioknum ströng- um vinnudegi, og munu vinnulaunin oft hafa verið létt í vasa. Hjálpsemi við ættingja og vini var honum svo í blóð borin að hann hafði sjaldnast orð á því. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem Guji varð að takast á við um ævina var hann ævinlega glaður og já- kvæður og þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert. Blessuð sé minning þín, elsku Guji frændi okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Helena, Marta, Magnús, Sigríður og fjölskyldur. Þrautastríði Guðjóns Einarssonar hér á jörð er lokið. Lengstu stríðin háði hann í veikindum konu sinnar og bams. Hún Steinunn móðursyst- ir mín átti einstaklega nærgætinn mann. Hann lét ekki bugast í erfið- leikunum og minnti á klett sem stað- fastur stendur í brimi og brotsjó. Á efri árum, þegar Guðjón var orðinn einn, dapraðist sjón hans og heilsu fór hnignandi. Tilhugsunin um að verða alfarið upp á aðra kominn féll honum afar illa. Þegar ég hugsa til Guðjóns í stríði hans, í þetta skipti við eigin heilsu, koma mér í hug orð Hallgríms Péturssonar úr fjórða Passíusálmi: Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Þá langar mig, á þessari kveðju- stund, að minnast vinar míns með því að lýsa fáeinum myndum úr safni minninganna. Ég sé hann fyrir mér: Að aflok- inni heimsókn á Syðri-Grund var komið að kveðjustund. Guðjón geng- ur að fötluðum drengnum og segir: „Jæja, vinur, nú skulum við fara heim,“ lyftir honum varlega upp og ber hann út í bílinn. Drengurinn brosir og hreinlega vefur háls föður síns örmum. Fjölskyldan ekur á brott. Ég stend á stéttinni heima og fylgi þeim úr hlaði með augun- um. Og fyllist lotningu. Hvílík alúð. Ég sé hann fyrir mér: Eljumann á leið til vinnu sinnar. Hvort sem hann er í vinnu hjá öðrum eða sjálf- um sér er hann ósérhlífinn og vinnu- samur. Ef til vill var hann of ósér- hlífinn þegar erfiðisvinna var annars vegar. A.m.k. fór líkaminn að segja til sín og axlirnar að gefa sig. En Guðjón var ekki mikið fyrir að kvarta. Hann lét helst hveijum degi nægja sína þjáningu. Og verkin tala. Ég sé hann fyrir mér: í þetta skipti er hann kominn upp á sjúkra- hús Skagfirðinga - rétt eina ferð- ina. Þegar kona hans eða barn dvöldu þar dugðu Guðjóni ekki minna en tvær ferðir á dag. Árin sem geyma fótatak Guðjóns á göngum sjúkrastofnana eru orðin mörg. Umhyggjusemi Guðjóns var við brugðið. Nefna má orð mætrar konu á Sauðárkróki sem hreifst af umhyggju Guðjóns við konu og barn: „Ef einhver á skilið að fá orðu þá er það hann Guðjón." Guðjón Einarsson var hetja. Hetja góðvildar, hlýju, hugprýði, skyldu- rækni og umhyggjusemi er nú kvödd, að sinni. Eg og fjölskylda mín þökkum góð fordæmi og góð kynni. Sveinn Helgi Guðmundsson, Höfn, Hornafirði. Mig langar að minnast frænda míns, Guðjóns Einarssonar frá Ási. Er ég rifja upp uppvaxtarár mín í Ási, en þar bjuggu foreldrar mínir, skipar Guðjón þar stóran sess. Ékki man ég heyskap öðruvísi en Guji væri mættur allar þær stundir sem hann gat. Ég minnist þess er við mokuðum í blásarann og kepptumst svo við að jafna til í hlöðunni áður en næsti heyvagn kæmi, allt var drifið áfram með krafti og dugnaði. Já, ræturnar voru sterkar til síns gamla heimilis. Það var sama hvað stóð fyrir dyrum í Ási, ávallt mátti treysta á hjálp- semi Guðjóns. Guðjón fór þó ekki varhluta af erfiðleikum lífsins, fljótlega eftir að hann kynntist eiginkonu sinni, Steinunni Siguijónsdóttur, kom í ljós langvarandi sjúkdómur sem vissulega setti strik í framtíðará- form þeirra. Þau eignuðust soninn Siguijón 4.12. 1959. Á hans fyrstu æviárum varð ljóst að hann átti við verulega fötlun að stríða. Ég man hve þessi einlægi frændi okkar reyndi eftir sinni bestu getu að fylgja okkur systkinunum í leik og starfi er hann kom í heimsókn að Ási og lét engan ósnortinn er hann læddi smellnum athugasemd- um inn í hina hversdagslegu um- ræðu. Guðjón studdi og annaðist þessa ástvini sína af öllum sínum mætti. Ég minnist helganna er þeir feðg- ar komu við í Ási á sunnudagsrúnt- inum en Siguijón hafði sérstaklega gaman af að keyra um og fylgjast með því sem var í gangi hér og þar. Guðjón var mikið náttúrubarn og sannaðist það best í þeim óslökkvandi áhuga sem hann hafði á hestum. Þó að heiisa hans síðustu árin leyfði ekki að hann færi á hest- bak, þurfti hann að fylgjast með. Þegar hestamót var, sem hann treysti sér ekki að sækja, dugði það honum að fá í hendurnar mótskrá þar sem einkunnir og stig höfðu verið færð inn og ekki skemmdi ef hann fékk lýsingu á þeim hestum sem í úrslit komust. Er Guðjón og Steinunn voru að flytja til Sauðárkróks festu þau kaup á upphlaðinni hæð með steyptri plötu á Bárustíg 13. Byggðu þau síðan rishæð ofan á sem bróðir Guðjóns, Guðmundur, keypti. Innréttuðu þeir bræður íbúð sína, hvor á sinni hæðinni, og bjuggu þar saman í sátt og sam- lyndi um 30 ára skeið. Eftir að Guðmundur dó fyrir rétt fjórum árum, keypti bróðir þeirra, Valgarð- ur, áður bóndi í Ási, íbúð Guðmund- ar. Eftir það lá leið mín oftar á Bárustíginn og hitti ég þá Guðjón oftar. Svo vel fylgdist hann með frændfólki sínu í gegnum föður minn að þegar ég hugðist segja fréttir af fjölskyldunni vissi hann allt um það. Kæri frændi, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Erla Valgarðsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.