Morgunblaðið - 30.08.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 41
+ Hrefna Þor-
steinsdóttir var
fædd í Mjóafirði 19.
febrúar 1904. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði hinn
26. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Anna Pétursdóttir
og Þorsteinn ívars-
son. Önnur börn
þeirra hjóna voru
Svejnlaug, Kristinn
og ívar Pétur. Fyr-
ir átti Þorsteinn
dótturina Stein-
unni. Þorsteinn og Anna fluttu
frá Mjóafirði 1907 ásamt börn-
um sínum, fyrst til Reylqavíkur
og síðan í Garðinn en þaðan
var Þorsteinn ættaður. Hrefna
missti föður sinn af slysförum
ung að árum og bjó um tima á
heimili skólastjórahjónanna í
Gerðum, þeirra Einars Magnús-
sonar og Matthildar Finnsdótt-
ur.
Hrefna giftist 11. júlí 1925
Gísla Árna Eggertssyni, skip-
stjóra, f. 17. apríl 1904, d.
l.janúar 1965. Þau hófu bú-
skap í foreldrahúsum Gísla í
Kothúsum en bjuggu Iengst af
á Krókvelli í Garði og voru
Elsku amma. Nú hefur þú öðlast
frið eftir langa lífsgöngu. Alla þína
tíð varst þú hraust og sterk kona
sem gafst aldrei upp, enda sýndir
þú það þessa síðustu daga hvað
þrautseigjan var mikil.
Minningamar hrannast upp og
er ég mjög þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem ég átti með þér.
Þú varst alltaf hress og kát og
í fjölda ára leið ekki sú helgi að
þú kæmir ekki í heimsókn. Og þá
var nú margt gert, sungið, spjallað
og spilað. Allur sá áhugi sem þú
sýndir á því sem ég gerði var ómet-
anlegur. Ein ferð er mér þó alltaf
minnisstæðust frá bemskuárunum
er þú vel yfir áttrætt fórst með
mér á sleða og við renndum okkur
aftur og aftur niður brekkurnar.
Þú varst alltaf vinnandi á meðan
þú gast, prjónaðir heil ósköp, hafð-
ir mikið yndi af matargerð og eng-
in heimsókn til þín var án þess að
pönnukökur væru á boðstólum.
Á jólunum varst þú líka alveg
ómissandi og fannst mér engin jól
vera nema að þú nytir þeirra með
okkur.
Elsku amma mín, þú varst vel
gefin dugnaðarkona, með lífsgleð-
ina að leiðarljósi og gerðir alltaf
gott úr öllu.
kennd við þann bæ.
Eftir að Gísli féll
frá fluttist Hrefna
til Reykjavíkur og
bjó í Ljósheimum
18 þar til hún flutt-
ist að Hrafnistu
fyrir tæpum tveim-
ur árum.
Hrefna og Gísli
eignuðust 4 börn,
þijá syni, Eggert f.
12. maí 1927, Þor-
stein f. l. desember
1928 og Árna f. 25.
febrúar 1942, d. 14.
júní 1997 og dóttur-
ina Unni sem dó í bernsku.
Eggert er kvæntur Regínu Ól-
afsdóttur f. 23. apríl 1929.
Þeirra börn eru: Soffía Mar-
grét, Gísli Arni, Hrefna Unnur
og Ólafur. Þorsteinn er kvænt-
ur Vilborgu Vilmundardóttur
f. 29. júlí 1931. Þeirra börn
eru: Vilmundur, Gísli, Hrefna
Björg og Þorbjörg Stefanía.
Arni var kvæntur Freyju Har-
aldsdóttur f. 17. janúar 1942.
Þeirra börn eru: Haraldur og
Unnur Ella. Langömmubörn
Hrefnu eru 20.
Utför Hrefnu verður gerð
frá Utskálakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.00.
Hjartans þakkir fyrir allt sem þú
gafst mér og fjölskyldu minni.
Minninguna um þig mun ég varð-
veita um ókomin ár. Hvíl þú í friði.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð.
Þú vaktir yfír velferð bama þinna.
Þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
M æsku varstu gædd þeim góða anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa
og eykur þeirra afl og trú.
En það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum - eins og þú.
(Davíð Stefánsson.)
Þín
Unnur Ella Árnadóttir.
Elsku amma.
Orð á blaði fá seint lýst tilfinning-
um okkar til þín. Við erum enn að
reyna að læra af þér, og markmið-
ið er að verða jafn skemmtileg og
þú, sterk og jákvæð í garð tilver-
unnar. Við þökkum þér fyrir allar
góðu sögurnar og brandarana. Líka
fyrir það hvernig þú dróst fram það
góða i öllum hlutum. Og fyrir að
sýna að hugarfarið er það sem
skiptir máli, eins og þú sagðir sjálf.
Nú ertu laus úr viðjum gamals lík-
ama og getur gert allt sem hugur-
inn girnist. Við höldum áfram með
góðar minningar í farteskinu, þar
til við hittumst á ný.
Hrefna og Guðmundur.
Margs er að minnast þegar við
bamabörnin lítum yfir lífshlaup
ömmu Hrefnu. Um margt er það
eins og í ævintýri. Við munum þeg-
ar hún tók á móti okkur á Krók-
velli, gaf okkur kakó og settist svo
með okkur inn í stofu og sagði okk-
ur sögur. Þama sat hún með pijón-
ana sína, bamabömin í hring á gólf-
inu og kötturinn Fúsi kúrði í fanginu
á einhveiju barnanna. „Segðu okkur
sögu frá því þú varst lítil. Segðu
okkur sögu frá því þegar kýrin piss-
aði á hausinn á karlinum." Og hún
var hafsjór af sögum og ljóðum um
gleði og sorgir úr daglega lífínu.
Enginn var vondur, allir vom góðir
og við áttum að vera góð við menn
og dýr og ekki segja ósatt. Þetta
síðasta var stundum dálítið erfítt því
oft vom sögumar hennar ömmu
færðar í búning ævintýranna en það
vom jú bara sögur.
Þegar við urðum eldri breyttust
samskiptin. Sögurnar urðu að sam-
ræðum um daginn og veginn.
Stundum um pólitík. Amma var
jafnaðarmanneskja og sá ekki lífs-
gæði í gróðafíkn og hóglífi og því
að troða á náunganum. Fólk fyndi
frekar hamingjuna í nægjusemi og
vinnu og því að rækta sinn garð.
Með dugnaði og vinnusemi kom
maður undir sig fótunum og var
engum háður. Það vom eflaust áhrif
frá erfiðri æsku að amma lagði
mikla áherslu á að maður ætti ekki
að vera upp á aðra kominn og sýna
þeim sem minna mega sín hjálp-
semi. Amma hafði frábæran húm-
or, stundum svolítið svartan en aldr-
ei meiðandi. Hláturinn var kitlandi
og einlægur og oft fylgt eftir með
,ja, þú segir nokkuð" og hendi sleg-
ið á lær. Annað sem amma lagði
mikla áherslu á við okkur krakkana
var að við ástunduðum heilsusam-
legt lífemi. Sjálf fór hún oft i langa
göngutúra, helst á hveijum degi,
fór jafnvel í leikfími. Hollur matur,
fískur, grænmeti og lýsi var undir-
staða góðrar heilsu. Segja má að
þetta hafi sannast á henni sjálfri
því henni varð vart misdægurt um
ævina, sá um sig sjálf og hélt and-
legu og líkamlegu þreki fram undir
nírætt. Lestur góðra bóka var líka
hollur fyrir andlegu hliðina og ég
minnist þess að þá heyrði ég ömmu
kvarta í fyrsta sinn þegar hún var
orðin það sjóndöpur að hún átti
orðið erfítt með að lesa. En umfram
allt var hún móðir sona sinna, full
af metnaði fyrir þeirra hönd og stolt
yfír velgengni þeirra í lífínu. Þá
sjaldan hún skipti skapi var það
oftast til að láta strákana, eins og
hún kallaði syni sína, vita að enn
gæti hún sett ofan í við þá. Amma
var gustmikill dugnaðarforku sem
HREFNA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Magnús Ingi
Gíslason fæddist
í Reykjavík 7. apríl
1934. Hann lést á
Stokkseyri 12. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Gísli Magnússon og
Millý Eiriksdóttir.
Magnús Ingi kvænt-
ist Aðalheiði Karls-
dóttur hinn 28. des-
ember 1958. Þau
eignuðust eina dótt-
ur, Ernu. Hún er gift
Steindóri Kára
Reynissyni og eiga
þau tvær dætur, Aðalheiði
Millý og Elínu Gíslínu.
Lengst af starfaði Magnús
Ingi sem varðstjóri á Litla-
Hrauni.
Útför Magnúsar Inga fór
fram frá Stokkseyrarkirkju
23. ágúst.
Elsku afi. Aðfara-
nótt 12. ágúst var
eflaust sú allra erfið-
asta og lengsta nótt
sem við systurnar
höfum upplifað, og
okkur þótti sárt að
heyra að þú værir
dáinn. Allar minning-
arnar sem komu upp
í huga okkar voru
óteljandi um allar
góðu stundirnar sem
við áttum með þér.
Það hvarflaði ekki
að okkur að þetta
yrði í síðasta skiptið
sem við mundum hitta þig þegar
við fórum í heyskap til þín og ömmu
á Stokkseyri einn fallegan sunnu-
dag í góðu veðri. Þú varst svo hress
og kátur. Þú varst mikill og góður
hestamaður og þótti mikið vænt um
hestana ykkar ömmu. Ekki vorum
við systurnar nú háar í loftinu þeg-
ar við fórum að reyna að príla á
bak hestunum og þú hjálpaðir okk-
ur. Og svo fórstu nú með okkur í
ófáa útreiðartúra og svo oftar en
einu sinni að veiða og var það nú
heldur betur gaman og eins þegar
við fórum í sumarbústað með ykkur
ömmu, mömmu og pabba upp í
Munaðarnes.
Þú varst ótrúlega flinkur að
mála og voru þau ófá listaverkin
sem þú málaðir af mikilli snilld.
Allar þessar minningar og margar
fleiri koma upp í huga okkar systr-
anna á hveijum degi og þær eiga
aldrei eftir að gleymast. Það er
erfítt að skrifa niður þessi orð því
að það er ekki hægt að lýsa því
hvað við söknum þín sárt. Elsku
afi. Við þökkum fyrir að hafa feng-
ið að njóta allra þessara skemmti-
legu stunda með þér og biðjum
góðan Guð að styrkja ömmu í þess-
ari miklu sorg.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við þig og þökkum þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og fyrir alla þá hlýju sem
þú hefur gefíð okkur og minning
þín mun lifa í hjörtum okkar um
alla tíð.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Millý og Elín.
MAGNUSINGI
GÍSLASON
aldrei féll verk úr hendi. Við sjáum
hana fyrir okkur í hveitiskýi í eld-
húsinu í Ljósheimunum að baka
flatkökur handa allri fjölskyldunni.
Þegar því er lokið tekur hún til í
eldhúsinu, stelst til að fá sér hálfa
sígarettu og kaffibolla. Svo sest hún
við pijónana og heldur áfram að
pijóna jólagjafir á barnabörnin,
sokka, vettlinga, peysur, trefla og
lambhúshettur. Þegar tendadæt-
urnar tóku slátur var hún ómiss-
andi, bæði í vinnuna og til að halda
uppi fjörinu. Hún var karakter og
stórkostleg manneskja.
Eftir að amma fluttist til
Reykjavíkur vann hún í mörg ár
fulla vinnu í Dósagerðinni og lóð-
aði lok á dósir. Seinna vann hún í
fatagerð við að festa hnappa og
tölur á vinnufatnað. Sagan segir
að þegar hún hætti hafi þurft að
kaupa rándýra vél til að vinna
störfin hennar.
Amma gerði ekki víðreist um
heiminn framan af ævinni. En á
efri árum fór hún víða. í fyrsta sinn
sem hún ferðaðist til útlanda heim-
sótti hún Árna son sinn til Mexíkó.
Sú ferðasaga var oft rifjuð upp og
mikið hlegið að vandræðum þeirrar
gömlu á Kennedyflugvelli þegar
hún alein þurfti að skipta um flug
og hafði við lítið annað að styðjast
en merkispjald sem hengt hafði
verið um hálsinn á henni. Seinna
fór hún til Danmerkur, Kanaríeyja
og Vínarborgar. í Vínarborg fór
hún í Vínaróperuna og þótti það
mikil upplifun. Amma hafði yndi
af tónlist, spilaði á orgel og söng í
kór Útskálakirkju alla sína tíð í
Garðinum. Henni þótti alltaf mjög
vænt um kirkjuna sína, eins og hún
kallaði Útskálakirkju.
Amma eignaðist margar vinkon-
ur um ævina og rækti sambandið
við þær. Hún sótti ekki félagsstarf
eða samkomur fyrir aldraða, til
þess var hún of ung í anda og sótti
sinn félagsskap í vinkonumar og
fjölskylduna. Hún talaði stundum
um „þessi gamalmenni“ sem reynd-
ar vom oftar en ekki mun yngri
en hún sjálf. Við hátíðleg tækifæri
klæddist hún íslenskum búningi og
var þá allra kvenna glæsilegust.
Hún amma mín kvaddi þennan heim
sátt við guð og menn. Hún lifði
næstum heila öld, kærleiksrík ætt-
móðir sem ávann sér virðingu sam-
ferðamanna sinna alla tíð. Lífsvið-
horf hennar eru okkur til eftir-
breytni. Við kveðjum hana með
þökk og virðingu.
Starfsfólki á Hrafnistu eru færð-
ar alúðarþakkir fyrir góða umönnun
Hrefnu. Eins eru öllum þeim sem
heimsóttu hana og glöddu síðustu
æviárin færðar kærar þakkir.
Gísli Árni Eggertsson.
Hún Hrefna Þorsteinsdóttir er
dáin. Það ætti ekki að koma á óvart
þegar litið er til þess hve fullorðin
hún var. Þetta er leiðin okkar allra
er sagt og sem betur fer vitum við
ekki hvenær við fömm.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Hrefnu allnáið um sext-
án ára skeið. Við bjuggum í sömu
blokk og þar sem hún var mágkona
ömmu minnar tókst með okkur
mjög góð vinátta þrátt fyrir aldurs-
mun. Hrefna var ákaflega hress og
skemmtileg kona. Það var gaman
að fá hana í heimsókn enda ætíð
velkomin. Hún hafði iðulega frá
mörgu að segja. Sögurnar frá göml-
um tíma í Garðinum vom heillandi
og fengu mann til að ferðast aftur
í tíma og upplifa þetta allt saman.
Hún var börnum mínum sem besta
amma og fylgdist með þeim af ein-
lægum áhuga. Fyrir þetta vil ég
þakka Hrefnu af alhug.
Einnig vil ég þakka hennar góðu
kynni og vináttu. Ég tel mig betri
manneskju eftir að hafa kynnst
henni. Ég vona innilega að hún
Hrefna mín hafi það gott þar sem
hún er núna. Fjölskyldu hennar
sendi ég mínar bestu samúðarkveðj-
ur.
Guðrún Bjarnadóttir.
Hrefna frænka mín hefur nú
kvatt þennan heim. Hún var hvíld-
inni fegin, komin á tíræðisaldur, og.
í raun hægt að samgleðjast henni
fyrir að fá að fara. Við konurnar í
íjölskyldunni höfum haft hana að
fyrirmynd og oft hugsað og orðað
okkar á milli að við vildum vera
eins og hún Hrefna frænka okkar;
jákvæðar, sterkar og lífsglaðar.
Þetta voru þeir eiginleikar sem ein-
kenndu hana og gerðu samvistir
við hana svo ánægjulegar.
Þegar ég man fyrst eftir henni
bjó hún á Krókvöllum í Garði. Móð-
ir mín var ráðskona í Sandgerði hjá
Eggerti syni hennar og eldaði fyrir
skipshöfnina á Víði II. Ég fékk að
fara í heimsókn til Hrefnu frænku
til lengri eða skemmri dvalar. Höfn-
in í Sandgerði hefur sjálfsagt ekki
þótt heppilegt leiksvæði fyrir litla
telpu. Seinna þegar hún varð ekkja
flutti hún til Reykjavíkur og bjó þar
alla tíð síðan, nema síðasta ár í
Ljósheimum. Ég bjó í næsta húsi
og fór fljótlega eins og fyrrum að
sækja til hennar. Við urðum góðar
vinkonur. Þessi vinátta okkar hefur
verið mér mikils virði og fyrir hana
vil ég þakka með þessu fátæklegu *
línum. Tilfínningum er oft erfítt að
koma í orð. ,
Ég sendi ástvinum Hrefnu sam-
úðarkveðjur. Minningin um merka
konu mun lifa með okkur.
Maria Jóna Gunnarsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar,
ELÍ GUNNARSSON
málari,
andaðist á dvalarheimilinu Felli í Reykjavík
miðvikudaginn 27. ágúst.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hilmir Elíson,
Stefán Þór Elíson,
Már Elíson,
Kári Elíson,
Alma Elídóttir.
+
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Halldór Einarsson,
Ólafía Einarsdóttir, Ingólfur Kristjánsson,
María Huld Ingólfsdóttir,
Einar Þór Ingólfsson,
Ingólfur Örn Ingólfsson,
Bjarni Már Ingólfsson.