Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 48

Morgunblaðið - 30.08.1997, Page 48
48 I.AUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-13 frá mánudegi til föstudags Tökum sem fyrst upp úr skólagörðunum MÓÐIR hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri ábendingu á framfæri til umsjónar- manna skólagarðanna og foreldra barna sem eru með reit I skólagörðunum, um að láta börnin hreinsa grænmetið sitt úr skóla- görðunum sem fyrst og hjálpa þeim til þess. Hún segist vita þess dæmi að utanaðkomandi fólk hafi tekið upp úr skólagörðun- um það sem börnin hafi ekki verið búin að taka upp. Hún segir að þetta sé mjög svekkjandi fyrir börnin og hvetur börnin og foreldra þeirra að taka strax upp úr görðunum. Kæri Hlöðver ÖLDUNGAR hafa oft mikið vit og lífsreynslu. Fákunnugleiki minn er þú talar um stafar af því að ég hef verið búsettur er- lendis og kannski ekki fylgst með sem skyldi vegna aðstæðna en þess betur hef ég fylgst með eftir að ég kom heim. Ég er ekki að grúska í fortíð- inni, ég lifi í núinu og framtíðinni! og það ættir þú að gera líka! þá losnar maður við marga kvilla. Mér þykir mjög góð hug- mynd að stofna þessi sam- tök innan flokksins og gera þau að sterku afli svo réttlát niðurstaða fáist. Sjáifstæðismaður hefur jú leyfi til þess að skipta um skoðun eins og hver annar og er það af hinu góða (með fáum undantekning- um) og veit ég að þú ert velkominn í hópinn. Getur verið að það slái rauðum bjarma yfir greinar þínar? Sá grunur læðist að mér að þú hafir lesið greinarn- ar mínar sem birtust í jan- úar og febrúar um verk þingmanna, því að þann 8. mars kemur þú með þína tillögu um sama mál- efni. Og vil ég enn þakka Páli Gíslasyni og Guð- mundi Hallvarðssyni og öllu því góða fólki sem hefur lagt þessu málefni lið. Vertu réttsýnn og hress. - Bless! Skúli Einarsson, Tunguseli 4, Rvík. Myndir Sigmunds KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma þeirri skoðun sinni á framfæri að nú væri kominn tími til að Morg- unblaðið hætti að birta teikningar eftir Sigmund. Henni finnst myndirnar bæði klúrar og dónalegar og að þær geti sært fólk. Stytta Ingólfs á Arnarhóli GUÐMUNDUR hafði sam- band við Velvakanda og sagðist hann hafa verið að hlusta á þátt Ævars Kjart- anssonar í útvarpinu 26. ágúst og þar kom fram að Norðmenn séu mjög reiðir yfir því að styttan af Ing- ólfi Árnarsyni á Amarhóli snúi baki í Noreg. Guð- mundur telur að þá snúi styttan rétt. Ingólfur Arn- arson sneri baki við Noregi þegar hann fór þaðan og kom til íslands og fer því best á því að hann snúi þannig. Þakkir fyrir góða þjónustu INGVAR hafði samband við Velvakanda og vildi hann koma á framfæri þakklæti til Trygginga- miðstöðvarinnar fyrir frá- bæra þjónustu. Hann var að gifta sig 9. ágúst og var búinn að sanka að sér miklu kjöti í frystikistuna fyrir brúðkaupsveisluna en tveimur dögum fyrir brúð- kaup bilar frystikistan og innihaldið eyðilagðist. Haft var samband við Lúðvík í tjónadeild og sendi hann mann á vettvang til að meta tjónið og daginn eftir var búið að leggja andvirði innihalds kistunnar inn á reikning og brúðkaupinu var bjargað. Stelpumar á stöðinni VIÐ sem höfum unnið á Landsímanum á Akureyri höfum áhuga á að hittast. Þær sem hefðu áhuga á að vera með hafi samband fyrir 1. september við Lillu Elíasar I síma 461-2199, Lillu Lúthers í síma 462-6340 eða 463-0862, Önnu Möggu í síma 461-1040 og Þogerði Jör- unds í síma 568-1391. Dýrahald Páfagaukur fannst BLÁR páfagaukur fannst í Hjálmholti að kvöldi 26. ágúst. Uppl. í síma 553-3013. Persnesk læða týnd PERSNESK læða hvarf frá Hraunbæ 54 sunnu- daginn 17. ágúst. Hún er svört, gul og rauð, með tvískipt nef gult og svart. Hún svarar nafninu Bettý. Ef einhver hefur orðið var við kisu er hann beðinn um að hafa samband í síma 567-1786. SKAK Umsjón Margrir Pctursson BRÉFSKAKMAÐURINN sókndjarfí Kári Elíson hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu gegn Danan- um Jesper Nielsen á Norb- alt Cup bréfskákmótinu í ár. Kári var búinn að leggja mjög mikið á stöðuna þegar hér var komið sögu I skák- inni, en Daninn varðist af stakri snilld. Svartur er liði yfir og hótar að vinna hvítu drottninguna. En Kári er ekki búinn að syngja sitt síðasta: 30. Hxe5+!I - Dxe5 (Ekki 30. - Kxe5 31. He3+ - Kf4 32. Bxd6+ og hvítur vinnur) 31. Hg6+ - Df6 32. Hxf6+ - gxf6 33. Db5 - Hd7 34. De2+ - Kf7 35. Dh5+ og samið jafn- tefli þar sem svartur treysti sér ekki út úr þráskákinni. Ótrúleg björgun þetta. Undanrásir Islands- mótsins í atskák, Lands- banka-VISA mótið: Keppnin i Reykjavík hefst í dag kl. 13, í Skákmið- stöðinni, Faxafeni 12. HVÍTUR leikur og heldur jafntefli. COSPER ... og svo gleypti vondi úlfurinn Rauðhettu í einum munnbita ... Víkveiji skrifar... Guðspjall dagsins: Tíu líkþráir. (Lúk. 17) ÁSKIRKIA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er bent á sam- eiginlega fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta , kl. 11. Ræðumaður Sigurður Grétar Sigurðsson, stud.theol. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11. Alt- arisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Magnús Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestursr. HalldórS. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Guðjón Halldór Óskars- son. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Tón- leikar kl. 20.30. Marteinn H. Frið- riksson, dómorganisti, Reykjavík. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJAiMessa kl. 11. ^Organisti Pavel Manasek. Prestur sr. Gylfi Jónsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Bent er á sameig- inlega fjölskylduguðsþjónustu kl. 11 í Laugarneskirkju. Kvöldbænir kl. 20.30. Umsjón Svala Sigríður Thomsen, djákni. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11 með þátttöku barna af ævintýranámskeiðum í ágúst á vegum Ás-, Langholts- og Laugarnessókna í umsjá KFUM og K. Barnakór ævintýranámskeið- anna syngur barnasöngva. Félagar úr Kór Laugarneskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Ástríður Har- aldsdóttir. Jón Dalbú Hróbjartsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Opið hús fyrir aldraða kl. 14. Einar Sturluson söngvari syngur. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna ferðalags safn- aðarins í Borgarfjörð. Guðsþjón- usta verður í Bæjarkirkju, Bæjar- sveit. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðs- þjónusta er í kirkjunni vegna þátt- töku kórs og organista í Skálholts- námskeiði. Fólki er bent á helgihald og þjónustu í öðrum kirkjum í próf- astsdæminu. DIGRANESKIRKJA: Kirkjan verður lokuð í ágústmánuði vegna sumar- leyfa starfsfólks. Fólki er bent á helgihald í öðrum kirkjum í Kópa- vogi. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgi- stund kl. 20.30 í umsjá Guðlaugar Ragnarsdóttur. Organisti Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Unglingakór Grafarvogs- kirkju syngur. Stjórnandi Áslaug Bergsteinsdóttir. Organisti Hrönn Helgadóttir. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Organisti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Prest- arnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur. Halldór Björnsson syngur einsöng. í guðsþjónustunni leika á flautu og fiðlu ungar þýskar stúlk- ur, Linda Hjördís Rabe og Christ- iana Anders. Organisti Örn Fálkn- *er. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks falla sunnudagsguðs- þjónustur niður í ágústmánuði. Bænastundir eru í kirkjunni alla miðvikudaga kl. 18. Sóknarprestur. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Mess- ur sunnudaga kl. 10.30, 14 og 20 .(á ensku). Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. HVITASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Almenn samkoma kl. 20. Ræðu- maður G. Theodór Birgisson. Allir hjartanlega velkomnir. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam- koma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu: Skólavörðustíg 46. Sakramentissamkoma sunnudag kl. 11. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumað- ur Ásmundur Magnússon. Fyrir- bænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 16. Útisamkoma á Lækjartorgi ef veður leyfir. Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 fagnaðarsamkoma fyrir Karinu og Erik Petersen, nýju aðstoðarforingja Gistiheimilisins. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta verður kl. 11. Félagar úr kór Vídal- ínskirkju leiða almennan safnaðar- söng. Organisti er Bjarni Þór Jóna- tansson. Sr. Önundur Björnsson, héraðsprestur, þjónar við guðs- þjónustuna. Sr. Hans Markús Haf- steinsson sóknarprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Álftanesskóli settur. Kór kirkjunnar syngur, undir stjórn John Speight. Organisti Þorvaldur Björnsson. Ávarp Erla Guðjóns- dóttir, skólastjóri. Prestarnir. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Stóru-Vogaskóli settur. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn organistans Franks Herlufs- en. Ávarp Snæbjörn Reynisson, skólastjóri. Prestarnir. H AFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Börn er tóku þátt í sumarbúðum kirkjunnar í ágústmánuði og vordögum í maí eru sérstaklega velkomin ásamt fjölskyldu. Bára Friðriksdóttir að- stoðar. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Molakaffi og safi í safnaðarheimil- inu eftir stundina þar sem hægt verður að skoða öll hin nýju salar- kynni. Sr. Þórhallur Heimisson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta í kirkjunni kl. 11. Kór kirkjunn- ar syngur og leiðir safnaðarsöng. Organisti Siguróli Geirsson. Helgi- stund í Víðihlíð kl. 12.30. Síðsum- artónleikar kl. 20.30. Hjónin Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona og Kjartan Ólafsson halda söngtón- leika við undirleik Guðlaugar Hest- nes. Efnisskráin verður í léttum dúr. íslensk og erlend sönglög og dúettar. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Al- menn guðsþjónusta kl. 11. Altaris- ganga, messukaffi. HALLGRÍMSKIRKJA í Saurbæ: Messa kl. 11. Sóknarprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson, sóknar- prestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Almenn safn- aðarguðsþjónusta á dvalarheimil- inu Höfða kl. 12.45. Björn Jónsson. REYKHOLTSPRESTAKALL: Mess- að í Reykholti sunnudag kl. 11. VÍKVERJI hefur í sumar staðið í smávægilegum framkvæmd- um í garði sínum sem reglulega hafa kallað á þjónustu sendiferða- bíla og jafnvel vörubíla. Ökumenn þessara tækja hafa nær undantekn- ingarlaust verið hjálpsamir og greið- viknir þegar Víkverji og nágrannar hans þurftu aðstoð við að flytja tæki og efni fram og tilbaka. Eitt er það þó, sem skyggt hefur á sam- skipti við þessa stétt. Það hefur ekki brugðist að í hvert einasta skipti, sem átt hefur að ganga frá greiðslum fyrir þjónustuna hafa að lokinni vandræðalegri þögn farið að koma spurningar um hvort Víkverji „vilji nótu“, „hvort þetta eigi að vera með reikningi“ eða eitthvað álíka. Er Víkverji hefur ekki þóst skilja hvað um væri að vera og sagt að líklega væri nú best að fá reikning fyrir heimilisbókhaldið er yfirleitt reynt að koma honum í skilning um hversu miklu hagstæðara það sé nú að hafa viðskiptin reikningslaus. „Já, annars neyðist ég nú til að bæta vaskinum við og þá verður þetta miklu hærri upphæð," er al- gengt viðkvæði eða því lýst yfir að það verð sem sett hafí verið upp í byrjun hafí nú ekki verið samkvæmt taxta. Allar tölur hækki því verulega sé maður enn það þrjóskur að vilja nótu. Atvinnubílstjórar eru alls ekki eina stéttin sem stillir viðskiptavin- um sínum reglulega upp við vegg með þessum hætti. Það sama á gjarnan við þegar fá þarf iðnaðar- menn til að vinna eitthvert verk, smátt sem stórt. xxx AUÐVITÁÐ er það engum gleði- efni að borga skatta og öllum finnst okkur væntanlega skattarnir okkar vera of háir. En getur ekki verið að þeir séu einmitt svona háir vegna þess að stór hluti borgaranna kemur sér hjá því meira og minna að greiða keisaranum það sem keis- aranum ber? Ef fleiri bæru byrðarn- ar yrðu þær eflaust léttari. Víkverji er einn þeirra er greiða verður skatta af hverri einustu krónu er hann vinnur sér inn og reynir að sætta sig við það sem óhjákvæmi- lega staðreynd, þótt hann geri það kannski ekki með bros á vör. Það er því óþægilegt og pirrandi að þurfa að standa í stappi við ein- staklinga sem án þess að blikna krefjast þess að maður taki þátt í skattsvikum þeirra. Skattsvikum sem eru það útbreidd að fæstum þykja þau lengur tiltökumál. xxx SVO virðist sem margir bílstjórar strætisvagna telji almennar umferðarreglur ekki gilda um þá. Víkveiji ekur daglega Suðurgötuna, milli Túngötu og Hringbrautar, og bregst það ekki að ef strætisvagn kemur vestur Vonarstræti rennir hann sér nær viðstöðulaust út á Suðurgötu þrátt fyrir stöðvunar- skyldu og er beygjan það skörp að vagninn þarf að nýta báðar akrein- ar. Auðvitað þurfa strætisvagna- stjórar að halda tímaáætlanir sínar. Það má hins vegar ekki verða á kostnað öryggis og tillitssemi í um- ferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.