Morgunblaðið - 14.09.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 14.09.1997, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Minnisvarði um ÞAÐ var löngu tímabært að Fjalla-Eyvindur fengi að tróna á stalli með skagfirskt guðslamb á herðunum án afskipta yfirvalda . . . Starfsmannaráð Heilsugæslustöðvarinnar Vill aðild að stjóm STARFSMANNARAÐ Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri hefur sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem vísað er til laga um heilbrigðisþjón- ustu, um aðild starfsmanna að stjórn stöðvarinnar og óvissu þar um eftir að Akureyrarbær yfírtók reksturinn. Starfsmannaráð leggur áherslu á að þátttaka starfsmanna í stjórn stöðvarinnar vérði í samræmi við lögin. Bæjarráð fjallaði um erindið og bendir á að með lögum um reynslusveitarfélög sé ráðherra heimilt að víkja frá framangreindu ákvæði laga um heilbrigðisþjón- ustu. Það var og gert með þjónustu- samnineri milli ráðunevtisins og Akureyrarbæjar um rekstur heil- brigðis- og öldrunarþjónustu í Ak- ureyrarumdæmi frá desember sl. Bæjarráð leggur hins vegar til að fulltrúa starfsmanna Heilsu- gæslustöðvarinnar verði veittur seturéttur með málfrelsi og tillögu- rétti á fundum félagsmálaráðs þeg- ar rætt er um málefni stöðvarinnar. ÞJOÐLEIKHUSIÐ 5 ný íslensk leikrit í vetur Vigdís Grímsdóttir Sjómannatrúboð Færeyinga 75 ára Ætla að vitja Færeyinga úti á landi Iár eru 75 ár síðan Færey- ingar sendu hingað til lands fyrstu sjómanna- trúboðana. Þeir aðstoðuðu færeyska sjómenn sem voru þá á skútum allt í kringum landið. Nú er staddur hér á landi færeyskur trúboði, Havstein Erlingsgaard, og mun hann, ásamt Jens Péturssyni, fara í ferð kringum landið og reyna að ná sambandi við Færeyinga sem þar búa. Eirný Ásgeirsdóttir for- stöðumaður Færeyska sjó- mannaheimilisins segir að færeyskir sjómenn hafi þegar mest lét árið 1957 verið um fjórtán hundruð talsins. „Tímarnir eru breyttir. Engu að síður vitum við að margir færeyskir sjómenn settust að hér á landi, giftu sig og eignuðust fjölskyldur. Þessar fjölskyldur búa nú vítt og breitt um landið og okkur lang- ar að hafa samband við þær.“ - Hvernig var starfi trúboð- anna háttað hér áður fyrr? „Sjómennirnir þurftu á ýmis- konar aðstoð að halda og fyrir- greiðslu, t.d. ef bilun varð um borð. Þá kom líka upp sú staða að sjómenn veiktust og lentu á sjúkrahúsi. Trúboðarnir vitjuðu þeirra. En þeir voru ekki síst send- ir hingað til lands til að annast andlega uppbyggingu sjómann- anna og fóru gjarnan um borð og höfðu hugvekjur með færeysku sjómönnunum." - Hvernig ætla Jens og Hav- stein að ná sambandi við Færey- ingana núna? „Við kynnum þá í gegnum bæjarblöð á hveijum stað og svo vitum við einnig af ýmsum Færey- ingum víða um landið sem eflaust vita þá af fleirum og geta látið berast að þeir séu á ferðinni." - Verða þeir lengi á þessu ferðalagi? „Ætlunin hjá þeim er að vera 2-3 vikur að þessu sinni. Havstein og Jens fara fyrst um Suðurland og staldra við á Kirkjubæjar- klaustri. Að því búnu liggur leiðin austur á firði og þaðan fara þeir yfir á Norðurland. Ef tími gefst til fara þeir á Snæfellsnes líka. Vestfirðina hyggjast þeir heim- sækja síðar í vetur.“ - Munu þeir skrá niður Færey- inga búsetta hér? „Já, það er meiningin að taka niður upplýsingar um Færeying- ana um leið og þeir verða heim- sóttir. Jens og Havstein fara einn- ig um borð í báta og kanna hve margir færeyskir sjómenn eru starfandi hér á landi.“ -------- Eirný segir að mennirn- ir muni einnig koma því til leiðar að sjómanna- heimilið Örkin í Reykja- vík sé opið öllum Fær- eyingum. - Er einhver staður á landinu þar sem takmarkað er vitað um búsetta Færeyinga? „Það er lítið vitað um Færey- inga á Norðurlandi því Færey- ingafélagið á Akureyri hefur ekki verið starfandi í nokkuð mörg ár og við erum ekki með sambönd við marga Færeyinga þar.“ - Erfæreyska sjómannaheimil- ið Örkin ekki tiltölulega nýtt hús? „Jú. í kringum 1957 var byggð hér færeysk sjómannastofa sem stóð við Skúlagötuna. Stórhuga og áhugasamir Fær- eyingar vildu síðan huga að bygg- Eirný Ásgeirsdóttir ► Eirný Ásgeirsdóttir fæddist á Seltjarnarnesi 6. október árið 1955. Hún hefur unnið til margra ára við sjávarútveg en mest við þjóðkirkjuna undan- farin tuttugu ár. Þar hefur hún meðal annars unnið við bama- starf. Um þessar mundir sér hún um barnastarf við Grensás- kirkju. Eirný hefur undanfarin þrjú ár starfað við færeyska sjómannaheimilið Örkina við Brautarholt og veitt því for- stöðu undanfarin tvö ár. Eirný er ógift og barnlaus. Ætla að skrá alla Færey- inga sem þeir finna hér á landi ingu stærra heimilis og ráðist var í byggingu sjómannaheimilisins sem var vígt og tekið í notkun árið 1991.“ Eirný segir að heimilið hafi næstum eingöngu verið byggt af Færeyingum. „Margir Færeying- ar komu til landsins með ljölskyld- ur sínar og bæði konur og karlar gáfu vinnu sína að mestu leyti. Jens Pétursson, annar þeirra sem nú hyggst fara kringum landið, var starfandi við byggingu hússins frá byijun.“ - Hvernig er starfi heimilisins háttað? „Yfir hásumartímann er húsið notað sem hótel. Á veturna er hluti leigður skólafólki. Almennar samkomur eru haldnar alla sunnu- daga klukkan 17. Biblíulestrar eru öll mánudagskvöld og á fimmtu- dagskvöldum koma Færeyingar saman í húsinu. Við húsið er einn- ig starfandi færeyskt kvenfélag, Kvinnaringurinn, sem hefur stutt við sjómannatrúboðið á margs- konar hátt. Sjómannaheimilið Örkin er að sjálfsögðu opið fyrir alla sjó- menn.“ Eirný bendir á, að færeysk blöð liggi frammi á heimilinu og margir nýti sér að koma og glugga í þau, spila, fá sér kaffi, skoða myndbönd að heiman og rabba saman. Hún seg- ir að margir Færeyingar líti á sjó- mannaheimilið sem sendiráð sitt og fólk komi með ýmiskonar fyrir- spurnir til þeirra sem reynt sé að leysa úr eftir bestu getu. „Við höfum líka átt gott sam- starf við danska sendiráðið. Á þeirra vegum og í samstarfi við íslensk yfirvöld hafa til dæmis búið hjá okkur Grænlendingar sem hafa komið með ættingja sína hingað til lands til sjúkrahúsdval- ar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.