Morgunblaðið - 14.09.1997, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
SKÁLDIÐ, stórleikkonan og fjölmiðlastjarnan hafa komið sér vel fyrir í spjallhorninu
og eru klár í slaginn.
DIDDI sér til þess að klapp
og hlátur áhorfenda heyrist
á réttu augnabliki.
Bein útsending eftir Þorvald Þorsteinsson frumsýnt í Loftkastalanum
Sannleikurmn
er ekki alltaf
sagna bestur
Það gengur á ýmsu áður en þátturínn getur
hafíst í beinni útsendingn. Fjölmiðlastjaman
Jón Logi var í upptöku en Hulda Stefáns-
dóttir ræddi við höfundinn, Þorvald Þor-
steinsson, o g leikstjórann, Þór Túliníus, um
fjölmiðlaheiminn, ímyndargerð og hlutverkin
sem við erum öll að leika.
EIN mínúta í útsendingu og Jón Logi æfir töfrandi brosið.
BEIN útsending er fyrsta
íslenska leikritið sem
Flugfélagið Loftur frum-
sýnir, en frumsýning
verður í kvöld, sunnudagskvöld, í
Loftkastalanum. Þorvaidur Þor-
steinsson, myndlistarmaður og rit-
höfundur, skrifaði leikritið sérstak-
lega fyrir Loftkastalann. Hann seg-
ir aðstandendur Loftkastalans hafa
sýnt mikla dirfsku með því að
treysta höfundinum svo algerlega
fyrir leikritagerðinni og skapa hon-
um með því þá draumaaðstöðu að
geta samið leikverk að eigin geð-
þótta. Umgjörð leikritsins er sjón-
varpsþáttur og leikhúsgestir eru
því í hlutverki áhorfenda í sjón-
varpssal. Samsetning á sjónvarps-
efni og leikriti hefur ekki verið
reynd áður í íslensku leikhúsi og
Þór Túliníus, leikstjóri, segir mikla
vinnu búa að baki tæknilegri um-
gjörð sýningarinnar sem hafi bæði
verið flókið og skemmtilegt að tak-
ast á við.
Leikritið gerist í útsendingu á
nýjum sjónvarpsþætti „í beinni út-
sendingu" undir stjórn fjölmiðla-
stjörnunnar Jóns Loga, stundum
kallaður Loginn eða Johnny Logan
þegar vísa þarf út fyrir landstein-
ana. Með hlutverk hans fer Eggert
Þorleifsson. í þessum nýja sjón-
varpsþætti hyggst Jón Logi taka á
málum sem aldrei fyrr, kryfja til
mergjar og hlífa engum. Þó ekki
þannig að alvaran verði of mikil
því Jón Logi veit hvað áhorfendur
vilja. Framvinda verksins á þó eftir
að leiða í ljós að sannleikurinn af-
hjúpast ekki síður þegar slökkt er
á upptökuvélunum en þegar Jón
Logi gengur á gesti sína í beínni
útsendingu.
Eins og stórstjarna er siður hefur
Jón Logi sér til halds og trausts
allsheijarreddara, förðunarmeistara
og útsendingarstjórann Didda, sem
Ólafur Guðmundsson leikur. Diddi
skemmtir gestum þáttarins, áhorf-
endum og Jóni Loga með endalaus-
um sögum af mönnum og fjölbreyti-
legustu málefnum. Hann er fljótur
að átta sig á stemmningunni og
bjarga því sem bjargað verður.
Gestir þáttarins eru skáldið Krist-
inn Freyr, sem býr í Berlín en flýg-
ur sérstaklega að utan vegna Is-
landsfrumsýningar á nýjasta leikriti
sínu, Galdri. Eiginkona hans er leik-
konan Anna Olsen, sem leikið hefur
hvert stórhlutverkið á fætur öðru í
verkum eiginmannsins, en þar heitir
persóna hennar alltaf María. Sveinn
Geirsson og María Ellingsen fara
með hlutverk þessara íslensku lista-
manna sem gera garðinn frægan
erlendis. I för með listamannshjón-
unum er ung og upprennandi leik-
kona, Freyja Magnúsdóttir, sem
Þrúður Vilhjálmsdóttir leikur.
Freyja kynntist þeim Kristni Frey
og Onnu nánast af tilviljun í Berlín
og hefur gengið til samstarfs við
þau um uppsetningu á Galdri á ís-
landi. í Beinni útsendingu fá áhorf-
endur að sjá brot úr þessu nýjasta
stórvirki íslenskrar leikritunar.
Vald fjölmiðlanna getur
verið hættulegt
Þorvaldur segir leikritið vera það
flóknasta sem hann hefur fengist
við. Áður hafa verið sett á svið tvö
leikrit hans i fullri lengd, Skilaboða-
skjóðan í Þjóðleikhúsinu og Maríu-
sögur hjá Nemendaleikhúsinu. Þor-
valdur er auk þess leikhússtjóri
Vasaleikhússins sem flytur leikverk
í útvarpi og sjónvarpi. Þá hefur
hann samið þijú sjónvarpsleikrit
sem Ríkissjónvarpið sýnir í vetur
og unnið barnaefni fyrir sjónvarp.
Þó svo að höfundur hafi fengist við
að semja bæði fyrir sjónvarp og leik-
hús reyndist samruni þessa tveggja
miðla vandasamur. Þorvaldur segist
hafa notið ómetanlegrar dramat-
úrgískrar aðstoðar Ingibjargar
Björnsdóttur sem hafi frá upphafi
komið með snjallar ábendingar frá
sjónarhorni leikhússins. Náin sam-
vinna við leikstjórann hafi einnig
haft mikil og góð áhrif á verkið.
„Það er mikilvægt að nýta leikræna
möguleika til hins ýtrasta auk þess
að forðast þann pytt höfundarins
að ætlast til of mikils af leikhús-
inu,“ segir Þorvaldur. „Samspilið
var auðvitað flókið því veruleikar
leikritsins eru margir og auðvelt að
týna sér en ég vona að allir hafí
fundið sig.“
Leikritið er byggt í kringum
formið, þ.e. sjónvarpsþátt sem er
eins og leikrit innan leikritsins. Þor-
valdur segir sal Loftkastalans ein-
faldlega hafa boðið upp á að þessi
óvenjulega leið yrði farin með hrá-
leika sínum sem minni á myndver.
Persónur og framvindu verksins
hafi hann svo unnið inn í leikrita-
formið. Persónurnar byggir höfund-
ur á tveimur stórum goðsögnum
samfélagsins, fjölmiðlastjörnunni og
listamanninum sem einangruðum
snillingi.
„Við tölum mikið um það hversu
sterkt afl í samfélaginu fjölmiðlar
eru. Það sem vakti fyrir mér var
að draga fram vanmátt fjölmiðla til
að fjalla um raunveruleikann og
jafnframt þau hættulega sterku
meðul sem hægt er að beita í fjöl-
miðlum með einföldunum," segir
Þorvaldur. „Fjölmiðillinn er líka
hluti af veruleikanum og er þar af
leiðandi ekki fær um að endur-
spegla veruleikann heldur fjallar
hann um sjálfan sig sem hluta af
veruleikanum." Þorvaldur viður-
kennir þó að viðfangsefni verksins
sé kannski fyrst og fremst afsökun
til að fjalla um klassísk viðfangsefni
leikritunar: völd, kúgun, undirgefni,
frelsisbaráttu einstaklingsins og
samskiptamunstur fólks. Hefðbund-
in viðfangsefni séu faiin í kunnug-
legri umgjörð íjölmiðlaheims sam-
tímans. Höfundur óttast ekki við-
brögð fjölmiðlafólks við verkinu því
hann segist halda að það veki alltaf
góða tilfinningu hjá fólki að vita til
þess að verið sé að leita í smiðju
þeirra.
Lifað upp í ímyndir
Þór segir að fyrir sér fjalli verkið
um það hver við öll erum í þessum
fjölmiðlavædda heimi. „Fólk er allt-
af að reyna að lifa upp í ímyndir
og sveiflast á milli hlutverkanna
hver er ég? hvernig sé ég sjálfan
mig? og hvernig sjá aðrir mig? og
alltaf er þetta spurning um að halda
grímunni," segir Þór. Sjónum er
beint að listamannsímyndinni, þeim
sem eiga að vera fijálsir en eltast
svo jafn mikið við ímyndir og aðrir.
„Þorvaldur er hugmyndaríkur og
lipur penni og hann skrifaði þó-
nokkrar útgáfur af einstökum sen-
um, hveija annarri betri,“ segir
Þór. „Nauðsynlegt var þó að gera
upp við sig hvemig verkið skyldi
leitt til lykta og það gat því miður
ekki farið nema á einhvern einn
veg.“
Leikmynd- og búninga hannaði
Stígur Steinþórsson. Máni Svavars-
son sá um hljóðmynd og samdi titil-
lag verksins. Jóhann Pálmason sér
um ljósahönnun og tæknihönnun
sýningarinnar er í höndum Hjartar
Grétarsonar.
*
Afangar
ÁFANGAR, sýning á verkum
Sigurðar Nordals, m.a. á ýms-
um handritum hans sem ekki
hafa komið fyrir almennings
sjónir fyrr, frumprentunum á
bókum hans og munum úr eigu
hans verður opnuð í Ejóðarbók-
hlöðunni í dag.
Stofnun Sigurðar Nordals og
Landsbókasafn íslands, Há-
skólabókasafn, gangast fyrir
dagskrá um dr. Sigurð Nordal
og verk hans í Þjóðarbókhlöð-
unni í dag, á fæðingardegi Sig-
urðar, sunnudaginn 14. sept-
ember kl. 16.
Einar Sigurðsson landsbóka-
vörður tekur á móti eiginhand-
ritum Sigurðar til varðveislu í
Landsbókasafni og Páll Skúla-
son, rektor Háskóla íslands,
opnar sýninguna.
Þá flytur Gauti Sigþórsson
BA fyrirlestur sem nefnist
„Andmæli óskast“. Úlfar
Bragason, forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Nordals,
setur afmælisdagskrána og
kynnir.
Tréskurðar-
sýning
BRESKI tréskurðarmeistarinn
Ian Norbury, sem um þessar
mundir heldur námskeið í
Flensborgarskóla fyrir íslenska
tréskera, kynnir handverk sitt
og listiðn á myndasýningu á
Hótel Loftleiðum þriðjudaginn
16. september kl. 20. Ian Nor-
bury hefur getið sér orð fyrir
frumlegan myndskurð og er
einn eftirsóttustu kennara og
fyrirlesara um nútímatréskurð,
bæði austan hafs og vestan,
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Að sýningunni lokinni verður
haldinn aðalfundur Félags
áhugamanna um tréskurð.
Fyrirlestur
um arkitektúr
PÉTUR H. Ármannsson arki-
tekt flytur erindi á Kjarvals-
stöðum mánudagskvöldið 15.
september kl. 20. Fyrirlsetur-
inn er um listsköpun Sigurðar
Guðmundssonar arkitekts í
tengslum við yfirlitssýningu á
verkum hans í miðrými safns-
ins, sem opnuð var 6. septem-
ber sl. Auk fyrirlestursins er
boðið upp á leiðsögn um sýn-
inguna kl. 17 alla föstudaga til
17. október. Aðgangur er að
fyrirlestri ókeypis en þátttak-
endur í leiðsögn greiða að-
gangseyri að sýningunni, kr.
300.
Sýningu Aðal-
heiðar að ljúka
SÍÐASTI sýningardagur Aðal-
heiðar Valgeirsdóttur í Lista-
safni ASÍ, Ásmundarsal,
Freyjugötu 41, er í dag, sunnu-
dag.
Á sýningunni eru myndir,
unnar með blandaðri tækni á
pappír. Flestar myndanna eru
unnar á árinu 1997.
Sýningin er opin frá kl.
14-18.
Tónleikar
Selfosskirkju
ÁRNI Arinbjarnarson verður
með stutta tónleika við orgelið
í Selfosskirkju í kvöld, þriðju-
dag kl. 20.
Meðal verka á efnisskrá
Árna eru m.a. nokkrir hinna
þekktu Schubert-forleikja eftir
J.S. Bach og Gotnesk svíta eft-
ir Boellman.
Aðgangur er ókeypis.