Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 31

Morgunblaðið - 14.09.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 31 SKOÐUN fyrirtæki munu auka tekjur sínar. í kjölfar þess auka þau starfsemi sína, bjóða betri laun, taka til sín fjár- magn o.s.frv. Raungengið fer því strax að færast upp á við og endar í svipaðri stöðu og áður. Niðurstaðan verður því að iðnaðurinn stendur í sömu sporum og fyrir. Ef nafngengið er fellt þarf að bæta almenningi upp kjaraskerðing- una sem er óumflýjanleg vegna dýr- ari innflutnings og hefur verið stungið upp á að lækka tekjuskatt. Fyrst er til að taka að áfram standa þau rök að raungengið þokist upp á við; gengislækkunin hefur aðeins tímabundin áhrif. Hitt er að erfitt kann að reynast að tryggja óbreytt- an kaupmátt með tekjuskattslækk- un. Hvað með þá hópa sem nú borga lítinn sem engan tekjuskatt? Má þar nefna aldraða, öryrkja og láglauna- fólk. Framfærslukostnaður þessa fólks mun hækka töluvert, en skatta- lækkunin koma því að litlum notum. Vestræn ríki hafa gert sér grein fyrir þeirri hagkvæmni sem fylgir því að öll fyrirtæki, hvaða grein sem þau tilheyra, séu háð sömu leikregl- um, s.s. skattareglum og tollalögum. Það er almannahagur að mismuna ekki atvinnugreinum. Það var í samræmi við þessa hug- mynd að Alþingi ákvað að iðnaður og sjávarútvegur greiði sama trygg- ingargjald. Það gengi í þveröfuga átt að setja sérstakan skatt á sjávar- útveg. Það er ekki hlutverk ríkisins að jafna aðstöðu allra atvinnuvega, heldur að sjá til þess að allir atvinnu- vegir séu jafnir fyrir lögum. Það hefði í för með sér skrifræðislegan frumskóg að ætla að jafna aðstöðu allra greina með því að skattleggja eða styrkja aðföng með ýmsum hætti. Að auki er takmarkið um jafna aðstöðu afar óskynsamlegt, sumir atvinnuvegir eru einfaldlega arðbærari en aðrir og eiga að njóta þess. Ef staða iðnaðar gagnvart sjávarútvegi er sérstakt áhyggjuefni má einnig benda á að iðnaður stend- ur alls ekki verr en sjávarútvegur á þeim aðfangamörkuðum sem báðar greinar keppa á. Þannig hefur iðn- aði gengið betur í samkeppninni um fjármagn; hlutabréfavísitala í iðnaði hefur fjórfaldast á árunum 1991 til 1996 en þrefaldast í sjávarútvegi. Einnig er aðeins um 1,5% starfsfólks sjávarútvegs og fiskvinnslu háskóla- menntað en um 4% starfsfólk í iðn- aði og 13% alls starfsfólks í landinu hefur háskólapróf og fer því greini- lega fjarri að sjávarútvegurinn sé í betri aðstöðu en aðrar greinar til að ráða fólk. Allt þetta sýnir óyggj- andi að ríkisvaldið þarf ekki að veikja sjávarútveginn sérstaklega til að gefa iðnaði tækifæri. Þrautin þyngri Það hefur vafist nokkuð fyrir tals- mönnum auðlindagjaldsins að greina frá því hversu hár auðlindaskattur- inn á að vera og hvernig eigi að leggja hann á. Það eina sem hönd á festir er að slíkur skattur á að verða bæði „réttlátur" og „hag- kvæmur". Lítið hefur farið fyrir umræðu um það hvort allir eigi að borga sama gjald eða vera háðir sömu uppboðsreglum. Á t.d. útgerð- armaður sem s.k. auðlindaskatts- sinnum fékk veiðiréttindi sín „ókeyp- is“ að borga sama gjald og sá sem keypti sín réttindi fullu verði á mark- aði. Slík gjaldtaka á lítið skylt við réttlæti. Og á skatturinn að vera sá sami í einstökum greinum sjávarút- vegsins. Nú er afkoma í sjávarút- vegi mjög mismunandi eftir grein- um. Verður það „réttlátt" og „hag- kvæmt“ ef sami skattur verði lagður jafnt á mismunandi greinar? Og ef ekki hvert á hlutfallið að vera? í þessu sambandi má minna á tilraun- ir sem gerðar voru til að jafna að- stöðu innan sjávarútvegsins með mismunandi skráningu gjaldeyris s.k. bátagjaldeyriskerfi. Ekki þarf að fjölyrða um hvernig það kerfi fór gersamlega úr böndunum. Sjávarútvegurinn borgi Enginn ágreiningur er um það að sjávarútvegur á að borga skatta til jafns við aðrar atvinnugreinar í land- inu. Einnig hlýtur að teljast eðlilegt að útgerðarmenn greiði eignaskatta af kvótaeign sinni rétt eins og af öðrum eignum. Jafnframt eiga kvótahafar að greiða fyrir allan kostnað af fiskveiðistjórnunarkerf- inu sjálfir. Aðalatriðið er að greinin fái sömu meðferð og aðrar atvinnu- greinar. Sjávarútvegur á að greiða til samfélagsins það sem honum ber. Ekki má rugla saman andstöðu við auðlindaskatt og almennar skatt- greiðslur á greinina. Orrí er verkfræðingur, Illugi er hagfræðingur. BUIÐ OG STARFIÐ í BANDARÍKJUNUM 55.000 innflytjendaáritanir (Green Card) eru í boði í nýju Ríkishappdrætli "U.S. Government Lottery". Opinbert happdrætti, ókeypis þáttaka. LOKAFRESTUR: 14. NOVENIBER 1997 Upplýsingar: Sendið einungis póstkort með eigin nafni og heimilisfangi til: 4200 WISCONSIN AVENUE N.W. WASHINGTON, D.C. - 20016 U.S.A. FAX 00 1 202 298-5601 - Sími 00 1 202 298-5600 www.nationalvisacenter.com NATIONALtW VISA SERVICE 01997 IMMIGRATION SERVICES 1 VAhökkm. I | veislur allt ário I - árshátíðir, afmæli, brúðkaup, fundi, ; fermingar, ráðstefnur, jólahlaðborð, kynningar, þorrablót... Veitingahús og veisluþjónusta frá 1 9 35. Upplýsingasími 567-2020, fax 587-2337. - kjarni málsins! OOÍÖ PPa Esjunaz Skátabúðin hvetur alla viðskiptavini sína fyrr og síðar að taka boði Hjálparsveitar skáta um samfylgd upp á Esjuna í dag. Skátabúðin, sem er 50 ára um þessar mundir, mun leggja sitt af mörkum til að gera daginn eftirminnilegan. Þeir sem mæta á Scarpa skóm fá Nikwax leðurfeiti og barmmerki Skátabúðarinnar. Við gefum fólki kost á að prófa Leki göngustafí auk þess sem við kynnum 1998 árgerðirnar afADIDAS og Scarpa gönguskónum vinsælu. Þú gengur að gæðunum vísum í Skátabúðinni! NIKWAX WATERPROOFING -SKAKAK fKAMUK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.