Morgunblaðið - 14.09.1997, Síða 42
' 42 SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
4
HUGVEKJA ÍDAG
erindisins
Gleðiboðskapurinn er
hins vegar sá, segir
sr. Heimir Steinsson,
að Guð lýsir því yfír
formlega á torgi him-
insins, að þú sért rétt-
lát(ur).
Ég hef áður í hugvekju nú í
sumar minnzt á gríska orðið
„evangelíon", sem merkir
ánægjuleg tíðindi, gleðilegan
boðskap, fagnaðarerindi. Kirkju-
deild sú, sem íslenzka þjóðkirkj-
an er hluti af, nefnist „evangei-
isk lúthersk", m.ö.o. „hin lút-
herska kirkja fagnaðarerindis-
ins“. Kirkjufaðir vor, Marteinn
Lúther, var því þó andvígur, að
hin nýja kirkja hans væri kennd
við hann, „Lúthersk" kirkja er
þar af leiðandi hálfgert ónefni.
Eftir stendur „kirkja fagnaðarer-
indisins". Það er hið bezta heiti
og mætti heyrast oftar.
Elzta guðspjall Nýja testa-
mentisins, Markúsarguðspjall,
hefst á svolátandi orðum: „Upp-
haf fagnaðarerindisins um Jes-
úm Krist, Guðs son“ (Mark.l:l).
í fyrsta kapítula Rómveijabréfs-
ins hendir Páll postuli orðið fagn-
aðarerindi á lofti: „Ég fyrirverð
mig ekki fyrir fagnaðarerindið.
Það er kraftur Guðs til hjálpræð-
is hverjum þeim sem trúir, Gyð-
ingum fyrst, en einnig Grikkjum.
Því að réttlæti Guðs opinberast
í því fyrir trú til trúar, eins og
ritað er: Hinn réttláti mun lifa
fyrirtrú." (Róm. 1:16-17).
Fagnaðarerindið um Jesúm
Krist er frásögn guðspjallanna
af því, hvernig Kristur lifði í
samræmi við vilja Guðs, var sak-
laus píndúr og krossfestur í vorn
stað og reis upp frá dauðum sem
frumgróði þeirra, er á hann trúa.
Fagnaðarerindið er dregið sam-
an í stuttu máli í postul legu
trúaijátningunni, sem vér öll
kunnum og öll förum með í hverri
sunnudagsguðsþjónustu íslenzku
kirkjunnar nú á dögum.
Páll postuli segir, að réttlæti
Guðs opinberist í fagnaðarerind-
inu fyrir trú til trúar. Vér synd-
ugir menn erum alls kostar
óréttlátir af eigin rammleik.
Fagnaðarerindið er boðskapur til
vor um það, að Guð „tilreikni"
oss réttlæti sitt (Róm. 4:6). Sá
boðskapur opinberast oss „fyrir
trú til trúar“. Engin leið er að
veita boðskapnum viðtöku nema
í trú eða fyrir trú. Þeim sem
tekið hefur á móti gleðitíðindun-
um í trú, verður fagnaðarerindið
síðan enn frekar „til trúar“. Trú
hans glæðist og vex, verður ríku-
legri en nokkru sinni fyrr.
32. sálmur Davíðs
Hvað merkir það, að Guð „til-
reikni“ oss réttlæti sitt? Lítum á
32. sálm Davíðs. Þar segir:
Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin,
synd hans hulin.
Sæll er sá maður er Drottinn tilreiknar
eigi misgjörð...
Meðan ég þagði, tærðust bein mín,
allan daginn kveinaði ég,
því að dag og nótt lá hönd þín þungt á
mér,
lífsvökvi minn þvarr sem í sumar-
breiskju.
Þá játaði ég synd mína fyrir þér
og fól eigi misgjörð mína.
Ég mælti: „Ég vil játa afbrot mín fyrir
Drottni“,
og þú fyrirgafst syndasekt mína.
Þegar sálmurinn talar um, að
Drottinn tilreikni eigi misgjörð,
er átt við það, að Guð hafi ákveð-
ið að gefa hinum seka upp sök-
ina. Guð lýsir þann mann, sem
brot hefur framið, sýknan saka,
fyrirgefur yfirsjón hans, hylur
synd hans. Undanfari þeirrar
fyrirgefningar er syndajátning
hins brotlega. Sá sem þegir,
tærist og kveinar. Sá sem játar
synd sína, fær fyrirgefningu.
Slíkum manni tilreiknar Guð
réttlæti sitt. Það merkir, að sá
maður er í trúnni jafn réttlátur
og Guð sjálfur.
Á torgi himinsins
Þessi gleðiboðskapur tekur
öllu öðru fram. Viðleitni góðra
manna til nytsamra verka er ól-
astanleg. Viðleitni mín og þín til
réttlætisástundunar andspænis
Guði og mönnum er alls góðs
makleg. En öll sú viðleitni er þó
og verður aldrei annað en, við-
leitni. Réttiátur fyrir Guði og
mönnum verð ég aldrei af eigin
rammleik. Ég get kappkostað
allt hið bezta. En endanlegur
árangur verður aldrei hlutskipti
mitt. Þeim mun meira sem ég
reyni því sárari verða vonbrigðin
vegna míns augljósa vanmáttar.
Gleðiboðskapurinn er hins
vegar sá, að Guð lýsir því yfir
formlega á torgi himinsins, að
þú sért réttlát(ur), eins og hann
sjálfur. Hann nefnir þig með
nafni og sýknar þig. Þaðan í frá
ert þú hólpin(n) um tíma og um
eilífð. Guð hefur tijreiknað þér
réttlæti sitt. Allt atferli þitt eftir
það einkennist af þakklæti þínu
til Guðs fyrir þá grundvallar-
breytingu, sem hann hefur gjört
á lífi þínu. Þú ert nú í náðar-
stöðu. Guð mun krýna viðleitni
þína til góðra verka ævidaga
þína alla.
Þennan boðskap skaltu með-
taka í einni saman trú.
Tilboð óskast
Til sölu Mercedes Benz C220, svartur, árgerð 1995,
ekinn 65 þús km. Sjálfskiptur, fjarstýrð samlæsing, sól-
lúga, 2 líknarbelgir, rafmagn í rúðum, ABS-bremsur,
litað gler, höfuðpúðar o.fl.
Upplýsingar í síma 896 0747.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Klassík FM
ÉG VIL þakka Ragnari
Ólafssyni fyrir ágæta
grein í Morgunblaðinu 11.
september. Þar hvetur
hann fólk til að láta í sér
heyra og sýna stuðning við
Klassík FM 106,8. Það er
ekki erfítt að gera það.
Ég vona og treysti á að
þessi stöð verði ekki lögð
niður. Hún er orðin fastur
liður í mínu daglega lífi
sem væri snauðara án
þessarar dásamlegu tón-
listar sem hægt er að
treysta á allan sólarhring-
inn. Halldór Hauksson er
mjög góður. Hann talar
fyrir tónlistinni áður en
hann leikur hana og það
gefur henni meira gildi.
Perónulega finnst mér best
að hlusta á gömlu snilling-
ana, endalaust Það er rétt
sem Ragnar Ólafsson seg-
ir, stöðin hefur ekki verið
auglýst og það eru enn
margir sem ekki hafa hug-
mynd um að þessi klass-
íska stöð sé til. Mín vegna
mega ensku fréttirnar
missa sig en það er auðvit-
að misjafn smekkur
manna.
Ég vil áfram hvetja fólk
til að láta í sér heyra ef
það mætti verða til þess
að við fengjum að halda í
þessa frábæru klassísku
tónlist á öldum ljósvakans.
Sigríður Einarsdóttir.
HYERber
ábyrgðina
ER HÆGT að láta fólk
vera skrifað fyrir síma á
heimilisfangi þar sem það
hefur ekki lögheimili?
Dæmi eru um það að mis-
vitgrannt fólk hafi verið
skrifað fyrir síma á heimil-
isfangi þar sem það ekki
býr og hefur þetta fólk síð-
an lent í vandræðum því
það situr uppi með skuldir
og fær jafnvel ekki leyfi
til að hafa sinn eigin síma
seinna meir. Hver ber
ábyrgð á því að þetta getur
viðgengist?
Munið eftir
Kattholti
KONA hafði samband við
Velvakanda og vildi hún
benda því fólki á, sem er
að auglýsa eftir kisunum
sínum sem eru týndar, að
hafa samband við Kattholt
og athuga hvort þeirra
kisa sér ekki þar.
Tapað/fundið
Frakki í
óskilum
DÖKKUR herrafrakki er í
óskilum í Askirkju við
Vesturbrún. Upplýsingar í
síma 688-8870.
Armband
týndist
ARMBAND, breitt víra-
virkisarmband, gullhúðað
og gamalt, týndist aðfara-
nótt 30. ágúst í Óperukjall-
aranum eða í grennd. Þeir
sem hafa fundið armband-
ið vinsamlega hafi sam-
band í síma 557-3341 eða
557-9728.
Dýrahald
Hvít læða
týnd!
KRUSÍ, sem er hvít læða,
týndist frá Óðinsgötu 4 um
mánaðamótin ágúst-sept-
ember. Hún er 5 mánaða
og er með bleika ól og
grænt merkispjald. Þeir
sem hafa orðið varir við
hana hafi samband í síma
561-3272 eða 565-1075.
Fundarlaun.
Ponsa er týnd
Hefur einhver séð kisuna
mína? Hún er búin að vera
týnd síðan 9. september.
Hún er ómerkt og hlýðir
nafninu Ponsa. Ef einhver
hefur orðið var við hana
eða veit um ferðir hennar,
þá vinsamlega látið írisi
vita í síma 568-0180 eða
555-2702. Hennar er sárt
saknað.
Fundarlaun
OLLA sem er hvít og grá
5 mánaða læða, með
svarta hálsól, ljósbláa
tunnu með upplýsingum í
og bjöllu, týndist 10. sept-
ember frá Njálsgötu. Fólk
í nágrenninu er beðið að
hafa augun opin og athuga
í geymslum og bílskúrum
hvort þeir verði varir við
kisu. Þeir sem sem hafa
orðið varir við kisu eru
beðnir að hafa samband
við Lindu í síma 552-9828
eða 561-4031. Fundar-
laun.
Arnað heilla
ÞESSIR duglegu krakkar
héldu hlutaveltu nýlega til
styrktar Rauða krossi Islands
og varð ágóðinn 2.654 krón-
ur. Þeir heita Daníel Andrés-
son, Guðni Páll Kristjánsson,
Bjarki Benediktsson, Búi
Steinn Kárason, Þórunn
Káradóttir, Friðrik Dór Jóns-
son, Sveinn Andri Brimar og
Brynjar Benediktsson.
Víkveiji skrifar.
••
IALMANAKI Háskóla Islands
segir að réttir byrji 11. septem-
ber, sem var fimmtudagur í nýlið-
inni viku. A þessum tíma kemur
fé af fjöllum með tilheyrandi
hausthátíðum í sveitum landsins.
Þá kemur jafvel fiðringur í borgar-
börnin, enda sveitin og búskapur-
inn í erfðavísum þeirra. Smölun
og réttir hafa verið fastir liðir í
þjóðarbúskapnum í meira en þús-
und ár!
Hrepparnir, hin fyrstu sveitarfé-
lög hér á landi, rekja rætur aftur
á fyrri hluta þjóðveldisaldar. Hlut:
verk þeirra var í upphafi tvíþætt. í
fyrsta lagi var hreppurinn form á
eins konar samábyrgð hreppsbúa,
sem náði til framfærslu þurfandi
og bóta, ef bær brann eða búsmali
féll. Sumir segja að þar sé upphaf
trygginga meðal germanskra þjóða.
í annan stað varð hreppurinn til
úr þörf bænda á samvinnu um
smölun (fjallskil) og réttir, þegar
sauðfé tók að fjölga í landinu.
Réttarstemmningin í sveitum
Iandsins á sér því gott betur en
þúsund ára sögu. Þeir sem gleðjast
á góðri hauststundu, eftir göngur
á afréttir, standa vörð um gildan
þátt í þjóðmenningu okkar.
ÞAÐ HAUSTAR að, sögðu
gömlu mennirnir. Mörg heiti,
sem þeir notuðu, voru kennd til
haustsins: haustbati [þegar kindur
brögguðust eða fitnuðu á haustin],
haustskurður [slátrun að haust-
Iagi], haustbirtingur [silungur sem
gekk í vötn þegar þau var farið að
leggja], haustbæra [kýr sem ber
að hausti], haustbygg og haust-
hveiti [bygg og hveiti sem sáð var
að hausti], haustjafndægur [þegar
dagur og nótt eru jafnlöng] o.s.frv.
í heiðnum sið voru sérstök haust-
blót, haustveizlur, samkvæmt hefð-
um ásatrúar. Þar var öl til vinar
drukkið.
Ekki má gleyma haustvertíðinni,
veiðitíma að hausti, sem hófst 29.
september og stóð til 23. desember.
Haustannir hétu einu nafni hefð-
bundin bústörf áður en vetur gekk
í garð. Haustþing voru og haldin í
héraði að loknu Alþingi.
IMBRUDAGAR - hvaða dagar
eru nú það? Þrír upphafsdagar
hvers fjórðungs kirkjuársins í kaþ-
ólskum sið, „þriggja daga fasta“,
miðvikudagur, fimmtudagur og
föstudagur - eftir öskudag, hvíta-
sunnudag, krossmessu á hausti og
lúsíumessu.
Krossmessa á hausti er einmitt
í dag, 14. september, sem er 16.
sunnudagur eftir þrenningarhátíð.
Imbrudagar hefjast því komandi
miðvikudag.
Víkveiji gerir því ekki skóna að
íslendingar á tækni- og tölvuöld
fasti imbrudagana, eins og áar
þeirra gerðu í kaþólskum sið. Þó
hefðu þeir, sumir hveijir að minnsta
kosti, gott af því að leggja feit- og
kjötmeti til hliðar fáeina daga og
snæða í staðinn hollmeti haustupp-
skerunnar, grænt og gotL Þá
bragðaðist og trúlega rautt kjötið
- og máski rautt vínið sem með-
læti - enn betur í vikulokin.
IEFTIRMÆLUM góðskálds um
annað góðskáld er talað um
„hrungjörn lauf í haustskógi". Já,
sá tími er ekki langt undan að tré
felli lauf. Barrtré standa á hinn
bóginn áfram sígræn, vetur sem
sumar, nema lerkið, sem fellir barr-
ið. Að vori laufgast birkið, reynir-
inn, öspin og viðirinn á nýjan leik.
Og skógarfuglar bregða á leik. Það
er feikn mikil lífsorka í hing§ðkomu
farfuglanna - og „upprisu“ tijánna
til _nýs sumars.
í garði Víkvetja er urt af hvann-
arætt, Bjarnarkló trúi ég hún heiti,
sem verður góðir tveir metrar að
hæð og breiðir úr sér í toppinn.
Hún fellur niður í rót haust hvert
en vex á nýjan leik næsta sumar -
og öll sumur - sína tvo metra eða
svo í átt til himins. Vaxtarkraftur-
inn, hvaðan sem hann kemur, er
ótrúlegur!
Öll verðum við „hrungjörn lauf í
haustskógi". Og allir haustskógar
vakna til nýs sumars þegar vorsólin
rís.
i
ð
i
i
*
i
I
€
fl
4
4
i
3
fl
4
é
4
i
i
i