Morgunblaðið - 14.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1997 47
J-
FÓLK í FRÉTTUM
Djasshátíðin
Djass og trú
fyrir hug
og hjarta
„DJASSINN á rætur sínar að rekja í guðþjónustu
og bænasöng svertingja í Ameríku, blús og
gospeltónlist," segir séra Sigurjón Ái-ni Eyjólfs-
son héraðsprestur í Reykjavíkurprófastdæmi
eystra, „og ef marka má ævisögur djassara kemur
í ljós að margir þeirra hefja ferihnn sem hljóð-
færaleikarar í kirkjum í heimabæjum sínum.“
Djassmessa Sigurjóns er í dag kl. 11:00 í Ár-
bæjarkirkju og verður henni jafnframt útvarpað.
Hún er hefðbundin að öllu leyti nema því að djass-
tónverk koma í stað orgelleiks og kórsöngs.
„Djassinn er á heimavelli í guðþjónustunni," segir
Sigurjón Árni.
Hann segir að líkja megi hljóðfæraleik djass-
tónlistarmanna við lofgjörð. „Hjart-
sláttur guðþjónustunnar og djassins
eni í raun lofgjörð og bæn til guðs yfir
neyðinni," segir hann og að djassinn
hafi breiðst út þar sem kúgun og erf-
iðleikar voru til staðar. „Djassleikarar
eru einskonar predikarar.“
Sigurjón segir, að eins og prestar leggi út frá
texta dagsins, útleggi djassleikarar lögin í sólóum.
í messunni í dag syngur Egill Ólafsson, Bjöm
Morgunblaðið/Kristinn
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON er héraðs-
prestur í Reykjavíkurprófastdæmi eystra og hef-
ur spilað á saxófón í 25 ár og er mikill djass-
áhugamaður. I Menntaskóla var hann í hljóm-
sveitinni Evusonum með Stefáni S. Stefánssyni.
Sigurjón er guðfræðingur frá Háskóla íslands
og með doktorspróf uin réttlætingu og trú frá
háskólanum í Kiel í Þýskalandi. Hann spilar með
lúðrasveit Reykjavíkur.
Thoroddsen leikur á gítar, Gunnar Hrafnsson á
bassa og Ásgeir Óskarsson á trommur og taka
þeir yfir hlutverk kórsins og organista.
Er djassinn fyrir hugann og trúin fyrir hjartað?
„Við skírn krossa prestar við höfuð
og hjarta barnsins svo hugur og
hjarta leiðist að orði guðs,“ svarar sr.
Sigurjón sem telur að bæði djass og
trú höfði jafnt til tilfinninga og hugs-
unar. „Maður verður líka að geta
svarað fyrir trú sína með orðum og rökum. Við
þurfum að geta orðað hvað kristinn kærleikur
stendur fyrir.“
Jafnvægið milli ástar og skynsemi er staðfest.
Djassinn er á
heimavelli í
guðþjónustunni