Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 4
•r H'SHv'*rt>i’4» río «:tn/.i 4 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR * Arsfundur NAFO ákvað á ársfundi í vikunni að viðhalda sóknarstýringu á Flæmingj agrunni ÍSLENZK stjórnvöld munu áfram ákveða einhliða kvóta fyrir íslenzk skip, sem veiða rækju á Flæmingja- grunni, eftir að meirihluti aðildar- ríkja Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðistofnunarinnar (NAFO) sam- þykkti að halda áfram sóknarstýr- ingu á rækjumiðunum. Samkvæmt heimildum blaðsins er sennilegt að ákveðinn verði svipaður kvóti fyrir næsta ár og verið hefur í gildi á þessu ári. Arsfundur NAFO, sem lauk í St. Johns á Nýfundnalandi í gær, ákvað jafnframt að framlengja núverandi fyrirkomulag eftirlits með veiðunum í eitt ár. í skýrslu vísindanefndar NAFO, sem lögð var fyrir ársfundinn, kem- ur fram að umtalsverð minnkun afla sé nauðsynleg til að halda í skefjum fækkun kvendýra f rækjustofninum og til að vemda karldýrin. Vísinda- nefndin segir að verði veiðar á annað Island mun ákveða einhliða kvóta aftur borð leyfðar á næsta ári eigi að halda þeim í algjöru lágmarki. Því hefur verið spáð að heildarveiðin í ár verði 20-25.000 tonn, eða um helmingi minni en í fyrra. Vísindanefndin tel- ur þó að þessi samdráttur í veiðun- um kunni ekki að vera nægilegur til að koma í veg fyrir áframhaldandi hnignun stofnsins. Vísindanefndin segir hins vegar að hin mikla minnkun sóknar og afla í ár sé að stórum hluta að þakka því að íslendingar ákváðu einhliða að minnka veiðar sínar úr um 21.000 tonnum og niður í 6.800 tonna kvóta. Áfram eftirlitsmaður í hverju skipi Niðurstaða ársfundarins var sú að halda áfram sóknarstýringu og úthluta hverju ríki veiðidögum. Ákveðið var að úthluta sama fjölda og á þessu ári. í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu kemur fram að þessu hafi verið mótmælt af hálfu íslands, þar sem þetta fyrir- komulag gefi ekki kost á að mæta nauðsynlegum veiðitakmörkunum með hagkvæmum hætti. „Því var lýst yfir að ísland myndi í stað sóknárkerfis áfram ákvarða leyfi- legan heiidarafla íslenzkra skipa með einhliða aflamarki," segir þar. „Afstaða íslands vakti ekki sérstaka andstöðu á fuiidinum, enda virtist vaxandi skilningur. vera á því að veiðistjórnun íslertdiiiga væri skil- ■virk.“ Ovissa meðal foreldra barna á Austurborg því „það gæti skollið á verkfall“ MorgunblaðiWorkell RAGNHEIÐUR Lýðsdóttir var að sækja Atla Sigurðarson 2ja ára. Veit ekki hvað ég tek til bragðs“ EYDÍS ætlar að hjálpa Pétri Blöndal, pabba sínum, að vinna heima. „ÉG veit eiginlega ekki hvað ég tek til bragðs ef til verkfalls kemur,“ sagði Ragnheiður Lýðsdóttir, móðir Atla Sigurð- arsonar 2ja ára á Bangsalandi í Austurborg, í samtali við Morg- unblaðið f gær. Ragnheiður og aðrir foreldrar voru að tæma hólf barnanna f leikskólanum f samræmi við fyrirmæli frá starfsmönnum leikskólans á einum veggnum í anddyrinu - og ástæðan var gefin upp. „Það gæti skollið á verkfall!!“ Leikskólakennarar of lágt launaðir Ragnheiður tók reyndar fram að önnur amman ynni aðeins hálfan daginn og því væri vænt- anlega aðeins vandamál að fá gæslu fyrir Atla hálfan daginn. „Aðrir eru útivinnandi og sjálf er ég sjúkraþjálfari og á afar erfítt með að taka Atla með mér í vinnuna," sagði hún. Hún sagðist styðja kröfur leikskóla- kennara. „Leikskólakennarar eru og hafa alltof lengi verið of lágt launaðir," sagði hún. Pétur Blöndal alþingismaður var að sækja Eydísi Blöndal, 3ja ára, af Kattholti. „Af því að þing er ekki hafið get ég ef illa • stendur á unnið heima og verið með Eydfsi," sagði hann og Ey- dís jánkaði því að hún gæti vel hjálpað föður sfnum. „Eg á svo von á því að dóttir mín, 25 ára, geti hlaupið undir bagga,“ bætti hann við. Hugsanlega með mömmu f vinnuna Sigurður Reynisson var að sækja Sigrúnu Eir, 5 ára, af sömu deild. „Mamma hennar er ekki fóstra en vinnur á barna- heimili og ég veit að talað var um að kannski fengju starfs- mennirnir leyfi til að vera með sín eigin böm í vinnunni. Ef hún má ekki fara með mömmu sinni f vinnuna er hugsanlegt að ein amman geti hjálpað til. Ég á ekki von á því að við lendum f vanda ef verkfallið verður ekki mjög langt," sagði hann. Hann sagði að sér fyndist sjálfsagt að leikskólakennarar fengju mann- sæmandi laun eins og reyndar aðrar stéttir í þjóðfélaginu. FEÐGARNIR Jóhann Sigurðs- son og Viktor Jóhannsson. SIGRÚN Eir í fanginu á Sig- urði Reynissyni pabba sínum. Jóhann Sigurðsson var að sækja Viktor Jóhannsson, 5 ára, úr Olátagarði. Jóhann sagðist frekar eiga von á því að verk- fall skylli á. „Ef til verkfalls kemur fer Viktor til ömmu sinnar í Vestmannaeyjum. Allir aðrir em uppteknir og honum finnst gaman að fara hjá ömmu sinni. Amma hans er menntuð fóstra og er heima,“ sagði hann. Viktor vildi lftið annað um mál- ið segja en að hann þekkti nokkra skemmtilega krakka f Vestmannaeyjum. Pabbi hans sagðist styðja kröfur ieikskóla- kennara 100%. H O N D A Snyrtinám vinsælt í FB 5 - D Y R A með 115 hestafla VTEC vél og tveimur loftpuðum Argcró 1998 1.480.000,- HOIMDA JÖFN og stöðug eftirspurn hefur verið eftir námi á snyrtibraut í Fjölbrautaskólanum i Breiðholti frá því farið var að bjóða upp á þetta nám árið 1986. Enginn karl- maður hefur innritast á snyrti- braut. Stefán Andrésson, áfangastjóri FB, segir að 68 nemendur séu skráðir í nám á snyrtibraut. Hann segir að margir telji þetta mjög auðvelt nám en það sé fjarri sanni. Námið sé samningsbundið, þ.e. nemendur þurfa að komast á samning hjá snyrtistofum. Námið er 100 einingar og tekur tvö og hálft ár. Þar af eru þrjár annir í verklegu námi. „Erfiðleikar okkar felast í því að við höfum ekki getað tekið inn á hverja önn í verklegt nám. Aðeins tíu nemendur hafa komist að á hverri önn. Nemendur hafa því þurft að bíða eftir að komast í verklega hluta námsins. Sumir hafa lokið sjúkra- liðanámi í leiðinni og aðrir hafa lokið því sem þurft hefur til stúd- entsprófs. Enn aðrir hafa hætt námi meðan þeir bíða eftir að komast í verklega þáttinn," segir Stefán Andrésson. Mikið var rætt um eftirlit með yeiðunum á fundi NAFO. Af hálfu íslands var bent á að ekki væri þörf á svo víðtæku og kostnaðarsömu eft- irliti að hafa eftirlitsmann um borð í hverju skipi. Lagðist íslenzka sendi- nefndin gegn því að þessu yrði haldið áfram, á þeirri forsendu að kostnað- ur við eftirlitið gæti leitt til þess að veiðarnar yrðu óarðbærar. Meiri- hluti aðildarríkja ákvað engu að síð- ur að framlengja núverandi eftirlits- kerfi um eitt ár. „íslenzk stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til þess hvort þau uni þessari niðurstöðu," segir í tilkynningu ráðuneytisins. A NAFO-fundinum náðist sam- komulag um aðgerðir gegn skipum frá ríkjum, sem ekki eru aðilar að NAFO. Tillaga Færeyinga, sem ís-, land studdi, um að stækka rækju- veiðisvæðið, náði hins vegar ekki fram að ganga. Héraðsdómur í nauðgunarmáli Sýkna í janúar, 2 ára fang- elsi nú HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tæplega 19 ára pilt, Rafn Benediktsson, í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Dæmt var í sama máli í Héraðsdómi í janúar og var pilturinn þá sýknaður á þeirri forsendu að hann hefði ávallt neitað sakargiftum og bein- ar sannanir skorti. Þá sagði að stúlkan hefði verið staðföst f sín- um framburði, en áverkar hennar verið óverulegir. Málinu var áfrýj- að til Hæstaréttar, sem ómerkti þennan dóm og vísaði málinu til Héraðsdóms á ný, þar sem aðrir dómarar fengu það til úrlausnar. Stúlkan sem kærði nauðgunina í júní á síðasta ári var tæplega 17 ára þegar atburðurinn gerðist. Hún og pilturinn hittust í miðbæn- um að nóttu til og þáði hún far með honum. Hann ók hins vegar upp í Heiðmörk, þar sem hann kom fram vilja sínum. Pilturinn hélt því fram, að samfarir þeirra hefðu verið að frumkvæði stúlkunnar. Stúlkan og pilturinn voru sam- mála um að hún hefði afklætt sig sjálf, en það kvaðst hún hafa gert af ótta við hann myndi meiða sig. Þá hefði hann kastað sér út úr bílnum og komið fram vilja sínum. Læknir, sem skoðaði stúlkuna á neyðarmóttöku, sagði áverka á handleggjum hennar samrýmast þvi að haldið hafi verið þéttings- fast um þá. Frásögn hans ekki í samræmi við sönnunargögn í niðurstöðum dómara, Péturs Guðgeirssonar, Sigríðar Ólafsdótt- ur og Sigurðar Halls Stefánssonar, segir að frásögn Rafns um hvernig stúlkan hafi leitað á hann í bílnum verði að teljast fráleit í Ijósi ungs aldurs hennar, reynsluleysis og af- stöðu til kynlífs, auk þess sem frá- sögn hans rekist í veigamiklum at- riðum á hin sýnilegu sönnunar- gögn í málinu. Grasstrá sem fannst við skoðun á stúlkunni á neyðai-móttöku styrki frásögn hennar um að sam- farirnar hafi verið á jörðinni við bílinn, en ekki inni í honum og vitnisburður vinkonu hennar, sem hitti hana fyrst eftir atburðinn, renni stoðum undir greinargóða og trúverðuga frásögn stúlkunnar. Auk tveggja ára fangelsisvistar er Rafni gert að greiða stúlkunni rúma eina milljón ki’óna í miska- og þjáningabætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.