Morgunblaðið - 20.09.1997, Síða 16

Morgunblaðið - 20.09.1997, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Danskir nem- endur heim- sækjajafnaldra í Stykkishólm Stykkishólmi - Það hefur Iöngum verið talað um að danskt yfirbragð sé yfir Stykkishólmi. Danskir dagar eru haldnir árlega til að minna á þessi tengsl. Undanfarna daga hafa Hólmar- ar enn betur verið minntir á dönsk samskipti. Hér hafa dvalið tvær bekkjardeildir frá Dan- mörku og heimsótt jafnaldra sína í Stykkis- hólmi og eru 40 nemendur í báðum hópunum. Nemendur 9. bekkjar Grunnskólans hafa undanfarna tvo vetur skrifast á við jafnaldra sína í Gladsaxe sem er rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn. í framhaldi af bréfaskriftunum var ákveðið að dönsku krakkarnir kæmu í heimsókn til Stykkishólms. Þeir fengu styrk frá Evrópusambandinu til fararinnar. Á meðan þeir dvöldu hér unnu þeir verkefni í samvinnu við gestgjafana. Verkefnið var „Stykkishólmur - en landsbygd i Island. Krakkamir skoðuðu hvemig það væri að búa í Stykkishólmi og bám það saman við sitt eigið samfélag. Þá komu hingað á sama tíma 20 nemendur frá Kolding og heimsóttu jafnaldra sína í 10. bekk. Báðar þessar heimsóknir tókust mjög vel og heyrðist danska víða og oft töluð á götum úti. Skipulagðar vom ferðir um ná- grennið og fengu dönsku nemendumir gott tækifæri að kynnast Stykkishólmi og nemend- um skólans. Svona nemendasamkipti em mik- ilvæg fyrir alla þá sem taka þátt í þeim. Það myndast tengsl á milli nemendanna sem geta haldist í langan tíma og svo verða nemendur jákvæðari gagnvart dönskukennslu er þau sjá á lifandi hátt gagnsemi þess að kunna dönsku. Reiknað er með að nemendur 9. og 10. bekkj- ar endurgjaldi heimsóknina síðar. Farið verður í Tálkna í mánaðarlok BJÖRN Óli Hauksson, sveit- arstjóri í Tálknafirði, segir að afskaplega erfitt sé að smala af Tálknanum og það sé ástæða þess að sauðfé hafi safnast þar fyrir. Hann segir að til standi að kanna þetta með vettvangsferð í lok mánaðarins. Bjöm Óli segir að sumir vilji kalla þetta útigangsfé en aðrir villifé. „Þetta er ekki eins og venjulegt fé, heldur er það afskaplega fælið og erfitt að ná því. Þarna voru 50-60 kindur þegar mest var en síðan voru gerðar nokkrar tilraun- ir til að ná þeim með hefð- bundinni smölun. 1995 náð- ist mestallt féð og ef til vill eru þarna um tólf kindur núna, en það hafa heyrst bæði hærri og lægri tölur,“ sagði Björn Oli. Mælir ekki með því að féð verði skotið Hann mælir ekki með því að skjóta kindurnar. Að- stæður séu erfiðar í klettum og kindurnar styggar og því engin trygging fyrir því að þær drepist heldur geti þær særst og kvalist í langan tíma. Bjöm Óli segir að í bréfi frá Sigurði Sigurðar- syni dýralækni á Keldum, sem hann sendi 1995, þegar menn töldu sig hafa hreins- að Tálkna, hafi því ekki ver- ið haldið fram að kindurnar væru með riðu. Tálkninn hafí verið smal- aður reglulega og sýni tekin. 1991 fannst ekkert merki um riðu í fénu, en 1995 fundust vefjabreytingar í nokkrum kindum sem líkt- ust byrjandi riðusmiti. Bjöm Óli segir að sú spuming hafí einnig vaknað hvort áhugavert gæti verið að rannsaka kindumar út frá atferlisfræðilegu sjónar- miði. Fróðlegt gæti verið að skoða stofn sem hefði verið villtur svo lengi. „Hægt væri að setja upp girðingar til að fénaðurinn slyppi ekki út af svæðinu. Riðuveiku fé er þó auðvitað að lóga. En það stendur til að fara í fjallið og kanna aðstæður betur í lok septem- ber,“ sagði Bjöm Óli. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason 40 nemendur frá Gladsaxe við Kaupmannahöfn og Kolding dvöldu í heimsókn hjá jafnöldrum sinum í Stykkishólmi. Þurftu nemendur að láta reyna á dönskukunnáttu sína þessa daga. Gestirnir fóru víða m.a. i Flatey og með Eyjaferðum í siglingu um Breiðafjarðareyjar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson STJÓRN Skógræktarfélags Hrunamanna ásamt Laufeyju f.v. Ragnar Kristinsson, Sigríður Jónsdóttir og Eiríkur Ágústsson. Gjöf til stofnunar lystigarðs Hrunamannahreppi - Laufey Indriðadóttir frá Ásatúni sem nú er búsett á Flúðum færði skóg- ræktarfélagi sveitarinnar 20. ág- úst sl. þijár milljónir króna að gjöf sem veija skal til stofnunar lystigarðs í Hrunamannahreppi. Gjöfina gefur Laufey til minning- ar um þau systkinin, en bræður hennar Hallgrímur og Óskar Guðlaugur eru látnir. Systkinin tóku við búi í Ásatúni af foreldr- um sínum þeim Gróu Magnús- dóttur og Indriða Grímssyni og bjuggu þar frá 1940 til ársins 1988. Gjöfina afhenti Laufey á afmælisdegi móður þeirra systk- ina en þá voru liðin 120 ár frá fæðingu hennar. Það var til þess tekið hve blómsturgarðurinn í Ásatúni var fagur og vel hirtur, enda fengu þau systkinin snemma áhuga á skógrækt og ræktun blóma. „Það má segja að áhuginn á skógrækt hafi kviknað hjá okkur þegar ungmennafélagið gaf okk- ur fyrstu hrisluna árið 1925. Hún var gróðursett fyrir framan bæ- inn, hún er nú orðin mjög mynd- arlegt tré,“ sagði Laufey. „Við áttum jörð og seldum hana en við áttum enga afkomendur þannig að mér finnst réttara að leggja þessu áhugamáli lið en að tæta þessa peningaupphæð í sundur til margra erfingja. Eg vona að af þessu geti orðið að gerður verði skrúðgarður og þá helst hér á Flúðum og að þessi upphæð verði til að hrinda því af stað.“ Sigríður Jónsdóttir á Fossi, formaður Skógræktarfélags Hrunamanna, sagði að þetta væri afar höfðingleg gjöf og vel þegin og nú gæti væntanlega sá draum- ur ræst sem marga hefði dreymt um að gera skrúðgarð í sveit- inni. Þess má geta að allmargir fagrir skógarreitir eru hér í Hrunamannahreppi, enda skil- yrði til skógræktar talin góð. Sérleyfisferðir milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða Enginn rekstr- argrundvöllur án póstflutninga Morgunblaðið/jt INDRIÐI Margeirsson á Breiðdalsvík við stærri bílinn, 38 manna Mercedes Benz, sem notaður hefur verið til hópferða. EFTIR að Póstur og sími sögðu upp samningum við Sérleyfisbíla Suður- fjarða um flutning á pósti milli Egils- staða og Breiðdalsvíkur telur Indriði Margeirsson rekstrargrundvelli kippt undan rekstri fyrirtækis síns. Hefur hann undanfarin ár annast sérleyfisakstur milli Breiðdalsvíkur og Egilsstaða og stóðu póstflutning- amir að verulegu leyti undir rekstr- argrundvelli fyrirtækisins. Á vegum Sérleyfisbíla Suður- fjarða hefur verið ekið virka daga frá Breiðdalsvík í veg fyrir flug á Egilsstöðum um Stöðvarfjörð og Fáskrúðsfjörð. Indriði segist hafa notað 11 manna Toyota-bíl til flutn- inganna og hefur kona hans, Her- borg Þórðardóttir, séð um þann akst- ur á sumrin meðan Indriði hefur annast hópferðaakstur á 38 átta manna Mercedes Benz rútu sem þau eiga einnig, einkum út frá Reykja- vík. Þau segja að pósturinn hafí gefíð um 60% af tekjum við sérleyfis- aksturinn enda séu farþegar ekki margir. Póstsamningnum var sagt upp á liðnu vori en síðan framlengd- ur út ágúst. Um 500 áskoranir frá íbúum „Ég hef verið að kanna hjá sam- gönguráðuneytinu hvort einhver grundvöllur sé fyrir áframhaldandi styrk og sveitarfélögin vita af þess- um vanda. Það er ljóst að margir Ibúar þessara staða þurfa á sérleyf- isþjónustu að halda,“ segir Indriði og á hann þar bæði við farþega- flutningana og alla þá sem notfæra sér þjónustu rútunnar vegna flutn- ings á smápökkum og ýmsan erind- rekstur og „reddingar" sem bílstjór- ar sérleyfisbíla taka jafnan að sér á ferðum sínum. Um 500 manns, íbúar á Breiðdal- svík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði, hafa skrifað undir áskorun til þing- manna og ráðherra um að gripið verði til nauðsynlegra aðgerða til að halda megi þjónustunni áfram. Þau hjón segja ekki margt til ráða ef rekstrarstyrkur fæst ekki, erfítt verði að selja bílana og slæmt sé einnig fyrir svæðið ef stóri hópferða- bíllinn fer úr plássinu, þá þurfi að kalla til bíla frá Egilsstöðum eða Höfn til að annast akstur með nem- endur og aðrar hópferðir ef þær leggist hreinlega ekki af. Bruni í Suðursveit Pjárhús- hlaða gjör- eyðilagðist FJÁRHÚSHLAÐA við bæinn Breiða- bólstað í Suðursveit gjöreyðilagðist í eldi I fyrrakvöld. Vegfarandi á leið framhjá bænum varð eldsins var og vakti húsráðendur og um klukku- stund síðar kom slökkviliðið á Höfn á vettvang. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Höfn í Homafirði barst til- kynning um eldinn um kl. 00.50 að- faranótt föstudags og var slökkvilið- ið á Höfn komið að Breiðabólstað um kl. 2 en leiðin er milli 60 og 70 km. Þá höfðu húsráðendur fengið hjálp frá nágrönnum og hafið slökkvistarf, gátu m.a. varið fjárhús- ið við hlöðuna. Lögreglan á Höfn sagði ljóst að eldur hefði kraumað lengi því sá sem fór hjá garði á leið úr Reykjavík sagði að járnið á þakinu hefði verið farið að roðna af hita. Eldsupptök eru með öllu ókunn en ekkert hey var í hlöðunni, einung- is timbur, og sagði lögreglan þó ekki útilokað að hitnað hefði í moðsalla sem kveikt hefði í þurru timbrinu. Hlaðan gereyðilagðist, aðeins standa uppi steyptir veggir. Hún var tryggð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.