Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GEÐHJALP MÓTMÆLIR GEÐHJÁLP, samtök fólks með geðsjúkdóma og að- standenda þeirra, hafa mótmælt áformum um niður- skurð í geðheilbrigðisþjónustu, sem samtökin telja að felist í nýju samkomulagi heilbrigðisráðherra, fjármála- ráðherra og borgarstjórans í Reykjavík. Samkomulagið gerir m.a. ráð fyrir því að flytja geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur yfír á Grensásdeild, en taugadeild, sem þar er fyrir, í núverandi húsnæði geðdeildarinnar. Hannes Pétursson, yfírlæknir á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag að hugmyndir um flutning geðdeildarinnar og fækkun sjúkrarúma séu óraunhæfar. Hann segir nauðsynlegt að hafa öfluga geðdeild í aðalbyggingu Sjúki’ahúss Reykja- víkur, m.a. vegna slysadeildar þar, en þangað komi á ári hverju milli 800 og 900 einstaklingar vegna bráðra og oft alvarlegra geðkvilla. Að auki sé Sjúkrahús Reykjavíkur deildaskipt háskólasjúkrahús, sem verði að geta veitt sér- fræðiþjónustu og stundað rannsóknir og kennslu á öllum helztu sviðum læknisfræðinnar. Það sé einnig mikilvægt til að draga úr fordómum og mismunun gagnvart geð- sjúkum, að geðdeild sé staðsett í aðalbyggingu sjúkra- hússins, þar sem geðsjúkir njóti meðferðar við sömu að- stæður og aðrir. Torfí Magnússon, starfandi yfírlæknir á Grensásdeild, segir fjármuni, sem ætlaðir séu til breytinganna, ónóga, en gera þurfí allviðamiklar breytingar á því húsnæði, sem geðdeildinni sé ætlað að flytja í. I mótmælum Geðhjálpar, sem íyrr er vitnað til, segir að bíða hefði átt með ákvarðanir sem þessar þar til nefnd, er vinnur á vegum heilbrigðisráðuneytisins að'stefnumótum í málefnum geðsjúkra, skilaði niðurstöðum. Þar segir enn- fremur að sífelldur niðurskurður á geðdeildum geti lamað svo geðheilbrigðisþjónustuna, að hún geti ekki sinnt hlut- verki sínu, því sjúklingum fækki ekki, og ekki sé hægt að fresta innlögnum bráðveikra. Hér verður ekki lagt mat á ráðgerða flutninga á geð- deildinni. Það er hinsvegar sýnt, af athugasemdum fagað- ila, sem hér hefur verið vitnað til, að ekki hefur verið haft það samráð við þá, eða tekið það tillit til sjónarmiða þeirra, sem vænta hefði mátt. Mergurinn málsins er ein- faldlega sá að meðferð og umönnun geðsjúkra verði ekki skert frá því sem nú er, fremur aukin og bætt. Sama gild- ir um kennsluþátt og rannsóknir. Sterkar líkur standa til þess að frekari skerðing geðheilbrigðisþjónustu auki út- gjöld en leiði ekki til sparnaðar, þegar til lengri tíma er litið, þ.e. safni óleystum vanda í lón, sem brýzt fram fyrr en síðar. Það er alltaf óafsakanlegt, en einkum og sér í lagi á uppgangstímum í þjóðarbúskapnum, að auka á vanda þeirra sem sjúkir eru. Þeir eiga bæði lagalegan og siðferðilegan rétt á beztu fáanlegri heilbrigðisþjónustu á hverjum tíma. UMBÆTUR BLAIRS HALDA ÁFRAM STUÐNINGUR Walesbúa við eigið þing í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í fyrradag var minni en margir bjuggust við, einkum eftir hin afgerandi úrslit í atkvæða- greiðslu um aukna sjálfsstjórn í Skotlandi viku áður. Eigi að síður er sigur stuðningsmanna þingsins staðreynd, þótt aðeins rúmlega 6.700 atkvæði hafi skilið á milli. Ymsar skýringar kunna að vera á því hversu mjótt var á munum. Annars vegar er þjóðarvitund Walesbúa senni- lega veikari en Skota, þótt þeir hafi það umfram Skota að umtalsverður hluti þjóðarinnar talar enn eigið tungumál - sem sýnir að þjóðarvitund er ekki einvörðungu háð tungumáli. Hins vegar má segja að hefð sé fyrir áhugaleysi um stjórnmál og lítilli kosningaþátttöku í Wales, enda mætti ekki nema um helmingur kjósenda á kjörstað. En naumur meirihluti er samt meirihluti og niðurstaðan í Wales þýðir að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, getur haldið ótrauður áfram að hrinda umbótum sínum á stjómskipan Bretlands í framkvæmd. Næst á dagskrá hjá honum er að halda atkvæðagreiðslu um borgarstjóra í London og færa völd og verkefni til héraðsstjórna. SAMEINING SVEITARFE VERÐI af samein- ingu Neskaupstað- ar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, sem kosið verður um 15. nóvember næstkomandi, munu for- ráðamenn sveitarfélagsins krefjast umbóta í samgöngumálum. For- gangsatriði í þeim efnum eru ný jarðgöng undir Oddsskarð, úr Fann- ardal í Norðfírði til Eskifjarðar. Einnig þykir sveitarstjórnamönnum nauðsynlegt að bæta veginn milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar sem þeir telja orðinn varasaman. Nýsamþykkt sameining fimm sveitarfélaga á Héraði, þ.e. Egils- staðabæjar og sveitahreppanna í kring, Skriðdalshrepps, Vallar- hrepps, Hjaltastaðaþinghár og Eiða- þinghár, er gerð í þeim tilgangi að styrkja byggðina á Héraði og er grundvöllur hennar að sögn Helga Halldórssonar bæjarstjóra. „Við munum leggja áherslu á að sam- göngur innan alls fjórðungsins verði bættar því þær eru líka gnmdvöllur þess að sveitarfélög geti tekið á sam- eiginlegum verkefnum. Landamæri sveitarfélaganna minnka í réttu hlutfalli við bættar samgöngur og tengsl sveitarfélaganna aukast. Ég get nefnt sem dæmi að menn héðan sækja daglega vinnu til Seyðisfjarð- ar og það á við um fleiri staði,“ sagði Helgi. Nefndi hann sem dæmi að for- stöðumaður Byggðastofnunar á Egilsstöðum býr á Reyðarfirði, Þró- unarstofa Atvinnuþróunarfélagsins er á Seyðisfirði en starfsmenn henn- ar búa á Egilsstöðum, í Fellabæ og á Reyðarfirði, forstöðumaður Skóla- skrifstofu Austurlands á Reyðarfirði býi’ í Neskaupstað og forstöðumaður heilbrigðiseftirlitsins, sem hefur að- stöðu á Reyðarfirði, býr á Egilsstöð- um. Þannig starfa menn og búa þvers og kruss um fjórðunginn. Sveitarfélögin 19 í stað 27? Á Austurlandi eru nú 27 sveitarfé- lög en verða 21 eftir fyrrgreinda sameiningu en gætu farið niður í 19 verði af sameiningu bæjanna þriggja. Telja má víst að um frekari sameiningu á Héraði geti orðið að ræða á næsta kjörtímabili og að sveitarfélögunum fækki enn. Nefna sumir að best væri að sameina allan fjórðunginn en óvíst er að það þyki öllum raunhæft. Áhugi er á því að fá Borgarfjörð eystri og Seyðisfjörð inn í sveitarfélögin fimm austan Lagarfljóts og þegar (eða ef) sveit- arfélög norðan fljótsins sameinast má búast við frekari samruna á Hér- aði öllu. Norðan fljóts hefur sameining Hlíðarhrepps, Jökuldalshrepps og Tunguhrepps verið samþykkt en eft- ir standa þá Fellin og Fljótsdalur. (Því má skjóta hér inn að málvenja er á Héraði að segja austan og norð- an fljóts, það eru höfuðáttirnar tvær á þessum slóðum). Helgi Halldórs- son segir að í yfirlýsingu sveitarfé- laganna í tengslum við sameiningar- kosninguna lýsi þau sig hlynnt því að á Héraði verði eitt sveitarfélag og því beri að stefna að sameiningu þeirra. Fyrirhuguð sameining sveitarfé- laganna þriggja niðri á fjörðum hef- ur þá sérstöðu að þau eru öll vel stödd fjárhagslega og enginn sérstakur vandi er uppi sem rekur þau til sameiningar. Sveitarfélögin öll hafa boðið þegnum sínum sambærilega þjónustu IBÚAR nýs sveitarfélags Egilsstaða og fjögurra sveitahrepp; á Egilsstöðum og samtals Sterkar samkeppr Það hefði og aukna þyngd í sam- skiptum við ríkisvald og önnur sveit- arfélög. íbúar í Neskaupstað eru rúmlega 1.600, á Eskifirði búa rétt yfir þúsund manns og um 700 á Reyðarfirði. Allt frá árinu 1991 hefur íbúum Neskaupstaðar farið fækkandi en þá voru þeir rúmlega 1.700. Á þessu ári er fjöldi aðfluttra 7 umfram brott- flutta. Á Eskifirði bjuggu árið 1971 977 íbúar og fóru í 1.064 árið 1995. Það sem af er þessu ári hefur íbúum fækkað um 35. Á Reyðarfirði bjuggu árið 1971 646 og það sem af er árinu hefur þeim fækkað um 5. í samtali við nokkra s Austurlandi komst Jó því að víða er áhugi m ingu sveitarfélaga. Me< ast grunnur til sókn Minni bein áhrif? Eitt vinnu- svæði með bættum sam göngum á flestum sviðum og þau hafa öll þrjú lengi átt samstarf um rekstur skíðasvæðis og Reyðarfjörður og Eskifjörður reka saman tónlistarskóla. Þá hafa þau ásamt Búðahreppi, Fáskrúðsfjarðar- hreppi og Stöðvarfirði rekið saman sorpsamlag. Rök fyrir sameiningu eru einkan- lega þau að 3.300 manna sameinað sveitarfélag verði öflugra til að standa undir nauðsynlegri nýsköpun og fjárfestingu, ekki síst í atvinnulífi og samkeppni við aðra landshluta um að halda í vinnuaflið og íbúana og fá nýja starfsemi inn á svæðið. í spjalli við forráðamenn þessara sveitarfélaga kom fram að undir niðri örlar á áhyggjum einstakra að- ila sem hafa haft bein og óbein áhrif á ýmsar ákvarðanir í heimabyggð sinni vegna þess að þessi áhrif geti minnkað við sameiningu. Pólitíkin geti einnig horft öðrum augum á sameiningu og ________ áratuga meirihlutasam- starf geti verið í uppnámi eins og til dæmis í Neskaupstað. Þeir benda jafnframt á að þröng pólitísk sjónarmið megi ekki villa mönnum sýn í þessum efnum. Hér verði að horfa út fyrir þrönga hags- muni einstakra hópa, flokka eða bæjarfélaga. „Menn verða fyrst og fremst að hugsa um hvað gerir svæðið sterkt. Við getum ekki hugsað um það hvort einhver flokkur fær fleiri eða færri atkvæði eða hvort við missum meiri- hlutann hér í Neskaupstað þrátt fyr- ir að okkur þyki mörgum vænt um hann og hann skipi hæft fólk. Það er fleira sem horfa verður til,“ segir VERÐI af sameiningu Neskaupstac munu forráðamenn þeirra krefjast Eskifjarðar og endurbóta á veginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.