Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 27 AÐSENDAR GREINAR Styrkjastefna og sérhagsmunadýrkun SJÖUNDI kafli fram- haldssögu Hannesar Hólmsteins (15. ág.) er að mestu skætingur út í Þorvald Gylfason og forfeður hans, en einnig er mótmælt þeirri skoð- un Þorvalds og Garys Beckers að gjafakvótinn sé ríkisstyrkur til út- gerðarinnar. Styrkurinn er svo augljós að ekki tekur tali, en hann er skilyrðislaus og þarf því ekki endilega að spilla meðferð styrkfjárins. Eina réttlæting gjafa- kvótastefnunnar sem tekur því að ræða er raunar að hún sé ríkisstyrkur til hóps af skynsömu fólki til að veija árlega eins og þeim sýnist gróðanum sem kvótakerfið býr til. A slíkt má líta ef menn ganga út frá því að i) al- menningur og ríkisvaldið séu svo vit- laus að þeim sé ekki treystandi fyrir peningum en hinn útvaldi hópur skynsamur, aðsjáll og þjóðrækinn og ii) mark- aðsöflin séu einhverra hluta vegna ófær um að halda upp nógu háu fjárfestingarstigi. Auð- vitað felst í fyrri rök- semdinni bullandi for- ræðishyggja og styrkj- um fylgir augljós hætta á spillingu, mútum, frændhygli og vinhygli, enda var það einhver svona röksemdafærsla sem verjendur iéns- skipulagsins notuðu. í gjafakvótakerfmu er hinn útvaldi hópur íjár- festa auk þess óskyn- samlega valinn, því það er ekkert vit í að festa tekjurnar af kvótanum að marki aftur í íslenskum sjávarútvegi. Það væri að vekja upp offjárfesting- ardrauginn. Þar sem sérþekking út- gerðarmanna er einmitt í útgerð, er meira vit fyrir kvótaeigendur, sem ekki eru að flytja til Bahama, að Ekki er að sjá, segir Markús Möller í fimmtu athugasemd sinni, að sti'órnmála- heimspekin eða reynsl- an úr baráttunni hafí aukið Hannesi trúna á lýðinn eða leiðtogana. kaupa erlend sjávarútvegsfyrirtæki. Kaup á erlendum fyrirtækjum færast í vöxt, en hækka ekki laun á ís- landi. Miklu betri leiðir eru auk þess tiltækar ef efla þarf íjárfestingu. Með því að lækka eða afnema tekjuskatt fyrirtækja ykist íjárfestingarfé í höndum þeirra sem sannanlega kunna að græða, fjárfesting á íslandi yrði vænlegri og hvatinn til launa- hækkana ótvíræður. Markús Möller ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 919. þáttur VILFRÍÐUR vestan hefur sent mér svo margar limrur, að mér þykir við hæfi að geta nafns hennar að nokkru, og það þó sumar limrumar hafí verið nokk- uð ópenar. Fyrst er þar til að taka, að fyrri hluti nafnsins táknar eitt- hvað sem er mönnum í vil, þeir vilja eða þeim þóknast vel. Síð- ari liðurinn táknar allt frá vernd og friði til fríðleiks og ástar. Þetta er því afar fallegt nafn. En samt er það sjaldgæft. Erik Henrik Lind fann ekki nafnið Vilfríður í vesturnor- rænum bókmenntum fyrir 1500, en þekkt er það úr íslenska ævintýrinu um Vilfríði völufegri. Enginn veit hversu gamalt það er sem skírnamafn hér á landi eða hvernig það kom til, en í manntalinu fræga 1703 var ein, Vilfríður Guðmundsdóttir, eins árs bóndadóttir í Munaðstungu í Reykhólahreppi. Nafnið hélst illa. Engin var í manntölunum 1801 og 1845, en 1855 skýtur því upp í Suður- Múlasýslu. Síðan fjölgaði aðeins; árið 1910 voru sjö, fæddar dreift, árin 1921-1950 skírðar sex, og í þjóðskrá 1989 voru níu sem hétu svo einu nafni eða fyrra af tveimur og a.m.k. ein síðara nafni. ★ Aukafallsliðir (framhald). III. í eignarfalli. Er nú ekki eins feitan gölt að flá og síðast og sömuleiðis verra að finna beinar samsvaranir í latínu. Ekki vantar þó genitífa þar, en þeir eru ekki eins algengir og ablatíf- arnir í aukafallslið. a) Tímaeignarfall, sjá tíma- þolf. og tímaþáguf. Nú mjög sjaldgæft, svo óyggjandi sé: Þetta gerðist þrítugasta þessa mánaðar. Þarna mætti segja að eignarfallið stýrðist af tölu- orðinu og væri þá sambærilegt við gen. partitivus í latínu: Caes- ar ibi multum temporis in castr- is manebat. En í fornu máli höf- um við skýr dæmi um tímaeign- arfall: Komið einir tveir, komið annars dags. (Völdundarkviða; ærið gömul.) b) Staðareignarfall (gen. loci). Bæði þessa heims og ann- ars. Og Þrymskviða: Mætti hann Þór miðra garða, þ.e. í miðjum görðunum. Livia longum aevum Romae vixit. (Livia lifði langa ævi í Róm.) c) Eðliseignarfall (gen. qualitatis). Þetta er þriggja hæða hús. Hann var maður mikillar visku. Vir ... magni animi, magnae inter Gallos auctoritate. (Maður mikils hug- ar og mikils áhrifavalds meðal Galla.) Já, og í Guðmundar sögu góða eftir Arngrím Brandsson segir um ísland að þar sé enginn skógur „utan björk og þó lítils vaxtar“. d) Tillitseignarfall, sjá II. g. Vegurinn er illur yfirferðar. Glámur var vondur viðskiptis. e) Fijáls nafngift: Við verð- um að hefjast handa. Fór hann þangað þess erindis að biðja konungi liðveislu. Konungi er þarna þægindafall (dat. commodi). Er þá um sinn lokið við auka- fallsliði. ★ Hlymrekur handan kvað: Það kom agent til afa með hör og ávarpaði mig Sir, en ég var ekki afi, enda afi á kafi í öðru og farinn á Blur. ★ Haraldur Guðnason í Eyjum sendir mér enn skemmtilegt og fróðlegt bréf, og við því tekið með þökkum. Hér er fyrri hluti: „Kær heilsan, Gísli Jónsson. Þökk fyrir mig fyrr og síðar og þættina. Kristmundur kennari úr Döl- um sagði, að Landeyingar töluðu fjölbreytilegt mál. Mér fannst annað, mest rætt um veður, fén- aðarhöld og sprettuhorfur um Jónsmessu. En þeir brúkuðu talsvert dönsk orð en kunnu þó ekki dönsku. Kannski áhrif úr Eyjum sem voru hálf-danskur staður fram til aldamóta síðustu. Spurt var um billegt í búðunum, en verðið gat orðið forskillegt. Verslunarþjónarnir hupplegir eða óuppdregnir. Oft voru haldnar axjónir, fremur en upp- boð. Bóndi í Landeyjum seldi hangiket úti í Eyjum. Hann kvaðst hafa plakatað á götu- staur og það bar árangur. Vont var ef eitthvað forhal- aðist (frestaðist), allareiðu þurfti að hafa þar gát á. Bæjar- húsin voru yfirleitt brostfeldug. Á betri bæjum voru fín kames og þar voru jafnvel kokkhús. Oftar var talað um konv- uluktir en umslög. Frænka sagði: Hvaða rekagátt er þetta í þér, strákur? Afskiptasemi!" [Sjá þátt 911.] ★ „Það er nefnilega mjög mikil- vægt að íslendingar geti tjáð sig á sínu eigin máli án þess að þurfa sífellt að grípa til erlendra orða til að koma máli sínu til skila. Annars er ákveðin hætta á að erlendu orðin festist í mál- inu og það myndi hafa töluverð áhrif á tunguna. Við erum ís- lendingar og í gegnum tíðina hefur það verið eitt aðaleinkenni okkar að við tölum íslenska tungu. Málið er einn af þeim þáttum sem gera okkur að Is- lendingum.“ (Kristín M. Jó- hannsdóttir: Daglegt mál, Rík- isútvarpinu.) ★ í Annál 19. aldar (III, 251) segir: „ .. . og voru 14. septem- ber þegar komnir á land millum Fáskrúðsfjarðar og Vopnafjarð- ar 16 hvalir og hvalbrot." Er nokkurt gagn í þessari tilvitnun, ef haldið er áfram skoðanaskipt- um um orðalag Jónasar „að bijóta hval á sandi“? Lönd Vort land er í sannleika sæland, og svo er það auðvitað snæland. En nú er það víst, þó menn vilji það síst, að verða eitt allsheijar Thailand. (Rúnar Kristjánsson.) Auk þess er þess getandi, að menn „gyrða“ ekki niður um sig, heldur leysa. Og spakmæli eftir Þórhall Guttormsson cand.mag.: Seig eru sifjabönd- in. Sama dag og sjöunda greinin birt- ist birtist ádrepa Benjamíns Eiríks- sonar sem benti m.a. á að endurtekn- ar fullyrðingar um að gjafastefnan væri forsenda hagkvæmni væru rangar og að sá grundvallarmunur væri á landskattsfyrirætlunum Henry George og tillögum um veiði- gjald, að land höfðu þeirra tíma menn eignast löglega og í góðri trú svo það var yfirleitt sjálfsaflafé í raun, þar sem aftur á móti gjafa- kvótamenn vilja gefa útgerðinni ný verðmæti sem almannavaldið bjó til og útgerðin átti engan þátt átt í að skapa. Hannes svarar daginn eftir. Það er fróðlegt að í svarinu kemur í ljós að honum hefur ekki í ítrekuð- um bréfaskriftum tekist að snúa Gary Becker frá villu síns vegar. En Hannes setur líka fram tvær kenningar: Önnur kenningin er sú að þar sem stjórnmálamenn fari verr með það sem þeim er treyst fyrir heldur en útgerðarmenn með eignir sínar, þá hljóti allt annað að vera vond hagfræði en að gefa út- gerðinni kvótann. Jafnvel þótt menn kyngi því algera vantrausti á stjórn- völd sem í þessu felst, má færa gegn þessu að minnsta kosti tvenns konar rök. í fyrsta lagi væri auðvelt að einkavæða kvótaverðmætið án þess að mismuna landsmönnum, t.d. með því að hver íslendingur yrði frá vöggu til grafar handhafi eins hlutar í heildarkvóta landsmanna. í öðru iagi eiga allir sem hafa gripsvit á hagfræði að þekkja að hún segir ekkert til um hvort betra sé að bæta hag fáeinna mjög mikið eða bæta hag allra landsmanna þónokkuð. En það liggur nokkuð beint við hvort yrði ofan á ef það væri lagt fyrir alla landsmenn í atkvæðagreiðslu. Hin kenning Hannesar er að ekki hefði verið hægt að koma á kvóta- kerfinu nema með því að gefa út- gerðarmönnum kvótann og því hafi það verið sjálfsagt. Eðlileg útvíkkun á þessari kenningu er að þegar færi eru á að bæta aimannahag og sér- hagsmunahópar geta þvælst fyrir, þá sé eðlilegt að leysa málið með því að allur ágóðinn af breytingunni renni til sérhagsmunahópanna. Það er ljóst að þegar kvótakerfmu var komið á, voru gríðarleg ný verð- mæti til skiptanna. Ályktun Hann- esar hlýtur að vera að landsfeðurnir séu ófærir um að gera þjóðinni og útgerðarmönnum grein fyrir sóknar- færunum sem kvótinn veitir eða að útgerðarmenn séu svo óbilgjarnir að þeir hefðu frekar hindrað framfarir en að gefa eftir nokkuð af hagnaðin- um. Ekki er að sjá að stjórnmála- heimspekin eða reynslan úr barátt- unni hafi aukið Hannesi trúna á lýð- inn eða leiðtogana. Höfundur er hagfræðingur. Af hverju að loka Hafnarstræti? NÚ ÞEGAR haustið gekk í garð fram- kvæmdi R-listinn þá ákvörðun sína að loka Hafnarstræti, þannig að ekki er lengur hægt að aka til austurs frá Pósthússtræti. Þegar í ljós kom að ákvörðun um lokun götunnar hafði verið tekin í and- stöðu við Miðborgar- samtökin fluttum við sjálfstæðismenn til- lögu í borgarráði um að hætt yrði við þetta og málið látið bíða þar til fyrir lægi nýtt deili- skipulag að miðbæn- um. Tillögu um að hætta við að loka götunni var hafnað af R-listanum með frávísunartillögu. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir þeirra sem starfa og eru með rekstur í Borgaryfirvöld eiga ekki sífellt að leggja steina (eða stólpa) í götu fólks, segir Inga Jóna Þórðardóttir, heldur reyna að greiða því leið. miðborginni um að horfið verði frá fyrirætlunum um lokun Hafnar- strætis hafa borgaryfirvöld nú komið fyrir miklum stólpum til að loka götunni svo að reiðir vegfar- endur gripi ekki til sinna ráða. Beiðni Miðborgarsamtakanna um að áfram verði unnt að aka í gegnum Hafnarstrætið kemur ekki til af engu. Tilraun var gerð með lokun götunnar sumarið 1996 og reynslan sýndi að á tilraunatíma- bilinu dróst verslun verulega sam- an, hjá sumum aðilum allt að 25%. Ákvörðun meirihluta R-listans nú er tekin þegar þessi reynsla er fengin og verður ekki dregin önnur ályktun en sú en að þeim standi nákvæmlega á sama um afdrif verslunar í miðborginni. Nú er það flestum borgarbúum Ijóst að miðborgin á undir högg að sækia og þeir aðilar sem enn treysta sér til að halda uppi starf- semi þar, annarri en veitingahúsa- rekstri, þurfa á skilningi og vel- vilja borgaryfirvalda að halda. Þetta svæði þarf ennfremur að mæta samkeppni ann- ars staðar frá og má til dæmis nefna nýjan kjama í Smára- hvammslandi. Helsta röksemdin fyrir lokun Hafnar- strætis hefur verið umferðaröryggi far- þega SVR sem þurfa að komast yfir götuna úr nýrri miðstöð SVR í Hafnarstræti 20 að biðstöð vagna hinum megin. Ekki skal gert lítið úr þeim þætti málsins en bent hefur verið á að hann mætti leysa með ýmsu móti. Til dæmis má staðsetja umferðar- ljós vestar en nú er og tryggja þar með greiða gönguleið. Ennfremur er rétt að benda á að umferð er mjög hæg um götuna og að sam- spil bílaumferðar og gangandi fólks er þegar fyrir hendi í Austurstræti. Lokun Hafnarstrætis er óþörf. Umferðaröryggi má tryggja með tiltölulega einföldum hætti. Einn helsti tilgangur með lokun götunn- ar virðist hins vegar vera sá að koma umferð bíla sem mest burt úr miðborginni. Stundum mætti ætla að menn sæju göngugötur Mið- og Suður-Evrópu fyrir sér í hillingum þegar verið er að skipu- leggja en veruleikinn er annar hér. Við búum á íslandi og um miðborg- ina blása vindar flesta daga árs- ins. Fólk hér á landi þarf flest á bílum að halda. Skipulag borgar þarf að taka mið af því þó að minnka megi umferð með góðum almenningssamgöngum. Þó að ýmsir borgarfulltrúar R-listans séu á móti bílaumferð og virðist helst vilja að aðrir en þeir fari leiðar sinnar gangandi, á hjól- um eða í strætó þá er þörf fólks fyrir bíla staðreynd á íslandi. Borg- aryfirvöld eiga ekki sífellt að leggja stein (eða stólpa) í götu fólks held- ur reyna að greiða því leið. Lokun Hafnarstrætis er enn eitt dæmið um það hvernig núverandi meiri- hluti með borgarstjórann í broddi fylkingar hunsar vilja og óskir borgarbúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Inga Jóna Þórðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.