Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið OZ að hefja stórt hlutafjárútboð Islenskum fjár- festum boðin bréf Morgunblaðið/Ásdís Deilt um toll- flokkun á Pringles flögum HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ er að hefja þriðja og síðasta áfanga hlutafjármögnunar. Forsvarsmenn OZ kynntu hlutafjárútboðið nokkr- um íslenskum fagfjárfestum og verðbréfafyrirtækjum á fimmtudag og kom þar fram að boðnir verða út allt að 7 milljónir hluta á genginu 1,3 dollarar. Söluvirði bréfanna er því um 9,1 milljón dollara, eða um 646 milljónir íslenskra króna. Ef öll bréfin seljast verður heildarhlutafé OZ rúmlega 42 milljónir hluta auk þess sem starfsmenn OZ geta á næstu fjórum árum unnið sér inn allt að 4 milljónir hluta. Bréfin verða boðin bandarískum og japönskum fjárfestum auk þess sem íslenskum fagfjárfestum stend- ur til boða að kaupa tvær milljónir hluta. Lágmarkshlutur hvers fag- ijárfestis verður 5 milljónir króna að söluvirði. Áformað er að skrá Coopers & Lybrand sam- einast Price Waterhouse London. Reuter. BREZKA endurskoðendafyrir- tækið Coopers & Lybrand hefur staðfest að það muni sameinast Price Waterhouse og mun árs- þóknun hins sameinaða fyrir- tækis nema rúmlega 13 millj- örðum dollara. Við samrunann mun bandaríski endurskoðend- arisinn Andersen Worldwide þoka úr sæti voldugasta fyrir- tækis heims í þessum geira. Samkvæmt blaðafréttum mun samruninn styrkja stöðu Coopers & Lybrand og Price Waterhouse í Bandaríkjunum, þar sem fyrirtækin eru í fimmta og sjötta sæti. bréf fyrirtækisins á opna tilboðs- markaðnum í New York, NASDAQ, síðari hluta árs 1998. í fréttabréfi Fjárvangs kemur fram að OZ Interactive var stofnað árið 1995 og á 99,9% hlut í OZ hf. Stofnendur OZ eru stærstu hluthaf- ar fyrirtækisins með 76,81% hlut en nokkrir stórir japanskir og banda- rískir ijárfestar eiga á bilinu 1-5,6%. Starfsmenn OZ eru nú alls um 70. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að þró- unar- og hönnunarvinnu og hefur náð samningum við stórfyrirtæki á borð við Intel, Microsoft og Ericson sem stjórnendur OZ segja að muni færa fyrirtækinu umtalsverðar tekj- ur á næstu árum. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu þá vinnur OZ, að sögn bandaríska tímaritsins The Red Herr- ing, að því að ná samningum um samstarf við þekkt fjölmiðlafyr- irtæki. Myndu hin síðarnefndu taka þrívítt umhverfi OZ í þjónustu sína, en OZ myndi eiga hlut í þeim persón- um og því umhverfi sem OZ skapi. Þá hyggst fyrirtækið einnig reyna að nýta tækni sína til tungumála- kennslu og fjarnáms. Viðmælendum Red Herring í umræddri grein ber saman um að OZ sé í fararbroddi hvað varðar tækni í gerð þrívíðra heima á alnetinu. Hins vegar efast margir um hversu markaðsvæn vara sé hér á ferðinni. Sem stendur sé markaðurinn í það minnsta lítill. Þá segist Ben Locker, einn yfirmanna MGM Interactive, telja árlega fjár- þörf OZ upp á 5 milljónir dollara, eða u.þ.b. 350 milljónir króna, mikla. Hann segir það vera gríðarlega erfítt að gera vöru sem þessa að söluvöru. Tækifærin liggi mun fremur í sértæk- um verkefnum fyrir fyrirtæki, að því er segir í greininni í The Red Herring. TOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ hefur til umíjöllunar toliflokkun á svonefnd- um Pringles-kartöfluflögum, en kvartað var yfir því til embættisins að þetta vörumerki væri tollflokkað með öðrum hætti en önnur vöru- merki í kartöfluflögum. Markaðs- stjóri íslensk ameríska sem flytur flögurnar inn segir þær eins toll- flokkaðar hér og innan evrópska efnahagssvæðisins (EES). Venjulegar kartöfluflögur bera 59% toil en Pringles-flögumar hafa ekki borið neina tolla til þessa en innflutn- ingur þeima hófst fyrir um ári. Sveinbjörn Guðmundsson, deild- arstjóri hjá Tollstjóraembættinu, segir enga ákvörðun enn hafa verið tekna um tollflokkun umræddra kartöfluflagna, en hins vegar sé ákvörðunar líkast til að vænta eftir helgi. Hún hafi dregist nokkuð m.a. vegna skorts á upplýsingum og sum- arleyfa. Mismunandi hráefni veldur vafa í tollflokkun „Við erum með þetta í athugun hvað varðar tollflokkun. Það er meiningarmunur um það sem getur varðað gjöld,“ segir Sveinbjörn. Hann segir að dálítill munur sé á umræddum kartöfluflögum og hefð- bundnum kartöfluflögum. Pringles- flögurnar séu búnar til úr kartöflu- mjöli og öðru mjöli en yfirleitt séu flögurnar eingöngu úr kartöflumjöli. Hann segist hins vegar ekkert þora að fullyrða um það hvort um- ræddur munur á tollflokkun geti hugsanlega átt rétt á sér. Pringles flokkað eins hér og innan EES Pétur Jónsson, markaðsstjóri Is- lensk ameríska, sem flytur Pringles- flögurnar inn, segir að þær hafi ver- ið tollaðar hér á sama hátt og ann- ars staðar í Evrópu og því telji hann engin mistök hér á ferðinni heldur hafi flögurnar verið rétt tollflokkað- ar í upphafí. „Pringles eru tollaðar um allt EES í þessum tollflokki. Ákvörðunin er auðvitað tekin á sínum tíma sam- kvæmt þeim gögnum sem við send- um tollyfirvöldum hér á landi. í þeim gögnum kom m.a. fram hvernig Pringles var tollað í Svíþjóð, en þar eru flögurnar í sama tollflokki og hér á landi.“ Pétur segir að fyrirtækið hafi verið beðið að senda Tollstjóra gögn vegna þessa máls nú sem það hafi gert en síðan hafi það ekkert heyrt frá embættinu. Skipting West- inghouse dregst New York. Reuter. FYRIRÆTLUN Westinghouse Electric Corp. um að skipta fyrir- tækinu í aðskilin fjölmiðla- og iðn- aðarfyrirtæki hefur dregizt vegna þess að það hefur samþykkt að selja Thermo King Corp. deild sína a.ð sögn talsmanns Westinghouse. Westinghouse telur nú að endur- skipulagningunni verði hrundið í framkvæmd seint í október eða í fyrri hluta nóvember að sögn tals- mannsins. í sumar taldi Westing- house að skiptingin færi fram í septemberlok eða októberbyrjun. Endurskipulagningin þarf sam- þykki bandarísku alríkisskattstof- unnar, IRS, þegar yfirstandandi athugun eftirlitsnefndar banda- ríska verðbréfamarkaðsins, S&ES, lýkur. í ráði er að skipta Westinghouse í ijölmiðlafyrirtækið CBS Corp. og iðnaðarfyrirtækið Westinghouse Electric Corp. Skiptingin tafðist vegna viðræðna við Ingersoll-Rand Co. um greiðslu á 2,56 milljörðum dollara fyrir Thermo King, sem framleiðir kælibúnað í flutninga- tæki. Sérfræðingar búast við að West- inghouse noti andvirði sölunnar til að auka íjölmiðlastarfsemi sína, sem hefur eflzt vegna kaupa á nokkrum miðlum. Nútíma vöruskiptl - Perlunni J r ■ M Yfir 700 íslensk fyrirtæki í vöruskíptaneti VN taka við þessu greiðslukorti. Eru vöruskipti eitthvað fyrir pitt fyrirtæki? Þú kemst að því í Perlunni 20. og 21. september Um helgina gefstþér kostur á að kynnast vöruskiptaneti Viðskiptanetsins hf (VN). Sýningin fer fram í Perlunni og þar kynnayfir 40 fyrirtœki, sem öll eiga aðild að vöruskiptaneti VN, vörur sínar og þjónustu. Skipulögð vöruskipti fara stöðugt ... er þitt fyrirtœki vaxandi? Sýningin er opin laugar- dag og sunnudag inilli kl. 11:00 og 18:00 VIÐSKIPTANETIÐ HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.