Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ELAGA A AUSTURLANDI i austan Lagarfljóts verða 2.083 talsins. Rúmlega 1.600 búa 441 í sveitahreppunum. i staða í li um fólk iveitarstjórnamenn á hannes Tómasson að eðal þeirra á samein- ð því myndi m.a skap- ar í atvinnumálum. lelstu jarð’gangakostir ^miindarfjörDur “rfjöröur 3ar, Eskifjarðar og Reyðarfjarðar nýrra ganga milli Norðfjarðar og miili Eskifjarðar og Reyðarfjaröar. Smári Geirsson forseti bæjarstjóm- ar Neskaupstaðar. „Við viljum ekki horfa uppá fólks- flótta heldur spyrna við fótum og gera það sem hægt er og teljum að sameining sé einn þáttur í því. Hún er hins vegar engin töfralausn á öllu.“ „Kröfur samfélagsins til þjónustu fara sífellt vaxandi og það á ekki að- eins við um opinbera þjónustu held- ur einnig ýmiss konar tómstundaiðju og menningarstarf," segir Amgrím- ur Blöndahl bæjarstjóri á Eskifirði. „Fólk vill geta gengið að nothæfu skíðasvæði þegar það vill vera á skíðum, hafa nothæfan golfvöll þeg- ar menn vilja vera í golfi, nothæfa sundlaug, íþróttahús þegar fólk vill sinna því og þannig mætti áfram telja. Þetta verða sveitarfélögin að bjóða uppá og þau eru mun betur í stakk búin til að veita þessa þjónustu og nýta betur fjármagn eftir því sem þau era stærri og öflugri. Sameining leiðir einnig til hagræðingar á ýmsum sviðum. Samein- uð geta því þessi þrjú sveitarfélög veitt betur þessa og aðra þjónustu sem sívaxandi kröfur erajgerðar til,“ segir Arngrímur. „Ibúum Neskaupstaðar hefúr fækkað ár frá ári mörg undanfarin ár,“ segir Magnús Jóhannesson fjár- málastjóri bæjarins. „Á því er engin ein skýring en fiskveiðistefnan hefur fækkað störfum, m.a. í kringum smábátaútgerð en bátum hefur fækkað úr rúmlega 120 í 20-30 á síð- ustu 10 árum.“ Samgöngur verði tryggar „Við viljum að til lengri tíma litið verði samgöngur milli staða hér Lægri rekstr- arkostnaður með minni yf- irstjórn eystra tryggar þannig að ekki verði vandamál að hafa samstarf milli at- vinnufyrirtækja og þjónustustofn- ana í þessum byggðarlögum," segir Smári Geirsson. Vegurinn yfir Oddsskarð getur lokast í verstu veðrum, verður að vísu ekki ófær nema dag og dag og kannski dagpart en tvo síðustu vetur hefur tíðin verið góð. En það hættu- lega við veginn núna, og á reyndar við um vegakerfið víða á Austur- landi, era stórauknir vöraflutningar. Eftir að beinn flutningur til Evrópu með skipum Eimskips var ákveðinn frá Eskifirði hafa vörur verið fluttar milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar allt árið, stundum við verstu aðstæð- ur, og þeir flutningar geta verið hættulegir með stóram flutningabíl- um með tengivagna og gáma í hálkunni á þessum mjóu vegum. Flugsamgöngur eru erfiðar við Neskaupstað en eftir að íslandsflug hætti þangað reglulegu áætlunar- flugi verða íbúar að fara í veg fyrir flug á Egilsstöðum. Með fækkun áfangastaða fiugfélaganna hefur Neskaupstaður dottið út sem áhuga- verður staður. Bæjaryfii-völd hafa þó ekki afskrifað flugið heldur vilja kanna hvort finna megi grundvöll en Islandsflug lagði niður flugið þrátt fyrir að farþegum hefði einmitt fjölgað mjög síðasta misserið. Austfjarðaleið heldur uppi áætl- unarferðum frá Neskaupstað gegn- um Eskifjörð og Reyðarfjörð og allt til Egilsstaða nokkrum sinnum á dag. Yfirvöld vilja helst bæði reglu- legar ferðir áætlunarbíla en helst einnig daglegar flugferðir en ljóst er að í samkeppni flugfélaganna sem velja viðkomustaði sína með sem mestri arðsemi og mestum flutning- um er Neskaupstaður ekki ofarlega á lista. Talsvert styttra er að sækja flug frá Eskifirði og Reyðarfirði til Egilsstaða. Frumskilyrðið að stækka sveitarfélög „Frumskilyrði þess að lifa inn í næstu öld er að sveitarfélögum hér fækki og að þau stækki. Því stærri sem þau eru því meiri fagmennska verður á rekstri þeirra sem er grandvallaratriði og bæði pólitíkin og öll starfsemin verður rekin með meiri fagmennsku. Menn hafa verið í stöðugri samkeppni innbyrðis í stað þess að snúa bökum saman. Verði af sameiningu Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar og Neskaupstaðar verðum við til dæmis með fimmta stærsta hafnarsjóð landsins sem verður miklu betur í stakk búinn að mai’k- aðssetja sig,“ segir ísak J. Ólafsson sveitarstjóri á Reyðarfirði. Þá er ónefnt að nokkur lækkun verður á beinum rekstrarkostnaði sveitarfélaganna vegna minni yfir- stjórnar. Ekki höfðu forráðamennim- ir teljandi áhyggjur af því að missa störf sín, við hverjar sveitarstjórna- kosningar stæðu þeir flestir hvort eð er á tímamótum og gætu ekki horft til eigin hagsmuna þegai- kostir sam- einingar væru annars vegar. Rétt er að benda á að aukið sam- starf sveitarfélaganna gæti einnig skilað hagræðingu og hugsanlega komið í stað sameiningar. Reynslan hefur hins vegar sýnt að rekstur byggðasamlaga eða sjálfstæðra sam- eignarfyrirtækja getur haft þann galla í för með sér að yfirsýn stjórnenda minnkar, einn fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn viðkomandi fyrirtækis sjái um samskiptin við það sem dragi úr yfirsýn allra stjórnenda. Um þetta atriði segir m.a. í niðurstöðum skýrslu ráð- gjafarfyrirtækisins Reksturs og ráð- gjafar ehf.: „Ákvörðun yfirstjórnar í samein- uðu sveitarfélagi er tekin af meiri yf- irsýn um þarfir alls svæðisins sem heildar í stað þess að stjóm byggða- samlags um samstarfsverkefni myndi eingöngu horfa til þess þáttar rekstrarins sem að henni snýr. Einnig mun samstarf í stað samein- ingar verða til þess að við hvert sam- starfsverkefni sem stofnað er til fjarlægist ákvörðunarvaldið stjóm- kerfi sveitarfélaganna.“ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 29 Uppbygging þjóðvega á Austurlandi , Morgunblaðið/jt VIÐA á Austurlandi standa nú yfír endurbætur á vegakerfinu meðal ann- ars á kafla við utanverðan Reyðarfjörð að sunnan. Kostnaður um 9 milljarðar króna án jarðganga , VAXANDI krafa er meðal Austfirð- inga um að ráðist verði sem fyrst í rældlegar samgöngubætur í fjórð- ungnum, annars vegar í því skyni að rjúfa vetrareinangran ákveðinna bæjarfélaga og hins vegar með því að byggja þjóðvegina upp með bundnu slitlagi. Heildarkostnaður við upp- byggingu vegakerfísins á Austur- landi er um 9 milljarðar króna, þ.e. uppbygging varanlegra vega og lagn- ing bundins slitlags að sögn Einars Þorvarðarsonai- umdæmisverkfræð- ings Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Austfirðingar telja að nú sé að þeim komið varðandi gerð jarðganga og munu þingmenn kjördæmisins á næstu vikum skoða þau mál sérstak- lega í því skyni að koma einhverjum framkvæmdum inn á vegaáætlun sem gilda á árin 1998 til 2001. Þjóðvegakerfið á Austurlandi er I. 400 km langt en allt vegakerfi landsins er um 8.200 km. Þrátt fyrir að falsvert stór hluti vega á Aust- fjörðum sé lagður bundnu slitlagi eða um 590 km, vantar þar enn mikið á og langir kaflar sem nú þegar era með bundnu slitlagi eru of mjóir og ekki burðugir iyrir síaukna þunga- flutninga, m.a. vegna gamalla og mjórra brúa. Einar Þorvarðarson segir kröfu tímans þá að stofnvegir geti staðið undir flutningum með vörubflum sem séu allt að 49 tonn að heildar- þyngd samkvæmt Evrópureglum, en til þessa hefur hámarksþyngdin ver- ið um 40 tonn. Öxulþunginn skiptir verulegu máli varðandi vegina sjálfa en hann hefur aukist úr 10 tonnum í II, 5 tonn. Mjóir vegir og mjóar brýr Vegir á Austfjörðum era mjög víða mjóir þannig að flutningabílar eiga erfitt með að mæta venjulegum fólksbflum, hvað þá öðrum fiutninga- bfl enda hafa þeir oftlega oltið útaf við mætingar eða rannið til í hálku, lokað vegi eða farið útaf enda ekki mikið svigrúm á mjóum vegunum. Þá era það ekki síður mjóar brýr, einbreiðu brýrnar, sem þarf að end- urnýja. I samantekt Einars yfir helstu framkvæmdir á Austurlandi kemur fram að heildarkostnaður við upp- byggingu helstu stofnvega sé rúm- lega 5.400 milljónir króna, annarra stofnvega um milljarður og tengi- vega um tveir milljarðar. Þá segir hann brýnt orðið að endumýja Lag- arfljótsbrú sem sé að verða 40 ára og kosta myndi nálægt 500 milljón- um. Yrði ný brú væntanlega lögð rétt innan við núverandi brú. Alls kostar því um 9 milljarða króna að koma þjóðvegum á Austur- landi í það horf sem þjóðfélagið krefst. Þá era öll jarðgöng eftir. Sem fyrr segir telja Austfirðingar nú komið að sér varðandi jarðganga- gerð, þeir hafi samþykkt að hafa bið- lund meðan lokið væri við Vest- fjarðagöngin. Þeim beri næst fram- lag til jarðganga, á undan Norðlend- ingum. Sveitastjórnarmenn tala var- lega og gera hver íyrir sig varfæm- islegar kröfur um jarðgöng fyrir byggðarlag sitt, segja að þingmenn verði að setja upp forgangsröð sem íbúar muni samþykkja verði henni : komið í næstu vegáætlun. Margir kostir era fyrir hendi varðandi jarðgöng og ljóst að ýmis sjónarmið geta ráðið forgangsröðun: Umferð um viðkomandi göng, nauð- syn þess að bæta núverandi vega- samband að vetri, kröfur um að stækka megi vinnusvæði með öragg- um samgöngum allt árið og svo framvegis. Þá mun hugsanleg stór- iðja hafa veraleg áhrif á forgangs- röðun. Ljóst er einnig að boran jarð- ganga muni taka mörg ár frá því ákvörðun verður tekin. Má reikna með um tveggja km borun á ári sem myndi þýða um 6 ára framkvæmda- ^ tíma með undirbúningi. Þörf fyrir framkvæmdafé yrði kringum einn milljarður árlega. Vart verður nema helmingur þess fenginn með framlögum á vegaáætlun, hins yrði að afla með lánum og eða vega- gjöldum. Einn kostur er að tengja Seyðis- fjörð Héraði með göngum undir Fjarðarheiði og síðan bora ný göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar. Markmiðið er einkum að lækka veg- ina um Fjarðarheiði og Oddsskarð um 300 til 350 metra. Göngin yrðu alls um 16 km löng og myndu fram- kvæmdir kosta kringum 5,6 millj- arða. Annar kostur er að bora göngt'' milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar, önnur áfram yfir í Norðfjörð og þau þriðju undir Oddsskarð. Samanlögð gangalengd yrði 13,4 km og kostnað- ur um 5,1 milljarður. Þetta þýddi einkum góða vegtengingu milli þess- ara bæja og yrði vetrarleið greið frá Seyðisfirði til Egilsstaða, en hún myndi hins vegar lengjast úr 27 km í 95 og ekkert styttast milli Egils- staða og fjarðanna. Síðari tíma kostir era trúlega göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyð- arfjarðar sem stytta leiðina þar á/ - milli og til Egilsstaða um 32 km eða í 20 og 47 km. Þau myndu kosta kringum tvo milljarða króna. Enn fjarlægari kostir eru síðan göng milli Fáskrúðsfjarðai- og Stöðvar- fjarðar og milli hans og Breiðdals- víkur, en tilgangur þeirra er einkum að stytta vegalendir milli þessara staða og er kostnaður áætlaður' kringum 3,7 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.