Morgunblaðið - 20.09.1997, Side 48

Morgunblaðið - 20.09.1997, Side 48
MORGUNBLAÐIÐ ^ 48 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 Stefán R og Pétur halda uppi fjörinu á Mímisbar. rAFFI REY MAYIK RF$TAUk/iNT ÓSKAR ÞRÓTTURUM TIL HAMINGJU MEÐ ÁRANGURINN. ÞrÓTTARARNIR HÁLFT f HVORU SPILA TIL KL. O3.OO. FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD. Komið OG FAGNIÐ MEÐ STERKASTA OG FALLEGASTA LIÐINU Á fsLANDl! Lifi Þróttur! Tilboð í gangi (munið eftir Köttara-skírteinunum.) REY 'AFfl - STAÐURINN ÞAR SEM STUÐIÐ ERÍ Snyrtilegur klæðnaður. HINN EINISANNI PALL OSKAR skemmtir í kvöld ...af þessu missir enginn ! N \, \ L, ’*■ > ?/ ...öf^iréð honum stuðhljómsveitin Aldurs- Aðgangur takmark stStpft fciT AKÍfS aðeins 20 ár. HO1LL \&\MU kr. 950. Sími 568-7111. Forsala aðgöngumiða frá kl. 12 á hádegi í dag. FÓLK í FRÉTTUM Neyðarhjálp úr norðri Yið eigum samleið „TÍMINN stóð í stað,“ syngur Páll Oskar engilröddu. Diddú blaðaj- í Sigfusi Halldórssyni og grímurnar á veggjunum halla undir flatt. Þegar Szymon Kuran byrjar að leika á fiðl- una er eins og klukkan á veggnum stöðvist líka. Jafnvel hjartað slær hikandi. Þangað til hávær barnsgrát- ur hrifsar blaðamann aftur í hringiðu tímans. Diddú hleypur af stað og kemur aftur með Melkorku, ný- fædda dóttur sína, í fanginu. „Hún er móðguð,“ segir hún brosandi. „Hún vill fá að vera með.“ Hún er ekki ein um það. Gera má ráð fyrir að þúsund manns greiði sig inn í Háskólabíó í dag klukkan 14 til að fylgjast með systkinunum Páli Óskari og Diddú koma fram ásamt fjölmörgum listamönnum á góðgerð- artónleikum til styrktar fórnarlömb- um flóðanna í Tékklandi. Fiðlusnill- ingurinn Szymon Kuran og organist- inn Pavel Manásek koma einnig fram. „Það er nú svo sem ekkert merki- legt að ég komi íram á tónleikun- um,“ segir Pavel. „Ég er frá Tékk- landi. Það sem er merkilegt er að all- ir þessir listamenn, hafa ekki komið til Tékklands, eru að gefa vinnu sína.“ Pavel hefur raunar kynnst flóðun- um af eigin raun. „Faðir minn er 62 ára og stofnaði kaffístofu þegar hann fór á eftulaun. Þannig ætlaði hann að sjá fyrir sér í ellinni. í flóðunum eyðilagðist mikið af tækjum á kaffi- stofunni og húsið er ennþá rakt. Ef það kemur frost má búast við sprungum í veggina og gæti faðir minn þá misst húsið ofan af sér.“ Að sögn Pavels er stórhættulegt að hafast nokkuð að í vatninu vegna smithættu. „Tveir hafa þegar dáið úr sýkingum,“ segh- hann. „Þetta gerir allt björgunarstarf mun erfiðara." Mikið er erfitt að setja sig inn í þess- ar aðstæðar þegar maður er staddur í hinum íslenska veruleika að Tún- fæti í Helgadal. Páll Óskar kemur færandi hendi með brauð, osta og te og kann greinilega að bjarga sér heima hjá systur sinni. Melkorka sleikir á sér finguma. Svo er það biaðamaðurinn sem er skilinn eftir út undan SZYMON Kuran, Paval Manásek, Páll Óskar Hjálmtýsson og Sigrún Hjálmtýs- dóttir verða í stórum hlutverk- um í Háskólabíói í dag. meðan ljósmyndarinn athafnar sig. „Sí sí sísí sísí sí,“ syngja tónlistar- mennirnir og brosa, - alveg fyrir-* hafnarlaust. Brosið virðist þeim eðl- islægt. „Sí sí sí.“ „Eg er alinn upp í Póllandi og var þar síðasta sumar.“ Það er Szymon Kuran sem talar. „Pólland lenti líka í flóðum og fór þriðjungur landsins undir vatn. Maður gat ekki mikið gert nema reyna að vernda ..." „Minningarnar sem ég á..." syngja Diddú og Páll Óskar, sem eru að æfa dúett og leikur Pavel undir á píanóið. „Utsendingar frá flóðasvæðununi voru allan sólarhringinn og maður sá hrikalega hluti,“ heldur Kuran áfram. „Fólk var búið að missa allt sem það hafði unnið alla ævi fyrir. Það sló mann mikið hvað það sást gi-einilega, eins og á íslandi, hvað maðurinn má sín lítils gegn náttúru- öflunum." Að síðustu segir Kuran: „Það gleður mig mikið að geta verið þátttakandi í tilefni sem snertir mig svo djúpt persónulega." En hvernig kom það til að Diddú og Páll Óskar ákváðu að syngja á tónleikunum. „Það var hringt," segir Diddú og hlær. Þau hafa ákveðið að syngja dúett og er það í fyrsta skipti sem þau troða þannig upp á auglýstum tón- leikum. „Við tókum aðeins lagið sam- an í þættinum Á elleftu stundu, en það var svo stutt,“ segir Páll Óskai’. „Ástæðan er einföld. Við erum að gera svo ólíka hluti að leiðir okkar liggja sjaldan saman. Það þarf að vera afar sérstakt tilefni." „Við ákváðum að mætast á miðri Niðursoðinn si ónvarpshlátur SJONVARP Á LAUGARDEGI ÞEGAR breska heimsveldið var á dögum átti það menn, sem voru persónugervingar þess í orðum og athöfnum. Seinna, þegar fór að dofna yfir heimsveldinu og ríki og lönd að smjúga undan áhrifum þess, hurfu þessir sérstæðu ein- staklingar inn í lönd minning- anna, þar sem þeir munu búa eitthvað fram á næstu öld. Síð- asta andblæ per- sónugervis heims- veldisins mátti finna í fari Winston Churchills, en hans hlutverk var að standa yfir moldum þess. Minnisstæðir fulltrúar heims- veldisins voru Rudyard Kipling, sem var í rauninni höfuðskáld þess og blaðamaður á Indlandi og Cecil Rhodes, sem Ródesía í Austur-Afríku var nefnd eftir, en hefur nú verið nefnd að nýju. Byrjað er að sýna þætti, alls níu talsins, um Cecil Rhodes í sjón- varpinu og minna þeir á glæsileg- asta tímabilið í breskri heims- veldissögu á síðustu öld, skömmu áður en hnignunin hófst og síðar endalokin. Cecil Rhodes byraði feril sinn um tvítugt sem bómullarbóndi í Suður-Afríku en hélt fljótt til Kimberley, þar sem menn stund- uðu demantanám við frumstæðar aðstæður. Þetta urðu síðar De Beers námurnar og eru starf- ræktar enn. Rhodes eignaðist stærstan hlut í þeim með tíð og tíma í gegnum verslun með hlutabréf. Seinna varð hann ráð- herra í Höfðanýlendunni. Hann lést ungur og var reist grafhýsi á fjallstindi í Ródesíu, landi sem hann hafði fært Bretum. í pólitík og viðskiptalífi var Cecil Rhodes ekki talinn vandur að meðulum, en hann varð þó ekki til þess að stríð hófst milli Breta og Hollendinga, Búa, út af andstöðu þeirra við „útlendinga“. Hér á ís- landi gætti Búastríðsins á mis- munandi vegu. Margir héldu £ mjög með Búum í því stríði. Það er vonum seinna að hér skuli sýnd heimildarmynd um þennan „risa“ frá Höfðaný- lendunni. Þá er Dagsljós byrjað aftur í sjónvarpinu með kólnandi veðri. Nú er enginn Jón Viðar og um- ræðan um íslenska leikhúsið snerist í fyrsta þættinum á tákn- rænan hátt um niðursoðinn hlát- ur eða dósahlátur. Leikhúsum- ræðan fjallaði sem sagt um leik- rit, þar sem bein útsending í sjónvarpi er fyrirmyndin. Nú á allt að vera svo fyndið og alkunna er að sjónvörp erlendis láta hlæja samkvæmt þendingum og hafa hláturinn tilbúinn á bandi. Þetta er ekki gert hérlendis en það kemur - það kemur. Svona nið- ursoðinn sjónvarpshlátur er víst notaður í leikritinu, en manni skilst að hætta hafi orðið við að nota hann vegna þess að niður- soðni hláturinn truflaði áhorfend- ur. Þeir vildu hlæja sjálfír að vit- leysunni. Einhverrar samkeppni gætir á milli sjónvarpsstöðvanna og bent á nýja sparktíma í sjónvarpinu á sama tíma og Stöð 2 sendir út fréttir. Eins má geta þess að Siggi Hall sendi út þátt um kindalundir á sama tíma og Dagsljósið var að „brillera" í dósahlátrinum í sjónvarpinu. Ég held að Siggi Hall og kindalund- irnar - eða voru það nautalund- ir?, hafi haft vinninginn. Mann- vitsbrekkurnar í Dagsljósi rembdust við vitrænar umræður bæði við höfund og leikstjóra, en það var allt sami dósahláturinn. Siggi Hall saltaði kjötið bara því meira sem Dagsljósfólk herti róðurinn fyrir kátínu og gleð- skap. Það var jafnvel sagt að þeir fyndnu kæmu síðar í vikunni. Sp- urningin er: Hvað ætli Siggi Hall salti þá?. Það er sem sagt byrjað að kólna í veðri og varla á góðu von í vetur með „E1 Nino“ vaðandi um Kyi’rahafið með ómæld áhrif í veðurfari um allan hnöttinn. Sjónvörpin hér á Islandi eru ekki teljandi háð veðurfari, en þau eru háð dagskrárstjói’um. Þar er margt „E1 Ninoið" á ferð og ár- angurinn misjafn eins og gengur. Hafi Dagsljós átt að vera helsta útsláttarspil sjónvarpsins næsta vetur, þá er alveg eins víst að Siggar Hallar landsins grípi þrá- faldlega til saltstauksins. En boð- aðir era fyndnari tímar. Það mætti kannski bjarga þeim fyrst tími dósahlátursins hefur verið uppgötvaður, með því að keyra bara stillimyndina og nota niður- soðinn hlátur með henni. Indríði G. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.