Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Árleg dorgveiðikeppni sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri Morgunblaðið/Kristján Frumleg veiðarfæri á togarabryggju STAFNBÚI, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Ak- ureyri, hélt árlega dorgveiði- keppni sína á Togarabryggunni við Útgerðarfélag Akureyringa í gærdag. Þátttaka var góð en alls mættu ellefu lið til keppni. Til mikils var að vinna, vegleg verð- laun voru í boði fyrir frumlegasta veiðarfærið, fallegasta fiskinn og flesta veidda fiska. Greinilegt var að nemar höfðu lagt mikla vinnu í gerð veiðarfæra og hugvitið naut sín í ríkum mæli. Um það voru dómararnir, Arni Bjarnason stýrimaður á Akureyrinni og Konráð Alfreðsson formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, sam- mála. Eitt veiðarfæranna sem at- hygli vakti höfðu félagarnir Jó- hannes Leví, Karl Hreggviðsson og Björn Steingrímsson hannað og smfðað og nefndu Spinning, en þeir mynduðu liðið Cykló. Það samanstóð af reiðþjóli en út frá því stóð stöng ein mikil, girnið var vafið umhverfis afturgjörðina og þurfti að hjóla áfram eða aft- urábak til að gefa út línuna eða draga hana inn. Spinning-veiðar- færið þykir henta mjög vel á skaki. A hjólinu eru tvær þvotta- vélatromlur sem notaðar eru til að flokka og þvo aflann. Tvö sigl- ingaljós eru á hjólinu, reyndar bæði bakborðsljós en þótti ekki koma að sök og þá má ekki gleyma simanum, svo veiðimenn geti fylgst með hvar best veiðist. Veiðarfærið kostaði 251 krónu, en fyrir það fé höfðu hönnuðir keypt glimmer til skreytar. Harkur til túnfiskveiða í liðinu Harkarar voru þeir Elvar Árni Lund, Halldór Ragnar Gíslason og Óttar Már Ingvason, en þeir höfðu hannað veiðarfærið Harkur sem þeir lýstu á þann veg LIÐIÐ Cykló mætti með veiðarfærið Spinning sem vakti mikla athygli. Jóhannes Leví veiddi af kappi. að það væri í senn einfalt, fjölfisk- ið og ódýrt í framleiðslu. Veiðar- færinu er varpað í sjó þar sem von er á túnfiski í torfum. Kjörið þótti þeim líka að veiða jafnhliða rottufisk sem lifir á miklu dýpi í námunda við túnfisktorfurnar og voru notaðar til þess sérstakar rottu-fiskgildrur. Um beituna sögðu þeir félagar að eins og fæstir íslenskir en allir japanskir torfveiðimenn vissu lifðu túnfisk- ar á túngrasi og er því engt fyrir túnfiskinn með íslensku tún-torfi og þá helst af íþrótta- eða golf- völlum. Morgunblaðið/Kristján HRÖNN Hjálmarsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir í liðinu Rúdolf voru með jólatengt veiðarfæri en töldu fullvíst að jólasveinaeyrnalokkar sem þær báru myndu hafa góð áhrif á veiðina. Dómaramir Ami og Konráð skoðuðu veiðar- færi þeirra gaumgæfilega áður en keppni hófst. HARKARAR við túnfiskveiðar, en best þykir að beita tún-torfi við veiðamar, helst af íþrótta- og golfvöllum. Á myndinni em þeir Elvar Ami Lund, Ottar Már Ingva- son og Halldór Ragnar Gíslason með veiðarfærið. MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðmundur Guðmundsson. Ræðuefni: í fótspor meistar- ans og Móður Teresu. Bama- kór Akureyrarkirkju er að hefja vetrarstarfið, æfíngar í kapellu á fímmtudögum frá kl. 15.30 til 16.30. Stjórnandi er Jón Halldór Finnsson, nýir félagar, 9 ára og eldri vel- komnir. GLERÁRKIRKJA: Guðs- þjónusta í kirkjunni kl. 14. á sunnudag. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 18 sama dag. Þátttakendur fermingar- fræðslu síðasta vetur eru hvattir til að mæta. Hádegis- samverur sem verið hafa í kirkjunni undanfama vetur hefjast að nýju og verða sem fyrr á miðvikudögum frá kl. 12 til 13. Stundin hefst með orgelleik, þá er helgistund og að henni lokinni léttur há- degisverður í safnaðarsal. Séra Gunnlaugur Garðarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnaðarsamkoma, brauðs- brotning, Anna Höskulds- dóttir hjúkrunarfræðingur prédikar á morgun, sunnu- dag, kl. 11. Almenn sam- koma kl. 14. Ræðumaður Lars Lornier frá Noregi. Krakkakirkja verður meðan á samkomu stendur fyrir 6-12 ára börn og barnapöss- un fyrir börn frá 1 árs til 5 ára. Biblíukennsla og bæna- stund á miðvikudag kl. 20.30, samkoma í umsjá ungs fólks á föstudag kl. 20.30. Bæna- stundir kl. 6-7 á mánudags-, miðvikudags- og föstudags- morgnum og kl. 14 á þriðju- dögum og fimmtudögum. Vonarlínan, 462-1210, sím- svari með orð úr ritningunni sem gefa huggun og von. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldusamkoma á morg- un kl. 21 sem markar upphaf vetrarstarfsins. Veitingar að lokinni samkomu. Heimila- sambandið kl. 16 á mánudag, 22. september og krakka- klúbbur á miðvikudag kl. 17. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnudag og almenn samkoma kl. 20.30. Salóme Garðarsdóttir segir frá ferð sinni til Kenýa. Ræðumaður Bjarni Guðleifs- son. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. 11 á morgun, sunnudag. Frá Þelamerkurskóla Vegna fjölgunar nemenda í skólanum er laus til umsóknar 1/2 staða grunnskólakennara. Um er að ræða bekkjarkennslu í 3.-4. bekk. Upplýsingar gefa skólastjóri, í síma 462 1772, eða í hs. 462 6555, og aðstoðarskólastjóri, í síma 462 1772, eða í hs. 462 6227. MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÓTU 4, SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 Opið hus, Sveighus 11, Reykjavík. Vandað 163 fm einb. á skjólgóðum stað. 25 fm bílskúr. Mjög góð verönd út frá stofú. Merbau-parket og panill í loftum. Áhv. húsbr. 5,3 millj. Verð 14,5 millj. Eignin verður til sýnis í dag, laugardag, frá kl.15-17. Gjörið svo vel að líta inn. FASTEIGNAMARKAÐURINN eht ijSÍNSGÖTÚ 4*; SmRWÍS.T0. 55?-nbo. FAk 562-0540 # Aðstaða fatl- aðra bætt FULLTRÚAR átta félagasamtaka og stofnana á Akureyri hafa beint þeim eindregnu tilmælum til bæjar- }rfírvalda að gerð verði gangskör að því að búa til og bæta aðstöðu fyrir fatlaða í sundlaugum bæjarins. Málið hefur verið til umfjöllunar innan bæjarkerfísins og var það til að mynda rætt ítarlega á fundi bæjarráðs Akureyrar í gær. Þar var farið yfír þær kröfur sem fram hafa verið settar og leiðir til að koma til móts við þær, m.a. við hönnun og breytingar nýbyggingar við Sundlaug Akureyrar. Á fundi bæjarráðs var sviðstjórum félags- og heilsugæslusviðs og íþrótta- og tómstundasviðs falið að afla frekari upplýsinga um málið og leggja þær fyrir næsta bæjarráðs- fund ásamt tillögum til úrlausnar. Fljúgandi busar NÝNEMAR við Menntaskólann á Akureyri voru teknir inn í samfélag eldri nema við skólann í gær en þá fór fram svonefnd busavígsla. Busarnir, sem eru æðimargir eða um 180 talsins, hafa gengið í gegnum ýmsar þrekraunir fyrstu skóladagana. Meðal annars var efnt til rétta við skólann þar sem busar voru dregnir í dilka og þá var þeim gefið að bragða á mysu svo eitt- hvað sé nefnt. í hefðbundinni busavígslu fóru nýnemar um „draugagöng“, þeir voru toller- aðir og loks var farið í göngu- ferð frá skólanum og niður í miðbæ þar sem ýmsir staðir voru kynntir. Vann ferð til Glasgow ÁSTA Guðný Kristjánsdóttir hlaut aðalvinninginn í svonefndum skóla- leik sem nú stendur yfír í verslunun- um KEA-Nettó, Tölvutækj- um/Bókvali og Toppmönnum & Sporti. Hlaut hún þriggja daga ferð til Glasgow á vegum Flugleiða. Alls eru vinningar í leiknum 95 talsins og var í fyrri útdrætti dreg- ið um 48 vinninga. Síðari útdráttur verður 13. október næstkomandi og eru enn eftir 47 vinningar í pott- inum, m.a. önnur borgarferð tii Glasgow. Dregið er í beinni útsend- ingu á Frostrásinni. Til að eiga kost á vinningi þarf fólk að versla í tveimur af ofangreindum verslun- um til og með 10. október næstkom- andi og festa tvær kassakvittanir við þátttökuseðilinn og skila í mót- tökukassa í verslununum. ) \ >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.