Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 47 í samstarf við LISTAHÓPURINN gusgus hefur skilað inn drögum að handriti að tónlistarmynd- bandi við lagið „If God Will Send His Angels" með U2 og er málið í athugun hjá meðlimum írsku rokksveitarinnar. Þegar gusgus var stödd í Bandaríkjunum í sumar byrjaði boltinn að rúlla. „Það vai- haft samband við okk- ur frá umboðsskrifstofu okkar í Los Angeles sem nefnist Satelhte Films og er hluti af Propaganda Films,“ segir Baldur Stefánsson, sendiherra gusgus. „Okkur var sagt að skipuleggjandi tónlistar- myndbanda fyrir U2 hefði haft samband og farið þess á leit eftir að hafa séð sýnishorn af mynd- böndum gusgus að við myndum skrifa handrit fyrir næstu smáskífu U2. Lagið nefnist „If God Will Send His Angels“ og er fjórða lagið á nýju plötunni. I framhaldi af því fengu Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson hugmynd að handriti og eftir að hópurinn hafði farið yfir hana í sameiningu var hún send til umboðsmanns U2.“ gusgus hélt tónleikaferðinni áfram og þegar sveitin var komin til Ewópu bárust þær upplýsingar að meðlimir U2 hefðu séð handrit- ið, litist vel á og væru spenntir fyr- ir að skoða nánara samstarf. „Þeg- ar við fréttum þetta vorum við í Þýskalandi og sáum við að leið okkar lá í gegnum London 22. ágúst á leið okkar frá Edinborgar- hátíðinni á tónlistarhátíð í Belgíu,“ segir Baldur. „Sama dag var U2 með tónleika í London. Okkur var boðið. Við hittum Bono og Edge eftir þá og ræddum handritið lítillega. Þeim leist vel á og áttu þeir bara eftir að velta því fyi’h' sér hvenær og hvemig smáskífan kæmi út. Hvort okkar hugmynd hæfði þeirra áætl- unum. Bono sagði hugmyndina djarfa og ylti á því hvort hann yrði nógu hugrakkur hvort hún yrði Á annað hundrað þúsund eintök hafa selst af nýjustu breiðskífu gusgus valin. Þannig er staðan núna. Við bíðum eftir svari og boltinn er hjá þeim.“ Eftir þessa tveggja mánaða tónleikaferð í sumar er gusgus aft- ur á leið til Evrópu og Bandaríkj- anna í lok október í rétt tæpa tvo mánuði. „Það ræðst alveg á næstu dögum hvemig dagskráin verður, en það lítur út fyrir að við fói-um til ítahu, Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Svíþjóðar, Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó,“ segir Baldur. „Síðan er stefnan tekin á að heimsækja fjar- lægari heimsálfur eftir áramót á borð við Ástralíu, Japan og Suður- Ameríku." Ekki er neinnar breiðskífu að vænta frá gusgus næsta árið. „Kynningarherferð fyrir plötuna sem kom út í apríl stendur enn yfir og emm við að gefa út smáskífur af henni,“ segir Baldur. „Hún var hugsuð fyrir fimmtán mánaða tímabil og sala og markaðssetning er enn í fullum gangi.“ Á annað hundrað þúsund ein- tök hafa selst um allan heim, að sögn Baldurs. Hér heima hafa selst um þrjú þúsund eintök. „I næstu viku kemur platan út í Japan, sem er 20% af heimsmarkaðnum, og bindum við talsverðar vonir við það,“ segir hann. Tvær smáskífur koma út með gusgus eftir áramót og í október hefst forvinna við næstu breiðskífu sem kemur út haustið 1998. „Það er nokkuð stíf dagskrá framund- an,“ segir Baldur. „Þegar vinnu við þessa plötu verður lokið verður strax gefin út önnur plata og farið í tónleikaferð til kynningar á henni.“ FÓLK í FRÉTTUM í LISTAHÓPNUM gusgus eru vinstra megin Hafdis Huld, Baldur Stefánsson, Stephan Stephensen, Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson. Hægra megin eru Daníel Ágúst, Birgir Þórarins- son, Herb Legowitz og Magnús Jónsson. Slater ákærður ►LEIKARINN Christian Slater lýsti yfir sakleysi sínu þegar hann var meðal ann- ars ákærður fyrir líkams- meiðingar, að streitast gegn handtöku og vörslueitur- lvíja. Ákær- urnar komu í kjölfar hand- töku Slaters hinn 11. ágúst eftir að hann veittist að kær- ustu sinni, Michelle Jonas, í gleðskap í Hollywood og beit mann sem hugðist ganga á milli. Slater mætti ekki fyrir rétt sjálf- ur og lögfræðingur hans, Michael Nasatir, vildi ekki segja til um hvar Slater væri eða staðfesta orðróm um að hann væri enn í eit- urlyfjameðferð sem hann skráði sig viljugur í eftir handtökuna. „Hann er á þeim stað sem hann þarf að vera á,“ sagði Nasatir. Málið kemur fyrir dóm þann 2. desember og getur leikarinn átt yfir höfði sér allt að 18 mánaða fang- elsis- vist. Sakleysi flóttamanns- ins endanlega sannað? ►DÁNARDÓMSTJÓRI Ohiofylkis í Bandaríkjunum hefur gefið út leyfi til þess að grafa upp líkamsleifar Sam Sheppard, en hann var fyrir- myndin að aðalpersónunni í sjón- varpsþáttunum og kvikmyndinni „The Fugitive". Leyfið er gefið til þess að hægt sé að ná prufum til að framkvæma DNA rannsóknir sem sonur Sheppard, Sam Reese Shepp- ard, segir að muni sanna í eitt skipti fyrir öll að faðir hans myrti ekki móður hans, Marilyn. Sam Sheppard sat í fangelsi í tíu ár, eftir að hann var dæmdur árið 1954, fyrir að beija þungaða eigin- konu sína til bana. Lögfræðingur hans F. Lee Bailey fékk hann laus- an árið 1964 þegar hann sannfærði dómstóla um að dómurinn hefði stjórnast af tilfinningasemi og því hefði Sheppard ekki fengið réttláta málsmeð- ferð. Sheppard var samt aldrei hreinsaður af morðákærunni og dó niðurbrotinn maður. Nú benda niðurstöður DNA rannsókna til þess að húsamálarinn Ric- hard Eberling hafi verið morðingi Marilyn Sheppard, en hann situr í fangelsi fyrir annað morð. Blóðprufur hans passa við blóð sem fannst í gólfteppi á heimili Sheppard-hjón- anna eftir morðið. Son- ur Sheppard vill gera Verður nafn dr. Sam Sheppards loksins hreinsað af morðinu á eiginkonu hans. Persónan sem Harrison Ford lék í „The Fugiti- ve“ var byggð á Sam Shepp- ard. DNA próf á lík- amsleifum föð- ur síns til þess að hreinsa nafn hans af morðá- kærunni. Sam Reese Sheppard, sem er fimm- tugur, hefur unnið að því í mörg ár að sanna sakleysi föður síns. Hann sagði í viðtali í sjónvarpsþættinum Good Morning America að þetta væri eina ieiðin til þess að eyða öllum efasemdum. STUTT r >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.