Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 35 BENEDIKT STEFÁN JÓHANNSSON + Benedikt Stefán Jóhannsson ’ fæddist á Minni- Brekku í Fljótum, Skagafjarðarsýslu, 12. desember 1916. Hann lést á Land- spítalanum i Reykjavík 13. sept- ember siðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 17. mai 1890, d. 14. okt. 1939, og Jóhann Benediktsson, bóndi, f. 14. júní 1889, d. 9. júní 1964. Foreldrar Stefáns voru lengst af leiguliðar og bjuggu á ýmsum jörðum í Fljótum. Þau eignuðust þrettán börn, en tveir drengir dóu í æsku. Af þeim ellefu sem upp komust hafa sex iokið hérvist- argöngu sinni, þau eru eftir aldursröð auk Stefáns: 1) Sóley, f. 20. júní 1910, d. 8. sept. 1980. 2) Jónina, f. 19. júlí 1912, d. 28. okt. 1960. 3) Margrét, f. 19. okt. 1914, d. 9. júní 1978. 4) Árný, f. 31. des. 1921, d. 13. mars 1996. 5) Einar, f. 15. jan. 1929, d. 23. júní 1983. Eftir að Jóhann varð ekkjumaður eign- aðist hann son með Björgu Þor- steinsdóttur, f. 4. júní 1903, d. 22. nóv. 1981. 1. júní 1951 gekk Stefán að eiga Sigríði S. Sigur- jónsdóttur, f. 7. maí 1930, for- eldrar hennar voru hjónin Ingi- björg Þorgrímsdóttir, f. 26. maí 1893, d. 9. sept. 1975, og Sigur- jón Gíslason, f. 27. sept. 1891, d. 30. júni 1977, bændur á Steinavöllum í Flókadai í Skagafjarðarsýslu. Stefán og Sigríður hófu búskap á Siglu- firði 1948, en fluttu til Reykja- víkur 1951. Þar vann hann hjá ýmsum byggingar- félögum og verk- tökum og var til fjölda ára verkstjóri við þau störf. Stefán og Sigríð- ur eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Inga Jóna, bóndi, f. 7. sept. 1948, maki Kristinn Hermanns- son, bifvélavirki, og eiga þau fjögur börn. 2) Jóhann, 19. inn var giftur Áslaugu Júlíusdóttur kennara, þau slitu samvistum. Jóhann á eina dótt- ur með Sigrúnu Þórarinsdóttur. 3) Helga, bókhaldari, f. 2. des. 1951, maki Guðmundur Ó. Bald- ursson, framkvæmdastjóri, þau eiga þijú börn. 4) Jón Sæmund- ur, leigubílstjóri, f. 10. jan. 1954, maki Ásthildur Siguijóns- dóttir, er við rannsóknarstörf, þau eiga þijú börn. 5) Þórður, garðyrkjufræðingur, f. 9. nóv. 1958. 6) Linda, hjúkrunarfræð- ingur, f. 9. jan. 1962. Sambýlis- maður Valgarður Einarsson, verktaki, þau eiga þijú börn. 7) Dóra garðyrkjufræð- ingur, f. 18. sept. 1965, maki Rafn Emilsson, garðyrkjufræð- ingur. Þau eiga þijú börn. Barnabörnin eru sautján og þar til viðbótar er eitt langafabarn. Árið 1982 slitu þau Stefán og Sigríður samvistum. Áður en Stefán hóf störf við bygging- ariðnað starfaði hann lengi við sjávarútveg bæði i landi og á sjó. Útför Benedikts Stefáns fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fljótin fegurst allra sveita faðminn breiðir enn til mín minning æsku margir leita máttug eru fjöllin þín. (B.StJ.) Þetta erindi er úr kvæðabálki sem Stefán gerði um æskustöðv- arnar, og má ljóst vera að þær hafa verið honum kærar. Á kveðju- stund er margt að þakka og margs að minnast á langri leið, þó fátt eitt verði hér á drepið i stuttri grein. Þó örlögin höguðu því svo, að leið- ir okkar skildi á uppvaxtarárunum þá kom ég nokkrum sinnum á ári í föður- og móðurgarð, og sá því og heyrði hvemig lífið leið áfram og við stækkuðum. Þú varst stóri bróðir sem stjórnaðir og maður setti traust sitt á í blíðu og stríðu, þó gat ekki hjá því farið að stund- um slettist uppá bróðurkærleikann öðru hvoru, með dæmigerðum barnabrekum. Segja má að snemma hafi krókurinn beygst til þess er verða vildi, því síðar er þú komst til fullorðinsára varst þú til fjölda ára verkstjóri hjá ýmsum verktökum. Þú varst ötull og röskur og vildir að hlutirnir gengju, enda vel metinn af yfírmönnum þínum. Foreldrar okkar voru ekki ríkir af veraldarauði og oft þröngt í búi, í aldursröð varst þú fjórða barn þeirra, þijár systur okkar eldri, það reyndi því snemma á þig, sem eina karlmanninn í hópnum, að létta undir með heimilinu, fyrst með snúningum heima fyrir og síðan á vinnumarkaðinum, þú varst því ekki gamall er þú fórst þína fyrstu ferð á vertíð sem kallað var, og þær urðu margar vetrarvertíðirnar sem þú fórst, og aflaðir fjár og víðsýni, og þú brást ekki heimili feðranna því fyrir þitt fé og framtak var jörð- in Mið-Mór í Flókadal keypt handa foreldrunum. Það verður ætíð ofar- lega í huga mér, þegar við gerð- umst „útgerðarmenn" og síðasti róðurinn sem ég fór með þér á sjó- inn. Ég hef eftir þá ferð löngum sagt að ég eigi þér líf að launa, því það varst þú, sönn hetja, sem oft endranær, sem stýrðir knerri í myrkri og stórsjó heilum í höfn, meðan ég lá hálfmeðvitundarlaus í sjóveiki. Þú varst ósérhlífinn og harður við sjálfan þig og lagðir oft hart að þér, enda oft þörf á, því heimilið stækkaði og marga að fæða og klæða. Það ríkti bjartsýni og áræði í huga þér þegar þú hófst byggingu á húsi þínu í Kópavogi, með litla sjóði í farteskinu, en því meira áræði og orku sem var alls- ráðandi, og þú laukst þessu verki að verulegu leyti í aukavinnu frá aðalstarfi þínu. Samviskusamir fórna miklu til að sjá sér og sínum farborða. Þú varst enginn flysjung- ur, en alvörunnar alþýðumaður hógvær og lítillátur, en næmur fyr- ir hinu skoplega í kringum þig. Stefán átti létt með að gera vísur en hélt því lítt á lofti. Hann var enginn kröfugerðarmaður, nema á sjálfan sig og væri vel ef þjóðin ætti fleiri þannig hugsandi. Eftir að Stefán fór að taka lífínu rólegar nú á efri árunum var það hans yndi á sumrin að standa við hið rennandi vatn og renna færi fyrir hinn sprett- harða lax. Eftirfarandi vísa eftir hann sjálfan lýsir nokkuð hug hans til ánna. Ámar úr dölunum almennt eru dáðar og draumur að koma þar við. Fljótá og Flóká ég þekki þær báðar og þeirra fengsælu duldu mið. Það voru því mikil viðbrigði fyrir hann á síðastliðnu sumri er heilsa hans var með þeim hætti, að hann varð að sitja á árbakkanum án þess að geta snúið sér að störfum veiði- mannsins. Hann kvaðst ekki hafa neina löngun til að lifa athafnalausu lífí og var ákveðinn í að fara í áhætt- usama aðgerð í von um að hann fengi bata. Það brást og hann fór í sína löngu ferð. Maður kemur til með að sakna vinar í stað þegar komið verður til Siglufjarðar hér eftir, og ekki verð- ur kjötsúpa á borðum eða aðrir góm- sætir réttir á Grundargötu 20. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með þökk fyrir langa og bróðurlega sam- veru. Guð varðveiti þig og blessi. Þinn bróðir, Guðmundur. Kæri pabbi. Ég ætla að þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman, hvort sem það var hér fyrir sunnan eða norður í Fljótum. Minningarnar um þig eru svo margar því að þú varst minn læri- faðir. Hugur þinn að koma þaki yfir fjölskylduna var mikill og er Holtagerði til marks um það. Skiln- ingur okkar krakkanna á þessari miklu vinnu sem þú og mamma lögðuð á ykkur var ekki mikill á þessum tíma en ég skil hana nú þar sem ég fór svipaðar leiðir og þú bæði til sjós og lands. Þegar ég fór að vinna varðstu minn fyrsti verk- stjóri, það var hjá Hlaðbæ. Það má segja að þar sé upphafið að þínum veikindum sem fylgdu þér æ síðan, því þú lagðir svo mikla áherslu á að standa þig í starfi að þú hlífðir þér ekkert og fórst stundum fárveik- ur til vinnu. Þetta segir manni margt um þig því að það var þitt aðals- merki að standa sig í vinnu, þannig var þetta alla tið hjá þér. Enda varst þú bæði eftirsóttur og farsæll í starfi. Þetta hugarfar held ég að þér hafi verið kennt strax í æsku því að systkinahópurinn var stór og ekki úr miklu að spila í þá daga í Fljótum. Eftir að Inga systir fluttist norður stefndi hugur þinn þangað líka og þú fékkst brennandi áhuga á sveitinni aftur, þó svo að heilsa þín leyfði ekki mikla vinnu léstu það ekki aftra þér fremur en fyrri dag- inn og þú lést þig hafa það. Stund- um var það spumingin hvor væri bóndinn á bænum, þú eða Krissi. Þú áttir þér áhugamál sem þú geymdir vel, því eftir að þú komst norður aftur tókstu upp gömlu veið- igræjumar þínar og undir hag þín- um vel við veiðar í Fljótaá. Þú vild- ir kenna mér allt um veiðar og svo fór það út í að við fómm að keppa um hver fengi þann stóra eða hver veiddi sem flesta fiska, samkeppnin var mikil, en ég held að þú hafir alltaf haft vinninginn. Ég vildi ekki vera minni veiðimaður er þú. Ég ætla að þakka þér fyrir öll veiðileyf- in sem þú útvegaðir mér og hafðir stundum mikið fyrir að fá fyrir mig. Pabbi, ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en kveð þig með þínum eig- in kveðskap um Fljótin. Fögur er leiðin sem liggur um Fljót í faðmi lifandi daia þú finnur í andblænum islenska rót undir og yfir töfrandi tala. Vötnin hin fjögur veiðina móta með vaxandi gróðurdýrð. Sælan er þeirra sem sætanna njóta og þeirra fengsælu duldu mið. Þinn sonur, Jón Sæmundur. Elsku pabbi. Mig langaði svo oft að eyða meiri tíma með þér en þú bjóst svo lengi á Siglufirði en ég í Reykjavík og svo á Flúðum. En við vorum þó saman fram yfír fenning- una mína. Frá Holtagerðinu á ég margar góðar minningar en óska þess þó að þær gætu verið fleiri því þú varst að vinna svo mikið. Svo misstir þú snögglega heilsuna og þið mamma skilduð. Eftir það fórst þú oft norður, fyrst bara nokkra mánuði á ári. Tilveran var af ýmsum ástæðum mér erfið á þessu tímabili en þegar þú tókst mig með á félags- vist og gömlu dansana kynntist ég þér betur og við áttum góðar stund- ir saman. Síðan keyptir þú hér hús á Siglufirði og þá saknaði ég stund- anna okkar því oft leið eitt og stund- um tvö ár á milli þess sem við hitt- umst. Oft hafði ég áhyggjur af þér en Inga systir og fjölskylda hennar var í raun sú fjölskylda sem þú varst best tengdur síðustu fímmtán árin. Sömuleiðis að samskipti ykkar mömmu voru góð og vinátta ykkar varanleg. Veit ég að hún var þér mikill styrkur á þessum síðustu erf- iðu mánuðum. „Heima er best“ eru orð sem eiga við þig. Ég var satt best að segja í mörg ár að skilja að það sem ég taldi sérvisku var í raun staðfesta. Að vilja hvergi vera nema heima jafnvel einn á jólum, helst aldrei stoppa fyrir sunnan þó að nægur tími gæfist til þess. Stað- festa að lúta að vilja hjartans, ekki elta uppi hefðir sem þú hafðir ekki þörf fyrir. Þú varst trúr sjálfum þér og Guði, elskaðir landið, sýndir öðr- um virðingu og kurteisi. Þetta gaf þér hugarró svo einveran plagaði þig ekki. Samt hafðir þú gaman af félagslífínu og tókst þátt í því. Elsku pabbi, þú varst ákveðinn í að fara aftur norður og pantaðir þér far báðar leiðir, en síðasta verk- ið varð þér ofviða þótt þú sýndir bæði styrk og óttaleysi. Þú ferð aftur norður til að hvílast 5 hinsta sinn á þeim stað sem þér þótti vænst um. Ég veit að þú færð nóg að gera í þínum nýju heimkynnum og bið Guð að blessa þig, mömmu og systk- ini mín. Þín dóttir, Dóra Mjölh „í andartaki lífsins við fáum að vera til, teljum það sjálfsagt uns dauðinn tekur við.“ Guð blessi þig pabbi. Þórður. Kæri tengdapabbi. Ennþá man ég Ijóslifandi minn- inguna þegar ég hitti þig fyrst. Þú varst sá fyrsti sem ég hitti í fjöl- skyldunni hans Nonna, er ég kynnt- ist honum fyrir rúmum tuttugu árum. Þú stakkst höfðinu inn í her- bergið hans Nonna og heilsaðir mér með þínu hlýlega handabandi. Síðan hittumst við æði oft, en þó fækkaði samverustundum okkar er þú fluttir norður til Siglufjarðar. En alltaf var gaman að fá þig í heimsókn er þú komst suður og gist- ir þá hjá okkur. Börnin kepptust um að fá að lána afa herbergið sitt til að sofa í. Svo þegar við komum norður á sumrin var alltaf matarboð hjá þér. Og þú varst búinn að útvega Nonna og Siguijóni veiði í ánum í Fljótun- um, því lax- og silungsveiði var þitt aðaláhugamál eftir að starfsævi þinni lauk. Alltaf var gaman að heyra þig tala um veiði og kom þá gjarnan glampi í augun og brosið, ekki síst ef þú fékkst lax. Svo má ekki gleyma öllum sumr- unum þínum á Molastöðum hjá Ingu og Krissa. Þar áttir þú gott athvarf og varst sístarfandi þar, ýmist i heyskap eða ýmsu dútli í fjárhúsun- um, og að ógleymdum kartöflugarð- inum sem þú sást um. Svo lét Krissi þig hafa nýmálaða gamla rauða „Ferguson" með silf- urmálaða vél og felgur. Á þessari Ferguson keyrðir þú um öll tún, ýmist að tætla eða garða. Þá var Stebbi ánægður með lífið. Þetta var vélin hans Stebba. Stebbi minn, ég ætla ekki að fara út í ættfræðilýsingar, það læt ég öðrum eftir. En ég vil þakka þér öll góðu árin og samverustundirnar og heimsóknirnar, sem hefðu gjarn- Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 Q 1 Í HOTEL LOFTLBÐIR li* Wtt * « * I* © T * G * Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA an mátt vera fleiri. Nú ert þú búinn að fá hvíldina frá þrautum þínum og líður eflaust vel hinum megin. Kannski ferðu í veiði, hver veit. Að lokum kveð ég þig Stebbi ^ minn með þessum sálmi. Nú iegg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Far þú í friði og hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ásta. Kæri bróðir. Nú að leiðarlokum vildi ég færa þér með nokkrum orðum þakkir mínar og sambýliskonu minnar, fyr- ir góð kynni nú hin síðari ár, eða frá því að þú fluttir hingað til Siglu- íjarðar upp úr 1982. Þá bundust vinarbönd okkar aftur og treystust eftir því sem árin liðu. Vart leið sá dagur að við vissum ekki hvor af öðrum. Þú barst ekki tilfinningar þínar á torg, varst dulur í skapi og vildir vera sjálfum þér nógur í öllum hlutum. Á sumrum varstu nokkuð iðinn við að fara í veiði í Fljótaánum og bar það við að þú bauðst okkur Siggu með, eða sendir okkur í þinn stað, oftar en ekki komum við með litla sem enga veiði og það fannst þér ekki veiðimannlegt því það var nær undantekningarlaust að þú komst með einhveija veiði og stund- um nokkuð góða og þá nutum við góðs af og fengum í matinn. Eftir að þú veiktist í desember sl. þá hafa veikindi þín staðið með hléum, en ekki varstu að kvarta og vildir bara komast heim í Grundargötu 20, þar virtist þér líða best. Svo var það í endaðan ágúst að ákveðið var að þú færir í hjartauppskurð, sem jr" virtist takast vel. Þegar við Sigga heimsóttum þig 4. og 5. sept. þá varstu skýr í hugsun og þegar við kvöddumst seinnipartinn föstudag- inn 5. sept. og ég sagði þér að við værum að fara í níu daga ferðalag til útlanda, þá var það fastmælum bundið að ég heimsækti þig á sjúkrahúsið þegar við kæmum til landsins sunnudaginn 14. sept. Það fyrsta sem ég frétti á Keflavíkur- flugvelli var að þú hefðir látist kvöldið áður. Að leiðarlokum eru bomar fram bænir til þín um að það hafi verið vinir í varpa þegar þú gekkst á fund herra lífsins. Hafðu kærar þakkir fyrir vináttu liðinna ára frá okkur Siggu, kæri bróðir. Hvíl þú í friðar- faðmi með hjartans þökkum fyrir trygga vináttu hollvinar. Börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og öllum þeim sem þér voru kærir eru sendar samúðar- kveðjur. Hvíl þú í friði. Ólafur Jóhannsson, Siglufirði. Erfidrykkjur REYKJAVIK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 HÓTEL Sérfræöingar í blómnskrcytinguni við öll tækit'æri I blómaverkstæði | Binna r Skúlnvörðustíg 12. á horni Bergslaöaslrælis, sími 551 900(1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.