Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ „ÍNTERNATÍONAL SNAKESHOW" k SV IF) I; • Meðhöndlun á eiturslöngum • Eiturkirtlar Cobru mjólkaðir • Eitraðir mangrófar • Ofl. IJL-HUSINU Hringbraut 121 Opið daglega frá 14-20 Miðaverð í fyrsta skipti í Evrópu Upplýsingar gefur Gula línan sími 5808000 Fullorðnir kr. 700 Ellilífeyrisþegar og námsmenn kr. 600 Börn kr. 500 TILBOÐ FYRIR HÓPA FÓLK í FRÉTTUM Red Skelton látinn * Ottó Geir Borg Dásamleg flölskyldu- mynd Amy og Vllligæsirnar___ ( (FlyAway Home) Fjölskyldumynd^.^^. Framleiðendur: John Veitch, Carol Baum. Leikstjóri: Carrol Ballard. Handritshöfundur: Robert Rodat, Vince McKewin. Kvikmyndataka: Caleb Deschanel. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Anna Paquin, Jeff Daniels, Dana Delaney, Terry Kinney. 103 mín. Bandaríkin. Skíf- ( an 1997. Útgáfudagnr: 27. ágúst. t Myndin er öllum leyfð. " EFTIR lát móður sinnar flytur Amy til sérviskulegs föður sín, en hann er búsettur í Kanada. Þau ná ekki mjög vel saman og virðist ekkert geta bjargað sam- bandi feðgin- anna. Þegar i varplendi villi- | gæsa er eyðilagt finnur Amy ijöld- ann af eggjum sem hún lætur klekjast út. Gæsimar sjá Amy og telja hana vera móður sína og elta hana út um allt. Þegar gæsimar sýna á sér ferðasnið um vetrarleytið er útlit fyrir að þær muni ekki rata suður á bóginn, en þá þurfa feðgin- in að hjálpa hvort öðru til þess að koma þeim á áfangastaðinn. | Kvikmynd sem fjallar um föður og dóttur sem hjálpa villigæsum að komast suður í heitara loftslag, virðist ekki vera mjög áhugaverð. En undir handleiðslu Carrol Ball- ard, sem á að baki myndir eins og „Black Stallion“ og „Never Cry Wolf“ og frábærrar kvikmyndatöku Caleb Deschanel er Amy og Villi- gæsirnar nánast fullkomin fjöl- skyldumynd. Eini gallinn við hana er að hún reynir stundum of mikið i að vera sæt þegar hún þarf þess ekki. Leikararnir standa sig mjög vel og er Jeff Daniels bestur í hlut- verki föður Amyar. Anna Paquin sýnir ágætis tilþrif í hlutverki Amy- ar, en samt aldrei neinn snilldar- leik. Ferðalagið suður er hápunktur myndarinnar og er það virkilega vel gert. Myndin er spennandi og yngstu áhorfendurnir ættu að skemmta sér konunglega og þeir eldri líka. GRÍNLEIKARINN Red Skelton lést í vikunni eftir langvarandi veikindi 84 ára gamall. Skelton naut hylli fýrir sprell og grín í banda- rísku útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hann lék í 30 kvik- myndum á ferli sínum. Richard Bernard Skel- ton, eins og hann var skírður, ólst upp í sárri fá- tækt í Indiana en strauk að heiman aðeins tíu ára gamall til að freista gæfunnar í skemmtana- iðnaðinum. Han starfaði í sirkus Red Skelton í hlut- verki sínu í mynd- inni „The Clown“. og tók þátt í ferðasýningum áður en hann hóf feril sinn í útvarpi og sjónvarpi. Skelton var þekktastur fyrir að leika „Freddie the Freeloader" í þættinum „Lucy-Des Comedy Hour“ og aðra trúða í sjónvarpi. Hann var þrígiftur og eignaðist tvö börn en sonur hans lést úr hvít- blæði átta ára gamall. Skelton sagði eitt sinn að trúður væri stríðsmaður sem berðist við depurð. Skelton var dáður meðal starfs- bræðra sinna og sagði hinn frægi Milton Berle að heimurinn hefði misst einstakan mann. „Ég og Dol- ores höfum misst kæran vin og uppáhalds trúðinn okkar,“ sagði grínistinn Bob Hope um andlát Skeltons. MYIMDBOND i í Vandaðar vörur á allt að 6o% afslætti í Olísbúðinni Ármúla 7. Líttu inn og gerðu góð kaup. BiBÚfilH Gasljós Gashitarar Gashellur Gasofnar Gönguskór Flíspeysur Hleðslutæki 60% 60% 50% 30% 30% 30% 30% OPIÐ mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00. Laugardag 10:00-16:00. Olís búðin Ármúla 7 • sími 588 3366 • símbréf 588 3367 utsala í Olísbúðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.