Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 41
T MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 41 i 1 I i 3 < I * < I i í i é i i i i 1 < ( ( < ( ( i < ( i FRÉTTIR Samningnr um um- sýslu sveinsprófa MÉNNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur undirritað samkomulag við Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins um að Fræðslumiðstöðin taki að sér umsýslu sveinsprófa og eftirlit með námssamningum í rafiðngreinum. Samkomulagið er hið fyrsta sinnar tegundar og er liður í að færa fræðsluverkefni í starfsnámi nær vettvangi og um leið gera aðilum atvinnulífs kleift að koma með skil- virkari hætti að framkvæmd starfs- menntunar á framhaldsskólastigi. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir að samkomulagi byggist á heimild í reglugerðum um sveins- próf og námssamninga og feli í sér að Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins annast framkvæmd sveinsprófa í rafiðngreinum, kynni skipulag þeirra og innritar í prófin. Fræðslu- miðstöðin skal kaupa og sjá um viðhald á prófbanka vegna sveins- prófanna og sér sveinsprófsnefnd- um fyrir vinnuaðstöðu. Sveins- prófsnefndir í rafiðngreinum bera engu að síður ábyrgð á að semja prófin og dæma þau. Samkomulagið felur ennfremur það í sér að Fræðslumiðstöðin tek- ur að sér eftirlit með gerð og fram- kvæmd námssamninga í rafiðn- greinum og tekur að sér að útvega nemum starfsþjálfunarpláss þegar svo ber undir. Hér er um tilraun að ræða og mun menntamálaráðherra skipa sérstakan eftirlits- og vinnuhóp til þess að fylgjast með framkvæmd samningsins og skal hann skila skýrslu til ráðherra einu sinni á ári. í undirbúningi er að hefja við- ræður við fleiri fræðslumiðstöðvar um sams konar verkaskiptingu en hjá þeim hefur komið fram áhugi á að takast á við þetta verkefni. Öryggismál Evrópu í kjölfar kalda stríðsins ÖRYGGISMAL Evrópu í kjölfar kaida stríðsins; þróun mála nú og yfirsýn til framtíðar heitir erindi sem Andrei V. Kozyrev, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Rússlands og þing- maður Múrmansk á rússneska þing- inu, flytur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal Hótels Sögu mánudaginn 22. sept- ember nk. kl. 17. „Kozyrev, sem var mjög áhrifa- mikill ráðherra, átti mjög stóran þátt í því að móta stefnu rússneska lýðveidisins gagnvart Bandaríkjun- umm og afstöðu Rússa til örygg- mála Evrópu. Hann er mjög virtur stjórnmálamaður í Rússlandi og á alþjóðlegum vettvangi. Eins og menn vita þá er Múr- mansk mjög mikilvægt hagsmuna- svæði fyrir íslenskan sjávarútveg og þjónustugreinar fiskvinnslu og út- gerðar. Það er kærkomið fyrir ís- lendinga að fá tækifæri til að kynn- ast Kozyrev og sjónarmiðum hans í utanríkismálum Rússlands. Kozyrev, sem er fæddur árið 1951 í Brussel, lauk háskólanámi í al- þjóðamálum frá Institute of Foreign Relations í Moskvu árið 1974 og er með doktorsgráðu í mannkynssögu. Sama ár var hann ráðinn í utanríkis- þjónustu Sovétríkjanna. Þar gegndi hann ýmsum mikilvægum störfum og var um tíma framkvæmdastjóri þeirrar deildar sem fór með málefni alþjóðastofnana. Hann var skipaður utanríkisráð- herra rússneska lýðveldisins árið 1990 og gegndi því starfi fram til 1996. Hefur enginn annar setið jafn lengi í ríkisstjórn Jeltsíns. Meðan hann gegndi utanríkisráðherrastarf- inu fór hann fyrir fjölda sendinefnda Rússlands á alþjóðafundi og tók virk- an þátt í öllum mikilvægum samn- ingaviðræðum á alþjóðavettvangi. Kosyrev var fyrst kosinn á þing árið 1994 og endurkjörinn í þing- kosningum sem fram fóru 1995. Hann situr m.a. í þingnefnd sem flallar um vandamál á norðurhjara. Kosyrev er mjög virkur í öryggis- og utanríkismálum rússnesku Dúm- unnar. Hann hefur skrifað bók sem á ensku heitir „Transfiguration". Auk þess liggur eftir hann fjölda greina svo sem um afvopnunarmál, málefni SÞ og alþjóðamál. Eiginkona Kozyrevs, Elena, verður með í heim- sókninni, en hún starfaði í nokkur ár í sendiráði landsins í Reykjavík. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs, auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þróun öryggis- og utanríkis- mála,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum um vestræna samvinnu. Meiri bandbreidd til Ameríku og lægra verð Vörusýning í Perlunni á vegum Við- skiptanetsins VÖRUSÝNINGIN Nútíma vöru- skipti verður haldin á vegum Við- skiptanetsins í Perlunni nú um helg- ina. Viðskiptaráðherra opnar sýn- inguna kl. 11 í dag, laugardag, og er sýningin opin til kl. 18 bæði í dag og á morgun. Sýningunni er ætlað að efla við- skiptatengsl milli aðildarfyrirtækja Viðskiptanetsins og kynna almenn- ingi og forráðamönnum annarra fyrirtækja vörur og þjónustu þess og hvernig nútíma vöruskipti eiga sér stað. Aðildarfyrirtæki Viðskiptanetsins eru nú um 700 úr flestum greinum atvinnulífsins og munu hátt í 50 þeirra taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, ýmist á inni- eða útisvæði Perlunnar. Þeirra á meðal eru vélaverkstæði, gallerí, verslanir, fataframleiðendur, veitingahús, gullsmiðir, tölvufyrirtæki, útgefend- ur, innflytjendur húsgagna, gólf- efna, véla ogtækja, verktakar, skól- ar, heilsulind, listamenn o.fl. Tískusýningar verða bæði á laug- ardag og sunnudag kl. 14 og 16 á vegum Artemis, Herra Hafnarfjarð- ar og Kakí auk Kápusölunnar og Model Magasín. Dísella annast förð- un og Heiðar Jónsson kynnir á tísku- sýningunum. Aðgangur er ókeypis á sýninguna og eru allir velkomnir. Hvetja til þátt- töku í barna- starfi kirkjunnar BARNASTARF kirkjunnar í Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi og Kópavogi hefst næstkomandi sunnudag, 21. september, kl. 11. í fréttatilkynningu frá ofantöld- um kirkjusóknum segir: „Hvert haust kallar kirkjan til barnastarfs. Þar fer fram fræðsla í formi verk- efna sem börnin fá og í gegnum söngvana sem þau læra. Bænir eru beðnar fyrir og með börnunum. Gleðin sem okkur var uppálagt að væri eðlilegur hluti trúarlífsins er í fyrirrúmi í starfi meðal barnanna og reynt er að höfða til getu þeirra og áhuga. í mörgum kirkjum eru svo starfandi bamakórar og jafnvel foreldrafélög sem tengjast barna- starfinu á ýmsan hátt. Allt kemur þetta til með að eignast rúm í huga barnanna okkar cg verða þeim til uppbyggingar og góðs þegar fram líða stundir. Látum þau ekki fara á mis við uppfræðslu og starf kirkj- unnar. Hvetjum þau til þátttöku í barnastarfinu eða komum með þeim til kirkjunnar til að taka sjálf þátt í starfinu með þeim.“ Vígsla í Dóm- kirkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vigir á morgun, sunnu- daginn 21. september, einn prest og einn djákna við hátíðarguðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Hefst messan ki. 10.30 árdegis. Vígsluþegamir em Anna Sigríður Pálsdóttir, cand. theol., sem vigist sem aðstoðarprestur í Grafarvogs- prestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra og Halldór Elías Guð- mundsson sem vígist til djáknaþjón- ustu hjá Æskulýðssambandi kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Vigsluvottar eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, lýsir hann einnig vígslu, Ragnheiður Sverris- dóttir, djákni, og sr. Vigfús Þór Árnason. Ásamt biskupi annast sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur, altarisþjónustu. Organistar eru Marteinn H. Friðriksson og Hörður Bragason. Söng annast Dómkórinn og kór Grafarvogs- kirkju. Málþing um umferðar- fræðslu HVERNIG er hægt að auka og efla umferðarfræðslu í skólum? Leitast verður við að svara þeirri spurningu á málþingi Umferðarráðs um um- ferðarfræðslu í grunnskólum sem haldið verður á Grand Hótel Reykja- vík þriðjudaginn 23. september nk. „Sem kunnugt er voru málefni grannskóla flutt frá ríki til sveitar- félaga á síðasta ári og því ástæða til að endurskipuleggja ýmislegt sem tengist starfi grunnskólanna að umferðaröryggismálum. Um- ferðarráð hyggst efla mjög umferð- arfræðslu í skólum á næstu árum og er þetta málþing einn liður í því, segir í fréttatilkynningu frá Umferðarráði. UM þessar mundir hefst umfangs- mikið vetrarstarf safnaðanna í öllum kirkjum prófastdæmisins. í tilefni af því verður kvöldmessa í Hallgríms- kirkju nk. sunnudag, 21. september, kl. 20. Öllum þeim sem á einn eða annan veg starfa við kirkjulegt starf í prófastsdæminu er sérstaklega boð- ið til þessara kvöldmessu. Þá er ýmsum gestum sérstaklega boðið svo sem biskupi Islands, kirkjumálaráð- herra, borgarstjóra, borgarfulltrúum, bæjarstjóra og bæjarstjórn Seltjam- amess o.fl. Sr. Karl Sigurbjörnsson mun prédika en auk hans munu þjóna Meðal fyrirlesara er Torgeir Tande, fræðslustjóri Trygg Trafikk, sem eru systursamtök Umferðar- ráðs í Noregi, en hann mun fjalla um umferðarfræðslu í skólum þar. Málþingið hefst kl. 12.50 og stendur til kl. 17. Það er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu, á meðan húsrúm leyfir. Áhugasamir era vinsamlegast beðnir um að til- kynna þátttöku til Umferðarráðs fyrir 22. september. Keppt í sumo- glímu ÁRMANN Judo Gym og skemmti- staðurinn Tunglið standa nú fyrir íslandsmeistaramóti í sumo-glímu í fyrsta sinn á íslandi. Mótstjóri verð- ur Andrés Guðmundsson og verður keppt í yfír og undir 100 kg flokkum. Keppnin verður haldin á Tunglinu þann 26. september nk. og hefst keppni kl. 23. Æfing keppenda verður á sama stað kl. 16 sama dag. Skráning keppenda er hjá Ár- mann Judo Gym og sjá þeir um alla umgjörð keppninnar. Fyrstu verðlaun í keppninni verð- ur 7_ daga ferð til Flórída með Úr- val-Útsýn. Síðasti áfangi Reykjavegarins TÍUNDI og síðasti áfangi raðgöngu Ferðafélags íslands og Útivistar um Reykjaveginn, sem hófst á Þingvöll- um í vor, verður sunnudaginn 21. september kl. 10.30. Þetta er stuttur áfangi frá Stóra Sandvík að Reykjanesvita og því gönguferð við flestra hæfí. I lok göngunnar verður boðið upp á kaffi i Reykjanesvita. Miðar eru seldir í rútum en brott- för er frá BSÍ, sunnanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélagið fer einnig í göngu á sunnudaginn kl. 13 á Kerhólakamb Esjunnar og er gengið frá Esjubergi. að messunni sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, sr. Ingileif Malmber og sr. María Ágústsdóttir. Fulltrúar allra starfsgreina í kirkjustarfinu munu lesa ritningargreinar, bænir og aðstoða við þjónustuna að öðru leyti. Árni Arinbjarnar verður org- anisti og Kór Grensáskirkju syng- ur. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og smákökur. í öllum söfnuðum prófastsdæm- isins hefst hefðbundið barnastarf sunnudaginn 21. september. I næstu viku dagana 22.-26. septem- ber verður innritað í fermingar- fræðslu vetrarins. NOTENDUM Internetþjónustu Pósts og síma hefur fjölgað hratt að undanförnu, einkum vegna þess að mjög margir hafa tekið tilboði um samnetstengingu og búnað og alnetsáskrift í einum pakka. Til að mæta þessari aukningu hefur Inter- netþjónusta Pósts og síma tvöfaldað flutningsgetuna á sambandi sínu til Ameríku og er hún núna tvö mega- bit. Meðalbandbreidd sem hver og einn notandi hefur aðgang að er nú hvergi meiri en hjá Internetþjónustu Pósts og síma. Þetta þýður að bið- tími eftir að heimasíður birtist á skjánum er í lágmarki og greiðlegar gengur að ná í skrár á netinu en hingað til hefur þekkst, segir í fréttatilkynningu frá Pýsti og síma. Ennfremur segir: „Á sama tíma er Internetþjónusta Pósts og síma að lækka gjaldskrá fyrir aðgang að DAGUR flogaveikra er í dag, 20. september, og af því tilefni bjóða Landssamtök áhugafólks um floga- veiki (LAUF) félagsmönnum og að- standendum í ferð að Reynisvatni. Farið verður með rútu frá skrifstofu LAUFS og dvalið við veiðar og aðra iðju fram eftir degi. í fréttatilkynningu frá LAUFI segir að samtökin hafi verið stofnuð 1984 og er meginmarkmið þeirra að sinna fræðslu og upplýsingamiðl- un til félagsmanna og almennings um flogaveiki, bæta aðstöðu floga- veikra og styðja rannsóknir á sjúk- dómnum. Á þessu ári hefur LAUF staðið fyrir fjársöfnun til húsnæðiskaupa fyrir starfsemi samtakanna og fyrir átaki í fræðslu- og kynningarmálum. Fram kemur að komið er út á ís- Internetinu með mótaldi miðað við ótakmarkaða notkun. Verðið sem var 1.890 kr. á mánuði er nú aðeins 1.496 kr. og skráningargjald er ekkert. Þeir sem nota Internetið ekki mik- ið vilja e.t.v. frekar fá áskrift sem er tímamæld en hún er hagstæðari ef notkun er minni en nemur 16,5 klst. á mánuði. Þá er áskriftargjald- ið aðeins 374 kr. á mánuði en greiða þarf 1,12 kr. á mínútu fyrir notkun- ina. Skráningargjald í upphafí er 623 kr. Hraðvirkasta tengingin við Inter- netið er í gegn um samnetið. Þeir sem tengjast Internetinu á þann hátt geta valið á milli þess að greiða 2.190 kr. á mánuði fyrir ótakmark- aða notkun eða greiða fast afnota- gjald sem er 1.245 kr. á mánuði og 1,97 kr. fyrir hveija mínútunotkun auk 1.868 kr. skráningargjalds." lensku leikið myndband, sem fjallar um flogaveiki hjá bömum og er unn- ' ið undir stjórn sérfræðinga um floga- veiki. Hefur myndbandið verið þýtt á íslensku af Ólafí Hauki Símon- arsyni og tala leikararnir Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Stefán Jónsson inn á mynd- ina undir stjóm Guðlaugar Maríu Bjamadóttur. Myndin, sem fengið hefur heitið Fræknar fískifælur á ís- lensku, fjallar um systkini með floga- veiki og vin þeirra, sem fara í veiði- ferð en lenda í ógöngum þegar bát þeirra rekur frá eyðieyju og þau verða strandaglópar án nauðsynlegra lyfja. LAUF hefur skrifstofu á Lauga- vegi 26 í Reykjavík og eru þar veitt- ar upplýsingar og þjónusta, svo sem fjölskyldu- og foreldraráðgjöf, fé-; lagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Námskeið um fjöl- skyldur fatlaðra Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands mun á næstu fimm vikum bjóða fjölskyldum fatl- aðra upp á námskeið um ýmis atriði sem geta bætt aðstæður þeirra. I fréttatilkynningu frá Endur- menntunarstofnun kemur fram að fjallað verði um réttindi fatl- aðra og fjölskyidur þeirra, þjón- ustukerfið, um samskipti for- eldra og fagfólks. Þá verði vísað í rannsóknir og dæmi um áhrif skyldur og fjölskyldulíf. Áhersla verði lögð á það hvernig styrkja megi og efla fjölskyldur og ein- staklinga til að lifa eðlilegu lífi. Námskeiðið verður haldið fimm miðvikudagskvöld frá 24. september til 22. október klukk- an 20-22 og er námskeiðsgjald 5.200 krónur. Fyrirlesari verður Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Islands. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Yetrarstarf að hefjast Dagur flogaveikra í dag Boðið í ferð að Reynisvatni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.