Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.09.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 33 kjörið rit fyrir alla þá, segir Tómas Ottó Hansson, sem áhuga hafa á umræðu um framtíðarsamfélagið. gæti að því að möguleikarnir verði nýttir sem best. En það er réttilega bent á að helsta hindrunin sé lík- lega þröngsýni og lítil aðlögunar- hæfni. Framtíðarsýn bókarinnar um flæði þekkingar, aukna möguleika á samvinnu og meiri framleiðni með nýrri tegund fyrirtækja og sérhæf- ingar er sláandi. Ef hægt er að telja það ókost við bókina þá vekur hún margar spurningar en gefur ekki neina formúlu fyrir framtíðina, enda er það fyrir bestu þar sem slík formúla er líklega ekki til. Bók Þórs er í sterkri andstöðu við framtíðarsýn Rómarklúbbsins svonefnda á áttunda áratugnum, sem birtist undir þeirri lítt hvetj- andi yfirskrift „endimörk vaxtar- ins“. Sú framtíðarsýn hafði þann kost að hræða fram umtal um auð- lindanotkun, mengun og bresti í markaðsbúskapnum. Líklega var það samt markaðurinn sem skilaði mestum árangri við lausn þeirra vandamála sem um var fjallað með mikilli hækkun á verði hinna tak- mörkuðu auðlinda, sem dró úr eftir- spurn, hvatti menn til orkusparnað- ar og til þess að leita nýrra leiða. Sú framtíðarsýn sem fram var sett ( því riti var samkvæmt formúlu. Auðlindavinnsla, stóriðja og meng- un myndu að lokum leiða til hung- urs og fólksfækkunar, þannig að fólksfjöldi í heiminum í byrjun 21. aldar yrði svipaður og í lok 19. ald- ar. Þessi formúla reyndist alröng eins og menn vita. í raun er bent á í bók Þórs af hverju formúlan er röng. Dæmið sem bókin tekur er í einfölduðu máli það að við 10% meiri framleiðni fólks við færiband verður aðeins 10% meiri fram- leiðsla, en 1% betri afköst eða menntun læknis getur bjargað mannslífi. Formúlufræðin geta ekki tekið með í myndina getu fólks til að bæta sig og umhverfi sitt um- fram það sem virðist mögulegt við fyrstu sýn fái það réttu hvatning- una. Formúlufræðin eru færibanda- fræði. Hins vegar fjallar hagfræðin um umhverfi mannsins og áhrif þess á hagræna hegðun hans, m.a. til að auka framleiðni vinnu sinnar og bæta umhverfi sitt, hvort sem það er á eigin vegum eða í sam- vinnu við aðra. Það er kannski ekki við hæfi að svara ritdómum, en mér þótti rit- Framtíðarsýn: Óhindrað flæði hugmynda rit sé að ræða þar sem staglast er á frelsi í fj ármagnsflutningum. Líklega vita sumir ekki hvaða bylting _ hefur þegar orðið á íslandi vegna aukins frelsis á fjármagnsmarkaði og líklega sjá þeir heldur ekki mikilvægi þess að frekari þróun verði á fjármagnsmarkaði, m.a. til þess að þekking og hugmyndir háskóla- manna verði öðrum í þjóðfélaginu til góða. í stað þess að setja fram gagnrýni á hugmyndir Þórs um þekkingar- samfélagið, eða gefa upp skoðun sína á því af hveiju hann telur fram- tíðarsýn um fyrirtækjarekstur í Tómas Ottó Hansson þekkingarsamfélaginu takmarkaða, er meiri áhersla lögð á að telja upp setningar sem höf- undur ritdómsins telur ekki við hæfí. Gott dæmi um það er þegar hann telur vegið að kennarastéttinni, sem er í raun þversagnar- kennt því boðskapur bókarinnar er byggður á mikilvægi þekkingar. En jafnframt felst í bókinni áskorun til allra, kennara og ann- arra, að taka þátt í umræðu um nýjar lausnir á vandmálum þjóðfélagsins í stað þess að ríghalda í gamlar pólitískar hefðir, áskorun sem menn taka greinilega misvel. Lokaorð ritdómsins eru í svo lýsandi andstöðu við boðskap bókarinnar að maður hlýtur að komast á þá skoðun að ritdómurinn sé byggður A afar þröngu viðhorfi og litlum vilja til að hleypa utanað- komandi öflum inn í framtíðarsýn þeirra sem í fílabeinsturni starfa. Lokaorðin eru: „Sjálfur tel ég að til að rýna inn í framtíðina þurfi flóknari formúlur og meiri íhug- un.“ Þjóðfélagið utan veggja aka- demíunnar hefur ekki vilja né tíma til að bíða eftir formúlunni fyrir framtíðina. Að mínu mati er bókin kjörið rit fyrir alla þá sem áhuga hafa á raunverulegri, skiljanlegri og uppbyggilegri umræðu um framtíðarsamfélagið, og óháð lífs- skoðunum manna. NÝLEGA kom út bók eftir Þór Sigfússon hagfræðing sem bar nafnið Örríki á umbrotatímum. Um er að ræða framtíðarsýn í tilefni aldamóta, og skilaboðin eru skýr: Frelsið, mannúðin og þekkingin eru hornsteinar framtíðarþjóðfélagsins. Framtíð íslands á komandi öld mun mótast af því hvernig okkur tekst að samræma þessa þijá þætti og byggja á þeim til aukinna lífsgæða. Bókin er mjög áhugaverð og vekur mann til umhugsunar um ýmis þjóð- félagsmál og er á mjög skýru máli. í bókinni er bent á þá miklu mögu- leika sem felast í þekkingarsamfé- laginu, sem eru þó aðeins sýndir en ekki gefnir. Færri hindranir og ný tækni gerir það að verkum að þjóðir hafa í meiri mæli en áður möguleika á að bæta sinn hag, og bent er á ýmislegt sem stuðlað Að mínu mati er bókin Örríki á umbrotatímum dómur Róberts Haraldssonar um bók Þórs óréttmætur og gefa alröng skilaboð. í ritdómnum er ekki hvatt til þess að menn móti sínar eigin skoðanir um framtíðarsýn fyrir Is- land heldur hangir dómurinn á ein- stökum setningum, framsetningu og áherslunni á frelsi. Skilaboðin eru þau að um illa framsett áróðurs- Höfundur er hagfrteðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.