Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Reykjanesvita í ágúst 1934. Frá vinstri Sveinn Jónsson, Sveinn Kjartan, Guðrún Haralz, Leifur, Soffía Haraldsdóttir, og Haraldur. Gömul bernskuminning frá Reykjanesi GAMLI Reykjanesvitinn frá 1878 (bls. 125 í bók Th. Krabbe) GREINARHÖFUNDUR við rústir hinnar gömlu sundlaugar, vitinn í baksýn. ÞAÐ MUN hafa verið síðla sum- ars árið 1934, að gulur Buickbíll frá Bifreiðastöð Steindórs fikraði sig áfram milli varða á leið til Reykja- nesvita. Enginn reglulegur bílvegur hafði þá verið lagður til Reykjanes- vita, hvorki frá Grindavík, né frá Höfnum. Á síðustu öld höfðu verið gerðar nokkrar vegabætur og vörð- ur hlaðnar frá Kalmanstjörn til vit- ans, en það var fyrir bílaöld. Farþeg- -f ar voru sjö: Sveinn Jónsson tré- smíðameistari, afi minn, faðir minn, Sveinn M. Sveinsson, forstjóri Völ- undar, móðir mín Soffía Haralds- dóttir, móðursystir mín Guðrún Haralz og við bræður, Sveinn Kjart- an, þá 10 ára, Haraldur þá 9 ára og sögumaður þá 7 ára. Ferð þessi hefur ávallt verið ofarlega í huga mínum, sérstaklega sundlaugin hrörlega, sem við bræður þreyttum sund í, þótt hún væri smá í sniðum. Sundlaugin var ca. 8 metrar á lengd og 3 m á breidd, vel heit, því nóg er af volgrunum á Reykjanesi suð- ur. Veggir úr gijóti og torfi, en reft yfir með rekavið og torf þar ofan á. Annar gaflinn var að nokkru fall- 0 inn, þannig að við fórum inn um dyrnar, syntum nokkur sundtök, kiifruðum út um hinn lasburða gafl, hlupum svo til baka að dyrunum og síðan stöðuga hringferð. Þetta þótti okkur mjög spennandi, þar sem sundlaug sú, sem við höfðum lært að synda í austur á Laugarvatni, var vegleg bygging í samanburði við Reykjaneslaugina. Við lærðum sund sumarið_1933 hjá Baldri Kris- tjónssyni frá Útey og 1934 hjá Fríðu Stefánsdóttur, sem síðar varð kenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík (MR). II. Síðan er það nú miðvikudaginn . 27. ágúst, að við hjónin ákveðum að heimsækja þennan mikla ævin- týraheim, sem umhverfi Reykjanes- vita er, því veður var með því feg- ursta, sem gerðist á sumri þessu. Við ökum sem leið liggur suður Reykjanesbraut og beygjum til vinstri skammt áður en komið er að Leifsstöð, þar sem stendur á skiitinu: „Hafnir". Frá Höfnum er malbikaður vegur svo til alla leið að vitanum, þ.e. að Saltverksmiðj- unni. Við leggjum bílnum hjá Vala- hnjúk, þar sem gamli vitinn stóð og var hinn fyrsti viti, sem reistur var á íslandi, kveikt á honum 1. desember 1878. Vitinn kostaði kr. 36.000. Af Valahnjúk er hið feg- ursta útsýni. „Karlinn", hinn stór- brotni klettur, 52 metra hár á hægri hönd, en Eldey, þriðja mesta súlu- byggð í heimi, 77 metra há, er 13 km suðvestur af Reykjanesi. Eldey var fyrst klifin hinn 30. maí 1894 * af Eldeyjar-Hjalta Jónssyni og fé- lögum hans þeim Ágústi og Stefáni Gíslasonum. För þeirra félaga fór eins og eldur í sinu um gervallt ís- land og þóttu afrek þeirra hin fræki- legustu. Skv. upplýsingum Árna Johnsen Eldeyjarfræðings verpa 20.000 súlnapör í Eldey. Guðmund- ur Hagalín skráði sögu Eldeyjar- Hjalta og kom hún út í tveim bind- um árið 1939, en þar er nákvæm lýsing á för þeirra félaga upp í Eld- ey- Thorvald Krabbé var fæddur 21. júní 1876. Landsverkfræðingur 1906, umsjónarmaður landsvitanna Af Valahnúk er hið feg- ursta útsýni, segir Leif- ur Sveinsson, og rifjar upp ný o g gömul ferða- lög að Reykjanesvita. við Faxaflóa frá 1. janúar 1910 - 31. desember 1917, en vitamála- stjóri frá 1. janúar 1918 - 1937. Hann reit bókina „Island og dets tekniske udvikling gennem tid- erne“, en hún kom út í Kaupmanna- höfn árið 1946 hjá Carl Bryrups Bogtryggeri. Þar er að finna mikirin fróðleik um vitabyggingar á ís- landi, og er hér m.a. stuðst við bók þessa og fleiri rit Th. Krabbé. Gamli vitinn frá 1878 varð fyrir svo mikl- um áföllum af völdum jarðskjálfta og hinum tröllauknu brimsköflum, sem sífellt dynja á Reykjanestánni, að ekki varð lengur við unað. Því var svo komið árið 1907, að hafist var handa við að reisa nýjan vita og nú á hólnum Bæjarfelli, sem er nokkuð frá sjó og þar reistur nýr viti á árunum 1907-8. Sendur hann enn og er sjálf byggingin 23 metra há, en rís 73 metra yfir sjávar- máli. Ég fæ lánaðan lykil hjá vita- verðinum Pétri Kúld Ingólfssyni og geng upp allar 92 tröppurnar og er orðinn allmóður, er ég næ upp í efsta hlutann. III. Fróðlegt er að lesa hjá Th. Krabbé um vitagjald af skipum, en lög um þetta efni voru samþykkt af Alþingi hinn 12. apríl 1878. Vita- gjaldið var fyrst lagt á um leið og kveikt var á Reykjanesvitanum 1. desember 1878. Skv. þeim lögum skyldi hvert skip, að undanskildum herskipum, skemmtiskipum og ís- lenskum fiskiskipum, sem frá út- löndum kæmu til Vesturlandsins sunnan við Snæfellsnes greiða 40 aura fyrir hvert tonn, en þau sem kæmu til landsins milli Snæfells- ness og Horns, 20 aura. Gjald þetta var ætlað til þess að standa straum af rekstrarkostnaði vitanna, en ekki til að endurgreiða bygginga- kostnaðinn. Þegar á næsta þingi var gjaldið lækkað í 20 og 15 aura, því það þótti fullhátt. Lög frá 10. október 1879. IV. Árið 1928 kom út önnur bók frá hendi Th. Krabbé, „Vitar íslands j 50 ár, 1878, 1. desember, 1928. í þessari bók er gífurlegur fróðleikur um vitana á íslandi, svo og hinn fyrsta vita, er mannskynssagan greinir frá. Þar segir m.a.: „Egyptar reistu hinn fræga vita á Pharoseyju til þess að gefa bendingu um innsigl- inguna til Alexandríu. Hann er 56 m há bygging úr hvítum steini, bræddum saman úr blýi. Viti þessi HALLDÓRA Árnadóttir, kona greinarhöfundar, og „Karl- inn“ til vinstri. var reistur 331 ári fyrir Krists burð og stóð fram á 13. öld og var talinn einn af sjö furðuverkum heims. V. Ég spyr Pétur Kúld vitavörð um sundlaugina fornu frá 1934, sem fyrr er nefnd. Hann segir hana al- veg þornaða upp, en rústir hennar séu enn við lýði og ég mynda þær í bak og fyrir. Það er erfitt að rifja upp atburði, sem gerðust fyrir 63 árum, en ég hefí ávallt haft gaman af að prófa minni mitt, en í ein- kunnabók minni frá Skóla Isaks Jónssonar frá árinu 1934/5 stendur einkunn mín frá hendi ísaks: „Minni gott“. VI. Við Reykjanestá mun vera einn mesti skipakirkjugarður í Evrópu og þó víðar væri leitað. Efst í huga mér er þó harmleikurinn 28. febrúar 1950, þegar olíuskipið Clam fórst þar við klettana. Pétur Kúld vita- vörður bendir mér á staðinn, þar sem skipið rak upp. Það er eins og ekkert geti bjargað skipum, ef þau eru feig. Þannig var það með franska hafrannsóknarskipið Pourquoi pas? og þannig var það með hið enska olíuskip Clam. Það hafði strandað við Köllunarklett hjá Laugarnesi, dráttarbáturinn Englis- hman fenginn frá Englandi til þess að draga það til viðgerðar í Cardiff í Wales. Skipstjórinn á Clam hét L.E. Clayton. Hann fór síðastur frá borði, en björgunarsveitin Þorbjörn frá Grindavík hafði bjargað 18 öðr- um skipverjum úr björgunarstól. 27 menn fórust, er þeir freistuðu þess að ná landi í tveim björgunarbátum, en fjórum var bjargað eftir að þeim hafði skolað á land. Þannig björguð- ust 23 menn. Björn Þórðarson, gam- all bjargmaður úr Vestmannaeyjum, seig niður í hellisskúta, þangað sem einn skipbrotsmanna hafði synt, er björgunarbátnum hvolfdi. Seig hann niður 12 metra bjargið og tók síðan skipbrotsmanninn á bakið og voru þeir svo báðir hífðir upp á bjarg- brún. Skipstjóra dráttarbátsins hafði verið bent á, að öruggast væri að sigla vestur fyrir Eldey, ef eitthvað brygði út af. Hann hafði þessi ráð að engu, heldur kaus að fara „Húllið", sundið milli Eldeyjar og lands. Þá dundi ógæfan yfir, taugin slitnaði og olíuskipið rak á land. Þannig lyktaði för þessa óhappaskips, sem lagt hafði af stað frá hinni miklu olíuhöfn í Hollensku Vestur-Indíum, Curagao, með farm til Olíuverslunar íslands og Shell, og kom til Reykjavíkur 20. febrúar. VII. Vitavörður í Reykjanesvita árið 1950 var Sigurjón Ólafsson, er enn lifir í hárri elli í Keflavík, 88 ára gamall. Aðstoðarmaður hans, Hann- es Sigfússon skáld, er aftur á móti nýlátinn, dó 13. ágúst sl. Þeirgengu báðir hart fram í björgun skipbrots- manna á meðan beðið var eftir hinni vösku sveit björgunarsveitarinnar Þorbjörns frá Grindavík. Forystu- menn Þorbjarnar voru þeir Sigurður Þorleifsson og Tómas Þorvaldsson. Mjög var rómuð umönnun vitavarð- arhjónanna, þeirra Sigríðar Kon- ráðsdóttur og Siguijóns Ólafssonar. Þannig segir Morgunblaðið frá: „Morgunblaðinu er kunnugt um, að þau hjón sýndu skipbrotsmönnum hina ósviknu íslensku gestrisni og greiðasemi og svo mikið traust virt- ust tveir skipbrotsmanna að minnsta kosti bera til þeirra, að þeir ætluðu alveg að neita að fara frá vitavarð- arfólkinu, er flutningur þeirra til Reykjavíkur átti að heljast.“ VIII. Óhjákvæmilegt er að minnst sé allra þeirra_ rösku meðlima björgun- arsveita á íslandi, sem lagt hafa líf sitt að veði, svo bjarga megi með- bræðrum í nauð. Því er það vel við hæfí, að við hjónin ökum sem leið liggur að Stað í Grindavík og stað- næmumst þar við styttu Odds Vig- fúsar Gíslasonar prests, en hún er í hinum frábærlega snyrtilega kirkjugarði að Stað. Oddur Vigfús fæddist í Reykjavík 8. apríl 1836 og dó í Winnipeg 10. janúar 1911. Hann var forvígismaður um slysa- varnir á íslandi. Hann ruddi braut- ina. Aðrir gengu í hans spor. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Höfundur er lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.