Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Naumur sigur þingsinna í Wales Reuter SKÓLABÖRN í Kuala Lumpur í Malasíu með andlitsgrímur vegna loftmengunar af völdum skógarelda í Indónesíu. Arafat and- mælir við Araba- bandalagið Kaíró, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, sagði í gær að hann myndi á fundi með utanríkisráðherrum aðildarríkj a Arababandalagsins í dag andmæla formlega samkomulagi er kveður á um, að ísraelskir námsmenn megi dvelja í húsum, sem ísraelsk- ir landnemar tóku í hverfi Palest- ínumanna í Austur-Jenísalem. Arafat sagði fréttamönnum við komuna til Kaíró, þar sem fundur ráðherranna verður haldinn í dag, að Palestínumenn gætu ekki sætt sig við það hvernig ísraelsstjórn brást við hústökunni. „Með þessum hætti geta ísraelar komið upp bækistöð fyrir landnema," sagði Arafat. Hann myndi ræða þetta og aðrar „ögranir ísraela" við ráð- herrana. Fjórar ísraelskar fjölskyidur settust að í tveim húsum í Ras al-Aoud hverfinu í Austur-Jerúsal- em á sunnudagskvöld, og sagði bandarískur auðjöfur, Irving Moscowitz, að hann hefði keypt húsin með löglegum hætti og leigt þau fjölskyldunum fjórum. A mið- vikudag gerðu ísraelsk stjórnvöld samning við Moscowitz og land- nemana um að þeir yrðu sjálfvilj- ugir á brott, en í staðinn fengju ísraelskir stúdentar að dvelja í húsunum og sinna viðhaldi þeirra. Friðarumleitanir ísraela og Pal- estínumanna sigldu í strand í mars sl. er hinir fyrrnefndu hófu fram- Neyðar- ástand vegna elda Kuching. Reuter. STJÓRNVÖLD í Malasíu lýstu í gær yfír neyðarástandi í Sarawak- ríki í austurhluta landsins vegna reykmengunar sem er talin stefna heilsu manna í mikla hættu í Suð- austur-Asíu. Reykmistrið hefur einnig borist til Singapore, þar sem loftmeng- unin er nú meiri en nokkru sinni fyrr, og talið er að það sé vegna skógarelda sem hafa geisað í In- dónesíu og mengunar frá verk- smiðjum. Yfirvöld hafa varað við því að mengunin geti stefnt heilsu manna í hættu og flugi hefur víða verið aflýst á þessum slóðum vegna mistursins. Fáir voru á ferli á götum Kuch- ing, höfuðstaðar Sarawak á Borneo-eyju, og opinberum stofn- unum var lokað. Miklir skógareldar hafa geisað á indónesísku eyjunni Sumatra nálægt Malasíu og Indónesar hafa gripið til þess að framkalla úrkomu með þvi að dreifa efnum ofan á skýin. Indónesískir embættismenn sögðu að aðgerðin hefði gengið vel. Cardiff. Reuter. TILLAGA um stofnun þings í Wales var samþykkt með naumum meiri- hluta í almennri atkvæðagreiðslu á fímmtudag, og urðu úrslit ekki að fullu ljós fyrr en undir morgun í gær. Tillagan var samþykkt með tæplega 7000 atkvæða mun. Þing hefur ekki setið í Wales í hartnær 600 ár. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kvaðst í gær ánægður með úrslitin, en stjórn hans hafði forgöngu um að tillagan væri lögð fram. Sagði Blair að þó yrði tekið tillit til þess hversu mjótt hefði verið á mununum, og reynt að leggja enn frekari áherslu á að sýna fram á kosti valddreifingar. Úrslit urðu ekki ljós fyrr en sex klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað á fimmtudagskvöld. 559.419 greiddu atkvæði með tillög- unni, en 552.698 gegn. Kjörsókn var um fímmtíu af hundraði. „Þetta er einn merkasti dagur í sögu lands- ins,“ sagði Ron Davies, ráðherra Wales í stjóm Blairs. „Eftir harða baráttu hefur velska þjóðin sýnt að hún getur haft trú á sjálfri sér.“ Andstæðingar þingstofnunar sögðu hins vegar að þessi litli munur sýndi að langvinn deilan um heima- stjóm væri íjarri því að vera útkljáð, heilu landshlutarnir hefðu hafnað til- lögunni og fjöidi kjósenda væri óá- kveðinn eða stæði á sama. Ekki hefur verið þing í Wales frá því á öndverðri 15. öld, og með tillög- unni vildi Blair efna það heit að veita almenningi meiri völd og breyta ríkj- andi ástandi. Þingið mun ekki hafa völd til að setja lög eða leggja á skatta, ólíkt því þingi sem Skotar samþykktu í síðustu viku að sett yrði á fót í Edinborg. Það mun fara með takmarkað vald til skattlagningar. VELSKIR þingsinnar fagna naumum sigri í atkvæðagreiðslunni. Reuter Mikill viðskiptahagnaður Japana til umræðu á G7-fundi Bandaríkj astjórn ætlar að krefjast úrbóta Reuter Kosið í Serbíu á sunnudag Hong Kong. Reuter. ÓÁNÆGJA Bandaríkjamanna með sívaxandi afgang Japana af viðskiptun- um við útlönd fer vaxandi og ætla þeir að taka það mál upp á fundi fjár- málaráðherra iðnríkjanna sjö, G7, sem haldinn er samtímis ársfundi Al- þjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Hong Kong. kvæmdir í landnámi í Austur-Jerú- salem, en Palestínumenn segja þann hluta borgarinnar vera fram- tíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis þeirra. ísraelar segja Jerúsalem alla vera eilífa höfuðborg ísraels. Utanríkisráðherra Jórdaníu sagði við fréttamenn í Kaíró í gær að landnám ísraela væri „megin ástæða þeirra ógangna sem friðar- umieitanirnar hafa nú ratað í“. Hert öryggi Öryggisráðstafanir voru hertar í Jerúsalem í gær, því búist var við að palestínskir mótmælendur myndu láta til sín taka vegna sam- komulagsins. í bænum Hebron á Vesturbakkanum skutu ísraelskir hermenn gúmmíkúlum að palest- ínskum unglingum, sem höfðu andmælt samningnum með gijót- kasti. Palestínskir lögreglumenn skárust í leikinn og bundu enda á mótmælaaðgerðirnar. Palestínumenn hafa sagt að samkomulagið sé með öllu ómerkt á meðan gert sé ráð fyrir veru gyðinga í hverfinu, þar sem um 11 þúsund arabar búa. „EINN fyrir alla“ segir á kosn- ingaspjaldi Vuks Draskovics, frambjóðanda við forsetakosning- arnar í Serbíu á morgun. Hann heitir kjósendum því að fá við- skiptahömium aflétt og að undir sinni sljórn muni landið hljóta sess á alþjóðavettvangi. Keppi- nautar hans eru Zoran Lilic og Vojislav Seselj. Lilic virðist standa best að vígi samkvæmt skoðana- könnunum. Horfurnar í efnahagslífi heimsins eru almennt góðar og meiri sátt um gengisskráningu helstu gjald- miðla en oft hefur verið. Erfiðleik- arnir í tælensku fjármálalífi varpa þó nokkrum skugga á en talið er, að úr þeim muni rætast. Þeir munu þó ýta undir undir umræður um nauðsyn þess að auka og bæta upplýsingastreymi frá seðlabönkum einstakra ríkja til að fá betri mynd af fjármálum ríkisins. Robert Rubin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrradag, að sívaxandi afgangur Japana af viðskiptunum við Bandaríkin væri ekki í þeirra þágu né heimsvið- skiptanna og kvaðst hann mundu leggja á það áherslu á fundinum í dag og krefjast þess, að japönsk stjórnvöld gerðu eitthvað til að auka innflutning og eftirspurn inn- anlands. í júlí sl. var hagnaður Japana af viðskiptunum við Banda- ríkjamenn 372 milljarðar ísl. kr., sá mesti í einum mánuði í rúmlega tvö ár. Þjóðveijar og Frakkar reiða sig á útflutning Önnur vestræn ríki eru yfirleitt sammála Bandaríkjunum í gagn- rýninni á Japani, einkum hvað varð- ar tæknilegar viðskiptahindranir þeirra, en ekki er líklegt, að fulltrú- ar Þjóðverja og Frakka muni leggja mikið til málanna að þessu sinni. Er ástæðan sú, að vonir þeirra sjálfra um aukinn hagvöxt eru aðal- lega bundnar útflutningi þar sem eftirspurnin innanlands er í lægð. Svör Japana við gagnrýni Banda- ríkjamanna eru þau, að þeir geti lítið annað gert en koma á nokkrum umbótum í skattamálum og auka á frelsi í viðskiptalífinu. Vaxta- lækkanir séu útilokaðar þar sem vextir séu hvergi lægri en í Japan eða 0,5%. > > t I L I I ! i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.