Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Námsgagnastofnun sýnir foreldrum og kennurum nýtt námsefni
Aukin áhersla
lögð á myndræna
framsetningu
Morgunblaðið/Ásdís
HANNA Kristín Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Námsgagna-
stofnunar, hampar hér lestrarbókinni Rauðkápu, en hún á að
fullnægja kröfum námskrár um að börn eigi rétt á að kynnast
vönduðum bókmenntatextum frá ýmsum tímum, eftir íslenska
og erlenda höfunda.
OFT heyrast þær raddir
meðal foreldra, þegar
rætt er um skólagöngu
barna þeirra, að þeir viti
ekki hvað þau séu að gera í skólan-
um. Námsbækurnar séu gjörólíkar
þeim sem þeir lærðu sjálfir af í skóia,
svo ekki sé minnst á hinar öllu ný-
tískulegri kennsluaðferðir sem nú
tíðkast. Til þess að koma til móts
við foreldra - og raunar einnig kenn-
ara sem vart hafa undan að fylgjast
með námsefnisútgáfunni - hélt
Námsgagnastofnun nú í upphafi
skólaársins sýningu fyrir foreldra
og kennara á nýju og nýlegu náms-
efni fyrir grunnskólanemendur.
Árlega koma út á vegum Náms-
gagnastofnunar um 370 titlar af
námsefni, þar af að jafnaði 80 nýir,
en mikið er endurútgefið á hveiju
ári. Inni í þessari tölu eru ekki ein-
ungis kennslubækur í venjulegum
skilningi þess orðs, heldur einnig
kennsluforrit, fræðslumyndir,
hljóðbækur, vinnubækur, glærur,
kort, kennsluleiðbeiningar o.fl.
Góð nýting á
fjárveitingunni
Fjárveiting til Námsgagnastofn-
unar hefur á undanförnum árum
numið um 250 milljónum króna á
ári. Grunnskólanemendur á landinu
öllu eru um 43 þúsund talsins og
samsvarar íjárveitingin því nú um
5.200 krónum á nemanda þegar
virðisaukaskattur hefur verið
greiddur. Fyrir þessa fjárhæð er
dreift 650-700 þúsund eintökum af
ýmiss konar námsefni til grunnskól-
anna og fá skólar því árlega afhent
sem svarar 14—15 titlum á nem-
anda. Síðan er það ákvörðun skói-
anna hvort nemendur fá efnið til
eignar eða afnota.
Að mati Hönnu Kristínar Stefáns-
dóttur, upplýsingafulltrúa Náms-
gagnastofnunar, er þetta góð nýting
á fjárveitingunni. Auk þessa fram-
leiðir eða kaupir stofnunin fræðslu-
myndir sem skólarnir geta fengið til
láns eða leigu.
Geysileg aukning á framboði
námsefnis undanfarin ár
Sýningin, sem Námsgagnastofn-
un stóð fyrir á dögunum, var ágæt-
lega sótt og segist Hanna Kristín
hafa orðið vör við almenna ánægju
foreldra og kennara með framtakið.
Hún segir geysilega aukningu hafa
orðið á framboði námsefnis á undan-
förnum árum og nefnir þar einkum
efni í íslensku og náttúrufræði.
„í síðarnefndu greininni hafa t.d.
komið út 28 titlar síðan 1995 og
nokkrir tugir fræðslumynda. Kenn-
arar geta nú valið milli þriggja
námsefnisflokka í lestrarkennslunni,
um tvo til þijá sem grunnnámsefni
í íslensku fyrir 10-12 ára og tvo
grunnflokka í íslensku fyrir ungl-
inga. Foreidrar grunnskólabarna
ættu því að sjá mikla breytingu frá
því að þeir voru sjálfir í skóla. Samt
er aldrei nóg að'gert og enn skortir
á að hægt sé að velja um fleiri en
einn grunnnámsefnisflokk í mörgum
greinum," segir hún.
Kröfur um fallegt útlit og
vandaða hönnun æ sterkari
Þegar litið er á gamalt og nýtt
námsefni og það borið saman, virð-
ist munurinn í fljótu bragði helst
liggja í aukinni áherslu á mynd-
ræna framsetningu í hinu nýrra.
Hanna Kristín tekur undir það:
„Kröfur um fallegt útlit og vand-
aða hönnun verða æ sterkari, enda
er samanburður við glæsilega hönn-
un tölvuleikja, kvikmynda og bóka
á almennum markaði nærtækur fyr-
ir nemendur. Það þýðir því lítið nú
á dögum að bjóða nemendum upp á
dauflegt, myndlaust námsefni. Þessa
sér greinilega stað í nýju námsefni
þar sem hönnunin hefur tekið mikl-
um framförum í samanburði við
eldra námsefni. En myndefnið er svo
sannarlega ekki notað til skrauts,
heldur er það notað til að styðja við
eða skýra nánar þá þekkingu sem
verið er að koma til skila til nem-
enda. Og oft er myndefnið námsefni
í sjálfu sér, t.d. þegar um er að
ræða töflur og gröf ýmiss konar eða
mynd sem varpað er fram spurning-
um um.“
Námsgagnastofnun hefur á und-
anförnum tíu árum gefið út um 100
kennsluforrit en aðstaðan til að nota
þau í kennslu er afar mismunandi
eftir skólum.
Hanna Kristín segir það vera að
bera í bakkafullan lækinn að ræða
um hve mikilvægt það er að nemend-
ur öðlist reynslu og færni til að vinna
á töivur og til að notfæra sér þær
til náms og upplýsingaöflunar.
„Menntamálaráðuneytið hefur ein-
mitt gefið út stefnuyfirlýsingu í
bæklingnum / krafti upplýsinga, þar
sem m.a. er rætt um hversu nauð-
synlegt það er að skólakerfið leggi
áherslu á upplýsingatæknina, eigi
íslendinga ekki að daga uppi eins
og nátttröll á næstu öld.“
Dýrt að etja kappi við
almennan markað
Hanna Kristín segir að mörg
þeirra 100 kennsluforrita, sem gefin
hafi verið út síðasta áratuginn, séu
þegar orðin úrelt tæknilega. Þar eigi
hið sama við og um annað mynd-
efni, að hönnun og tækni hafi þró-
ast á byltingarkenndan hátt á und-
anförnum áratug.
„Það er dýrt fyrir framleiðendur
kennsluefnis á tölvur að etja kappi
við hinn almenna markað með sína
iitskrúðugu tölvuleiki, enda hefur
ijárskortur hamlað þessari fram-
leiðslu. En vandi skólanna er ekki
eingöngu sá að hugbúnaður sé af
skornum skammti, heldur skortir
sjálfar tölvurnar í skólana til að
hugbúnaðurinn sem í boði er nýtist
sem skyldi. Allt þetta kostar peninga
og þeir virðast ekki hafa legið á
lausu," segir hún að síðustu.
LEIKSKÓLINN er fyrsta skóla-
stigið í skólakerfinu, samkvæmt
leikskólalögum og er ætlaður börn-
um undir skólaskyldualdri. Leik-
skóli skal annast, að ósk foreldra,
uppeldi og menntun barna á leik-
skólaaldri undir handleiðslu sér-
menntaðs fólks í leikskólauppeldi,
segir ennfremur í leikskólalögum.
En hvers konar menntun fer fram
í leikskólum?
Að sögn Elínar Jónu Þórsdóttur,
aðstoðarskólastjóra Fósturskóla
íslands, fer gífurlega mikið nám
fram í leikskólunum. „Við vitum
það að bamið lærir mikið frá núll
til sex ára,“ segir hún. „En í leik-
skólunum leggjum við áherslu á
að ieikurinn sé höfuðnámsleið
barnsins og þess vegna notum við
hugtakið leikskóli." Elín Jóna seg-
ir að stór hluti af námsefni leik-
skólakennaranema íjalli um leikinn
og hvaða gildi hann hefur fyrir
barnið. „Hlutverk Ieikskólakenn-
ara er því að sjá til þess að leikur-
inn fái notið sín í leikskólanum sem
helsta náms og þroskaleið barns-
ins/‘ segir hún.
I greinargerð eftir Valborgu
Sigurðardóttur, fyrrum skólastjóra
Fósturskólans, sem birt er í upp-
eldisáætlun menntamálaráðuneyt-
isins, frá árinu 1993, segir einnig
að leikur barnsins sé ekki aðeins
gleðigjafi þess, heldur sé hann því
nám og starf. „Oft er þó sagt að
börn á dagheimilum og leikskólum
læri ekki neitt, þau bara leiki sér.
En í bernsku er það að leika sér
sama og að læra og leita sér þekk-
ingar og reynslu," segir Valborg í
greinargerðinni. „Leikskólaheitið
lýsir uppeldisstarfínu og minnir á
að það sé skóli þar sem lítil börn
læra og þroskast gegnum leik,“
segir ennfremur.
I leikskólum fer hins vegar ekki
fram lögbundin kennsla sam-
kvæmt stífri námskrá heldur setur
menntamálaráðuneytið leikskólum
landsins ákveðna umgjörð fyrir
starfíð með svokallaðri uppeldisá-
Hlutverk leikskóla er að sinna menntun og uppeldi
Bömín læra og
þroskast í leik
Margir hafa orðið til að velta fyrír sér hlutverki leikskóla og
hvort þar fari fram gæsla bama eða menntun og þá hvers kon-
ar menntun. Og fari fram menntun ríkir þá jafnrétti til náms?
Arna Schram veltir þessu fyrir sér og ræðir í því skyni m.a.
við aðila sem tengjast leikskólamálum.
ætlun sem leikskólakennararnir
fylla svo inn í, að sögn Svandísar
Skúladóttur, deildarstjóra hjá
menntamálaráðuneytinu.
Standa leikskólabörn betur
að vígi en önnur börn?
í uppeldisáætlun ráðuneytisins
segir m.a. að leikskólar eigi að
stuðla að og örva alhliða þroska
barna í samvinnu við heimilin. Með
alhliða þroska er átt við mikilvæg-
ustu þroskaþætti barnsins, en þeir
varða hreyfifærni, tilfinningalíf,
vitsmuni, félagsvitund og félags-
hæfni, fegurðarskyn og sköpunar-
hæfni, siðgæði og lífsviðhorf. í
áætluninni segir ennfremur að
rekstraraðilar, starfsfólk og for-
eldrar verði að gera sér grein fyr-
ir því að leikskólar eigi að vera
uppeldis- og menntastofnanir en
ekki geymslustaðir. Þar sé um
sameiginlega hagsmuni allra þess-
ara aðila að ræða.
Aðspurð segist Elín Jóna ekki
geta fullyrt það að þau börn sem
hafi farið í leikskóla og notið fyrr-
greindrar menntunar standi betur
að vígi, en önnur börn, þegar þau
hefja skyldunámið um sex ára ald-
ur. „En maður skyldi ætla það,“
segir hún. „Því þau börn sem hafa
verið í leikskóla eru til dæmis orð-
in vön því að vera í hóp og umgang-
ast jafnaldra sína. Og þau læra
auðvitað ýmislegt í kringum það.
En ég er ekki þar með að segja
að þau geti ekki lært þetta heima
hjá sér,“ segir hún.
Svandís segir hins vegar af-
dráttarlaust að börn sem hafí ver-
ið í leikskóla frá til dæmis þriggja
ára aldri séu að mörgu leyti miklu
betur undir skólanám búin heldur
en þau börn sem aldrei hafí verið
í leikskóla. „Til dæmis með það
hvernig þau eigi að umgangast
önnur börn, hiýða og eignast vini.“
í framhaldi af þessu er Svandís
spurð að því hvort ekki sé verið
að mismuna börnum þar sem öll
börn eiga ekki kost á þessu námi
í leikskólum. „Jú, ég held að það
,geti með árunum skapað vissa
mismunun," segir hún og vísar til
þess sem hún sagði áður um að
börn sem hefðu farið í leikskóla
væru betur undirbúin en önnur
börn þegar skyldunámið hæfist.
Elín Jóna bendir hins vegar á
að um 83% barna hafi einhveija
leikskólavistun á bak við sig þegar
þau byiji í grunnskóla. „Hlutfall
þeirra sem fara í leikskóla er því
orðið mjög hátt,“ segir hún. „En
það fá ekki allir leikskólapláss þeg-
ar þeir þurfa á því að halda, því
biðtíminn getur verið langur eftir
plássum." Aðspurð hvort það sé
ekki óréttlátt segir hún að það
hafí allir rétt til að sækja um en
það sé skortur á leikskólarýmum.
Er fjöldi leikskólakennara á
leikskólum viðunandi?
Samkvæmt bráðabirgðaákvæði
í leikskólalögum tekur starfsheitið
leikskólakennari til þeirra sem lok-
ið hafa viðurkenndu fóstrunámi.
Og í 12. gr. sömu iaga segir að
leikskólastjóri og það starfsiið er
annist uppeldi og menntun barna
skuli hafa menntun leikskólakenn-
ara. Eftir því sem Elín Jóna kemst
næst eru um það bil 40% af starfs-
fólki leikskóla landsins leikskóla-
kennarar.
„En það er auðvitað mismun-
andi eftir leikskólum hversu marg-
ir leikskólakennarar eru.“ Elín tel-
ur margar ástæður fyrir því að
ekki séu fleiri leikskólakennarar
af starfsliði skólans en raun ber
vitni og nefnir m.a. þá að það út-
skrifíst ekki nógu margir leikskóla-
kennarar á ári hveiju til að upp-
fylla þörfina.
Elín er spurð að því hvort leik-
skóli geti fullnægt markmiði leik-
skólalaga um menntun barna á
sama tíma og meirihluti starfs-
fólks, sem þá menntun skal ann-
ast, sé ekki leikskólakennarar,
eins og lög gera ráð fyrir. „Ég
er sannfærð um að menntun fari
fram á öllum leikskólum," segir
hún en bendir jafnframt á að hlut-
verk leikskólakennara hljóti að
vera stærra á þeim leikskólum þar
sem fáir séu faglærðir. í þeim til-
fellum sjái Ieikskólakennarinn
ekki bara um að kenna börnunum
heldur iíka um að kenna þeim
ófaglærðu.
Svandís segir að það megi líkja
þessu við það sem gerist í grunn-
skólunum því þar kenni nokkuð
margir leiðbeinendur í stað grunn-
skólakennara. Hún segir að í báð-
um þessum tilvikum sé ekki hægt
að framfyigja lögunum en bendir
á að stefna ríkisstjórnarinnar í
leikskólamálum sé fyrst og fremst
sú að efla leikskólakennaramennt-
un og fjölga í stéttinni. Það hafi
til dæmis verið gert með nýrri
deild í Háskólanum á Akureyri
þar sem nú sé hægt að sækja
menntun leikskólakennara.