Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÍÐUR ÓLAFÍA - SVEINSDÓTTIR + Guðríður Ólafía Sveinsdóttir fæddist 27. mars 1898. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 8. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Guðmundsson og Sigurbjörg Ólafs- dóttir frá Syðri- •m- Kárastöðum. Ólst hún upp þar ásamt uppeldissystkinum sínum þeim Jennýju Guðrúnu Guðjónsdóttur, Sveini Daníels- syni, Sveinbjörgu Hermanns- dóttur og Magnúsi Jónssyni. Ólafía giftist Jóni Rósinberg Jóhennessyni 30. júní 1918. Þau eignuðust einn son, Svein Unn- stein, f. 26. apríl 1924, en hann lést 31. júlí 1963. Sveinn Unn- steinn eignaðist einn son, Ing- ólf Arna, með konu sinni Lilju Arnadóttur, þau slitu samvist- um. Ingólfur giftist 3. júní 1973, Svönu Sigtryggsdóttur og eign- uðust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Ólafía Rósbjörg, f. 10.1.1974, maki Jón Óskar Pétursson. 2) Unnsteinn Fannar, f. 2.9. 1975. 3) Jón Loftur, f. 8.2. 1980. 4) Guðbjörg Lilja, f. 5.12. 1985. Ólafía lærði við Hvammstangaskól- ann þar sem hún kynntist manni sín- um og var síðan einn vetur við Hús- mæðraskólann á Akureyri. Ólafía bjó nær alla sína tíð á Syðri-Kárastöðum í Kirkjuhvamms- hreppi í Vestur- Húnavatnssýslu, fyrst með for- eldrum sínum og síðan með manni sínum. Árið 1975 fluttist hún til Ingólfs, sonarsonar síns og fjölskyldu hans á Selljarnar- nes og bjó þar til ársins 1978 þegar fjölskyldan tók sig upp og fluttist á Kárastaði. Bjó 01- afía hjá Ingólfi sonarsyni sínum og fjölskyldu hans til ársins 1994 þegar hún fór á Sjúkra- húsið á Hvammstanga þar sem hún dvaldi þar til hún lést. Útför Ólafíu fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku langamma okkar er dáin. Hún náði því að verða 99 ára göm- ul og var virkilega stolt af því. Hún var andlega mjög hress og minnið var í stakasta lagi. Jafnvel þegar hún var veikust sýndi hún okkur fram á það að hún vissi al- veg hvað klukkan sló. Hún amma stóð af sér hvetja raun, hún fékk snert af heilablóðfalli 98 ára göm- ul og missti málið - í hálfan dag. Þá gleymdi hún öllum vísunum sem hún var vön að raula við sjálfa sig síðustu árin en syngja fyrir okkur systkinin þegar við vorum yngri og hún bjó hjá okkur. En það kom allt aftur, ótrúlegt en satt. Hún amma Lóa hlakkaði mikið til þess að verða 100 ára. Þá átti sko að verða mikil veisla en hún var vön að veita vel. Hún ætlaði að fá Félagsheimilið á leigu, fá harmoníkuspilara, en harmoníku- tónlist var uppáhaldið hennar og Lillukórinn átti að syngja. Sorgleg- ast er að hún lifði ekki þann afmæl- ^ isdaginn. Við systkinin áttum vafalaust öðruvísi æsku en mörg önnur böm þar sem við ólumst upp með ömmu Lóu á heimilinu. Við fengum auk- inn orðaforða og mun fjölbreyttari þar sem við lærðum mikið af henni. Við fórum í feluleiki, þ.e. við krakkamir földum okkur og amma leitaði, við spiluðum og hún sagði okkur sögur og söng fyrir okkur. Alltaf var líka hægt að leita til ömmu með vandamál og leyndar- mál af ýmsu tagi, ekki sagði hún frá. Þegar við vorum lítil var uppá- haldið okkar allra Stígur hún/hann við stokkinn sem hún aðeins lag- færði svo að vísan ætti við okkur systkinin eftir því sem við átti. Amma Lóa var ein þeirra sem við héldum að myndi alltaf vera til staðar, hún var jú búin að lifa það sem af er öldinni og tveimur ámm betur. Það var ekki fyrr en á síðasta ári að sú hugsun læddist að okkur systkinunum, að ef til vill yrði hún ekki eilíf og svo reynd- ist vera. Nú er hún komin til manns síns og sonar og er laus við verk- ina sem hún hafði. Elsku amma Lóa, við þökkum þér fyrir öll þau ár sem við áttum með þér, minning þín mun lifa í hugum okkar allra. Lóa, Unnsteinn, Jón Loftur og Guðbjörg Liya. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓSKARJÓNSSON, Hæðargarði 35, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 18. september sl. Guðrún Egílsdóttir, Guðrún J. Óskarsdóttir, Magnús S. Magnússon, Svanborg E. Óskarsdóttir, Guðjón Antonsson, Ragna S. Óskarsdóttir, Bergsveinn Jóhannsson og barnabörn. + Elskuleg systir okkar, HULDA GUÐNÝ BENEDIKTSDÓTTIR, Baldurshaga, Akureyri, lést miðvikudaginn 17. september. Guðrún Benediktsdóttir, Barði Benediktsson. Elsku Lóa mín. Ég ætlaði ekki að trúa því þegar mamma hringdi og sagði mér að hún vinkona mín væri dáin. Ég hugsaði með mér, nei, það getur ekki verið, ég var ekki búin að heimsækja hana og spjalla við hana. Ég var búin að ákveða að heimsækja þig um leið og ég kæmi heim næst. Þegar ég fór að rifja upp sumarið í sumar, sumarið sem við kynntumst, þá ákvað ég að kveðja þig með örfáum orðum. Ég mun ætíð þakka Guði fyrir þetta sumar, þegar ég vann í afleysing- um á sjúkrahúsinu þar sem þú dvaldir. Ég var bara einhver „stelpuskjáta" sem margir vist- menn töldu yngri en ég er. Ég hafði aldrei unnið við svona vinnu áður og mér fannst að mér myndi ekki takast að halda út sumarið. En þá kynntist ég þér, Lóa mín, þú varst strax fús til að leyfa mér að aðstoða þig. Þú gafst mér þau tækifæri og þann styrk sem ég þurfti svo ég hætti að vorkenna sjálfri mér og fór að hafa gaman af vinnunni. Alltaf fékk ég koss á kinnina þegar ég kom, hvort sem það var að morgni eða kvöldi. Ég komst að því að lífsgleði og lífsþróttur hvöttu þig áfram og ávallt stökk þér bros á vör þó svo á móti blési. Þú hugsaðir ekki um það lengur en þú þurftir, heldur raulaðir þú alla söngvana sem þú kunnir og fórst með gátur fyrir mig. Ég man hvað við hlógum þegar svörin mín voru svo langt frá því að vera rétt. Það var svo gaman að sitja hjá þér frammi í dagstofu á kvöldin þegar þú varst að raula lögin þín. Bara svona að spjalla um lífið og tilveruna. Þú sagðir mér frá böllunum sem þú fórst á þegar þú varst ung og ég gat sagt þér frá þeim böllum sem ég fór á. Þetta sumar lærði ég meira en hægt er að ímynda sér. Elsku Lóa mín, þakka þér fyrir stutt en yndisleg kynni. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú hefur skilið eftir þig stórt gat sem erfitt verður að fylla. Af öllum mætti óska minna alvaldi faðir krýp ég þér. Og bið þú nauðum látir linna líknandi þeim sem villtur er. Styð þann veika vermandi höndum veit honum lausn úr ánauðarböndum. (Ingþór Sigurbj.) Aðstandendum þínum votta ég mína innilegustu samúð og kveð þig, Lóa mín. Þín vinkona, Inga Rut. Elsku Lóa, nú þegar þú ert horf- in sjónum okkar er margt sem leit- ar á hugann. Þú varst orðin háöldr- uð, 99 og hálfs, en samt sem áður alltaf ung í anda. Þó að líkamlegt þrek þitt væri þrotið fyrir allnokkr- um árum var andleg reisn þín og minni óskert og allt til æviloka hélst þú hæfileika þínum til að gleðjast. Þú varst lengi búin að hlakka til 100 ára afmælis þíns, sem var skammt undan, það skyldi nú verða veisla í lagi, spilað og sungið. Þá ósk fékkst þú ekki upp- fyllta, en þannig er lífið, ekki ræt- ast allar óskir. Nokkrum dögum fyrir andlát þitt hringdir þú suður til Reykja- víkur til að láta vita af réttardegin- um og fullvissa þig um að þú feng- ir þá heimsókn að sunnan. Andlát þitt kom okkur þó ekki beint í opna skjöldu, því þegar við heim- sóttum þig í sumar var nokkuð af þér dregið og þú varst búin að vera veik. En þú náðir þér af veik- indum síðastliðinn vetur og þú varst staðráðin í að verða hundrað ára, hið minnsta, svo þín vegna óskuðum við þess einnig. En við erum samt þakklát fyrir að þú þurftir ekki að liggja rúmföst Iengi, það hefði verið erfið raun fyrir þig. Lóa var einkadóttir og auga- steinn foreldra sinna. Hún ólst upp við gott atlæti ásamt uppeldis- systkinum sínum, en lífsbaráttan var hörð í þá daga. Ung giftist Lóa Jóni R. Jóhannessyni frá Eyja- firði, en honum hafði hún kynnst er hún var við nám á hússtjórnar- skólanum á Akureyri. Sá vetur varð Lóu ógleymanlegur og hún minntist hans ætíð með mikilli gleði. Þar lærði hún margt til munns og handa, en Lóa var vel greind og stálminnug. Síðan voru þau Jón bæði við nám í Lýðskólan- um á Hvammstanga. Lóa og Jón þóttu á sínum tíma glæsilegt par, þau fóru oft í útreiðartúra um sveitina, voru orðlögð fyrir dans- kunnáttu sína og voru óspör á að kenna sveitungum sínum danslist- ina. Þá var oft glatt á hjalla og ekki vílað fyrir sér að ferðast hálfu og heilu næturnar til að sækja dansleiki í næstu sveitir og Lóa og Jón voru þar hrókar alls fagnað- ar en Lóa var alla tíð mjög kát og viðmót hennar einstaklega ljúft. Einn son eignuðust þau hjón, Svein Unnstein, en sorg þeirra Jóns og Lóu var mikil er hann lést á besta aldri. Barn að aldri þótti hann leika undravel á harmónikku og hann hafði erft hið ljúfa viðmót móður sinnar, en á honum sannað- ist hið fornkveðna að sitthvað er gæfa en gjörvuieiki. Unnsteinn var kvæntur Lilju Árnadóttur, þau slitu samvistum en saman eignuð- ust þau einn son, Ingólf Árna. Hann varð augasteinn ömmu sinnar og afa og dvaldi tíðum hjá þeim á Kárastöðum, fyrst á sumr- in en varð stoð þeirra og stytta við búskapinn er fram liðu stundir. Lóa og Jón bjuggu sinn búskap að Syðri-Kárastöðum, Jón var mjög greindur, þótti góður barna- kennari og var lengi oddviti í sinni sveit. Hann féll frá eftir löng og erfið veikindi árið 1972. í veikind- um Jóns reyndi mikið á Lóu, en hún stóð þétt við bakið á eigin- manni sínum, enda kallaði Jón hana þá iðulega hetjuna sína og ást hans var söm og jöfn. Eftir lát Jóns var Lóa staðráðin í að halda áfram búskap á jörð sinni á hveiju sem gekk, enda gat Lóa verið ákveðin ef því var að skipta. Lóa varð nú einbúi á jörð sinni í mörg ár og kom öllum á óvart þautseigja hennar og þrek er á reyndi. Hún uppskar að lokum laun erfiðis síns er sonarsonur hennar Ingólfur og Svana kona hans hófu búskap á Kárastöðum. Þau byggðu upp jörðina af miklum dugnaði og tóku Lóu að sér. Hjá þeim hafði hún athvarf og dvaldist hjá þeim langt fram á tíræðisald- ur, þar til að hún ákvað að dvelja á elliheimilinu á Hvammstanga sökum líkamlegrar vanheilsu. Þar kunni Lóa vel við sig og var þakk- lát fyrir þá umhyggju er hún naut hjá starfsfólkinu. Ein stærsta gleði Lóu í Iífinu var fæðing fyrsta langömmubarns- ins, það var stúlka er hlaut_ nafn langömmu sinnar og afa. Ólafía Rósbjörg, eða Lóa yngri. Síðan bættust við þijú börn í fjölskyld- una, Lóu til mikillar gleði. Þessi böm elskaði Lóa takmarkalaust og þau urðu henni miklir gleðigjaf- ar í ellinni, enda öll mjög efnileg og elsk að ömmu sinni. Lóa var fram á síðasta dag stál- minnug og hafði unun af að rifja upp liðna tíð og ýmsa atburði. Hún hafði gaman af og kunni mörg ljóð og frásagnir sem hún deildi með gleði hveijum þeim er á kunni að heyra. Lóa var lengi félagi í Kvenfélaginu Sigurósk í Kirkju- hvammshreppi og var hún gerð að heiðursfélaga. í fjöldamörg ár stóð hún úti og seldi aðgöngumiða á réttardansleiki við Hamarsrétt, sem kvenfélagið stóð að og ávallt voru haldnir á útipalli, hvernig sem viðraði. Flestum réttargestum þótti þá sem Lóa væri ómissandi hluti af réttarstemmningunni, en nú örfáum dögum fyrir réttir er hún endanlega horfin sjónum okkar. Ekki ferðaðist Lóa mikið um ævina en þekkti samt landið sitt betur en flestir sem víðar hafa farið. Alla firði og héruð landsins þekkti hún og hreykti sér gjarnan af því að vita fæðingardag og ár allra forseta lýðveldisins. Einnig mundi hún alla afmælisdaga ætt- ingja sinna og vina fram á síðasta dag og kveðjur hennar og skeyti á merkisdögum voru engum öðrum líkar. Gestrisnari manneskju en Lóu var efitt að finna þó að gest- ristni sé víða að finna í Húnavatns- sýslu. Við fjölskylda Sveins uppeld- isbróður Lóu nutum allra þessara kosta hennar í ríkum mæli. Mjög kært var með þeim uppeldissystk- inum, en Sveinn bjó á Syðri-Kára- stöðum í sambýli við Lóu fyrstu búskaparár hennar. Er Sveinn fluttist suður til Reykjavíkur dvaldi hann hjá Lóu með fjölskyldu sína í öllum sínum leyfum. Móttökur Lóu eru og verða okkur ógleyman- legar um alla tíð. „Ó, verið hjartan- lega velkomin" var ávallt viðkvæð- ið er við komum í hlaðið, jafnvel terturnar hafði hún skreytt af kost- gæfni og skrifað með rauðum matarlit þessa sömu kveðju, „Vel- komin“ og hvergi höfum við fund- ið okkur eins velkomin. Það var einnig mikið tilhlökkunarefni þeg- ar Lóa brá sér bæjarleið og kom til Reykjavíkur. Þá var hátíð í litlu íbúðinni okkar og gleði og kátína ríkti langt fram á nótt, enda gat Lóa verið hinn mesti nátthrafn. Þá var gaman að fylgja Lóu í heim- sóknir en, hún eignaðist hvarvetna vini með elskulegu viðmóti sínu og áhuga á meðbræðrum sínum. Læknar hennar jafnt og prestar, ungir sem aldnir, urðu hennar vin- ir. Lóa hafði einstakt lag á að ná til barna og unglinga og mörg voru þau börnin sem dvöldu í sveit- inni hjá Lóu á sumrin. Lóa ræddi af jafn mikilli virðingu og áhuga við alla, óháð aldri og virðingar- stöðu, hún gerði sér engan manna- mun. Lóa kunni öðrum fremur iistina að gleðjast og að gleðja aðra, það var hennar auðlegð. Hún var einn- ig sannfærð um æðri máttarvöld og trausta handleiðslu Guðs og var óspör á að biðja meðbræðrum sín- um Guðs blessunar. Við fráfall hennar myndast tómarúm í hjört- um okkar en minning hennar lifir og verður afkomendum hennar og vinum ljós á veginum. Við, fjölskylda Sveins, sendum Ingólfi, Svönu og bömum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lóa verður áreiðanlega „Velkomin“ hinum megin og dansar þar fjór- faldan marsúrka við Jón sinn. Blessuð sé minning hennar. Ágústa Gamlíelsdóttir, Ólafur, Sigurdís, Kristin Valgerður og fjölskyldur. Ólafía fluttist á sjötta ári með foreldrum sínum frá Barði að Syðri-Kárastöðum en þá jörð höfðu þau þá keypt. Ólafía minntist alltaf með gleði æsku sinnar og unglingsára og var sem í minningunni hefði þá vart dregið ský fyrir sólu. Þeir, sem kynnt hafa sér sögu veðurs og gróðurfars á íslandi um og eftir aidamótin síðustu vita að þá syrti stundum að og búskapar- hættir þeirra daga voru ekki alltaf dans á rósum, en þegar sinnið er glatt og geislarnir streyma upp, gleymast oft erfiðleikarnir en minn- ingin tengist fremur því glaða og bjarta. Skólagöngu naut Ólafía meiri en margur unglingurinn á þeim tíma, hún naut barnaskólanáms í Helgu- hvammi, en þangað var fenginn heimiliskennari og hafði Ólafía handleiðslu hans um tíma á vetrum. Ólafía var tvo vetur á Alþýðuskól- anum á Hvammstanga, sem Ásgeir Magnússon stofnaði og rak þar frá 1913-1920. Þá var hún einn vetur á húsmæðraskóla á Akureyri. Samtímis Ólafíu síðari vetur hennar á Alþýðuskólanum á Hvammstanga var ungur maður úr Eyjafirði, Jón R. Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.