Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 23

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2Ö. SEPTEMBER 1997 23 Vikuna 17. - 24. september gefum við bol með hverri pizzu meðan bir^ðir endast ef verslað er fyrir kr. 1.500 eða meira. I tilefni 5ára afmælis FÚTBDLTAKAPPINN Haukur Ingi Guðnason hefur staðið sig vel með knattspymuliði Kefla- víkur í sumar og þykir eitt helsta efnið í fótboltanum. Hann er 19 ára og stundar nám á tveimur brautum, íþrótta- og náttúrufræðibraut, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir á útskrift um jólin eða í vor. „Draumurinn er að komast í atvinnumennskuna einhvern tímann. Eg mun líklega skoða aðstæður hjá Arsenal, PSV Endhooven og Liverpool þegar tímabilið er búið hérna heima,“ sagði Haukur sem er ákveðinn í að útskrif- ast áður en draumurinn verður gerður að veruleika. Haukur segist ekki hugsa mikið um fót eða tískuna. „Mamma er flug- freyja og kaupir flest fötin á mig,“ sagði Haukur sem segist annars versla í Kringlunni eins og aðrir. Kærastan hans Hauks heitir Ragnhildur og hún sagði ákveðin að Haukur væri algjör töffari. „Ég myndi venjulega ekki fara i þessi föt. Þau heilla mig ekki beint en það er örugglega eitt- hvað af þessu sem má nota,“ sagði Haukur um föt þeirra Kormáks og Skjaldar. FÓRNAÐ sér fyrir boltann. Morgunblaðið/Þorkell KOMINN í frakka og rúllu- kragapeysu var höfuðfatið frá Kormáki og Skildi nauðsynleg viðbót. HAUKUR er í jakka- fötum og skyrtu frá Herrafata- verslun Kormáks og Skjald- ar. IVIARKAHRBKURINN Knattspyrnumaðurinn Andri Sigþórsson fór í atvinnumennsku til Þýskalands 16 ára en sneri heim eftir þriggja ára dvöl, reynslunni rík- ari. Andri er tvítugur og þykir einn af efnilegri fótboltamönnum landsins þrátt fyrir erfíð meiðsli. „Veturinn er óráðinn hjá mér og það er erfítt að skipuleggja fram í tímann,“ sagði Andri, enda hefur hann þurft að temja sér þolinmæði þegar fótbolti og meiðsli eru annars vegar. Hann segist ekki fylgjast með tískunni eða hugsa um hverju hann klæð- ist almennt. „Mamma og kærastan mín hafa séð um að kaupa fótin á mig. Mér fínnst þægilegast að vera í íþróttafötum," sagði Andri íklæddur íþróttabuxum og stuttermabol. Hann sagði fötin frá Herrafataverslun Skjaldar og Kormáks ekki vera íyrir hans smekk og lagði áherslu á að þægindi væru það sem skipti máli þegar föt væru annars vegar. „Ég hélt að kápan væri fyrir konur þegar ég sá hana fyrst," sagði Andri um vígalegu „rokkara"- kápuna. EYDIS er í appel- sínurauðum kjól úr versluninni Flauel sem henni fannst heldur ber um miðjuna. 5UNDDRDTTNINBIN Eydís Konráðsdóttir er margfaldur íslandsmeistari í sundi og flestum kunn sem sunddröttingin úr Kefla- vík. Hún er 19 ára stúdent frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja og spilar á selló auk þess sem hún hefur æft sund tvisvar á dag fimm til sex daga vikunnar síðustu árin. Eydís hefur ákveðið að leggja land undir fót og mun dveljast í Esbjerg í Danmörku í vetur. „Ég ætla að synda, leika mér og fara í tónlistarskóla," sagði Eydís sem var nýbúin að smeygja sér í níðþröngan og efnislít- inn kjól sem var valinn fyrir hana. „Þetta eru skemmti- legir kjólar en ég er alltof feimin til að fara í svona venjulega," sagði Eydís. Hún segist yfírleitt klæðast hefðbundnari fötum en kjólunum úr Flauel. „Uppáhalds búðin mín er Kistan. Ég er mjög hrifin af fötum Lauru Ashley.“ Annars segist Eydís oft fá lánuð föt hjá systur sinni sem er 14 ára og fylgist vel með tískunni. „Við lán- um hvor annarri fót því við erum svipaðar á stærð.“ MARGFALDUR meistari í sundi. ANDRI er í „rokkara - kápu frá Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. BLÁU jakkafötin með silfurþræðinum eru frá Kormáki og k Skildi á Hverfis- i. götu. BARIST fyrir KR. BLÁI kjóllinn er úr vindjakka- efni og fæst í Flauel ásamt spönginni og indverska blett- inum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.