Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 24
Gc Vfifif ÍIMHMMTSH^. .osr HUOAnMAnU/ 24 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Laxveiðimenn eru almennt ekki hressir með sinn hlut eftir sumarið. Ingvi Hrafn Jónsson bauð Sigurði Má Einarssyni deildarstjóra veiðimálastofnunar á Vest- urlandi út að borða á hið nýja veitinga- hús Borgnesinga, Búðaklett, til að rekja úr honum veiðigarnirnar. IARGIR eru orðnir hundsvekktir og lang- eygir eftir almennilegu veiðisumri og spyrja jafnvel með þjósti hvort menn séu raunveru- lega að sjá fram á útrýmingu Atl- antshafslaxins, eins og Orri Vig- fusson varar við? Sigurður glottir við um leið og hann lítur yfir matseðilinn; „Veiðimenn geta nú verið óttaleg- ir nöldrarar ef ekki gengur allt í haginn og síðast fyrir nokkrum dögum grét sjálfur Þórarinn Sig- þórsson á öxl veiðihomsins í DV eða Mogganum. Að vísu veiddi hann einu sinni að þvi er mig minnir langleiðina í þúsund laxa eitt sumar, þannig að honum bregður auðvitað við er veiði minnkar. En svo við tölum í al- vöru, þá hef ég engar áhyggjur af íslensku laxastofnunum, en það er hryggileg staðreynd að Atlants- hafslaxinn er í sögulegu lágmarki, en það er önnur og lengri saga.“ - Þetta er orðin alltof sorgleg byrjun á viðtalinu, kíkjum heldur á matseðilinn... „Nú ertu farinn að tala af ein- hverju viti,“ segir fískifræðingur- inn brosandi. Hann segir okkur einnig, að húsið sem Búðaklettur er 1, hafa verið fyrsta verslunar- húsið í Borgamesi. Ríkið hafi eignast það fyrir nokkrum ámm og selt Borgarnesbæ það fyrir krónu. Bærinn hafi eiginlega ekki vitað hvað átti að gera við það, en rætt hafi verið um tónlistarskóla, er nokkrir ungir athafnamenn í Borgamesi hafi boðið bænum fimmtán hundmð þúsundfalda ávöxtun á krónuna og fengið það keypt undir veitingarekstur á 1,5 milljónir kr. „Nú er þetta sannarlega einn flottasti veitingastaður landsins með koníakstofu og „tilbehor" og ball um hverja helgi.“ „Ég held ég byrji á innbökuð- um fetaosti, hann er sagður mjög góður sem og ástríðulambið, en það er marinerað lambafíllet.“ llaðamanni finnst eðlilega jviðeigandi að panta "reyktan og grafinn lax með marinemðu grænmeti og í aðalrétt hvítlauksmarineraðan steinbít með teningskartöflum og Hirse. Hins vegar freistar líka ítölsk sveitasúpa, Mýramannasal- at, tortellíni og nautalund Búða- kletts, en það verður að bíða betri tíma. Með lambinu pantar Sigurð- ur nýtt ítalskt rauðvín, sem Ás- geir þjónn segir okkur að þeir séu að prafa, S. Margherita Cabemet, Parmaggione. - Þú segist ekki hafa áhyggjur af okkar laxi? „Nei, alls ekki. Við íslendingar eram komnir mjög langt í rann- sóknum á lífríki ánna og ástandi þess hverju sinni og getum með nokkurri vissu reiknað út seiða- framleiðsluna á hvem fermetra og stærð niðurgönguárgangsins í hverri á fyrir sig. Við era búnir að taka fyrir allar laxveiðar í sjó auk uppkaupa Hvítárnetanna. Þar að auki era okkar ár heilbrigðar með heilbrigða laxastofna og við kunn- um vel að umgangast þær. Bæði veiðibændum og veiðimönnum þykir vænt um þessar nátt- úruperlur. Hins vegar verða alltaf sveíflur í veiðinni, yfirleitt sveiflur sem við ráðum ekki við nema að hluta, t.d. með seiðasleppingu, er við sjáum fram á lélegan árgang. Við búum við heimskautsbauginn og sumir segja á mörkum lífríkis laxins. Þess vegna hafa veðurfars- sveiflur, sjávarhiti og selta allt að segja fyrir laxagöngur hverju sinni.“ - Sáuð þið fyrir að veiðin yrði svo léleg? „Ég sætti mig ekld við að veiðin í mínu héraði sé kölluð léleg; hér era 4 hæstu ár landsins og ég var búinn að spá fyrir um veiðina í þeim flestum, byggt á seiðabú- skap. Hítará, Laxá í Dölum og Laxá í Leirársveit hafa hins vegar ekki skilað því sem ég bjóst við. Það er kannski skiljanlegra með Laxá í Leir, því þar hafa 4-500 hafbeitarlaxar lyft veiðinni upp síðastliðin ár, en nú er hafbeitin eiginlega úr sögunni og heimtum- ar í Hraunsfirði og Lárósi innan við eitt prósent og sömuleiðis í Rangánum, veiddar endurheimt- ur verða 0,6-0,7% en hefur verið 2-3%.“ - Hvað er að gerast með laxinn í sjónum? „Það er nákvæmlega það sem við vitum ekki. Landfræðiþáttur laxveiðiánna er mjög vel rannsak- aður og kortlagður eins og ég sagði áðan, en okkur vantar nú fjármagn til að rannsaka sjávar- þáttinn. Hins vegar er það svo, að einn rannsóknarleiðangur á Hafró- skipi kostar að því er mér skilst svipaða fjárhæð og veitt er til allra laxarannsókna í landinu á ári. Ég átti til dæmis von á því í sumar að við fengjum feiknastóra smálaxa- göngu, því niðurgönguárgangur- inn í fyrra var einn stærsti allra tíma. Við þetta bættust mjög hag- stæð sjávarskilyrði. Smálaxinn kemur til baka úr sjónum feitari og stærri en verið hefur um langt árabil og það á að þýða miklar endurheimtur, en gerði það ekki í þeim mæli sem við bjuggumst við hér syðra og alls ekki fyrir norð- an. Þannig virðast vonir manna Morgunblaðið/Theodór SIGURÐUR Már Einarsson: „Menn þurfa að finna hinn gullna meðalveg í veiðistýringu.“ um að viðsnúningurinn væri byrj- aður fyrir norðan, með mjög öfl- ugum smálaxi, ekki hafa gengið eftir. Eina skýringin er, að skil- yrði í sjónum, nákvæmlega er seiðin voru að ganga niður, hafi verið misjöfn og því töluverð af- föll. Við fáum samt góðar göngur í aðalárnar, en það hefðu getað orð- ið risagöngur.“ 1M Wú kemur þjónninn með l^^linnbakaða ostinn og lax- 1 ^Minn i forrétt, sem hvort tveggja smakkast með ágætum, ekki síst með heitum bökum frá Geirabakaríi, en Sigurður segir okkur að Geiri bakari sé einn af eigendum staðarins ásamt Sigga Óla í Olís, Jakobi Skúla hjá Rarik, Bjama Steinars málara og Hol- geiri Clausen veitingamanni. Þeir hafi fengið myndarlegan stuðning frá Sparisjóði Mýrasýslu við framkvæmdirnar og því skarti Borgames nú Búðakletti. Sigurði Má finnst vínið alveg þokkalegt, létt á tungu og bragðlauka, en hrósar ostinum þvílíkt að ég ákveð að fá mér hann næst. Sig- urður spyr hvemig síðasti^ haf- beitarlaxinn smakkist, því Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi, bróðir Þórarins tannlæknis, hafí selt þeim í Búðakletti valinn lax úr Lárósstöðinni sinni. Ég hrósa lax- inum í hástert og hugsa með mér hvort Tóti geti ekki fengið að renna hjá Oðni bróður þegar tregast annars staðar. Allavega verður ekki tekið á móti honum með vélbyssum þar. - Hvað hefur orðið af stórlaxin- um? Ungir veiðimenn halda því fram í mín eyru að við eldri veiði- menn höfum útrýmt stórlaxinum. Ég veit um tvo harðduglega veiði- menn af yngri kynslóð, sem voru búnir að borga veiðiholl íáá NA- horninu í júlí og ágúst, en fóru ekki, því þeir nenntu ekki að ferð- ast hátt í 2.000 kílómetra til að veiða einhverja 4-5 punda fiska. „Það gerðist eitthvað í hafi í kringum 1983, sem menn einfald- lega kunna ekki skýringu á. Árin 1970-80, sem menn vitna gjaman til er rætt er um mikla veiði, voru sérlega hagstæð og íslensk nátt- úra var upp á sitt besta. Þá voru ámar fullar af laxi á hverju ári og gott hlutfall milli smálax og stór- lax. Þegar svo veiðin hrynur upp úr kuldavorinu 1979 spila öragg- lega saman líffræðilegir þættir í ánum og hafinu. Þetta era nátt- úrasveiflur, sem við munum alltaf þurfa að búa við á norðurslóðum. Ég treysti mér til að fullyrða að menn eiga eftir að fá|ann aftur, eins og gerðist í „gamla daga“, en ég veit ekki hvenær. Ég hef þó til- finningu fyrir að við séum að sigla inn í betri tíma. Þannig hefur t.d. seiðaframleiðslan í ánum á mínu svæði verið mjög góð og jöfn al- veg frá 1991, eftir miklar sveiflur í rúmlega áratug. Þetta kemur t.d. fram í hve Norðurá hefur verið sterk sem og aðrar ár þó alltaf geti verið áraskipti á hver er best. Það eru líffræðilega ekki mörg ár síðan Þverá gaf yfir 3.000 laxa, Grímsá 2.000, Langá 2.500, Laxá í Dölum 2.300 og Elliðaámar 2.100, svo dæmi séu nefnd. Þetta mun allt endurtaka sig. Norðurlandið er hins vegar erfiðara, því það er nær heimskautsbaugnum og kalda sjónum. Þess vegna era sveiflurnar þar miklu meiri. Það era ekki nema 3-4 ár síðan Hofsá gaf 2.500 laxa og Aðaldalurinn svipað. Svo helltist kaldur, jafnvel núllgráðukaldur og fæðusnauður sjór upp að Norðurlandinu og þá er voðinn vís. Það mætti h'kja þessu saman við að við rækjum lömbin á fjall í október í stað júní. Ég er hræddur um að þau kæmu ekki í hópum til byggða í „páska- réttir“. Áf því að menn era að tala um gullaldarárin 1970-80 er rétt að minna menn á 1960-70, er haf- ísárin voru sem verst, þá var veið- in fyrir norðan ekki upp á marga físka. Þá húktu menn í kulda og trekki yfir laxlitlum ám og höfðu hvorki neopranvöðlur né jakka til að halda á sér hita.“ Ig í þessum töluðu orðum kemur Ásgeir þjónn með ástríðulambið og stein- bítinn. Við gerum stutt hlé á spjallinu og mundum hnífa og gaffla. Við verðum brátt sam- mála um að þetta sé algert topp- eldhús, sem búið sé að koma upp í gamla húsinu hans Manga blikk (Magnúsi Þorvaldssyni), sem var þekktur fyrir að finna upp á einu og öðra. Sigurður miðlar þeim upplýsingum, sem heimamenn einir geta, að ekki sé talað um að þeir sitji í bæjarstjórn í ofanálag, að kokkurinn hafi lært á Hótel Holti og hafi starfað um árabil á kunnum stað í Kaupmannahöfn áður en hann kom í Borgarnes, - en áfram með viðtalið. - Þú ert ótrúlega brattur, sum- ir myndu segja allt að því kjaftfor. Segir okkur, að við verðum að sætta okkur við sveiflur, því við búum á hjara veraldar á mörkum byggilegs laxaheims og við eigum eftir að upplifa stórveiði- og stór- laxasumur? „Ef þú varst að vonast eftir einhverri hörmungarspá byggðri á eymd og volæði, ertu ekki að tala við réttan mann. íslenskar laxveiðiár eru öflugar og heil- brigðar og það er farið vel með þær. Líklega eru þær í hópi þeirra bestu í heimi. Þrátt fyrir íshafsskilyrði halda þær fram- leiðslu áfram og allir vita hversu fljótt þær taka við sér um leið og hlýnar. Við þurfum hins vegar að auka þekkingu okkar á sjávar- þættinum, því þótt ólíklegt sé að við getum nokkru breytt um nið- urgöngutíma seiðanna, veit mað- ur aldrei hvað getur gerst. Við vitum að hægt er að hjálpa til með seiðasleppingum. Einnig með því að hlúa að ánum, sjá um að veiðistaðir séu í lagi, búa til seiðabústaði og hafa fiskvegi greiða. Þetta allt tryggir há- marksnýtingu og þar með veiði, - en væri nokkuð gaman ef allar ár væru alltaf fullar af laxi og mokveiði? Ég spyr nú bara eins og maður, sem hefur aldrei veitt lax.“ - Ég vildi gjaman veiða í ám, sem alltaf væru fullar af laxi og þekki nokkra sem eru sama sinn- is, ég veit ekki um aðra. Þú minntist á vöðlur áðan. Sumir hafa haldið því fram að skortur á stórlaxi ætti m.a. rætur að rekja til þess að búnaður manna, klæðn- aður og veiðarfæri, væri orðinn svo öflugur að jafngilti stórauk- inni sókn í ámar og þýddi í raun ofveiði? „Einhvern veginn virðist nátt- úran hafa lag á því í flestum til- vikum að tryggja að nóg sé eftir í ánum til að viðhalda stofni. Flest- ar spumingar, sem ég fæ frá veiðimönnum, era um hvers vegna laxinn taki ekki, þótt nóg sé af honum. Menn þurfi jafnvel að forða sér frá stökkvandi laxi, en hann fáist ekki til að taka. Ékki kann ég svar við því. Hins vegar er ekki hægt að líta framhjá því að harðduglegir og velbúnir veiði- menn eru mun afkastameiri en fé- lagar þeirra íyrir 30-40 áram. Ég held hins vegar að þyngra vegi, að á uppgangsáranum, t.d. 1970- 1980, var stöngum víða fjölgað mjög, en síðan eftir að veiði hrap- aði, fækkaði þeim ekki að sama skapi, vegna þess að sala þeirra skipti orðið verulegu máli fyrir af- komu bænda. SVFR reið hins vegar á vaðið með því að fækka stöngum í Norðurá í júníbyrjun og sama hefur Laxárfélagið gert í Aðaldal. Menn þurfa að fmna hinn gullna meðalveg í veiðistýringu, þannig að tekjur og hámarksnýt- ing ánna fari saman hverju sinni. Þannig tryggjum við áframhald- andi gullöld í íslenskum lax- veiðiám með tilheyrandi sveifl- um.“ Og þá er bara eftir að sporð- renna Ijúffengum heimatilbúnum ís að hætti Búðakletts og þakka Sigurði Má fyrir hressilegt og ánægjulegt spjall. Við laxveiði- menn ættum að huga vel að orð- um hans og muna að landið okkar hvílir í kjöltu heimskautsbaugs, eins og einhver spekingur sagði Lesbókarrabbi á dögunum. jaugo, | iagði í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.