Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 39 MINERVA JÓNSDÓTTIR + Mínerva Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 31. ágúst 1933. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni i Hafnar- firði 16. september. Frá því við munum eftir okkur var Mína hluti tilverunnar á Laug- arvatni. Hún var alla tíð mikill heimilisvinur, enda skólasystir mömmu og samkennari pabba við I I I I IKI til fjölda ára. Þegar hún kom í heimsókn var bankað, dyrnar opnuðust og kallað glaðlega „nokkur heima?“ Síðan var sest inn í stofu og spjallað. Hún stoppaði ekki endilega lengi, en leit oft inn í „tíu tár“. A yngri árum vorum við stundum í pössun hjá Mínu. Þá var oft boð- ið upp á góðgæti úr Snorra-bak- aríi. Otalmargir skemmtilegir hlut- ir, handavinna, handavinnubækur og heilu staflarnir af dönsku blöð- unum voru skoðaðir. Svo fékk Mína sér „hænublund" og ekki þótti henni verra að fá hárgreiðslu um leið, en það kom fyrir að hún vakn- aði af værum blundi við að henni var „greitt“ frá höku og upp allt andlit! En ekki kvartaði Mína. Hún átti mikið í okkur öllum. Alla afmælisdaga mundi hún og gjafirnar hennar vöktu ávallt mikla tilhlökkun og hrifningu. Þær voru alltaf svo sérstakar og á undan tískunni. Margar þessara gjafir eru enn vel varðveittar ásamt svo mörgu öðru frá Mínu. Oft leyfði hún þeim yngstu og síðar okkar börnum, að „koma á fótinn,“ þá kom sér vel að Mína hafði sterka og þjálfaða fætur. Stundum settist Mína við píanóið og spilaði og söng með okkur. Einnig sat hún oft hjá okkur þau kvöld sem framhalds- leikritin voru í útvarpinu og að sjálfsögðu var hún með handavinn- una með sér. Hvað sem hún snerti var listavel gert enda snillingur í höndunum. Hvort sem það var handavinna eða skráning á döns- um. Allt sem þarfnaðist þolinmæði og nákvæmni fórst henni vel úr hendi. Hún var alltaf að. Nokkrum dögum fyrir andlátið hafði hún nýlokið við útpijónaða peysu, og á náttborðinu lá útsaumsstykki sem hún var að grípa í. Þau eru mörg listaverkin sem liggja eftir hana. Henni fylgdi alltaf hress og fersklegur blær og aldrei naut hún sín betur en við brautskráningu íþróttakennara, þar sem hún nældi blóm í barm nemenda sinna. Eins og gengur skilja leiðir og þá hittum við Mínu sjaldnar síðustu árin. En tengslin rofnuðu aldrei og Mína fylgdist alltaf með okkur og við með henni. Við höfum fylgst með baráttu hennar síðustu mánuð- ina og dáðst að styrk hennar, bjart- sýni og jafnaðargeði. Við systkinin þökkum Mínu tryggð og vináttu alla tíð. Rósa, Hrönn, Gerður, Þórir og Hörður, Reykjum Laugarvatni. Við skólasystkin Mínervu kveðj- um nú elskulega skólasystur og eru þá þijú horfin úr þeim fámenna hópi sem stundaði nám í íþrótta- kennaraskóla íslands á Laugar- vatni veturinn 1951-1952. Við vor- um þá tólf nemendur í skólanum og bjuggum í heimavistinni. Skóla- dagurinn var langur og strangur, við kynntumst vel og sambandið var líkt og hjá systkinum. Þann hluta námsins sem fór fram í Reykjavík var lífið talsvert erfitt hjá okkur því skólinn hafði engan fastan samastað. Mínerva bjó þann tíma hjá foreldrum sínum í Hafnar- firði og þurfti að ferðast á milli með Hafnarfjarðarvagninum. Við þeytt- umst milli staða frá morgni til kvölds, vorum í bóklegum greinum í Austurbæjarskólanum, í leikfimi í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu og æfðum síðan þjóð- dansa hjá Þjóðdansafélaginu á kvöldin. í æfingakennslu vorum við í skólum víðsvegar um bæinn. Sum okkar æfðu með íþróttafélögum þegar færi gafst. Sund iðkuðum við í Sundhöll Reykjavíkur undir leið- sögn Jóns Pálssonar. Enginn átti bíl þá og ferðir milli staða voru tíma- frekar. Ég held að við höfum öll fagnað því að komast aftur austur að Laugarvatni. Ég held að við höf- um verið jákvæðir nemendur og ekki síst Mínerva sem alltaf var glöð og hress. Hún hafði góðar tón- listargáfur og dansaði og hreyfði sig eins og engill. Hún hefði sómt sér vel sem prímadonna hvar sem var og hana langaði reyndar til að verða ballettdansmær. Mínerva var uppáhald allra og ekki skemmdi fyrir að hún fékk þessar líka gómsætu sendingar frá pabba sínum, Jóni Snorra bakara. Sú sat nú ekki aldeilis ein að þeim sendingum; jafnvel voru brotnar skólareglur til þess að allir nytu sameiginlega þessara kræsinga. Þá var hjólað niður að Minni-Borg til að kaupa kakó. Mínerva var frábær nemandi, næm og áhugasöm; einkum lærði hún fljótt allar æfingar í músíkleik- fimi og dönsum og var dugleg að aðstoða þá sem þurftu að hafa meira fyrir því að læra þá list. Við skólasystkinin söknum góðra sam- verustunda með Mínervu, bæði á heimili hennar á Laugarvatni og ferðalaga (sem því miður voru of fá) sem við skólasystkinin fórum saman. Við varðveitum margar dýrmætar minningar um hana. Blessuð sé minning þín, elsku vinkona. Skólasystkinin úr ÍKÍ. SIGURÐUR ÓSKARSSON ■4- Sigurður Óskarsson fædd- ' ist á Akureyri 17. ágúst 1948. Hann lést 3. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerárkirkju 12. sept- ember. Elsku pabbi okkar. Það er skrítin tilfinning að þú sért ekki lengur hjá okkur. Allt hefur breyst síðan þú fórst í burtu. Við munum ávallt minnast alls þess er þú gerðir fyrir okkur, t.d. er þú fórst með okkur og mömmu í ferða- lag um Vestfirðina og við fórum í sundlaug sem var byggð við Atl- antshafið. Síðan allt sem þú gerðir fyrir mig í fótboltanum og Þór. Alltaf varst þú tilbúinn að gera eitthvað fyrir aðra og þá gerðir þú (+ Ásta Svanhvít Þórarins- dóttir fæddist á Vatnsenda við Hóp í V-Hún. 26. ágúst 1913. Hún lést á Landspítalan- um 30. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópa- vogskirkju 8. september. Við minnumst okkar kæru ömmu Ástu sem var rosalega góð við okk- ur. Hún og afi tóku á móti okkur opnum örmum þegar við komum til íslands. Við fengum þá að búa | hjá ömmu og afa og vorum alltaf velkomin þangað. Amma var þannig að við gátum talað við hana um allt. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir okkur og gaf oftast allt í sjálfboðavinnu. Þú vannst við álfabrennur Þórs í næst- um 20 ár, varst formaður KRA í tvö ár, formaður unglingaráðs Þórs í 3 ár og gjaldkeri Rafiðnaðarsam- bands Norðurlands í nokkur ár og allt þetta gerðir þú án þess að taka krónu fyrir. Allt þetta lýsir því hve góður þú varst og oft hugsaðir þú meira um náungann en sjálfan þig. Ég man alltaf að Mánahlíðin var kölluð hótelið og þú hótelhaldarinn og það ekki að ástæðulausu því gestrisni þín var með eindæmum. Við mun- um alltaf eftir því er við fórum til Mallorca og áttum þar ógleyman- legan tíma. Ef við ættum að telja upp allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur okkur góð ráð. Við eigum góðar minningar um ferðalögin sem við fórum saman í á íslandi. Amma gerði náttúruna lifandi með því að segja okkur sögur um álfa og tröll sem við þekkjum ekki héðan frá Noregi. Amma og afi heimsóttu okkur nokkrum sinum hingað til Aukra í Noregi. Við vonuðum að þau gætu heimsótt okkur sem oft- ast en eftir því sem aldurinn færð- ist yfír varð lengra á milli heim- sóknanna. Amma var dugleg í höndunum og bjó til margt sem hún sendi til okkar. Hennar verður sárt saknað. Jenny, Leif og Hilda Julnes. þá veit ég ekki hvað það tæki lang- an tíma. Hann yrði a.m.k. dijúgur. Við munum ávallt sakna þín, elsku pabbi. Guð geymi þig. Li(ja Ósk og Sigurður Freyr. Að morgni 3. september sl. bár- ust mér þær fréttir að Sigurður hefði orðið bráðkvaddur þá um nóttina. Manni bregður óneitanlega þegar tíðindi berast að maður á besta aldri fellur frá. Kynni okkar Sigurðar hófust fyrir allnokkru, þegar ég byijaði að hafa afskipti af félagsmálum fyrir rafvirkja. Þá hafði hann starfað fyrir Rafvirkja- félagið um skeið, og frá árinu 1989 var hann gjaldkeri félagsins. Hann gegndi einnig fjölda trúnaðai-starfa fyrir samtök rafiðnaðarmanna, m.a. var hann sambandsstjórnar- maður og sat flest þing Rafiðnaðar- sambands íslands. Hann var afskaplega rólegur og dagfarsprúður maður og fór ekki mikinn, heldur lét skoðanir sínar í ljós á sinn hátt. Hann var fylginn sér og það var ekki annað hægt en að taka tillit til skoðana hans enda voru þær alltaf vel ígrundað- ar. Hann þagði frekar en að segja eitthvað sem hann hafði ekki hugs- að til enda. Mjög gott var að leita ráða hjá honum þegar á þurfti að halda og kom hann oft með góð ráð og úrlausnir. Þannig gerðir menn eru ákaflega dýrmætir í öllur félagsstarfi, og óhætt er að fullyrða að hann mótaði bæði starf félagsins og ekki síður Rafiðnaðarsambands- ins. Sigurður tók sveinspróf í rafvirkj- un árið 1971, og starfaði allan sinn starfsaldur við iðn sína, nú síðast hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Ég vil fyrir hönd Rafvirkjafélags Norð- urlands þakka Sigurði fyrir gott og óeigingjarnt starf á liðnum árum og sendi aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Helgi Jónsson. ÁSTA SVANHVÍT ÞÓRARINSDÓTTIR BJARNIS. BJARNASON + Bjarni Bjarnason fæddist í Grafar- nesi í Grundarfirði 23. desember 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 7. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Bjarnason og Pálína Bjarna- dóttir frá Heijólfs- stöðum í Álftaveri, Skaftafellssýslu. Systkini Bjarna eru: Magnúsína, fædd 16.6.1923, ekkja Ragnars Jónssonar og Skarphéðinn, fæddur 31.5. 1925. Bjarni kvæntist Ingunni Jónsdóttur, f. 3. janúar 1919, frá Svertings- stöðum í Miðfirði, V-Hún. Hún lést 3. mars 1979. Þeirra börn eru: Jón Bjarni, f. 16.6. 1949, Matthildur Ólafía, f. 27.5.1952, Biynjar Hólm, f. 18.6. 1955. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Normu Norðdahl 24. júní 1983. Útförin hefur farið fram. Mánudaginn 15. september síð- astliðinn fór fram útför Bjarna S. Bjarnasonar. Bjarni hafði mælt svo fyrir að útförin skyldi fara fram í kyrrþey, var það í samræmi við hlédrægni hans og yfirlætisleysi. Að eðlisfari var hann hægur og fór hvergi of- fari. Almennt fór hann ekki hátt með skoðanir sínar á mönnum, en væri rætt um pólitík lúrði hann ekki á skoðun sinni heldur lét hana óspart í ljós. í huga okkar var Bjarni fágætur maður og vandað- ur. Samferðamaður sem unnt var að bera virðingu fyrir og treysta. Bjarni var glæsimenni og karl- mannslundin var sterk. í mótlæti og í baráttunni við erfiðan sjúkdóm síðustu misserin sýndi hann að vanda rósemi og æðruleysi. Það var fyrir mestu að kjarkur og þrek brysti ekki. Bjarni var fjölhæfur maður, smíðar og annað handverk fórst honum vel úr hendi. Sem dæmi þar um var sumarbústaður hans og Normu, sem ber vott um smekkvísi og alúð, en þar átti Bjarni sínar bestu stundir síðustu árin. Að fara vestur í bústað var stöðugt tilhlökk- unarefni. Þar var endalaust hægt að finna sér ný og skemmtileg verk- efni. Það er ekki í anda Bjarna að um hann sé skrifuð löng minningar- grein, né það lof á hann borið sein hann verðskuldar. Hann var góður samferðamaður sem vildi vera til hlés og láta lítið á sér bera. Þessar fáu línur eru settar á blað til að kveðja kæran föður, tengda- föður og afa. Dúnmjúkum höndum strauk kulið um krónu og ax, og kvöldið stóð álengdar hik- andi feimið og beið. Að baki okkar týndist í mi- strið hin langfarna leið, eins og léttstigin barnsspor í rökkur hins hnígandi dags. Og við settumst við veginn, tveir ferðlúnir framandi menn, eins og fuglar, sem þöndu sinn væng yfir úthöfin breið. Hve gott er að hvíla sig rótt, eins og lokið sé leið, þótt langur og eilífur gangur bíði manns enn. (Steinn Steinarr.) Börn, tengdabörn og barnabörn. Bjarni S. Bjarnason var einn af þessum þöglu og traustu persónu- leikum. Ég þekki þessa persónu- gerð vel því nokkuð er af henni í minni föðurætt. Það er reyndar eldri ieggurinn því sá yngri er langt frá því að vera þögull! Eins og flest- ir af Bjarna kynslóð ólst hann upp við þröngan kost og fór snemma að vinna fyrir sér. Hann tók sér margt fyrir hendur. En m.a. varð hann einn af þeim sem við köllum hetjur hafsins á hátíðarstundum en vitum flest lítið um. Við vitum lítið um langar vökur, lífshættuleg vinnuskilyrði og langar fjarvistir frá ástvinum. Það er stutt síðan ég kynntist Bjarna. Það var ekkert auðvelt að kynnast þessari eldri hetju af þög- ulli gerðinni. Hann var ekki vanur að flíka tilfinningum sínum en hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. En hann hafði skrambi góða nærveru. Það var allt í lagi að þegja með honum. Það er nefnilega ekki þægilegt með öllu fólki. Ég skynjaði hann meir í gegn- um þögnina, augnatillit og þess háttar. En þegar við fengum okkur snaps og bjór saman var hann sko alls ekki þögull. Þá vildi hann helst alltaf tala um það sama: veru sína á sjónum. Varð honum þá tíðrætt um þekktar persónur úr Eyjum. Það var ekki að sökum að spyija það lýsti af andliti og augum þegar við ræddum þetta. Minningarnar yljuðu honum greinilega - og mér. Nú kveð ég þig, Bjami minn, við fáum okkur ekki fleiri bjóra og snapsa saman með heimsins spjalli. Og gæðakoníakið sem við ætluðum að smakka á þegar þú yrðir áttræð- ur fáum við okkur bara seinna. Ég sendi innilegustu samúðarkveðjur til allra ættingja. Guð geymi ykkur í sorg ykkar. Ægir Rafn Ingólfsson. GUNNÞÓRUNN ERLINGSDÓTTIR + Gunnþórunn Erlingsdóttir ■ fæddist á Gilsárvöllum á Borgarfirði eystra 10. ágúst 1911. Hún lést í Landspítalan- um 12. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 19. september. Elsku amma mín. Ég vona að ferðalagið hafi verið ánægjulegt og þú hafir fundið afa og alla þína fjölskyldu og vini sem hafa lagt upp í þennan leiðangur. Ég sakna þín svakalega mikið og vona að englarnir sitji í kringum þig og passi þig og hjálpi okkur sem eftir stöndum hér að skilja hvers vegna þú fórst. Vertu yfir og allt um kring í eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þín Laufey. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins I bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning@mbi.is) — vinsamlegast sendið greinina inni ! bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð- um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.