Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ íþróttagalli, stuttbuxur, sundbolur, takkaskór, golfhanski og allt hitt sem íþróttafólk klæðist venjulega verður að einkennisbúningi þeirra í augum okkar hinna. Af íþróttafötunum þekkjum við þau. Veðurbarin, þreytt og jafnvel sveitt. Rakel Þorbergsdóttir kallaði saman ungt íþróttafólk og klæddi það úr íþróttagallanum. ALLTAF með boltann. LANÖ5- LIÐ5- KONAN Asthildur Helga- dóttir er ein besta knattspyrnukona landsins og hefur lengi átt fast sæti í landsliðinu. Hún er 21 árs og er að hefja nám í verkfræði í Vanderbilt-há- skólanum í Nashville í Tennesee í Bandaríkjunum. Hún fékk fótboltastyrk fyrir skólagjöldum og mun æfa og keppa með háskólaliðinu vestanhafs. Ásthildur er tæplega einn og áttatíu metrar á hæð og gæti auðveldlega talist vera fyrirsæta. „Það er mjög erfitt að finna spariskó sem eru ekki með hæl. Flottustu skórnir eru alltaf með háum hælum,“ sagði Ásthildur. „Ég veit ekki hvort ég fylgist mikið með tískunni en ég er dugleg að versla mér fót.“ Hún segist versla mikið erlendis og nýlega ujipgötvaði hún verslunina Oasis í Kr- inglunni. „Eg er yfirleitt í pilsi eða kjól þegar ég fer út á lífið en hversdags er ég í buxum. Eg reyni að vera ekki mikið í íþróttafötum utan vallarins," sagði Ásthildur sem átti að keppa seinna um dag- inn og var í græna Breiðabliksgallanum. Hún sagðist vel geta hugsað sér að eiga kjólinn úr Spakmannsspjörum og fannst hann ekkert of fleg- inn. Morgunblaðið/Kristinn HVÍTU skyrtuna fékk Ólöf einnig í Dýrinu. MAGNÚS Aron er í glansbol og buxum úr versluninni Sautján á Laugavegi. ÓLÖF var sér- staklega hrifin af gervileður- kjólnum og sif- fonkápunni með loðkraganum úr Dýrinu á Hverfis- götu. KRINGLUKA5TARINN MMagnús Aron Hallgrímsson er einn af okkar efnileg- IW Sustu frjálsíþróttamönnum um þessar mundir. Magn- ús Aron er 21 árs og æfir kringlukast að meðaltali sex sinn- um í viku. Hann æfði áður tugþraut en sneri sér alfarið að kringlunni og hefur lengst kastað 58,12 metra og hefur tek- ist að bæta árangur sinn um tíu metra á einu ári. Magnús Aron hefur unnið hjá Sláturfélaginu á Selfossi í sumar en sagði veturinn óráðinn. Hann er búsettur á Sel- fossi en kemur reglulega til borgarinnar og æfir með þjálf- ara sínum Vésteini Hafsteinssyni. „Ég kaupi mér bæði föt á Selfossi og hér í borginni," sagði Magnús Áron sem var duglegur að yppa öxlum þegar hann var spurður um tísk- una og virtist ekki hafa sterkar skoðanir á staumum og stefnum hennar. „Þetta eru föt sem ég gæti hugsað mér að kaupa og vera í,“ sagði Magnús Aron um fötin úr Sautján. Morgunblaðið/Þorkell ÁSTHILDUR er f blásvartri svuntu frá Spakmannsspjörum í Þing- holtsstræti. GDLFIVIEI5TARINN w Islandsmeistari kvenna í golfi er 21 árs gömul og heitir Ólöf María Jónsdóttir. „Ég er aðallega í íþrótta- fötum. Gallar, bolir og gallabuxur eru einkennisbúningur minn,“ sagði Ólöf. Hún á nákvæmlega einn kjól og tvö pils og þegar hún keypti sér kjól fyrir tveimur árum hafði hún ekki verið í einum slíkum síðan hún var fimm ára. „Ég er næstum alltaf í buxum og h'ð- ur hálfilla í kjól,“ sagði Ólöf. Hún reynir ekki að fylgjast með tísku- straumum eða tískunni almennt en verslar oftast í Sautján. „Það tek- ur mig alltaf heila eilífð að finna eitthvað." Það er erfitt að æfa golf á ís- landi þar sem sumarið er stutt og veturinn langur. Ólöf seg- ist æfa fjórum til fimm sinn- um í viku yfir veturinn en í sumar kenndi hún bömum og unglingum golf. Hún er að hefja nám í íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni en stefnan er sett á Bandaríkin eftir tvö ár. SVEIFLAÐ af krafti. DIESEL-jakkinn úr Sautján fór Magnúsi sér- staklega vel en buxur og bolur eru einnig úr 17. MEÐ kringluna og þjálfarann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.