Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 6

Morgunblaðið - 20.09.1997, Page 6
6 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ _________________FRÉTTIR Rannsóknaprófessor- ar við Háskóla Islands Eiríkur Þórður Steingrímsson Runólfsson Þorvaldur Þór Gylfason Whitehead RÁÐIÐ hefur verið í fjórar af fimm stöðum rannsókna- prófessora. Eftirtaldir vís- indamenn voru ráðnir í stöðurnar: Eiríkur Stein- grímsson á sviði heilbrigð- isvísinda, Þorvaldur Gylfa- son á sviði félagsvísinda, Þór Whitehead á sviði hug- vísinda og Þórður Runólfs- son í verkfræði. Enn er verið að vinna að ráðningu rannsóknaprófessors í raunvísindum. Hinn 25. júlí 1995 aug- lýsti menntamálaráðuneyt- ið með vísan til 22. gr. laga um Rannsóknarráð íslands og til reglugerðar 299/1995 um rannsókna- prófessora fimm stöður rannsóknaprófessora við Háskóla íslands. Stöðumar voru auglýstar á fimm fræðasviðum; í hugvísind- um, félagsvísindum, heil- brigðisvísindum, raunvís- indum og verkfræði. Um- sóknarfrestur var til 1. október 1995. Alls bárust 50 gildar umsóknir frá 49 aðilum. Áherslusvið Menntamálaráðherra skipaði matsnefnd 31. október 1995 til að meta hæfi umsækjenda til að gegna þeim stöðum sem auglýstar vom. í nefndina vom skipaðir þeir Sveinbjörn Björnsson rektor, Sig- mundur Guðbjarnason prófessor og formaður Rannsóknarráðs ís- lands og Rögnvaldur Hannesson prófessor við Verslunarháskólann í Bergen. Við mat á umsóknum var höfð hliðsjón af hæfni umsækj- enda til að gegna prófessorsstöðu, alþjóðlegri viðurkenningu fyrir rannsóknastörf og sérstökum áherslusviðum sem Háskóli íslands og Rannsóknarráð íslands skil- greindu í sameiningu. Að jafnaði vom skilgreind tvö áherslusvið undir hveiju meginfræðasviðanna fimm. Eiríkur Steingrímsson er ráðinn rannsóknaprófessor á undirsviðinu „Erfðafræði“ og hyggst hann stunda áframhaldandi rannsóknir á sviði erfðafræði og þroskun- arfræði í starfi sínu sem rannsóknaprófessor. Þórður Runólfsson er ráð- inn rannsóknaprófessor á undirsviðinu „Upplýsinga- og tölvuverkfræði“ og hyggst hann halda áfram rannsóknum sínum í fræði- legri stýritækni og kerfis- verkfræði. Þorvaldur Gylfason er ráðinn rannsóknaprófessor á undirsviðinu „Áhættu- stjórnun í íslensku þjóðfé- lagi“ og áætlar hann að stunda rannsóknir á efna- hagslegum umbótum og hagvexti er byggjast á fyrri rannsóknum hans á þessu sviði. ÞorvaldUr mun léggja áherslu á eftirfarandi þætti, sem tengjast innbyrðis: 1. Hagvöxt, utanríkisvið- skipti, aðlögunarhæfni og verðbólgu. 2. Efnahagsleg- ar umbætur; frá áætlunar- búskap til markaðsþjóðfé- lags. 3. Einhæfni atvinnu- lífs; sjávarútvegur og ís- lenska hagkerfið. Þór Whitehead er ráðinn rann- sóknaprófessor á undirsviðinu „Tengsl íslendinga við útlönd og erlenda menningu“ og hyggst hann halda áfram þeim rannsóknum á íslenskri nútímasögu sem hann hefur stundað með góðum árangri undanfarna áratugi. Forsætisráð- herrar funda DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra og frú Ástríður Thorarens- en komu í gær í opinbera heim- sókn til Andorra. Davíð átti síð- degis fund með forsætisráðherra Andorra, Marc Forné, og er myndin tekin við það tækifæri. Samningar sjúkraliða samþykktir SAMNINGANEFND Sjúkraliðafé- lags íslands og fulltrúar viðsemjenda þess, þ.e. fjármálaráðherra, Reykja- víkurborg, Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista DAS, Sjálfsbjarg- arheimilið, Hjúkrunarheimilið Skjól og Eir, Sunnuhlíð í Kópavogi, Bæjar- sjóður Hornafjarðar v/Skjólgarðs, SÁÁ og St. Franciskuspítalinn und- irrituðu kjarasamning sín í millum 30. ágúst sl. með fýrirvara um sam- þykki félagsmanna. Atkvæðagreiðslu er lokið og voru samningar ofangreindra aðila sam- þykktir með tilskildum meirihluta atkvæða. Diari d’Andorra/Inma Torra Eðvarð kjörinn prestur á Akranesi Akranesi. Morgunblaðið. EÐVARÐ Ingólfsson, sóknar- prestur í Skinnastaðarpresta- . kalli, var í gær kjörinn sóknar- prestur í Garðapresta- kalli á Akra- nesi á kjör- fundi sóknar- nefndar, þar sem aðal- og varamenn höfðu at- kvæðisrétt. Um embættið sóttu auk Eðvarðs þau Bragi Ingibergs- son, Friðrik Hjartar, Hulda Hrönn M. Helgadóttir og Hörður Þ. Ásbjörnsson. Séra Björn Jónsson prófast- ur, sem þjónað hefur presta- kallinu af alúð og dugnaði frá árinu 1975 lætur nú af störf- um sakir aldurs. Tsjekhov okkar tíma Morgunblaðið/Kristinn LEIKOST Þjóðlcikhúsið ÞRJÁRSYSTUR Höfundur: Anton Tsjekhov. Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri: Rimas Tuminas. Aðstoðarleikstjóri: Ásdis Þórhallsdóttir. Tónlist: Faustas Latenas. Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikarar: Arnar Jóns- son, Baltasar Kormákur, Edda Am- ljótsdóttir, Guðrún Gisladóttir, Guð- rún Þ. Stephensen, Gunnar Eyjólfs- son, Halldóra Bjömsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðs- son, Randver Þorláksson, Sigurður Siguijónsson, Sigurður Skúlason, Stefán Jónsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Föstudagur 19. sept- ember. ÞREMENNINGARNIR frá Lit- haugalandi, Faustas, Narbutas og Tuminas, eru komnir í Þjóðleikhúsið í þriðja sinn. Núna taka þeir fyrir það verk Tsjekhovs sem hann sjálfur taldi mest drama. Stanislavskíj, einn helsti forvígismaður natúralisma í leikhúsi, gerði verkið að einum burðarása þeirrar stefnu. Löng hefð er aftur á móti fyrir öðrum valkost- um í uppsetningu verksins og ekki verður litið fram hjá þeirri staðreynd að Tsjekhov sjálfur taldi aðferð Stanislavskíjs ekki allskostar henta verkum sínum. Aðferð þremenninganna lit- heygsku er athyglisverð. Vissir hlut- ar hefðbundinnar uppfærslu eru látnir lönd og leið til að leggja áhersl- una á aðra þætti. Lögð er áhersla á beint samband hvers leikara innan persónu sinnar við áhorfendur. Með því að skera á tengsl við umhverfi og samhengi standa persónurnar einangraðar í örvæntingu sinni. Per- sónusköpunin og innlifunin verður magnaðri fyrir vikið og textinn er brotinn upp í einstaklega áhrifa- miklar einræður þar sem ekkert kemur upp á milli upplifunar áhorf- andans og túlkunar leikarans á frá- bærum texta Tsjekhovs. Málfarið á þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur er hófstillt og hæfilega bóklegt og búningarnir eru hefðbundnir en um leið táknrænir eins og urmull leik- muna sem allt kemur leikurunum að gagni við innlifun í karakterinn. Tónlistin drynur svo undir, smýgur inn í allt og samlagast öllu og knýr sýninguna áfram með þungri hrynj- andi upp í síkvikula öldutoppa og einstaka brimskafla. Að baki leikaranna tróna nýklass- ískar súlnadyr þar sem spýtum hefur verið klastrað fyrir opið. Leikmynd- ina er hægt að hugsa sér sem yfirlýs- ingu Litheygjanna um að gættir hins klassíska verks hafi verið byrgðar. Enda kemur á daginn að trúðmálað- ur fulltrúi leikaranna brýtur sér leið í gegnum spýtnaruslið. Hin klassíska bygging stendur, en umgangur um hana er nú öllum frjáls. Söguþráður, framvinda og sam- leikur hafa minna vægi en persónu- sköpunin enda eru aðrir leikarar oft í meðhjálparahlutverki á meðan sviðsljósið beinist að einum í einu. Skipt er svo milli leikaranna ótt og títt uns fyrir hugskotssjónum áhorf- andans myndast samfella þessara brota. Af framansögðu er ljóst að í þessari aðferð felast geipilegar kröf- ur til leikaranna og hæfileika þeirra til að tjá sig fölskvalaust. Halldóra Björnsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ná meistara- legum tökum á hlutverkum yngri systranna tveggja. Þær hrífa áhorf- endur með sér á óviðjafnanlegan hátt. Edda Amljótsdóttur er þeim einstaka sinnum lítið síðri en alla- jafna bregst henni hér bogalistin og túlkunin verður hol og framsögnin eintóna. Guðrún S. Gísladóttir er stórkostleg sem „litla, loðna dýrið“ sem gengur á eðlishvötinni. Sigurður Skúlason tekst á loft í túlkun sinni og hefur aldrei verið betri. Gunnar Eyjólfsson er yndislegur sem gamli herlæknirinn. Amar Jónsson leikur undirofurstann af sérstöku öryggi og Hilmir Snær Guðnason skapar einstaklega heilsteypta mynd af höf- uðsmanninum. Baltasar Kormákur er traustur og jafn í hlutverki bróð- urins en það vantar eitthvað upp á til að hann nái hinum rétta tóni. Randver Þorláksson, Stefán Jóns- son, Guðrún Þ. Stephensen og Sig- urður Siguijónsson fara vel með minni hlutverk sem fulltrúar hers og alþýðu. Sá eini sem veldur veru- legum vonbrigðum er Ingvar E. Sig- urðsson. Persónan verður ekki lif- andi og greinilegt að Ingvar finnur sig ekki í hlutverkinu. Raddbeitingin er of keimlík og hjá persónu sem Ingvar skóp með glans í fyrra, en á ekki við í þessu samhengi. Deilt hefur verið um réttmæti óhefðbundinna uppfærslna í sam- bandi við fyrri uppfærslur Litheygj- anna.Að sjálfsögðu á hefðin sem hefur byggst upp af vinnu ötulla listamanna í tímans rás rétt á sér sem grundvöllur nútíma leikhúss. En það þarf líka að horfa fram á við. Ef þeir sem sýninguna skapa eru sannir listamenn sem hafa eitt- hvað nýtt fram að færa er sjálfsagt að gefa þeim fijálsar hendur. Upp- færsla þessi er frábært afrek, ein- stæð sýning sem varpar nýju ljósi á eitt mesta listaverk leikbókmennt- anna en er á sama tíma höfundinum trú í að koma áhorfendum í skilning um tilgangsleysi lífs þeirra í von um að þeir sjái að sér og finni því nýjan og betri farveg. Sveinn Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.