Morgunblaðið - 20.09.1997, Side 44

Morgunblaðið - 20.09.1997, Side 44
44 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ A Jóhann Hjartarson Jón Viktor Gunnarsson Jón Garðar Viðarsson Jóhannmeð pálmann í höndunum SKAK Alþýöuhúsið á Akurcyri, 9. — 20. scpt. SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR Jóhann Hjartarson hefur vinn- ings forskot á Hannes Hlífar Stef- ánsson þegar aðeins á eftir að tefla tvær umferðir. ALLAR líkur eru á því að Jóhann hreppi sinn fimmta ís- landsmeistaratitil, en Hannes missi einu sinni enn af lestinni. í tíundu umferðinni í gærkvöldi átti Jóhann að tefla við Jón Garðar Viðarsson, en Hannes við Braga Þorfinnsson. í síðustu umferðinni sem hefst kl. 14 í dag mætir Jóhann Þorsteini Þor- steinssyni, en Hannes teflir við Gylfa Þórhallsson. Bæði Jón Viktor Gunnarsson og Jón Garðar Viðarsson hafa tryggt sér áfanga að alþjóðleg- um meistaratitli, þótt mótinu sé ekki lokið. Þráinn Guðmunds- son, yfirdómari mótsins, stað- festi þetta í samtali við skák- þáttinn í gær. Að sögn hans dugir að hafa náð tilskildum árangri í fyrstu níu umferðum móts. Það skiptir því ekki máli hvemig lokaskákum þeirra lykt- ar. Jón Garðar er að ná sínum öðrum áfanga og á nú aðeins einn eftir. Það er skemmtilegt fyrir hann að ná þessum ár- angri á Akureyri þar sem hann er fæddur og uppalinn. Þess verður vart langt að bíða að Jón Garðar nái þriðja og síðasta áfanganum, enda er hann orðinn með okkar ötulustu skák- meisturum. Jón Viktor er aðeins 17 ára og í geysilega hraðri framför. Þetta er fyrsti áfangi hans. Það munaði langmestu um óvæntan sigur á Hannesi Hlífari í áttundu umferð. Sú skák ræður líklega úrslitum á mótinu. Sigur Jóns Viktors var fyllilega verðskuld- aður. Hann byggði skákina mjög vel upp og réðst síðan til atlögu gegn kóngi Hannesar sem strandaði á miðborðinu.: Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Hannes Hlífar Stefáns- son Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rc6 6. Bg5 - e6 7. Dd2 - a6 8. 0-0-0 - h6 9. Be3 - Be7 10. f3 - Rxd4 11. Bxd4 - b5 12. Kbl - Hb8 13. g4 - b4 14. Re2 - e5 15. Ba7 - Hb7 16. Be3 - Be6 17. Rcl - Da5 18. h4 Það er í tísku að tefla á þenn- an hátt á svart, en það er galli á herfræðinni að kóngurinn verður að vera á miðborðinu. Það væri of hættulegt að hróka á kóngsvæng þar sem hvítur stendur grár fyrir járnum til sóknar. Nú virðist gætilegast að leika 18. - Rd7, en Hannes reynir að ná frumkvæðinu: 18. - d5? 19. Rb3 - Da4 20. Bc5! - Hc7 21. Bxe7 - Kxe7 22. Bh3 Þetta virðist betra en 22. g5 - hxg5 23. exd5 - Bxd5 24. hxg5 - Hxhl 25. gxf6+ - gxf6 26. Dxd5 - Dd7! og svartur sleppur út í endatafl. 22. - d4 23. g5 - Rh5 24. Bxe6 - Kxe6 Svarti kóngurinn er vægast sagt hættulega staðsettur á mið- borðinu. Jón Viktor ræðst strax til atlögu, en einnig kom vel til greina að skjóta inn 25. gxh6 - Hxh6 26. Hhgl með yfirburða- stöðu á hvítt. 25. f4!? - Rxf4 26. Rxd4+ - exd4 27. Dxf4 - Da5? Svartur varð að leika 27. - Dxc2+ 28. Kal - Dc5! E.t.v. hefur Hannesi yfirsést að þá nær svartur að verjast eftir 29. Hcl - Dd6! Svartur á þá möguleika á að verjast, en nú tapar hann strax: 28. Hxd4 - De5 29. Dg4+ - Ke7 30. Hd5 og svartur gafst upp, því hvíta stórskotaliðið er komið í návígi við svarta kóng- inn. Hannes komst síðan ekkert áfram gegn Jóhanni í níundu umferðinni og nú getur aðeins kraftaverk fært honum íslands- meistaratitilinn. Margeir Pétursson SKAKÞiNG ISLANDS Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn Röð: 1 Rúnar Sigurpálsson 2.275 0 0 0 14 1 0 0 0 0 114 10.-11 2 Jón Viktor Gunnarsson 2315 1 0 ’/i 1 1 1 ’/» Vz 1 6’/2 3.-4. 3 Jóhann Hjartarson 2605 1 1 Vi 1 1 ’/2 1 1 1 8 1. 4 Bragi Þorfinnsson 2.215 1 ’/a V2 1 ’/» 1 0 0 0 41/2 6.-7. 5 Gylfi Þórhallsson 2.330 Ví 0 0 0 14 0 Vi 0 0 114 10.-11 6 Askell öm Kárason 2.305 0 0 0 ’/ó 0 0 0 0 0 14 12. 7 Hannes Hllfar Stefánss. 2.545 1 0 ’/í 1 1j 1 1 ’/2 1 7 2. 8 Jón Garðar Viðarsson 2380 1 Vi ’/j 1 0 II 0 1 1 6 5. 9 Þorsteinn Þorsteinsson 2.305 1 0 1 1 0 0 1 ’A 4’/2 6.-7. 10 Þröstur Þórhallsson 2.510 0 1 'A 1 0 1 1 j@ 1 1 6’/2 3.-4. 11 Amar Þorsteinsson 2.285 'A 0 1 1 1 ’/l 0 0 0 4 8 12 Sævar Bjarnason 2.265 1 0 0 1 1 0 0 ’/2 0 3’/2 9. IDAG SKÁK Unisjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp í einvígi Hollendinganna Loek Van Wely (2.655) og Jeroen Piket (2.630) sem nú stendur yfir í Mónakó. Van Wely hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu. 39. Rxf5! (Nú hrynur svarta staðan, því 39. — Hxf5 gengur ekki vegna 40. Hd5. Svartur reyndi:) 39. - h4 40. Hd5 - Dc7 (40. - hxg3+ 41. Hxg3! - Dc7 42. Rd6! var engu betra) 41. De3 - Hf6 42. Kgl — hxg3 43. Rxg3 og svartur gafst upp. Tefldar verða átta skákir í einvíginu. Þegar sex höfðu verið tefldar hafði Van Wely hlotið 3 ’/» v. en Piket 2 'A v. Síðasta umferðin á Skákþingi íslands hefst í dag kl. 14 í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Atskákmót Reykjavíkur fer fram um helgina í fé- lagsheimili TR, Faxafeni 12. Teflt er frá kl. 14 bæði laugardag og sunnudag. Umhugsunartíminn er hálf klukkustund á skákina. Verðlaun: 12 þús., 8 þús. og 5 þús. Með morgunkaffinu Ást er... ... þegar þig dreymir hann hvað eftir annað. TM Reg U.S. Pat. Ofl. — nght* rworveð (c) 1997 Los Angetes Times Syndeate JÆJA, ég hef ekki tíma til að silja hér lengur og slúðra. Ég ætla að halda áfram í tölvu- leiknum. COSPER Hvað í ósköpunun varð af gullfiskinum? VELVAKANDI Svarar í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Verri þjón- usta við einkavæðingu NÝLEGA var fyrir- komulagi um póstflutn- inga frá Reykjavík til póststöðva í V-Skafta- fellssýslu breytt þannig að áður náði miðviku- dagsblað Morgunblaðs- ins að komast samdæg- urs að Klaustri og var borið út til kaupenda sama dag. En nú er það ekki lengur borið til kaupenda fyrr en á fimmtudegi. Sömuleiðis kom föstudagsblað Mbl. til kaupenda á útgáfu- degi en nú er það ekki flutt til kaupenda fyrr en á mánudag. Þetta er algerlega óviðunandi. Póstþjónustan virðist því hafa versnað við einkavæðinguna. Siggeir Björnsson, Holti á Siðu. Tapað/fundið Veski tapaðist PENINGAVESKI merkt Start tapaðist á leið frá Kóngsbakka nið- ur í Breiðholtskirkju miðvikudaginn 17. sept. síðdegis. Þeir sem hafa orðið varir við veskið hafi samband við Önnu í síma 557-5312. Fundarlaun. Leðurjakki í óskilum SVARTUR herraleður- jakki er í óskilum á augnlæknastofunni í Mjódd við Álfabakka. Uppl. í síma 587-2344. Gleraugu í óskilum GLERAUGU, tvískipt, fundust í Síðumúla 11, laugardaginn 13. sept. Uppl. í síma 551-1713. Myndavél týndist MYNDAVÉL tapaðist frá Hellu og inn að Landmannalaugum 27. ágúst. Þeir sem hafa orðið varir við mynda- vélina vinsamlega hafi samband í síma 567- 3305 eða 568-6804. GSM-sími týndist DANCALL, GSM-sími í leðurhulstri týndist í Austurstræti mánudag- inn 15. sept. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Ingu síma 898-8022. Dýrahald Læða í óskilum ÞRÍLIT læða, brún, svört og hvít, er í óskil- um á Njálsgötu. Uppl. hjá Báru í síma 567-1330. Síamskisa týnd í Garðabæ SÍAMSHÖGNI, svart- ur/drapplitaður, með bláa ól með tveimur bjöllum og hylki með nafni hans í (Gústi), hvarf frá Hnoðraholti í Garðabæ laugardaginn 13. september. Þeir sem búa í hverfinu eru beðn- ir að líta eftir honum og láta vita í síma 565-8081 eða 565- 6680. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Ólafsvallakirkju, Skeiðum, af sr. Axel Ámasyni Svala Sigurgeirsdóttir og Jökull Helgason. Synir þeirra eru ísak og Sölvi Snær. Heimili þeirra er á Osabakka II, Skeiðum. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI er gamall aðdáandi Stuðmanna og sótti gjaman Stuðmannaböll á menntaskólaárum sínum. Þegar hann sá síðan auglýst að hljómsveitin góða léki fyrir dansi á Hótel íslandi um síðustu helgi ákvað hann að bregða undir sig betri fætinum, þótt hann sé annars hættur að stunda Hótel ísland og aðra „skemmtistaði". Skemmst er frá því að segja að Stuðmenn stóðu sig ágætlega og skemmtilegt var að Valgeir Guðjóns- son skyldi koma fram með gömlum félögum sínum. Víkveiji hefur því ekkert upp á Stuðmenn að klaga. Hins var frammistaða forráðamanna og starfsfólks Hótels íslands afleit. Gestum virtist hleypt endalaust inn á ballið, þannig að undir lokin var stemmningin á dansgólfínu eins og innihald sardínudósar væri að reyna að dansa eftir grammófóni. EKKI tók betra við þegar átti að sækja yfirhafnirnar í lok dansleiksins. Fatahengið á Hótel íslandi er lítið, plássið fyrir framan það takmarkað, starfsfólkið innan við borðið fremur seinvirkt og síð- ast en ekki sízt gerðu aðrir starfs- menn hótelsins enga tilraun til að hafa stjórn á manngrúanum, sem streymdi upp úr danssalnum og í fatahengið. Áður en Víkveiji vissi af var hann í miðri iðandi kös af fólki, sem barðist við að ná í fötin sín og beitti til þess öllum ráðum. Ekki þurfti að hafa fyrir því að standa í fætur í kösinni, því menn bárust sjálfkrafa með fjöldanum. Sem betur fer er Víkvetji fremur heilsuhraustur og í sæmilegu formi og komst því óskaddaður frá ósköp- unum. Sama verður þó ekki sagt um sparifötin hans, sem litu út nókkurn veginn eins og Víkveiji hefði orðið undir tólf trylltum hest- um í anddyri lúxushótels í Reykja- vík. Víkverji er að velta fyrir sér að senda Hótel íslandi reikninginn fyrir hreinsun og viðgerð. xxx ÉGRÆÐGIN réð augljóslega ferðinni hjá Hótel íslandi þetta kvöld, fremur en að reyna að tryggja að gestir skemmtu sér á „skemmtistaðnum". Ef svona mörgu fólki er á annað borð hleypt inn á skemmtistað hlýtur að þurfa að hugsa fyrir fleiri útgönguleiðum, fleiri og stærri fatageymslum og meira skipulagi á hlutunum. En Víkverji þarf varla að hafa áhyggj- ur af skipan þessara mála á Hótel íslandi, því að hann ætlar ekki þangað aftur ótilneyddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.