Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR - 'r; ■ Æ éá&P; f í 1» ■ • ■ ■«■. .Ífei ■H|?- Morgunblaðið/Golli Rólað á Djúpavogi BÖRNIN á Djúpavogi eru dugleg að leika sér úti þó að það sé hálf kalt. Snjór er kominn í miðjar hlíð- ar fjallanna í kring og þess vegna er tímabært að taka fram vetrarúlpur og vettlinga. □ ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Mikið af sjóbleikju í Gufudal og Skálmardal MIKIL og góð sjóbleikjuveiði hefur verið í ám á Barðaströnd í sumar, sérstaklega var ágústmánuður góð- ur. Bestu árnar á þessum slóðum eru Skálmardalsá og Gufudalsá og þar voru þriggja daga holl að fá allt að 150 bleikjur á þtjár stangir. Pétur Pétursson, einn landeigenda við Gufudalsá og Skálmardalsá, sagði í samtali við blaðið að veiði væri lok- ið í ánum, veitt hefði verið fram und- ir 10. september. „Ég er ekki kominn með lokatölur, en hef heyrt að hóp- arnir hafi margir verið „mjög ánægð- ir“, eins og sagt var. Algengt var að hollin væru að fá 100 til 150 fiska. Stærstu höggin féllu í Gufudalnum, en veiðin eryfirleitt jafnari í Skálmar- dalsá,“ sagði Pétur. Bleikjan á þess- um slóðum er yfirleitt 1-2 pund, en fiskar allt að 4-5 pund hafa verið í aflanum af og til. Fleiri laxar úr Miðá Nokkuð af laxi virðist hafa geng- ið í Miðá í Dölum síðustu daga. Á fáum dögum fór heildaraflinn úr 12 löxum í 30 og hafa nokkrir stórir verið í aflanum, 12-15 punda. Á föstudaginn veiddist t.a.m. 14 punda lúsugur hængur og menn sem þá voru í ánni fengu sex laxa, þar af fjóra stóra bolta. Laxinn veiðist mest í Skarðafljóti og Grafarhyl og sá stærsti í sumar var 16,5 punda úr Selfossi. í veiðibók Miðár voru 320 bleikjur um helgina, en Lúðvík Gissurarson leigutaki árinnar sagðist hafa vitn- eskju um talsverða bleikjuveiði sem aldrei fór í bókina. Bleikjan er dreifð um alla á og er mest 1-2 pund. Stærsta bleikjan var 5 punda og veiddist fyrir fáum dögum á Birgis- eyrum. Vatnsdalsá nálægt 800 löxum „Veiðinni er að ljúka núna og mér sýnist að hún gæti vel náð 800 löx- um. Tilfellið er að septemberveiðin var miklu betri en við bjuggumst við. Það er enn fiskur að ganga og veðrið hefur verið gott. Hópur sem var fyrir stuttu í einn og hálfan dag fékk t.d. 8 físka og tveir af þeim voru nýgengnir," sagði Pétur Pét- ursson, leigutaki Vatnsdalsár, í sam- tali við blaðið í gær. Nær öllum veiddum laxi í ánni í sumar var sleppt aftur lifandi. Sigmund í sumarfrí SIGMUND Jóhannsson teikn- ari er farinn í sumarfrí og munu skopmyndir hans ekki birtast næsta mánuðinn. í b^kíhU Stein / Bock / Harnick Sýningar byrjaðar á ný Fyrstu sýningar haustsins 26. og 27. september - 3. og 4. október !------------------------------ Kortagestir Þjóðleikhússins: Munið afsláttinn á fyrstu fjóru sýningunum ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími: 551 1200 Ung Nordisk Musik-hátíðin Himnasending’ fyrir ung, ís- lensk tónskáld ARLEG tónlistarhá- tíð ungra nor- rænna tónskálda og flytjenda, sem samtök- in Ung Nordisk Musik gangast fyrir, hefst í Reykjavík á morgun og stendur til 27. september. 35 tónskáld taka þátt í hátíðinni að þessu sinni, öll 30 ára og yngri. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinn- ar er Tryggvi M. Baldvins- son tónskáld. - Hvað er Ung Nordisk Musik og hvert er mark- mið hátíðarinnar? „Ung Nordisk Musik, UNM, er samtök tónskálda og flytjenda á Norðurlönd- unum, 30 ára og yngri. Samtökin voru stofnuð 1946 af nemendum tónlist- arháskólanna í Kaup- mannahöfn og Málmey og var fyrsta hátíðin haldin í síðamefndu borginni sama ár. Hátíðin hefur alla tíð verið vettvangur fyrir ung tónskáld, sem annaðhvort em langt komin í námi eða búin að ljúka námi, til að kynna sína tónlist en um leið hefur ungum flytjendum gefist tækifæri til að láta ljós sitt skína. Starf UNM snýst svo til ein- göngu um hátíðina enda er hún afar kostnaðarsöm, þar sem sam- tökin borga allar ferðir og uppihald þátttakenda. Þau hafa því einfald- lega ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að sinna öðrum hlutum. Helstu styrktaraðilar þessarar hátíðar eru NOMUS, íslenska ríkið, Reykjavík- urborg og Ríkisútvarpið.“ - Hvenær tóku íslendingar fyrst þátt í hátíðinni? „íslendingar tóku fyrst þátt í hátíðinni árið 1974, þegar hún var haldin í Piteá í Svíþjóð, en hátíðin var fyrst haldin hér á landi þremur árum síðar. Síðan hefur hún verið haldin hér á fímm ára fresti.“ - Hvaða þýðingu hefur hátíðin haft fyrir íslensk tónskáld? „Hátíðin hefur verið algjör himnasending fyrir ung, íslensk tónskáld enda eiga þau litla mögu- leika á að koma verkum sínum á framfæri - fá að heyra þau leik- in. Á Norðurlöndunum hafa sprottið upp kammerhópar í tengslum við tónlistarháskólana sem hafa spilað mikið af þessari tónlist og fyrir vikið er alltaf að verða sjaldgæfara að verk eftir starfsbræður okkar á Norðurlönd- unum séu frumflutt á UNM-hátíð- inni. íslensku verkin, sem teflt er fram á hátíðinni, hafa aftur á móti nær undantekningarlaust ekki verið flutt áður.“ --------- - Hvernig er staðið að vali á verkum sem flutt eru á hátíðinni? „Það eru dómnefndir _____ sem velja sjö verk frá hveiju landi, en jafnréttið innan UNM er algjört. Að vísu höfum við íslendingar yfirleitt ekki þurft á dómnefnd að halda enda er fram- boð á tónverkum töluvert minna hér en á Norðurlöndunum, sérstak- lega Sviþjóð. Yið höfum því látið duga að fá tvö „uppkomin" tón- skáld til að lesa verkin yfír. Ég tel hins vegar að það sé okkur íslend- ingum ekki til tekna að senda svona mörg verk á hátíðina hveiju sinni og hef því í hyggju að stinga upp á því á næstunni að Svíum verði boðið að senda eitt eða tvö verk til viðbótar á hátíðina á kostn- að okkar.“ - Með hvaða sniði verður hátíð- in í Reykjavík? Tryggvi M. Baldvinsson ►Tryggvi M. Baldvinsson fædd- ist í Reykjavík árið 1965. Hann lauk prófi frá tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1987 og prófi i tónfræðum og tónsmíðum frá Konservatorinu í Vínarborg 1992 undir leiðsögn Reinholds Portisch. Síðan hefur hann starfað sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík, ásamt því að stunda tónsmíðar. Þá er hann stjórnandi Lúðra- sveitar Verkalýðsins og formað- ur UNM á Islandi. Tryggvi er kvæntur Vilborgu R. Einars- dóttur og eiga þau þrjá syni, Sveinbjörn Júlíus, Einar Sverri og Baldvin Ingvar. ítalskt tónskáld heiðursgestur „Hún verður með mjög hefð- bundnu UNM-sniði. Tónleikar verða haldnir öll kvöld þar sem verk tónskáldanna, sem þátt taka í hátíðinni, verða flutt af mörgum valinkunnum íslenskum og erlend- um hljóðfæraleikurum sem og nemendum Tónlistarskólans í Reykjavík. Heiðursgestur hátíð- arinnar verður ítalska tónskáldið Luca Francesconi og mun Sinfón- íuhljómsveit Islands leika verk hans, Trama, fyrir saxófón og hljómsveit á tónleikum 25. sept- ember. Einleikari verður hollenski saxófónleikarinn Arno Bomekamp. Mun Ríkisútvarpið hljóðrita alla tónleikana og verður þeim útvarp- að um Norðurlönd á næsta ári. Hátíðin verður einnig vettvang- ur fróðleiks en Francesconi mun halda nokkra fyrirlestra um verk sín, auk þess sem kvikmynd Hilm- ars Oddssonar, Tár úr steini, verð- ur sýnd. Einnig verða starfræktir fjórir umræðuhópar þar sem tónskáldin munu ræða verk sín, undir leiðsögn valinkunnra _________ íslenskra tónskálda. Þá er gaman að geta þess að erlendu þátttakendurnir óskuðu eftir því að fá einn frídag til að kynna sér íslenska náttúru og lokatónleikarnir verða í Hvera- gerðiskirkju." Síðan er mér ljúft og skylt að minnast á þátt Tónlistarskólans í Reykjavík sem verður undirlagður alla daga hátíðarinnar. Við höfum notið fádæma góðvildar þar á bæ en öll almenn kennsla mun liggja niðri þessa daga, að tillögu Hall- dórs Haraldssonar skólastjóra. Ekki verður þó um frí að ræða því skyldumæting er fyrir alla nemendur kennara- og tónfræða- deildar á alla fyrirlestra og tón- leika og aðrir nemendur skólans fá frían aðgang að hinu sama.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.