Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.09.1997, Blaðsíða 41
T MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 41 i 1 I i 3 < I * < I i í i é i i i i 1 < ( ( < ( ( i < ( i FRÉTTIR Samningnr um um- sýslu sveinsprófa MÉNNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur undirritað samkomulag við Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins um að Fræðslumiðstöðin taki að sér umsýslu sveinsprófa og eftirlit með námssamningum í rafiðngreinum. Samkomulagið er hið fyrsta sinnar tegundar og er liður í að færa fræðsluverkefni í starfsnámi nær vettvangi og um leið gera aðilum atvinnulífs kleift að koma með skil- virkari hætti að framkvæmd starfs- menntunar á framhaldsskólastigi. í frétt frá menntamálaráðuneyt- inu segir að samkomulagi byggist á heimild í reglugerðum um sveins- próf og námssamninga og feli í sér að Fræðslumiðstöð rafiðnaðarins annast framkvæmd sveinsprófa í rafiðngreinum, kynni skipulag þeirra og innritar í prófin. Fræðslu- miðstöðin skal kaupa og sjá um viðhald á prófbanka vegna sveins- prófanna og sér sveinsprófsnefnd- um fyrir vinnuaðstöðu. Sveins- prófsnefndir í rafiðngreinum bera engu að síður ábyrgð á að semja prófin og dæma þau. Samkomulagið felur ennfremur það í sér að Fræðslumiðstöðin tek- ur að sér eftirlit með gerð og fram- kvæmd námssamninga í rafiðn- greinum og tekur að sér að útvega nemum starfsþjálfunarpláss þegar svo ber undir. Hér er um tilraun að ræða og mun menntamálaráðherra skipa sérstakan eftirlits- og vinnuhóp til þess að fylgjast með framkvæmd samningsins og skal hann skila skýrslu til ráðherra einu sinni á ári. í undirbúningi er að hefja við- ræður við fleiri fræðslumiðstöðvar um sams konar verkaskiptingu en hjá þeim hefur komið fram áhugi á að takast á við þetta verkefni. Öryggismál Evrópu í kjölfar kalda stríðsins ÖRYGGISMAL Evrópu í kjölfar kaida stríðsins; þróun mála nú og yfirsýn til framtíðar heitir erindi sem Andrei V. Kozyrev, fyrrverandi ut- anríkisráðherra Rússlands og þing- maður Múrmansk á rússneska þing- inu, flytur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Sunnusal Hótels Sögu mánudaginn 22. sept- ember nk. kl. 17. „Kozyrev, sem var mjög áhrifa- mikill ráðherra, átti mjög stóran þátt í því að móta stefnu rússneska lýðveidisins gagnvart Bandaríkjun- umm og afstöðu Rússa til örygg- mála Evrópu. Hann er mjög virtur stjórnmálamaður í Rússlandi og á alþjóðlegum vettvangi. Eins og menn vita þá er Múr- mansk mjög mikilvægt hagsmuna- svæði fyrir íslenskan sjávarútveg og þjónustugreinar fiskvinnslu og út- gerðar. Það er kærkomið fyrir ís- lendinga að fá tækifæri til að kynn- ast Kozyrev og sjónarmiðum hans í utanríkismálum Rússlands. Kozyrev, sem er fæddur árið 1951 í Brussel, lauk háskólanámi í al- þjóðamálum frá Institute of Foreign Relations í Moskvu árið 1974 og er með doktorsgráðu í mannkynssögu. Sama ár var hann ráðinn í utanríkis- þjónustu Sovétríkjanna. Þar gegndi hann ýmsum mikilvægum störfum og var um tíma framkvæmdastjóri þeirrar deildar sem fór með málefni alþjóðastofnana. Hann var skipaður utanríkisráð- herra rússneska lýðveldisins árið 1990 og gegndi því starfi fram til 1996. Hefur enginn annar setið jafn lengi í ríkisstjórn Jeltsíns. Meðan hann gegndi utanríkisráðherrastarf- inu fór hann fyrir fjölda sendinefnda Rússlands á alþjóðafundi og tók virk- an þátt í öllum mikilvægum samn- ingaviðræðum á alþjóðavettvangi. Kosyrev var fyrst kosinn á þing árið 1994 og endurkjörinn í þing- kosningum sem fram fóru 1995. Hann situr m.a. í þingnefnd sem flallar um vandamál á norðurhjara. Kosyrev er mjög virkur í öryggis- og utanríkismálum rússnesku Dúm- unnar. Hann hefur skrifað bók sem á ensku heitir „Transfiguration". Auk þess liggur eftir hann fjölda greina svo sem um afvopnunarmál, málefni SÞ og alþjóðamál. Eiginkona Kozyrevs, Elena, verður með í heim- sókninni, en hún starfaði í nokkur ár í sendiráði landsins í Reykjavík. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs, auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þróun öryggis- og utanríkis- mála,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum um vestræna samvinnu. Meiri bandbreidd til Ameríku og lægra verð Vörusýning í Perlunni á vegum Við- skiptanetsins VÖRUSÝNINGIN Nútíma vöru- skipti verður haldin á vegum Við- skiptanetsins í Perlunni nú um helg- ina. Viðskiptaráðherra opnar sýn- inguna kl. 11 í dag, laugardag, og er sýningin opin til kl. 18 bæði í dag og á morgun. Sýningunni er ætlað að efla við- skiptatengsl milli aðildarfyrirtækja Viðskiptanetsins og kynna almenn- ingi og forráðamönnum annarra fyrirtækja vörur og þjónustu þess og hvernig nútíma vöruskipti eiga sér stað. Aðildarfyrirtæki Viðskiptanetsins eru nú um 700 úr flestum greinum atvinnulífsins og munu hátt í 50 þeirra taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, ýmist á inni- eða útisvæði Perlunnar. Þeirra á meðal eru vélaverkstæði, gallerí, verslanir, fataframleiðendur, veitingahús, gullsmiðir, tölvufyrirtæki, útgefend- ur, innflytjendur húsgagna, gólf- efna, véla ogtækja, verktakar, skól- ar, heilsulind, listamenn o.fl. Tískusýningar verða bæði á laug- ardag og sunnudag kl. 14 og 16 á vegum Artemis, Herra Hafnarfjarð- ar og Kakí auk Kápusölunnar og Model Magasín. Dísella annast förð- un og Heiðar Jónsson kynnir á tísku- sýningunum. Aðgangur er ókeypis á sýninguna og eru allir velkomnir. Hvetja til þátt- töku í barna- starfi kirkjunnar BARNASTARF kirkjunnar í Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi og Kópavogi hefst næstkomandi sunnudag, 21. september, kl. 11. í fréttatilkynningu frá ofantöld- um kirkjusóknum segir: „Hvert haust kallar kirkjan til barnastarfs. Þar fer fram fræðsla í formi verk- efna sem börnin fá og í gegnum söngvana sem þau læra. Bænir eru beðnar fyrir og með börnunum. Gleðin sem okkur var uppálagt að væri eðlilegur hluti trúarlífsins er í fyrirrúmi í starfi meðal barnanna og reynt er að höfða til getu þeirra og áhuga. í mörgum kirkjum eru svo starfandi bamakórar og jafnvel foreldrafélög sem tengjast barna- starfinu á ýmsan hátt. Allt kemur þetta til með að eignast rúm í huga barnanna okkar cg verða þeim til uppbyggingar og góðs þegar fram líða stundir. Látum þau ekki fara á mis við uppfræðslu og starf kirkj- unnar. Hvetjum þau til þátttöku í barnastarfinu eða komum með þeim til kirkjunnar til að taka sjálf þátt í starfinu með þeim.“ Vígsla í Dóm- kirkjunni BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, vigir á morgun, sunnu- daginn 21. september, einn prest og einn djákna við hátíðarguðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Hefst messan ki. 10.30 árdegis. Vígsluþegamir em Anna Sigríður Pálsdóttir, cand. theol., sem vigist sem aðstoðarprestur í Grafarvogs- prestakalli Reykjavíkurprófasts- dæmis eystra og Halldór Elías Guð- mundsson sem vígist til djáknaþjón- ustu hjá Æskulýðssambandi kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Vigsluvottar eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, lýsir hann einnig vígslu, Ragnheiður Sverris- dóttir, djákni, og sr. Vigfús Þór Árnason. Ásamt biskupi annast sr. Hjalti Guðmundsson, dómkirkju- prestur, altarisþjónustu. Organistar eru Marteinn H. Friðriksson og Hörður Bragason. Söng annast Dómkórinn og kór Grafarvogs- kirkju. Málþing um umferðar- fræðslu HVERNIG er hægt að auka og efla umferðarfræðslu í skólum? Leitast verður við að svara þeirri spurningu á málþingi Umferðarráðs um um- ferðarfræðslu í grunnskólum sem haldið verður á Grand Hótel Reykja- vík þriðjudaginn 23. september nk. „Sem kunnugt er voru málefni grannskóla flutt frá ríki til sveitar- félaga á síðasta ári og því ástæða til að endurskipuleggja ýmislegt sem tengist starfi grunnskólanna að umferðaröryggismálum. Um- ferðarráð hyggst efla mjög umferð- arfræðslu í skólum á næstu árum og er þetta málþing einn liður í því, segir í fréttatilkynningu frá Umferðarráði. UM þessar mundir hefst umfangs- mikið vetrarstarf safnaðanna í öllum kirkjum prófastdæmisins. í tilefni af því verður kvöldmessa í Hallgríms- kirkju nk. sunnudag, 21. september, kl. 20. Öllum þeim sem á einn eða annan veg starfa við kirkjulegt starf í prófastsdæminu er sérstaklega boð- ið til þessara kvöldmessu. Þá er ýmsum gestum sérstaklega boðið svo sem biskupi Islands, kirkjumálaráð- herra, borgarstjóra, borgarfulltrúum, bæjarstjóra og bæjarstjórn Seltjam- amess o.fl. Sr. Karl Sigurbjörnsson mun prédika en auk hans munu þjóna Meðal fyrirlesara er Torgeir Tande, fræðslustjóri Trygg Trafikk, sem eru systursamtök Umferðar- ráðs í Noregi, en hann mun fjalla um umferðarfræðslu í skólum þar. Málþingið hefst kl. 12.50 og stendur til kl. 17. Það er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu, á meðan húsrúm leyfir. Áhugasamir era vinsamlegast beðnir um að til- kynna þátttöku til Umferðarráðs fyrir 22. september. Keppt í sumo- glímu ÁRMANN Judo Gym og skemmti- staðurinn Tunglið standa nú fyrir íslandsmeistaramóti í sumo-glímu í fyrsta sinn á íslandi. Mótstjóri verð- ur Andrés Guðmundsson og verður keppt í yfír og undir 100 kg flokkum. Keppnin verður haldin á Tunglinu þann 26. september nk. og hefst keppni kl. 23. Æfing keppenda verður á sama stað kl. 16 sama dag. Skráning keppenda er hjá Ár- mann Judo Gym og sjá þeir um alla umgjörð keppninnar. Fyrstu verðlaun í keppninni verð- ur 7_ daga ferð til Flórída með Úr- val-Útsýn. Síðasti áfangi Reykjavegarins TÍUNDI og síðasti áfangi raðgöngu Ferðafélags íslands og Útivistar um Reykjaveginn, sem hófst á Þingvöll- um í vor, verður sunnudaginn 21. september kl. 10.30. Þetta er stuttur áfangi frá Stóra Sandvík að Reykjanesvita og því gönguferð við flestra hæfí. I lok göngunnar verður boðið upp á kaffi i Reykjanesvita. Miðar eru seldir í rútum en brott- för er frá BSÍ, sunnanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélagið fer einnig í göngu á sunnudaginn kl. 13 á Kerhólakamb Esjunnar og er gengið frá Esjubergi. að messunni sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, sr. Ingileif Malmber og sr. María Ágústsdóttir. Fulltrúar allra starfsgreina í kirkjustarfinu munu lesa ritningargreinar, bænir og aðstoða við þjónustuna að öðru leyti. Árni Arinbjarnar verður org- anisti og Kór Grensáskirkju syng- ur. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og smákökur. í öllum söfnuðum prófastsdæm- isins hefst hefðbundið barnastarf sunnudaginn 21. september. I næstu viku dagana 22.-26. septem- ber verður innritað í fermingar- fræðslu vetrarins. NOTENDUM Internetþjónustu Pósts og síma hefur fjölgað hratt að undanförnu, einkum vegna þess að mjög margir hafa tekið tilboði um samnetstengingu og búnað og alnetsáskrift í einum pakka. Til að mæta þessari aukningu hefur Inter- netþjónusta Pósts og síma tvöfaldað flutningsgetuna á sambandi sínu til Ameríku og er hún núna tvö mega- bit. Meðalbandbreidd sem hver og einn notandi hefur aðgang að er nú hvergi meiri en hjá Internetþjónustu Pósts og síma. Þetta þýður að bið- tími eftir að heimasíður birtist á skjánum er í lágmarki og greiðlegar gengur að ná í skrár á netinu en hingað til hefur þekkst, segir í fréttatilkynningu frá Pýsti og síma. Ennfremur segir: „Á sama tíma er Internetþjónusta Pósts og síma að lækka gjaldskrá fyrir aðgang að DAGUR flogaveikra er í dag, 20. september, og af því tilefni bjóða Landssamtök áhugafólks um floga- veiki (LAUF) félagsmönnum og að- standendum í ferð að Reynisvatni. Farið verður með rútu frá skrifstofu LAUFS og dvalið við veiðar og aðra iðju fram eftir degi. í fréttatilkynningu frá LAUFI segir að samtökin hafi verið stofnuð 1984 og er meginmarkmið þeirra að sinna fræðslu og upplýsingamiðl- un til félagsmanna og almennings um flogaveiki, bæta aðstöðu floga- veikra og styðja rannsóknir á sjúk- dómnum. Á þessu ári hefur LAUF staðið fyrir fjársöfnun til húsnæðiskaupa fyrir starfsemi samtakanna og fyrir átaki í fræðslu- og kynningarmálum. Fram kemur að komið er út á ís- Internetinu með mótaldi miðað við ótakmarkaða notkun. Verðið sem var 1.890 kr. á mánuði er nú aðeins 1.496 kr. og skráningargjald er ekkert. Þeir sem nota Internetið ekki mik- ið vilja e.t.v. frekar fá áskrift sem er tímamæld en hún er hagstæðari ef notkun er minni en nemur 16,5 klst. á mánuði. Þá er áskriftargjald- ið aðeins 374 kr. á mánuði en greiða þarf 1,12 kr. á mínútu fyrir notkun- ina. Skráningargjald í upphafí er 623 kr. Hraðvirkasta tengingin við Inter- netið er í gegn um samnetið. Þeir sem tengjast Internetinu á þann hátt geta valið á milli þess að greiða 2.190 kr. á mánuði fyrir ótakmark- aða notkun eða greiða fast afnota- gjald sem er 1.245 kr. á mánuði og 1,97 kr. fyrir hveija mínútunotkun auk 1.868 kr. skráningargjalds." lensku leikið myndband, sem fjallar um flogaveiki hjá bömum og er unn- ' ið undir stjórn sérfræðinga um floga- veiki. Hefur myndbandið verið þýtt á íslensku af Ólafí Hauki Símon- arsyni og tala leikararnir Hilmir Snær Guðnason, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Stefán Jónsson inn á mynd- ina undir stjóm Guðlaugar Maríu Bjamadóttur. Myndin, sem fengið hefur heitið Fræknar fískifælur á ís- lensku, fjallar um systkini með floga- veiki og vin þeirra, sem fara í veiði- ferð en lenda í ógöngum þegar bát þeirra rekur frá eyðieyju og þau verða strandaglópar án nauðsynlegra lyfja. LAUF hefur skrifstofu á Lauga- vegi 26 í Reykjavík og eru þar veitt- ar upplýsingar og þjónusta, svo sem fjölskyldu- og foreldraráðgjöf, fé-; lagsráðgjöf og sálfræðiþjónusta. Námskeið um fjöl- skyldur fatlaðra Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands mun á næstu fimm vikum bjóða fjölskyldum fatl- aðra upp á námskeið um ýmis atriði sem geta bætt aðstæður þeirra. I fréttatilkynningu frá Endur- menntunarstofnun kemur fram að fjallað verði um réttindi fatl- aðra og fjölskyidur þeirra, þjón- ustukerfið, um samskipti for- eldra og fagfólks. Þá verði vísað í rannsóknir og dæmi um áhrif skyldur og fjölskyldulíf. Áhersla verði lögð á það hvernig styrkja megi og efla fjölskyldur og ein- staklinga til að lifa eðlilegu lífi. Námskeiðið verður haldið fimm miðvikudagskvöld frá 24. september til 22. október klukk- an 20-22 og er námskeiðsgjald 5.200 krónur. Fyrirlesari verður Dóra S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla Islands. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra Yetrarstarf að hefjast Dagur flogaveikra í dag Boðið í ferð að Reynisvatni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.