Morgunblaðið - 20.09.1997, Síða 50

Morgunblaðið - 20.09.1997, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ „ÍNTERNATÍONAL SNAKESHOW" k SV IF) I; • Meðhöndlun á eiturslöngum • Eiturkirtlar Cobru mjólkaðir • Eitraðir mangrófar • Ofl. IJL-HUSINU Hringbraut 121 Opið daglega frá 14-20 Miðaverð í fyrsta skipti í Evrópu Upplýsingar gefur Gula línan sími 5808000 Fullorðnir kr. 700 Ellilífeyrisþegar og námsmenn kr. 600 Börn kr. 500 TILBOÐ FYRIR HÓPA FÓLK í FRÉTTUM Red Skelton látinn * Ottó Geir Borg Dásamleg flölskyldu- mynd Amy og Vllligæsirnar___ ( (FlyAway Home) Fjölskyldumynd^.^^. Framleiðendur: John Veitch, Carol Baum. Leikstjóri: Carrol Ballard. Handritshöfundur: Robert Rodat, Vince McKewin. Kvikmyndataka: Caleb Deschanel. Tónlist: Mark Isham. Aðalhlutverk: Anna Paquin, Jeff Daniels, Dana Delaney, Terry Kinney. 103 mín. Bandaríkin. Skíf- ( an 1997. Útgáfudagnr: 27. ágúst. t Myndin er öllum leyfð. " EFTIR lát móður sinnar flytur Amy til sérviskulegs föður sín, en hann er búsettur í Kanada. Þau ná ekki mjög vel saman og virðist ekkert geta bjargað sam- bandi feðgin- anna. Þegar i varplendi villi- | gæsa er eyðilagt finnur Amy ijöld- ann af eggjum sem hún lætur klekjast út. Gæsimar sjá Amy og telja hana vera móður sína og elta hana út um allt. Þegar gæsimar sýna á sér ferðasnið um vetrarleytið er útlit fyrir að þær muni ekki rata suður á bóginn, en þá þurfa feðgin- in að hjálpa hvort öðru til þess að koma þeim á áfangastaðinn. | Kvikmynd sem fjallar um föður og dóttur sem hjálpa villigæsum að komast suður í heitara loftslag, virðist ekki vera mjög áhugaverð. En undir handleiðslu Carrol Ball- ard, sem á að baki myndir eins og „Black Stallion“ og „Never Cry Wolf“ og frábærrar kvikmyndatöku Caleb Deschanel er Amy og Villi- gæsirnar nánast fullkomin fjöl- skyldumynd. Eini gallinn við hana er að hún reynir stundum of mikið i að vera sæt þegar hún þarf þess ekki. Leikararnir standa sig mjög vel og er Jeff Daniels bestur í hlut- verki föður Amyar. Anna Paquin sýnir ágætis tilþrif í hlutverki Amy- ar, en samt aldrei neinn snilldar- leik. Ferðalagið suður er hápunktur myndarinnar og er það virkilega vel gert. Myndin er spennandi og yngstu áhorfendurnir ættu að skemmta sér konunglega og þeir eldri líka. GRÍNLEIKARINN Red Skelton lést í vikunni eftir langvarandi veikindi 84 ára gamall. Skelton naut hylli fýrir sprell og grín í banda- rísku útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hann lék í 30 kvik- myndum á ferli sínum. Richard Bernard Skel- ton, eins og hann var skírður, ólst upp í sárri fá- tækt í Indiana en strauk að heiman aðeins tíu ára gamall til að freista gæfunnar í skemmtana- iðnaðinum. Han starfaði í sirkus Red Skelton í hlut- verki sínu í mynd- inni „The Clown“. og tók þátt í ferðasýningum áður en hann hóf feril sinn í útvarpi og sjónvarpi. Skelton var þekktastur fyrir að leika „Freddie the Freeloader" í þættinum „Lucy-Des Comedy Hour“ og aðra trúða í sjónvarpi. Hann var þrígiftur og eignaðist tvö börn en sonur hans lést úr hvít- blæði átta ára gamall. Skelton sagði eitt sinn að trúður væri stríðsmaður sem berðist við depurð. Skelton var dáður meðal starfs- bræðra sinna og sagði hinn frægi Milton Berle að heimurinn hefði misst einstakan mann. „Ég og Dol- ores höfum misst kæran vin og uppáhalds trúðinn okkar,“ sagði grínistinn Bob Hope um andlát Skeltons. MYIMDBOND i í Vandaðar vörur á allt að 6o% afslætti í Olísbúðinni Ármúla 7. Líttu inn og gerðu góð kaup. BiBÚfilH Gasljós Gashitarar Gashellur Gasofnar Gönguskór Flíspeysur Hleðslutæki 60% 60% 50% 30% 30% 30% 30% OPIÐ mánudaga - föstudaga 9:00 - 18:00. Laugardag 10:00-16:00. Olís búðin Ármúla 7 • sími 588 3366 • símbréf 588 3367 utsala í Olísbúðinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.