Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 1
104 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 220. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter MYNDATÖKUMENN ítalskrar sjónvarpsstöðvar voru staddir í dóinkirkju heilags Frans frá Assisi þegar þak hennar hrundi í jarð- skjálftum á fóstudag. Fjórir létu lífið undir brakinu, en samtals fórust ellefu manns í hinum óvæntu jarðskjálftum. Skjálftavirkni heldur áfram á Mið-Ítalíu eftir mikið tjón á föstudag Ometanleg kirkju- listaverk eyðileggjast Assisi. Reuter. Hvatt til vopna- hlés í Alsír ÚTLÆGIR leiðtogar Frelsishreyfingar ísl- ams (FIS) í Alsír hvöttu í gær skæruliða róttækra múslima þar í landi til að lýsa yf- ir vopnahléi í borgarastríðinu í landinu, sem mest hefur bitnað á saklausu fólki. Þúsundir almennra borgara í bæjum og sveitum Alsír - karlar, konur og börn - hafa að undanförnu orðið fórnarlömb Iinnulausrar morðöldu öfgamanna úr röð- um múslimskra bókstafstrúarmanna, sem berjast gegn stjórnvöldum. Rabah Kebir, leiðtogi útlagaarms FIS, sem aðsetur hefur í Þýzkalandi, skoraði í yfirlýsingu á „syni hinnar vopnavæddu andspyrnuhreyfingar íslams“ til að „taka pólitísk skref“ til að stöðva blóðsúthelling- arnar. Frelsisher íslams, AIS, sem er vopn- aður armur FIS, lýsti því yfir á miðvikudag að hann myndi heíja vopnahlé 1. október næstkomandi, en með því myndi koma í ljós að það væri annar hópur skæruliða, „Hinn vopnaði flokkur íslams" (GIA), sem bæri ábyrgð á morðum á óbreyttum borg- urum. Loftmengun ekki orsök flugslyss AÐ MINNSTA kosti 28 manna úr áhöfn tveggja flutningaskipa var saknað eftir árekstur þeirra á Malakkasundi milli Súmötru og Malaysíu í gær, en það er ein fjölfarnasta skipaleið heims. Areksturinn varð í mjög slæmu skyggni vegna reyk- makkar frá skógareldum í Indónesíu. Indónesískir embættismenn, sem rannsaka orsök flugslyss á Súmötru, þar sem 234 manns létu lífið er Airbus-þota Garuda- flugfélagsins hrapaði á föstudag, sögðu í gær að loftmengunin væri ekki talin hafa verið meginorsök slyssins. Antara- fréttastofan í Indónesíu greindi frá því að flugmaður þotunnar hefði tilkynnt um lítið skyggni nokkrum mínútum áður en hún hrapaði. Hnattflug í loft- belg reynt aftur STEVE Fossett, 53 ára gamall trygginga- sölumaður frá Chicago, hyggst reyna í þriðja sinn að fljúga umhverfis jörðina í einum rykk. Fyrri tvær tilraunir hans til hnattflugs á loftbelg mistókust. Síðasta til- raunin endaði í janúar sl. þegar eldhuginn varð uppiskroppa með eldsneyti og neydd- ist til að lenda í afskekktu sveitahéraði á Norðvestur-Indlandi, þar sem innfæddir héldu í fyrstu að hann væri apaguð sem sigldi um loftin blá í fljúgandi hofi. Óveður batt enda á fyrstu tilraunina í janúar 1996. Fossett segist ætla að leggja upp í þriðja sinn áleiðis umhverfis jörðina í loftbelg sín- um, The Solo Spirit, annaðhvort í lok des- ember eða byrjun janúar næstkomandi frá St. Louis í Missouri-ríki. VÆGIR jarðskjálftar skóku Mið-Ítalíu í gær- morgun, daginn eftir að tveir sterkir skjálftar ollu dauða 11 manna og miklu tjóni, meðal annars á ómetanlegum listaverkum í dóm- kirkju heilags Frans frá Assisi í fæðingarbæ hans í fjöllum Úmbríu-héraðs. Þúsundir íbúa Assisi, fjallabæjarins sem fæddi af sér heilagan Frans, stofnanda munkareglunnar sem við hann er kennd, eyddu aðfaranótt laugardags í tjöldum, bílum eða hjá ættingjum uppi í sveit, að sögn emb- ættismanna. Þeir sóru þess heit í gær að unna sér ekki hvíldar fyrr en þeim tækist að endur- byggja dómkirkjuna, sem hefur verið mið- punktur bæjarins frá því hún var byggð á 13. öld. Þúsundir manna eyddu nóttinni undir berum himni í Úmbríu og Marehe-héraði, þar sem a.m.k. 27 þorp urðu illa úti, af ótta við að áframhald yrði á skjálftavirkninni. Tveir væg- ir skjálftar urðu með klukkustundar millibili snemma í gærmorgun, en samtals mældust 40 eftirskjálftar eftir að skjálftavirknin hófst á föstudagsmorgun. Tilheyrir heiminum „Við heitum því að kirkjan verði tilbúin árið 2000, þegar nýtt árþúsund kristni hefst. Við endurbyggjum dómku-kjuna,“ sagði Giorgio Bartolini, bæjarstjóri Assisi. „Assisi er bær sem tilheyrir heiminum og þessi arfleifð mun styrkja staðfestu okkar.“ Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, heimsótti Assisi og hét 2,2 milljörðum króna til styrktar enduruppbyggingu á skjálftasvæð- unum. Meðal gersema byggingarlistarinnar Dómkirkja heilags Frans, sem þykir ein af gersemum byggingarlistarinnar, varð fyrii- miklum skemmdum í. seinni jarðskjálftanum sem vai- um 5,6 að styrkleika á Richterskala, og reið yfir skömmu fyrir hádegi að staðar- tíma á föstudag. Hluti þaks kirkjunnar, sem hafði að geyma ómetanlegar freskur, hrundi er um 20 manna hópur var að skoða skemmd- irnar eftir fyrri skjálftann, sem varð snemma um morguninn. Fjórir úr hópnum létu lífið, þar af tveir munkar úr reglu heilags Frans. Veiðikortin stórauka svið veiðistjóra Tíminn hefur unnið með mér JR*r0unl)UiMb VIÐSKIPn MVINNULÍF Nauðsynlegt að byggja nýtt orkuver

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.