Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 21/9 - 27/9 ► NÝ umferðarmannvirki á Vesturlandsvegi hafa ver- ið tekin formlega í notkun. Kostnaður við lokaáfang- ann er 330 milljónir, en heildarkostnaður við verkið er 1,3 milljarðar. 90 þúsund bílar fara um gatnamótin dagiega. BANDARÍSK kona lést i umferðarslysi á mótum Hringbrautar og Laufás- vegar. Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. 68 umferðaróhöpp hafa orð- ið á þessum gatnamótum á siðustu 12 árum. ► TAP á botnfiskvinnslu hefur aukist um helming milli ára. Tapið er núna 9,5% að mati Þjóðhagsstofn- unar. Verst er staðan í frystingu, en einnig er tap á saltfiskverkun. Góð af- koma er hins vegar af loðnubræðslu. Aldrei áður hefur verið eins mikill mun- ur á afkomu einstakra greina sjávarútvegsins, að mati Amars Sigurmunds- sonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. ► ÍSLENDINGAR og Sviss- lendingar skildu jafnir í riðlakeppni Evrópumótsins í handknattleik, 27:27. Lið íslands var undir mestallan leikinn en jafnaði á lokamín- útunni. ► BREIÐSKÍFU Bjarkar Guðmundsdóttur, Homog- enic, hefur verið afar vel tekið um allan heim. Salan á skifunni hefur farið mjög vel af stað og er því spáð að hún eigi eftir að fara í 3.-5. sæti breska breið- skífulistans. Lést í umferðarslysi TÓLF ára drengur lést eftir að hann varð fyrir bíl á Bústaðavegi. Hann var á reiðhjóli á leið í skólann, en var ekki með hjálm. Drengurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og lá á gjörgæsludeild í fjóra daga áður en hann iést. Fjórtán ára drengur liggur einnig þungt hald- inn eftir reiðhjólaslys, en hann var ekki heldur með hjálm. Dómsmálaráðu- neytið hefur gefið út reglugerð sem skyldar öll böm yngri en 14 ára að vera með hjálm á reiðhjóli. Reglugerð- in tekur gildi 1. október nk. Fréttastjóri og framkvæmdastjóri ráðnir til RÚV HELGI H. Jónsson var ráðinn frétta- stjóri Sjónvarpsins. Helgi fékk fjögur atkvæði í útvarpsráði, en Elín Hirst þrjú atkvæði. Útvarpsráð frestaði ítrek- að atkvæðagreiðslu um umsækjendur vegna pólitískra átaka innan ráðsins. Menntamálaráðherra réð Bjama Guð- mundsson framkvæmdastjóra Sjón- varps. Bjarni fékk þijú atkvæði í út- varpsráði en Ásdís Olsen fjögur at- kvæði. Útvarpsstjóri mælti með Bjama í stöðuna. Ásdís og Ingólfur Hannesson íþróttafréttamaður, sem einnig sótti um stöðuna, sendu frá sér yfirlýsingar þar sem segir að pólitík hafi ráðið ferð- inni við ráðninguna. Tvær stúlkur stungnar með hnífi TVÆR stúlkur voru stungnar með hnífí aðfaranótt sunnudags í miðborg Reykjavíkur. Rúmlega fertugur karl- maður var handtekinn gmnaður um verknaðinn. Önnur stúlkan fékk hnífínn í hjartað og var mjög hætt komin. Lífí hennar var bjargað vegna þess hversu fljótt hún komst undir læknishendur. Skýrsla hefur verið tekin af fjölda vitna vegna málsins og ljóst er að maðurinn átti ekki hnífínn sem notaður var til verksins. 234 farast í flugslysi í Indónesíu AIRBUS A-300 þota indónesíska flug- félagsins Gamda fórst á fímmtudag á eynni Súmötru og með henni 234 far- þegar og áhöfn. Vélin var að koma frá höfuðborginni Djakarta og átti um 45 km ófama til borgarinnar Medan, nyrst á Súmötm, er hún hrapaði í skógi vöxnu fjalllendi. Þetta er mannskæð- asta flugslys sem orðið hefur í Indónes- íu. Skyggni í Medan var takmarkað vegna reyks frá skógareldum, en að sögn embættismanna var flugvöllurinn engu að síður opinn og skyggni þar 500-600 metrar. Skömmu síðar var flugvellinum lokað vegna slæms skyggnis. Nánari upplýsingar um or- sakir slyssins höfðu ekki borizt. Flestir farþeganna vom Indónesar en vitað er að um borð var einnig fólk af öðrum þjóðernum. Á föstudag hafði björgun- armönnum tekizt að fínna 212 lík, flest illa brunnin. Óöld í Alsír EINHLIÐA vopnahlésyfírlýsing eins hinna herskáu skæraliðahópa íslam- skra bókstafstrúarmanna í Álsír, sem gefin var út á miðvikudag, kveikti að mati erlendra stjórnarerindreka og fréttaskýrenda veika von um að morð- öldunni í landinu muni linna. Á sama tíma og yfírlýsingin var gefín jörðuðu aðstandendur 85 fómarlömb síðasta fjöldamorðsins, sem íslamskir öfga- menn drýgðu. Hópurinn sem lýsti yfir vopnahléinu, „Frelsisher íslams" (AIS), er aðeins einn af mörgum, og annar hópur skæmliða lýsti yfír ánægju með morðin, sem væm unnin „guði til dýrð- ar“. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem stóð yfir alla vikuna í New York, ræddu utanríkisráðherrar Frakk- lands og Bandaríkjanna, Hubert Vedr- ine og Madeleine Albright, möguleika á sameiginlegum aðgerðum til að stuðla að friði í Alsír. ► TÍU manns að minnsta kosti létu lífið og 20 slösuð- ust er tveir snarpir jarð- sjálftar riðu yfir stórt svæði á Mið-Ítalíu á fimmtudag. Mikið tjón varð af völdum skjálftanna, meðal annars á 13. aldar dómkirkju heilags Frans frá Assisi í heimabæ hans, sem er skammt frá upptökum skjálftans. ►FRIÐARHORFUR á N- Irlandi vænkuðust í vikunni, þegar flokkar mótmælenda og kaþólikka náðu loks sam- komulagi um að hefja alls- herjarviðræður um frið. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, kvaðst staðráðinn í að tryggja að samningar tækjust um framtíð N-írlands ekki síðar en í maí á næsta ári. ► SÉRFRÆÐINGAR hafa varað við víðtæku umhverf- isslysi berist eldurinn sem geisað hefur í rúma viku um skóga og kjarrlendi Ind- ónesiu í mókol sem eru und- ir regnskógum á Borneó. Reykský af völdum eldanna, sem liggur yfir stórum svæðum í SA-Asíu, hefur safnað í sig mengun frá iðn- aði og bifreiðum. ► WLODZIMIERZ Cim- oszewics, forsætisráðherra Póllands, boðaði afsögn sína á fimmtudag í kjölfar kosn- ingaósigurs flokks fyrrver- andi kommúnista, Lýðræð- islega vinstrabandalagsins, sem hann tilheyrir. Forystu- menn kosningabandalags Samstöðu, sem fékk flest atkvæði í kosningunum sl. sunnudag, eru nú í stjórnar- myndunarviðræðum við þriðja stærsta flokkinn, Frelsisbandalagið. FRÉTTIR Yfir 40 íslendingar í flugvirkjanámi ÍSLENSKUM flugvirkjum hefur fjölgað talsvert síðustu árin og em nú yfir 40 íslendingar í flugvirkja- námi, flestir í Bandaríkjunum en einnig nokkrir á Norðurlöndum. í Flugvirkjafélagi íslands em 250 félagar en þeir vom 210-215 fyrir þremur árum. „Það var mjög mikið spurst fyrir um nám hér í sumar, t.d. fékk ég ein ijögur-fimm símtöl á dag í ág- úst,“ sagði Kristín Pálsdóttir, skrif- stofustjóri Flugvirkjafélagsins, í samtali við Morgunblaðið. Hún kvaðst hins vegar ekki vita hversu margir þeirra væru ákveðnir í að hefja nám. Engin kona er í hópi flugvirkja en Kristín kvaðst vona að úr því yrði bætt sem fyrst. Kristín benti á að þegar ekkert atvinnuleysi væri í stéttinni eins og nú háttaði og kjörin væru góð þá ykist jafnan ásókn í námið. Áhuginn minnkaði hins vegar jafnskjótt og illa áraði í fluginu og jafnvel gætu flugslys haft áhrif á áhuga manna. Hún sagði nokkuð hafa verið um uppsagnir árin 1988-1990 þegar þotur Flugleiða vom endurnýjaðar en í þeim var ekki þörf á flugvél- stjórum. Þeir komu þá í land og tóku upp störf í viðhaldsstöð Flug- leiða sem varð til þess að sagt var upp mönnum með minni starfs- reynslu. Síðastliðið vor voru 18 íslending- ar í flugvirkjanámi í Bandaríkjunum en þar sækja menn einkanlega í fjóra til fímm skóla, en sá vinsæl- asti er Spartan School of Aero- nautics í Oklahoma. Nálega 20 manns í viðbót hafa haldið til náms í haust, mjög margir af Suðurnesj- um. Flugvirkjanám tekur tvö ár í Bandaríkjunum en fjögur á Norður- löndum og er skýringin á þessum mismun sú að nánast ekkert frí er gefíð í Bandaríkjunum, aðeins vika kringum jól en námið er sambæri- legt. Námið er ekki hægt að stunda hér á landi og er ekki búist við að breyting verði á því á næstunni. íslenskir flugvirkjar eftirsóttir Kristín Pálsdóttir sagði nokkra fjölgun flugvirkja hafa orðið á síð- ustu misserum, m.a. hjá Flugleiðum með stækkandi flugvélaflota og á liðnu vori hefðu nokkrir verið ráðn- ir til Flugfélags íslands og í kjölfar- ið hefði orðið nokkur hreyfíng á mönnum. Hún sagði íslenska flug- virkja eftirsótta og em að minnsta kosti 12 íslenskir flugvirkjar við störf erlendis en þeir em áfram félagar í Flugvirkjafélaginu. Nokkr- ir starfa hjá Cargolux og nokkrir í Indónesíu og Angóla. I Indónesíu starfa þeir hjá íslendingi sem rekur þar viðhaldsstöð en í Angóla hjá flugfélagi í eigu Frakka en daglega stjóm þess annast íslenskur lög- fræðingur og gegna flugvirkjar þar störfum flugvélstjóra. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson GUÐLAUGUR Sveinsson hitaveitustjóri og Bjarni Jónsson odd- viti Ölfurshrepps fyrir utan nýju dælustöðina. Nýtt dæluhús Hitaveitu Þorlákshafnar A að þola jarð- skjálfta að styrk 7 á Richter Þorlákshöfn. Morgunblaðið. NYTT og glæsilegt dælustöðvahús Hitaveitu Þorlákshafnar að Bakka í Ölfusi var formlega tekið í notkun fyrir skömmu. Húsið er hannað með það í huga að þola jarðskjálfta allt að sjö stigum á Richter. Af þessu tilefni var Hitaveitan með opið hús þar sem gestir gátu skoðað húsið og boðið var upp á veitingar. Guðlaugur Sveinsson hitaveitu- stjóri sagði að húsið væri 162 fm og skiptist það í fjögur eldvarnar- hólf. Hann sagði að húsið væri byggt utan um eldra stöðvarhús og hefði það gert allar framkvæmdir nokkuð erfiðari. Framkvæmdin gekk samt vel og húsið er mjög vandað. Ekki hefur þurft að stöðva dælingu á heitu vatni frá veitunni, meðan framkvæmdir stóðu yfír, nema 2 til 3 sinnum og það aðeins hluta úr degi í hvert sinn. Mikill metnaður var lagður í að fegra umhverfi dæluhússins og hefur það tekist vel og er hús og lóð staðar- prýði. Allur stjórnbúnaður er tölvu- stýrður og er hægt að stjóma bæði frá dælustöðinni að Bakka svo og frá áhaldahúsi í Þorlákshöfn þar sem veitan hefur einnig aðstöðu. Guðmundur Karl Guðjónsson hjá Verkfræðistofu Suðurlands hannaði húsið og hefur hann fylgt verkinu eftir frá upphafí til enda. Traust fjárhagsstaða Rekstur Hitaveitu Þorlákshafnar hefur gengið mjög vel og er eigin- fjárstaða mjög góð. Heildareignir veitunnar nema 198 milljónum og skuldir eru tæpar 10 milljónir en það samsvarar að eignarhlutfall sé 95%. Undanfarin ár hefur vatnsverð Hitaveitu Þorlákshafnar farið lækk- andi miðað við byggingarvísitölu. Hitaveitan á tvær holur sem gefa af sér 16 MW af virkjaðri orku en aðveituæðin sem nær frá Bakka í Ölfusi til Þorlákshafnar um 11 km leið flytur 11,3 MW. Hámarksálag á sl. ári var 9,47 MW. Prófkjör sjálfstæðismanna Ólafur F. Magnússon vill 4. sæti ÓLAFUR F. Magnússon, læknir og varaborgarfulltrúi, gefur kost á sér í próíkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor og sækist eftir stuðningi í 4. sæti framboðslistans. í fréttatilkynningu segist Ólafur hafa starfað mikið að umferðar- öryggis- og umhverfismálum, auk heilbrigðismála, sem varaborgar- fulltrúi undanfarin 7 ár. „Eg tel að þessi reynsla ásamt læknisstarfinu geti nýst vel í borg- armálum, ekki síst þar sem taka þarf til hendinni í málefnum aldr- aðra, vegna skertrar þjónustu við þennan þjóðfélagshóp á liðnu kjör- tímabili," segir í fréttatilkynning- unni. ----» ♦ ----- Gilið á Akureyri Umferð stórra bíla verði takmörkuð SIGURÐUR J. Sigurðsson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks á Akur- eyri hefur lagt fram tillögu á fundi bæjarráðs um umferð um Kaup- vangsstræti. í tillögunni felst að samþykkt verði að takmarka akstur stórra bifreiða um Kaupvangsstræti ann- arra en strætisvagna og bifreiða til vörulosunar í götunni, þegar hún verður á ný opnuð fyrir umferð. Skipulagsnefnd bæjarins er falin nánari útfærsla málsins. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, bókaði að hún mæli heilshugar með samþykkt tillög- unnar, enda sé hún í fullu sam- ræmi við álit og tillögur flokksins í skipulagsnefnd og bæjarstjórn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.