Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 11

Morgunblaðið - 28.09.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 11 vörpin með tilliti til þess tjóns sem refurinn veldur á þeim. Gera tillög- ur og hugmyndir að úrbótum." Gæsir, veiðikort og deilur Hlutverk veiðistjóraembættisins hefur vaxið mjög gagnvart skot- veiðum með tilkomu veiðikortakerf- isins. Sýnist sitt hverjum um fram- kvæmd og markmið þess kerfis og enn fremur hafa vaknað ýmsar spurningar varðandi stofnstærðir gæsa og fleiri fugla sem lenda í veiðiálagi, en veiðiskýrslumar hafa sýnt fram á misjafnlega mikið veiðiálag sem í sumum tilvikum virkar æði mikið miðað við stofn- stærðartölur sem embættið hefur úr að spila og eru frá Náttúrufræði- stofnun komnar. í handbók Veiðistjórnarembætt- isins kemur t.d. fram, að grágæsa- veiði árið 1995 nam 35.191 fuglum, en áætluð stofnstærð var þá 83.000 fuglar sem var áætluð tala snemma vetrar. A sama tíma veiddust 10.634 heiðagæsir úr stofni sem áætlaður var 200.000 fuglar. Þarna er mikill munur á álagi og veiðistjóri er spurður út í þessi mál? „Stofnstærðartölur Náttúru- fræðistofnunar eru sú eina viðmið- un sem við höfum og þær byggjast á stikkprufum og viðurkenndum margfóldunarreglum út frá þeim. Það er ekki mitt að dæma um ná- kvæmni þeirra. Þessar tölur sem nefndar eru og byggjast á veiðinni 1995 eru hins vegar mjög athyglis- verðar og að vissu leyti sanna veiði- kortin þarna gildi sitt. Þetta er býsna mikið álag á grágæsinni og þótt hún sé ekki í neinni hættu er sjálfsagt að fylgjast vel með fram- vindu mála. Þessar tölur segja okkur einnig að heiðagæsin, sem hefur verið í mikilli uppsveiflu, þolir miklu meira veiðiálag og menn ættu kannski að hlífa grágæsinni meira og leita eftir heiðagæs.“ Því er einnig fleygt að þessar veiðitölur séu meira og minna skakkar þar sem fjöldi veiðimanna þekki varla grágæs frá heiðagæs og blesgæsir séu jafnvel taldar grá- gæsir? „Eg hef ekki trú á því að þetta skipti miklu máli. Eflaust rugla eir.hverjir þessum tegundum sam- an, en Náttúrufræðistofnun safnar vængjum frá skyttum í rannsókn- arskyni og sama hlutfall kemur þar fram. Ég myndi persónulega hafa meiri áhyggjur af því að svona tölur væru skakkar gagn- vart mávum, enda eru ungmávar- anir meira og minna ótrúlega líkir. Svo er annað, ein nýlundan í villi- dýralögunum er sú að þeir sem sækja um veiðikort verða að standast hæfnispróf í skotveiði. Hluti af prófinu er að greina fugla til tegunda. Það fær enginn byssuleyfi í dag f ^ ' WS&zi msam æ m SesiiðSaH 109 HHBBi Fjöldi veiddra refa og minka á íslandi 1958-1996 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 M //,\\ w Minkar J *s y M Réfir 1 1 19 I 'I I I 60 19 I I 1 1 65 19 I I I I 70 19 i rri 75 19 I I I I 80 19 I i I I" 85 19 I I II 90 19 95 Áætluð stofnstærð gæsastofna á íslandi aðhausti, heiðagæsar 1950-1995 og grágæsarl 960-1995 100.000 50.000 1950 1955 nema að gangast undir þetta próf og þeir sem áður voru komnir með leyfi fengu ársfrest til að ganga inn í nýja kerfið og taka prófið. Þannig kemst enginn undan því. Menn geta fengið byssuleyfi án þess að fá eða þurfa veiðikort, t.d. leirdúfuskyttur, en enginn fær byssuleyfi án þess að þreyta próf- ið. Handbók sem við gefum nú út árlega og berst öllum veiðikorta- höfum, hjálpar mönnum einnig við greiningu á tegundum." Handbókin er svo annað sem heyrst hefur að fari fyrir brjóstið á mönnum, sala veiðikorta eigi að kosta rannsóknir og svo er gefin út dýr handbók. Hvað segir þú við því? „Það er rétt, að sala á veiðikort- um á að kosta rannsóknir, en það er rangt að tekjur af þeirri sölu fari í útgáfu handbókarinnar. Lagt var út í útgáfu bókarinnar með það fyr- ir augum að auglýsingar stæðu undir öllum prentkostnaði. Það hef- ur tekist þannig að peningarnir fyr- ir veiðikortin eru óskertir hvað það varðar. Auk þess er það mikill mis- skilningur að veiðistjóraembættið spili úr þessum peningum. Emb- ættið sér aðeins um að afla þeirra, en það er umhverfisráðherra sem deilir þeim út. Þetta fyrirkomulag er enn nýtt af nálinni. Það var fyrst í vor að einhverjir peningar voru til og ráðuneytið auglýsti eftir um- sóknum um rannsóknarstyrki. Það verður alltaf að gera ráð fýrir að ný kerfi þurfi smátíma til að virka eðli- lega.“ Hvað eru þetta miklir fjármunir? „Ég veit ekki hvað er í pottinum, en menn geta ráðið í það. Kortið kostar 1500 krónur og fyrsta árið seldust 11.000 stykki. Annað árið tæplega 12.000 kort og í ár verða þau um 11.000.“ Kortin sjálf fara líka í taugamar á mörgum sem vísa til þess að er- lendis fái menn eitt kort sem endist ■ 11111 mBB lIfid er flíkid ÞEGSR ÞÚ i ELSKAR EfNA ONU E N DVRKAR ELLEFU MENN til margra ára, en hér sé prentað nýtt og dýrt kort á hverju ári. Stærðin sé auk þess óþægileg? „Þetta er alveg rétt og við erum staðráðnir í að vera eins „dínamísk- ir“ og við getum og loka ekki aug- unum gagnvart tillögum og hug- myndum um hvað betur má fara. Hins vegar er þetta tiltekna atriði reglugerðarbundið. Astæðan er sú, að ef við létum menn hafa eitt kort sem entist um árabil myndum við missa pressuna á að ná inn veiði- skýrslum. Þá er nú botninn dottinn úr kerfinu. Eins og það er, setjum við það skilyrði fyrir endurnýjun korta, að menn skili veiðiskýrsl- um.“ Margir skotveiðimenn eru einnig súrir yBr að þurfa að borga sjálfir rannsóknir á veiðidýrum sínum á sama tíma og t.d. stangaveiðimenn þurfa þess ekki. Þeir sjá ekki að þar sé munur á milli? „Stangaveiði heyrir undir annað ráðuneyti, landbúnaðarráðuneytið, og hún er meðal hlunninda á jörð- um. Það er löggjafinn sem gerir þennan greinarmun og ég hef enga sérstaka skoðun á honum. Mér finnst mun nærtækara að benda á, að selveiðar eru ekki í veiðikorta- kerfinu, heldur, eins og stangaveið- in, í landbúnaðarráðuneytinu. Al- þingi fannst selveiðar ekki eiga samleið með kortakerfinu og mér er ekki kunnugt um forsendurnar." En hreindýrin? „Veiðistjóraembættið safnar miklum upplýsingum um hreindýr og stofnstærð þeirra. Tökum m.a. sýni af hverju einasta dýri sem skotið er. Við teljum dýrin og ákveðum hvað má skjóta og hvar. Síðan tekur Hreindýraráð við fram- kvæmd veiðanna. Það er nefnd heimamanna íyrir austan og mér finnst það gott mál að þeir sjái um veiðimálin." Ekki verra Svona í lokin, Ásbjörn: Það voru háværar raddir á sínum tíma sem töldu því fiest til foráttu að flytja embættið norður. Hvað finnst þér um það í dag, byggt á þinni reynslu? „Þetta er ekkert verra ef horft er á dæmið í heild. Það er þó einn annmarki og hann er sá, að allt annað er fyrir sunnan, allar stofn- anir, ráðuneyti. Við notuð auðvitað síma og fax og tölvur eins og venju- legt fólk, en við erum samt svolítið út úr. Þá líður varla sú vika að það sé ekki eitthvað að gerast sem ég hefði áhuga á að fylgjast með sem veiðistjóri, fundir, ráðstefnur og fleira í þeim dúr. En það er allt fyr- ir sunnan, þannig að í stað þess að fylgja öllu eftir þarf ég að velja sérstakt tilefni til að taka þátt í þess háttar uppákomum. En að öðru leyti er Akureyri ekki verri staður en hver annar fyrir svona stofnun."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.