Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 13

Morgunblaðið - 28.09.1997, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997 13 ERLENT PressLánk JOANN Burkholder, sjávarlíffræðingur við Háskóla Norður-Karólínuríkis, sýnir stækkaða mynd af lífverunni Pfiesteria piscicida. Burkholder hefur sjálf orðið fyrir barðinu á pfiesteria, að því er talið er. lega að sannfærast um að það er eitthvað á seyði.“ Nokkrar gerðir ef eitri Morris segir líklegt að pfíesteria einfrumungurinn framleiði nokkrar gerðir af eitri. Eitt þeirra leysi upp hold físksins svo að hann dettur í sundur. „Það er fínt fyrir lífveruna vegna þess að allt í einu er allt fullt af næringarefnum úr fískinum.“ Þá virðist pfíesteria framleiða taugaeitur, sem Morris segir líklega hafa áhrif á heilann í fískinum. „Það kann að lama fískinn eða valda því að hann fer ekki og þess vegna geta hin eiturefnin náð að leysa físk- inn upp,“ segir Morris. Sjómenn hafa greint frá því að fískurinn „hagi sér undarlega" þegar pfíester- iablóm eru nálæg - hann syndir í hringi. Áhrifín á fólk yrðu öllu minni, segir Morris. Þetta geti valdið erfíð- leikum með nám, óbirtar rannsóknir á rottum sem hafi verið hafðar ná- lægt pfíesteria sýni að hún geti leitt til námserfíðleika hjá dýrum. Fyrsta vísbendingin um að þetta kunni einnig að eiga við um fólk kom í ljós þegar JoAnn Burkholder, vís- indamaður við Háskóla Norður- Karólínuríkis kom nálægt lífverunni á rannsóknarstofu skólans. Hún þjáðist af minnisleysi og öðrum kvillum, sem á endanum hættu þó að hrjá hana. Eftirspurn snarminnkar Áhyggjur fólks vegna áhrifa pfi- esteria hafa valdið því að eftirspurn eftir sjávarafurðum frá Chesa- peakeflóa hefur minnkað stórlega. Fiskur af þessu svæði var vinsæll allt frá Washington til Kalifomíu, í Evrópu og Japan. Heildsalar og stórmarkaðir selja ekki físk frá svæðinu og veitingahús, sem sér- hæfa sig í fiskréttum, fylgdu í kjöl- farið er eftirspurnin hrundi. Sjávarútvegur í Marylandríki veltir árlega um 400 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar um 28 milljörðum íslenskra króna, og hafa áhyggjur þessar haft víðtækar afleiðingar. Fjölda fólks hefur verið sagt upp störfum og útgerðarmenn sumir hafa selt báta sína. Þótt pfíesteria hafí einkum herjað á meinhadd, torfufísk sem óhæfur er til manneldis, útifyrir strönd Marylandríkis, hafa áhyggjur neyt- enda náð til allra sjávarafurða frá Chesapeakeflóa og jafnvel til físks sem veiddur hefur verið í mörg hundruð sjómílna fjariægð. „Þetta versnar stöðugt hvað varðar við- skipti,“ segir Joe Rupp, fram- kvæmdastjóri félags bátaeigenda í Maryland. Ótti neytenda hefur lítið minnkað þótt embættismenn Marylandríkis hafí lýst því yfír að sjávarfang úr Chesapeakeflóa sé skaðlaust. Parris N. Glendenning, ríkisstjóri, hefur heitið því að lagðir verði fram 200 þúsund dalir til markaðssetningar í því skyni að vinna aftur traust við- skiptavina. Matseðlar endurprentaðir Glendenning hefur skipað nefnd til þess að §alla um markaðssetn- inguna og hann hefur skorið upp herör gegn tveim verslanakeðjum sem auglýsa sérstaklega að þær sjávarafurðir sem verslanimar hafi á boðstólum séu ekki frá Chesape- akeflóasvæðinu. Þar með sé ýtt undir þá hugmynd að allar sjávaraf- urðir frá því svæði séu hættulegar. Talsmaður verslanakeðjunnar Giant Foods, sem hefur stærstu markaðshlutdeildina á Washington- svæðinu, segir að hætt hafí verið að selja kóralbassa í byijun septem- ber. „Við vorum með hann. Það vildi hann enginn. Við enduðum á því að henda honum í ruslið,“ segirtals- maður Giant Foods. Á veitingahúsinu Crisfíeld Sea- food í Silver Spring í Maryland hafa matseðlar verið endurprentaðir og tekið fram á þeim að fískréttir séu ekki úr sjávarfangi úr Chesapeake- flóa. „Við pöntum ekkert úr flóanum vegna þess að við viljum segja við- skiptavinum okkar það,“ segir John Richmond, einn eigenda Crisfield Seafood. „Við erum eiginlega bara að gera eins og hinir." Gestakomum á staðinn hefur fækkað um allt að 20 prósent, og fækkar enn. Sala á krabbakjöti hef- ur minnkað um helming, og þeir sem láta sig hafa það að snæða það segj- ast vera að taka áhættu, að því er framkvæmdastjórinn segir. Engin dæmi eru þekkt um að krabbar hafí orðið fyrir barðinu á pfíesteria. Geta sjálfum sér um kennt En hvað veldur því að þetta virð- ist vera að gerast núna? Burkhold- er, Morris og fleiri vísindamenn segja að eitthvað hafi gerst sem hafí breytt lífveru, sem yfirleitt sé meinlaus, í hættulegt meindýr. Að öllum líkindum sé orsakanna að leita í einhveiju sem menn hafí gert. „Þegar við gerum eitt og annað við umhverfi okkar getur svo farið að svona lífverur taki að skjóta upp kollinum og það getur hugsanlega haft áhrif á heilsu fólks,“ segir Morris. Vísindamenn eru nú að kanna hvort „næringarríkt af- rennsli", til dæmis kjúklingaskítur frá alifuglabúum, sé þáttur í orsök breytinganna. Yfirvöld í Maryland hafa bannað veiðar og sundiðkan á fjórum stöð- um, m.a. í hluta Pocomokeárinnar. í Virginíuríki er farið hægar í sak- irnar en opnuð hefur verið upplýs- ingamiðstöð sem hægt er að hringja í. Ekki hafa komið upp nein veik- indatilvik í Virginíu sem talið er að megi rekja til pfiesteriasýkingar. Embættismenn segja að ekki sé farið offari. „Í hvert einasta sinn sem ný veiki kemur upp hlýtur maður að hafa áhyggjur," segir John Rullan, í heilbrigðismálaráðu- neyti Maryland. Heimildir: Reuter og The Washington Post SPENNANDI VETRARTILBOÐ fyrir viðskiptafólk, starfsmannahópa, fjölskyldur o.fl. Hótel Edda að haust- eða vetrarlagi er góður kostur fyrir fólk í viðskipta- og söluferðum. Einnig fyrir alla þá sem vilja fara í hressandi og skemmtilegt frí innanlands, t.d. starfsmanna- hópa, fjölskyldur og vinahópa. Nú bjóða heils- árshótelin á Flúðum, Kirkjubæjarklaustri, Höfn og Egilsstöðum upp á dvöl á hótelunum á hag- stæðu vetrarverði. Hótel Flúðir, sími 486 6630 Kirkjubæjarklaustur, sími 487 4799 Starfsfólk Edduhótelanna býður ykkur velkomin. Fáið nánari upplýsingar á hótelunum sjálfum eða hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu íslands í síma 562 3300 Hótel Höfn, sími 478 1240 Nýtt hótel á Egilsstöðum, opnar jan.'98 Hótel Valaskjálf, sími 471 1500 trardvöl á Hótel Eddu:^)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.