Morgunblaðið - 28.09.1997, Side 24
24 SUNNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tíminn hefur
unnið með mér
Örlög manna eru ofín sama af ýmsum þátt-
um, þau ráðast m.a. af erfðum, efnahag,
heilsufari og samneyti við annað fólk. Um
daginn heimsótti Guðrún Guðlaugsdóttir
konu sem eins og margir fleiri hefur þurft
að fara krókótta og torgengna leið á fund
*
hamingjunnar. Vigdís heitir hún Agústsdótt-
ir og býr í Lækjarhvammi í Laugardal.
F.V. MIÐRÖÐ Jónína Thorarensen með Skúla, Lárus Fjeldsted
lögmaður, Lovísa Fjeldsted, Katrín Fjeldsted með Tómas Tómas-
son. I efri röð eru f.v. Ágúst Fjeldsted, Jórunn Viðar og Lárus
Fjeldsted. í fremstu röð eru f.v. Andrés, Vigdís, Katrin og Lárus
Fjeldsted.
AÐ var bjartviðri þennan
septemberdag sem ég
var þama á ferð og fal-
legt um að litast í ná-
grenni Laugarvatns. Sólin lék sér
í laufi birkitijánna sem brátt taka
að gulna og falla til jarðar, annar
gróður hefur að mestu lokið sínu
hlutverki þetta árið og tími upp-
skerunnar kominn. Lækjarhvamm-
ur er myndarlegt býli, þar er rek-
inn kúabúskapur með meiru og
jörðin er vel hýst. Húsráðendur
taka mér tveim höndum, hjónin
Björgólfur Eyjólfsson og Vigdís
Ágústsdóttir hafa rekið þama bú-
skap saman í tíu ár. Lækjar-
hvammur er föðurleifð Björgólfs,
en samhliða búskaparstörfum á
sumrum stundaði hann á ámm
áður húsgagnasmíðar á vetrum í
Reykjavík. „Hann getur smíðað
allt og býr til heimsins bestu kjöt-
súpu,“ segir Vigdís kona Björgólfs
þegar hann er genginn á dyr eftir
að hafa áminnt okkur um að
slökkva undir súpunni klukkan ell-
efu, og á svip hennar má ráða að
ekki séu allir kostir eiginmannsins
þar með upptaldir. Það er Vigdís
sem ég ætla að ræða við og ég
byija á að spyija hana hvemig þau
hjón hafi kynnst. „Ég sá auglýs-
ingu í blaði „ráðskona óskast í
sveit, má hafa með sér böm,“ og
ég sló til og fór hingað," segir hún
glettin. Okkur kemur saman um
að ekki skipti miklu máli hvemig
fólk kynnist heldur hvernig kynnin
verði.
„Ég var ekki búin að vera hér
lengi þegar mér var vel ljóst að
Björgólfur var sérstakur mann-
kostamaður, bæði vandaður,
greindur og barngóður. Við fómm
að draga okkur saman og höfum
nú átt saman tíu farsæl ár,“ segir
Vigdís. Þegar hún kom að Lækjar-
hvammi var hún rösklega fertug,
fjögra barna móðir og hafði á
stundum átt á brattann að sækja
í lífsbaráttunni, þrátt fyrir að vera
„fædd með silfurskeið í munni,“
eins og móðir einnar vinkonu henn-
ar orðaði það einu sinni.
„Ég er fædd á Pjólugötu 11 í
Reykjavík, í húsi móðurforeldra
minna. Þetta var tvíbýlishús sem
þeir byggðu saman afi minn, Skúli
Thorarensen útgerðarmaður, og
Óskar Norðmann. Faðir minn,
Ágúst Fjeldsted lögmaður, og móð-
ir mín, Jónína Thorarensen, byij-
uðu búskap sinn í kjallaranum í
þessu húsi og höfðu eitt herbergi
uppi iika, og í því herbergi fæddist
ég, sem var elst af fimm börnum
þeirra," segir Vigdís. Hún kveðst
hafa átt góða bemsku. „Foreldrar
mínir vora orðin 27 ára gömul
bæði þegar ég fæddist, þau höfðu
verið saman í bekk í menntaskóla
og voru alla tíð miklir vinir og
mjög ástfangin hvort af öðra,“
segir hún. „Faðir minn lauk lög-
fræðiprófi og hóf lögmannsstörf,
mamma var heima og hugsaði um
okkur börnin. Hún hafði byijaði í
heimspekideild í Háskóla Islands,
en hún hætti námi, á þeim tíma
var venjan sú að giftar konur með
börn vora heimavinnandi. Mamma
hafði heimilishjálp sem þá var held
ég ekki algengt, ég sá hana t.d.
aldrei skúra gólf, það kom kona
og gerði það. Ég sá heldur aldrei
ömmu mína skúra og sjálf var ég
ekki vanin við slík verk og lærði
þau ekki fyrr en ég fór í húsmæðra-
skóla og síðan að vinna í sveit.
Ég réð mig raunar alltaf í útivinnu
en þurfti stundum að vinna inni-
verk. í upphafi gerði ég alls konar
vitleysur í þeim efnum í sveitavinn-
unni. í einni vistinni átti ég að
gera hreint eldhús, ég lét renna í
fötu, setti sápu út í og vatt svo
tuskuna eins og ég gat. Loksins
var ég búin að þrífa einn vegg og
þá kom húsmóðirin fram. „Hvers
lags vinnubrögð eru þetta?“ sagði
hún hneyksluð. Ég vissi ekki að
klúturinn átti að vera blautur en
ekki nær þurr. Öðru sinni átti ég
að stoppa í sokka. Ég fór með
sokkana út á hól og hóf verkið.
Þvílík göt. Jæja ég rimpaði götin
saman á fljótlegasta hátt og braut
svo sokkana saman. Strákamir
sem áttu sdkkana komu svo til
mömmu sinnar einn af öðrum og
kvörtuð yfir óþægindum vegna við-
gerðanna og ég varð að rekja allt
saman upp.
Við fjölskyldan fluttum á Reyni-
melinn þegar ég var smábam og
mér finnst ég alltaf vera Vest-
urbæingur, þótt ég færi þaðan 13
ára gömul. Ég var í Melaskólanum
í bekk sem var sérstakur fyrir það
að í honum vora eintómar stelpur.
Síðan fór ég í Kvennaskólann, ég
hef því aldrei verið í bekk með
strákum. Á móti kom að ég hafði
alla bræðurna til að leika mér við.
Ég eignaðist tvær góðar vinkonur
í minni skólatíð, Margrét Bárðar-
dóttir varð vinkona mín í barna-
skóla, hún fórst kornung með flug-
vélinni Hrímfaxa. Hafdísi Ófeigs-
dóttur vinkonu minni kynntist ég
í Kvennó. Hún fékk síðar floga-
veiki eins og ég og það hefur tengt
okkur enn nánari böndum."
Fékk háborgaralegt uppeldi
var í æsku látin læra á
píanó, Iærði hjá Róbert Abraham
Ottóssyni og fór síðar í Tónlistar-
skólann. Ég fékk að flestu leyti
háborgaralegt uppeldi og var ekki
í sveit sem barn, nema hvað ég
kynntist sveitastörfum nokkuð í
gegnum Skúla afa minn, hann fór
út í búskap samhliða öðram störf-
um sínum á efri áram, hann átti
bú bæði út á Nesi og austur á
Geldingalæk á Rangárvöllum.
Hann hafði stundað útgerð á
stríðsárunum og auðgaðist þá
allmikið, en í honum bjó einnig
sterk hneigð til búskapar, hann var
enda alinn upp í sveit að Kirkjubæ
á Rangárvöllum. Hann hafði yndi
af að hafa okkur barnabörn sín
með sér við sveitastörfin. Sína pen-
inga setti afi mikið í þessi bú og í
að rækta upp sandana fyrir aust-
an. Hann var hugsjónamaður að
þessu leyti. Sem barn hugsaði ég
oft um hvernig vinnu afi minn
væri eiginlega í, hann gat komið
til að hitta okkur á hveijum degi
og gerði það, honum fannst enginn
dagur nema hann hitti barnabörn
sín. Mér fannst gaman að fylgjast
með sveitastörfum, mér fannst
fjósalyktin aldrei vond og var aldr-
ei hrædd við dýrin, þrátt fyrir það
var ég aldrei send í sveit eins og
mörg böm voru þá, ég held að
mamma hafi verið hrædd við að
senda mig burt af því að ég var
flogaveik.
Það kom fljótt í ljós að ég var
flogaveik, ég man ekki eftir mér
öðruvísi. Það byijaði með að barn-
ið fór að blána og enginn vissi
hvað þetta var, svo kom á daginn
að ég var flogaveik. Foreldrar mín-
ir vildu allt gera til að hjálpa barn-
inu sínu og fóra m.a. með mig til
Svíþjóðar, til Olivkrona, sem var
frægur læknir, en það var ekkert
hægt að gera. Ég veit ekki fyrir
víst af hveiju flogaveikin stafar,
en ég heyrði sagt að afi minn,
Lárus Fjeldsted, hefði haft þessa
veiki og að amma hefði lengi vel
alltaf fylgt honum í vinnuna. En
þetta virðist hafa elst af honum
og ég hef enn svolitla von um að
það sama gerist með mig. Það blæs
að vísu ekki byrlega í þá átt enn-
þá, það á að hægja á veikinni með
árunum, en þessu hefur verið öfugt
farið í mínu tilviki, ég hef fengið
miklu verri köst síðari árin en ég
fékk lengi vel á unga aldri.“
Áhrif flogaveikinnar
Skyldi flogaveikin hafa gripið
mikið inn í lífshlaup Vigdísar? „Ég
held að hún hafi gert það í ríkari
mæli en margir gerðu sér grein
fyrir,“ segir Vigdís. „Ég er með
gagnaugablaðsflogaveiki og hún
hefur að sögn mikil áhrif á tilfinn-
ingar fólks. Ég hef alltaf verið
skapmikil og flogaköstin gerðu
mig auk þess erfiða í skapi. Það
var beinlínis hægt að finna það á
skapsmunum mínum hvort kast
var í aðsigi. Köstin stóðu í þijá til
fjóra daga í einu og ég vissi þegar
þau vora að koma, þótt ég væri
ekki orðin veik var eins og einhver
segði mér að þeirra væri að vænta.
Eftir að köstin tóku að versna hin
síðari ár, hef ég með enn meiri
vissu getað sagt fyrir um að þau
væru að koma og um daginn sett-
ist ég niður og skráði einkennin
sem ég hef fundið. Áður var ég
ekki hrædd við flogaköstin, þau
vora ekki þess eðlis, en eftir að
köstin versnuðu hefur ótti fylgt í
kjölfarið. Það tekur margar vikur
að endurvinna eðlilega orku á ný
eftir slæmt flogakast. Það er varla
að maður geti staðið upp úr stól
fyrst á eftir.
Flogaveikin var óþægileg á upp-
vaxtarárunum en ég lét hana ekki
hindra mig í að gera það sem mig
langaði til. Það var helst að
mamma, í umhyggju sinni, hindr-
aði mig í að fara í skólann, hún
vildi að ég væri heima og legði
ekki of mikið á mig. En ég sá að
ég gat ekki fylgt stelpunum eftir
nema ég færi í skólann, þess vegna
gerði ég það þegar ég gat og ég
reyndi aldrei neitt ódrengilegt af
mínum bekkjarsystrum. Ég fékk
aldrei krampakast í Kvennaskólan-
um fyrr en ég var að útskrifast,
þá var ég sextán ára. Þá var líf
mitt líka orðið erfíðara en áður
var.“
Móðurmissir
„Ég missti móður mína þegar
ég var fjórtán ára. Fram að því
hafði allt verið næsta ákjósanlegt.
Föður mínum gekk vel í starfi,
hjónaband foreldra minna var mjög
gott, við vorum ágætlega efnum
búin, áttum fallegt heimili og fjöl-
skyldulífið var gott. Þó áttu for-
eldrar mínir við erfiðleika að etja
eins og aðrir í þessu lífi, einn bróð-
ir minn var þroskaheftur, en þau
stóðu þétt saman í lífsbaráttunni
og það skipti öllu. Ef eitthvað bag-
aði mig á uppvaxtarárunum var
það helst að einn bróðir minn hafði
gaman af að stríða mér, en það
sat ekki í mér og nú er hann einn
minn besti vinur. En eftir að
mamma veiktist varð allt erfiðara,
líka samskiptin okkar í milli. Hún
fékk bijóstakrabbamein, það var
tekið af henni bijóstið og læknar
vora bjartsýnir á að tekist hefði
að komast fyrir meinið, en það tók
sig upp og hún dó 42 ára gömul.
Dauðastríð hennar tók mjög á okk-
ur öll, hún vildi vera heima og var
það, líka seinustu mánuðina, það
var ráðin góð hjúkrunarkona til
að hjúkra henni.
Eftir að mamma dó hrundi sá
heimur sem ég hafði lifað í. Konan
sem skúraði gólfin var ráðin á
heimilið fyrst um sinn. Pabbi átti
mjög erfitt eftir lát mömmu. Hann
hóf tiltölulega fljótlega búskap
með annarri konu - ég átti erfitt
með að sætta mig við það. Ég
sótti mikið til afa og ömmu, for-
eldra mömmu, ég vildi helst vera
hjá þeim. Ég flutti nánast burt af
heimili mínu.
Ég lauk námi við Kvennaskól-
ann og sú skólaganga skipti á
engan hátt sköpum fyrir mig. Að
því loknu ákvað ég að fara til Bret-
lands á skóla, ég vildi síður vera
heima. Ég var í Cambridge einn
vetur og lærði ensku. Þegar ég
kom heim gerði ég mér endanlega
ljóst að ég gat ekki lynt við stjúpu
mína. Ég fór að vinna í Landsbank-
anum og hugsaði mitt ráð. Mér
datt í hug að ráða mig í sveit. Ég
hafði farið í páskaferð að Skafta-
felli og langaði að koma þangað
aftur. Ég tók mig til og hringdi
og það varð úr að þangað fór ég.
Þau áföll sem ég hafði orðið fyrir
höfðu haft þau áhrif á mig að
sjálfsmynd mín var ekki sterk, mér
fannst því gott að geta verið í fá-
menni. Veran í Skaftafelli hafði
djúp áhrif á mig, þar komst ég í
þau nánu tengsl við iandið sem
hafa verið mér svo mikils virði síð-
an, náttúran og ég höfum það
ævinlega gott saman. Svo var það
eitt sinn þegar ég sat á rúminu
mínu í Skaftafelli og var að skoða
dagblað að ég sá auglýsingu um
skóla í Skagafirði. Eg vildi eins
og fyrr sagði ekki vera á heimili
með stjúpu minni framar og eygði
þarna gott tækifæri. Ég skrifaði
Ingibjörgu Jóhannsdóttur á Löngu-
mýri og bað um skólavist. Hún var
ekki lengi að svara. Ég dreif mig